Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
C 7
.Flugstöðin er hönnuð í þeim tilgangi að fólki líði vel, að það stöðvi og njóti þess sem fram er borið. - „Skemmtiferða-flugstöð“, sagði Garðar.
„.... tákn sem sótt er í okulindir landsins.“ Garðar útskýrir hönnun miðskips í stöðinni.
umhverfis og þjónustu, ekki ein-
vörðungu flugfarþega heldur alla
landsmenn. Hann sagði: „Víða eru
flugstöðvar fyrst og fremst hannað-
ar með það í huga að koma fólki
sem hraðast í gegn. Áferðir eru þá
oftast stál, plast og gler, fremur
fráhrindandi en afkastamiklar flug-
stöðvarbyggingar. Þessi flugstöð
er hönnuð í þeim tilgangi að fá
fólk til að líða vel, fá það til þess
að stöðva og njóta þess sem fram
er borið. „Skemmtiferða-flugstöð“
um leið og hagkvæmni í rekstri er
einnig grundvallaratriði.
I brottfararskálanum verður
skráning farþega með 14 innritun-
arborðum. Ennfremur er þarna gert
ráð fyrir ýmis konar þjónustu fyrir
ferðamenn, svo sem afgreiðslum
flugfélaga , bílaleigum og komu-
verslun Fríhafnar. Garðar benti á
ýmis atriði við hönnunina innan-
dyra, sem þjóna því að stjóma
umferðinni, þ.e. leggja á misjafnar
áherslur, þannig að notendur drag-
ast ósjálfrátt að þeim stöðum þar
sem þjónustu er að leita. Þetta er
til dæmís gert með lýsingu og
límtrésloftum. Yfir þjónustusvæð-
um, til dæmis innritunarborðum og
stigum, er loft tekið niður með
límtrésbitum og'þar er lýsing sterk-
ari en á öðrum svæðum í skálanum.
Hið sama á við um önnur þjónustu-
svæði. Hönnun byggingarinnar er
öll miðuð við þetta og sagði Garð-
ar, að þessar áherslur í hönnuninni
ættu að auðvelda mönnum að rata
um bygginguna og halda áttum,
ekki síst í biðskálanum á annarri
hæð. Þörf fyrir merkingar ætti því
að vera minni, þó svo þær verði til
staðar.
Vinsæll sunnudagsbiltúr í flug-
stöðina
Úr brottfararskála á fyrstu hæð
er innangengt yfir í komuskála með
gangi á norðurhlið en við hann
tengjast m.a. banki, pósthús og
veitingabúð sem verður undir gler-
hvelfingunni að norðan. Frá henni
verður unnt að fylgjast með far-
þegum og umsvifum í biðsal á
annarri hæð. Garðar sagði, að lögð
væri mikil áhersla á að gera þessa
veitingabúð eftirsóknarverða fyrir
landsmenn og undirstrika með því,
að flugstöðin verði almenningseign.
Til dæmis mætti hugsa sér, að vin-
sæll sunnudagsbíltúr fjölskyldunnar
a.m.k. á suðvesturhominu yrði í
flugstöðina til að fá sér hressingu,
kaffi eða mat, og fylgjast með því
alþjóðlega andrúmslofti sem þar
ríkti, eða bara til að sjá fólk koma
og fara. Á fyrstu hæð er einnig
farangursskáli í miðju húsinu, þar
sem fram fer öll afgreiðsla á far-
angri, bæði inn í landið og út úr
því.í suðurhlið byggingarinnar er
þungamiðja aðstöðu starfsfólks, en
Garðar sagði að með hverri starfs-
semiseiningu fylgdi húsnæði þar
sem starfsmenn ættu sér afdrep
með búnings-, hreinlætis- og
hvíldaraðstöðu.
Af fyrstu hæð lá leiðin upp í
gegnum vegabréfaeftirlit og vopna-
leitarsvæði. Garðar sagði að um
bygginguna kæmust fatlaðir án
vandræða, allt frá bílastæði og út
í flugvél, því má velja á milli þess
að fara upp með lyftu, rúllustiga
eða að ganga upp venjulega stiga.
Á annarri hæðinni verður biðsvæði
fyrir brottfarar- og viðkomufarþega
fyrir miðju, landgangur í flugvélar
er áfastur til suðurs. Út úr honum
ganga sex landgöngubrýr beint út
í flugvélamar, þannig að farþegar
geta nú gengið þurrum fótum alla
leið. Hægt er að leggja átta flugvél-
um við landganginn samtímis.
BIAsalurinn líkastur ævintýri
Það má líkja biðsalnum við ævin-
týri. Hönnunin miðast við að ná
andrúmslofti á göngugötu með til-
heyrandi lýsingu. Miðskipið, eða
gróðurskálinn, sem er einn af
grunntónunum í upprunalegri
hönnun stöðvarinnar, er að sögn
Garðars tákn sem sótt er í orkulind-
ir landsins; orkulindirnar sem gera
ísland byggilegt og okkur jafnvel
kleift að rækta suðrænan gróður
og aldin hér norður við heims-
skautsbaug. Þetta ásamt tignarleg-
um glerlistarverkum Leifs
Breiðfjörð og flugvélinni TF ÖGN,
sem eins og svífur yfir miðjum sal,
er í raun sjálfstætt listaverk, eins
og flugstöðin raunar öll, að mati
höfundar þessara lína. Garðar sagði
að hönnun þama miðaðist við að
gera umhverfið hlýlegt og aðlað-
andi, farþegum til þæginda og
ánægju, innan um gróskumikinn
gróður, sem komið verður fyrir í
gróðurskála. Þeir sem sitja í þeim
hluta biðveitingarbúðar, sem er á
upphækkun í gróðurskálanum, hafa
gott útsýni yfir aðalathafnasvæðið
og uppgöngu af neðri hæð svo fylgj-
ast má grannt með gestum og
gangandi, - sýna sig og sjá aðra.
Garðar sagði, að tillaga hefði kom-
ið fram um að skíra þennan hluta
gróðurskálans Öndvegi og þætti sér
það vel viðeigandi, enda sætu menn
þar sem í öndvegi. Gróðurker eru
þarna stór og reiknað með fjöl-
breyttum gróðri, svo sem fimm til
sex metra háum pálmatijám og
fíkusum, þ.e. sannkallaður Miðjarð-
arhafsgróður.
Á annarri hæð verður, auk veit-
ingasölu, ýmis önnur þjónusta við
flugfarþega. Þar má nefna toll-
fijálsar verslanir, vínstúku, banka,
pósthús, sjúkraherbergi, afmarkað
leiksvæði fyrir börn, sérherbergi til
umönnunar ungbarna, móttökuher-
bergi fyrir sérstaka gesti, auk
fundarherbergis, vinnuafdrep fyrir
farþega í viðskiptaferðum, svó fátt
eitt sé nefnt. I vesturhlið er skrif-
stofusvæði með skrifstofum flug-
vallarstjóra og fleiri rekstraraðila.
í austurhlið er mötuneyti starfs-
manna og eldhús, sem þjónar allri
veitingastarfsemi. Unnt verður að
sögn Garðars að opna á milli mötu-
neytis starfsmanna og veitingasal-
ar, ef aðstæður, til dæmis seinkun
á flugi, krefjast stærra húsrýmis.
Farþegar og færibönd blasa við
Úr aðalsal á annarri hæð er
gengið út í flugvélar eftir land-
gangi og sagði Garðar að þar yrðu
nokkur sæti fyrir þá sem þyrftu
þess með, en með það í huga að
fá fólk til að koma inn í stöðina
sjálfa og njóta þess sem hún hefði
upp á að bjóða, væri reynt að hafa
stóla í landgangi sem fæsta, enda
ekki langur vegur að ganga inn í
stöð. Inn um landganginn koma
einnig flugfarþegar á leið inn í
landið og liggur leið þeirra í vega-
bréfaskoðun á annarri hæð og síðan
niður í komuskála. Þar verður
fríhafnarverslun og komið beint út
úr henni að færiböndum sem færa
farangurinn inn, síðan er farið í
gegnum tollgæslu og út. Þess má
geta, að allt frá því komufarþegar
koma niður á fyrstu hæð geta þeir,
sem komið hafa til að taka á móti
þeim, fylgst með þeim í gegnum
stóran glervegg þar sem færiböndin
og farþegarnir blasa við. Allt er
þetta svæði samtengt með gangi,
þ.e. brottfararskáli, veitingaskálinn
á fyrstu hæð og komuskálinn.
Garðar sagði að ekki væri síður
lagt mikið upp úr öllum frágangi
utandyra, þ.e. að aðkoman sé bæði
aðlaðandi og snyrtileg, þótt hávax-
inn gróður verði í lágmarki vegna
slæmra vaxtarskilyrða. Bílastæði,
sem rúma yfír 500 bíla samtímis,
eru lögð með jötunssteinum. Verða
þau með snjóbræðslukerfum svo og
allir gangvegir umhverfis. Þá er
stórt skyggni yfir inngangi þannig
að unnt á að vera að komast þurrum
fótum inn í stöðina. Reyndar er
unnt að stækka þetta skyggni síðar,
ef þörf krefur. Bílastæðin eru lækk-
uð nokkuð í landslaginu, að sögn
Garðars til að draga úr áhrifum
þeirra á umhverfið og útsýnið. Þá
eru hlaðnir veggir úr stórgrýti í
nánasta umhverfi þar sem koma á
gróðri fyrir síð.ar, ennfremur er
hljóðmúr við flugvallargirðinguna
næst stöðinni, til að draga úr háv-
aða og „gaddavírsáhrifum“, ef svo
má að orði komast. Þess má geta
að hönnuður lóðar og landslags er
Reynir Vilhjálmsson, en varðandi
gróður innanhúss hefur Bjöm Jó-
hannesson verið ráðgjafi.
Forréttindl aA fá aA vinna aA
slfkri byggingu
Við spurðum Garðar í lokin um
leið og við óskuðum honum til ham-
ingju með þessa fallegu flugstöð,
hvort hann væri ekki stoltur af að
sjá árangur verka sinna á þennan
hátt. Hann sagði að auðvitað væru
það forréttindi að fá að vinna að
slíkri byggingu. Hann sagði einnig,
að hjá sér hefðu frá árinu 1980
unnið yfir 30 starfsmenn að hönnun
byggingarinnar en af þeim hefðu
arkitektamir Birgir Breiðdal, Erling
Pedersen, Rúnar Hauksson og Sig-
urður Gíslason verið nánustu
samstarfsmenn. „Allir höfum við
haft ómælda ánægju sem og
reynslu af þessu hönnunarstarfi,"
sagði hann. Hann sagði ennfremur
að það væri rétt, að alls staðar
hefði verið lagt mikið upp úr því
að hafa hlutina vandaða og þar
með létta í viðhaldi. Ánægjulegt
væri því að sjá árangurinn og sérs-
taklega að finna það í lokin að
áhrif þau og hönnunarmarkmið sem
hann hefði ákveðið strax árið 1980,
til dæmis í sambandi við gróður-
skálann, hefðu komist til skila.
Ekki væri síður ánægjulegt að
heyra fólk, sem skoðað hefði stöð-
ina, lýsa því yfir að það skynjaði
áhrifin eins og þau voru hugsuð á
teikniborðinu.
Texti: Fríða Proppé
Ljósmyndir: Ragnar Axelsson