Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 8
8 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
Byggingin
erfalleg
og okkur
til sóma
- segir MatthíasÁ. Mathiesen,
utanríkisráðherra
„Flugstöðin nýja á Keflavík-
urflugvelli er stókostleg bygg-
ing, sem á eftir að breyta öllu
því sem viðkemur farþegaflugi
til og_ frá íslandi", sagði Matt-
hías A. Mathiesen utanríkisráð-
herra, er fréttamaður blaðsins
hafði tal af honum í tilefni þess
að á þriðjudag verður þessi
langþráða bygging opinberlega
tekin í notkun.„Þarna verður
tvímælalaust gífurleg breyting
til batnaðar fyrir allt ferðafólk
sem um völlinn fer. Aðkoman
fyrir útlendinga verður allt
önnur, bæði þegar þeir ganga
inn í flugstöðina og aka eftir
nýrri leið frá henni inn í landið.
Þar opnast strax stórkostlegt
útsýni yfir Faxaflóann og til
fjalla. Staðsetning flugstöðvar-
innar er sérstaklega skemmti-
leg með tilliti til þessa.“
„Þegar ríkisstjómin tók við
1975 og Geir Hallgrímsson varð
utanríkisráðherra varð samkomu-
lag við Bandaríkjastjóm um
skiptinu fjármögnunar vegna hinn-
ar nýju flugstöðvarbyggingar.
Upphaflega var nokkmm erfíðleik-
um bundið að taka endanlega
ákvörðun, en flugstöðinni er ætlað
ákveðið hlutverk í sambandi við
starfsemi vamarliðsins, ef til átaka
kæmi. Ákveðið var að staðsetning
stöðvarinnar yrði á þann veg að
afgreiðsla almenns flugs væri al-
veg skilin frá athafnasemi vamar-
liðsins á flugvellinum. Stöðin er
því staðsett á mörkum girðingar-
innar um vamarsvæðið og sjálf
byggingin öll utan við. Síðan var
málið að velkjast hjá þeim ríkis-
stjómum sem við tóku. Teikningar
vom endurskoðaðar og byggingin
minnkuð niður í það sem hún er í
dag. Nú á endasprettinum em svo
famar að heyrast þær raddir að
ekki hafí verið viturlegt að minnka
hana svona mikið.“
„Þegar núverandi ríkisstjóm tók
við og Geir Hallgrímsson varð ut-
anríkisráðherra var hafist handa í
samræmi við ákvörðun ríkisstjóm-
arinnar og undirbúningi hraðað.
Geir Hallgrímsson tók fyrstu
skóflustunguna 7. október 1983.
Síðan hefur verið unnið markvisst
að þessu verki, enda ætlunin að
opna flugstöðina 1. april í vor. Á
því hefur orðið nokkur dráttur, en
minni þó en við mátti búast. Kem-
ur þar til hagstæð veðrátta, svo
hægt hefur verið að vinna úti, og
mikill kraftur hefur verið í þeirri
byggingamefnd sem skipuð var
undir fomstu Sverris Hauks Gunn-
laugssonar skrifstofustjóra, en
verktaki hússins er Hagvirki h.f.“
„Mér hefur verið það mikil
ánægja að fylgjast með þessu verki
eftir að ég tók við starfí utanríkis-
ráðherra. Og mér er ljóst að hér
hafa margar hendur komið að
verki og mörgum ber að þakka
fyrir dugnað og ósérhlífni."
„Ég er viss um að þessi flugstöð
á eftir að hafa mikla þýðingu.
Umferð um flugvöllínn mun vaxa
og um leið ferðamannastraumur-
inn til Islands“, sagði Matthías Á.
Mathiesen að lokum.,, Mér er ljóst
Matthías Á. Mathiesen utanríkisráðherra, Geir Hallgrimsson fyrrverandi utanríkisráðherra og Sverrir
Haukur Gunnlaugsson, formaður byggingarnefndar í nýju flugstöðinni í Keflavík.
að byggðin á Suðumesjum á eftir
að njóta með ýmsum hætti góðs
af þessari flugstöð. Þar leggjast
til þjónustustörf af ýmsu tagi.
Byggingin er falleg og okkur til
sóma. Eg trúi því að allir þeir
mörgu, sem eiga eftir að fara um
flugvöllinn og koma í nýju flug-
stöðina, spytji hvers vegna hún var
ekki byggð miklu fyrr.“
Texti: E.Pá.
Ljósmynd: Ragnar Axelsson
Tískuverslunin
Dalakofinn
Hafnarfirði
tilkynnir!
Full búð afnýjum vorfatnaði
á eftirtöldu verði:
Kjólar á eldri konur kr. 1.500.-
Fjölbreytt úrval af kvöldkjólum
verðfrá 2.500-5.000.-
Dragtirákr. 4.000.-
Heilsárskápur og terelyne kápur á kr. 4.500.-
Pilsfrá kr. 800.-
Blússur frá kr. 600.- Buxur frá kr. 1200.-
Peysurfrá kr. 1.100.-
Töskur og hattar.
Dalakofinn,
Linnetsstíg 1.
Ath! Verksmiðjuútsala
Háskólabolir á 298 kr, bolir frá 100 kr.
Opið á laugardag og sunnudag frá kl.
10.00-16.00.
Ceres,
Nýbýlavegi 12, Kópavogi.
íbúaskrár Reykjavíkur
gamlar símaskrár
eldrí þjóðskrár
og fleiri heimildargögn, ættfræðihandrit
o.fl. sem að notum geta komið við ætt-
fræðirannsóknir, óskast til kaups.
Ættfræðistofan,
Síðumúla 20, Reykjavík,
símar 688456/46831 (eftir kl. 20.00).
LiLxemborg
Lykillinn að töfrum Evrópu^
Það er margt að sjá og gera í
stórhertogadæminu Luxemborg.
Fagurt landslag, fornar
byggingar, fjölbreytt
menningarlíf, verslanir og
veitingastaðir.
AVC
Glæsilegt hótel og vel staösett í
borginni.
Helgarpakkl:
3 dagar í Luxemborg fyrir aðeins
14.990 kr.*
Súperpakki:
Kostar litið meira, eða 16.050 kr*
en býður upp á miklu meira.
Kynntu þér þessar sérlega
hagstæðu Lúxemborgarferðir á
söluskrifstofum Flugleiða, hjá
umboðsmönnum og
ferðaskrifstofum.
^Gildir til I5.maí
FLUGLEIDIR