Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 C 9 Meginsjónarmiðið að byggingin upp- fyllti kröfur tímans - segir Helgi Ágústsson, formaður byggingarnefndar á árunum 1979 til 1983 HELGI Ágústsson tók við starfi deildarstjóra í vamar- máladeild utanríkisráðuneyt- isins í ársbyijun 1979 og þá um vorið tók hann við for- mennsku í byggingarnefnd flugstöðvarinnar. Segja má að með komu Helga í form- annssætið hafi orðið þáttaskil í byggingarsögunni og þá fyrst komst verulegur skrið- ur á undirbúning og hönnun byggingarinnar. „Á meðan ég var formaður nefndarinnar, frá því í apríl 1979 til vorsins 1983, voru unnar fimm áfangaskýrslur og við héldum um 350 fundi í nefndinni," sagði Helgi er hann var spurður um verkefni og störf byggingarnefndar í hans formannstíð. „Við mörkuðum okk- ur þá stefnu að hafa sjálfir umsjón með framkvæmdum á öllum stig- um hönnunarinnar og hafa hönd í bagga með öllum ákvörðunum sem þar yrðu teknar. Byggingar- nefndin ætlaði sér frá upphafi að hafa mikið að segja um það hvem- ig byggingin yrði hönnuð. Við höfðum að leiðarljósi að byggingin ætti að þjóna sem allra best þeim sem notuðu hana. Við byrjuðum á að velja hönnuði, og fyrir valinu urðu bandarískir aðilar. Þeim var strax í upphafi gerð rækilega grein fyrir þeim sjónarmiðum sem byggingar- nefndin hafði sett sér að leiðar- ljósi. Ég man að ég hafði á orði við þá að ég hefði einhveiju sinni heyrt þessa skilgreiningu á orðinu arkitekt: „An arkitekt is a man who drafts a plan of your house, and plans a draft on your mon- ey“. Með þessu vildi ég minna þá á að við ætluðum okkur að hafa úrslitavald um hvaðeina sem snerti byggingur/a, og að það yrði borið undir okkur, á hverju stigi. Og það stóð, bæði þessi banda- ríski arkitekt, Henry Shriver, og önnur verkfræði- og hönnunarfyr- irtæki, sem unnu með honum, áttu mjög gott samstarf við bygg- ingamefndina. Bygginganefndin var þannig meðhöfundur á 35% teikningum af byggingunni. „Eftir að hafa valið bandarísku hönnuðina var næsta skref að velja flugstöðvarformið, og þar höfðum við úr þremur möguleik- um að velja. Við völdum þetta svokallaða „bókkarform", sem er kannski ekki gott að lýsa svona í orðum, en við töldum þetta form henta okkur best, ekki síst hvað varðar stækkunarmöguleika. Síðan beindist vinna byggingar- nefndarinnar að því að velja íslensku arkitektana til samvinnu við þessa bandarísku aðila og það var mikil vinna og ströng. Við byijuðum á að gera lista yfir íslenskar arkitekta- og verkfræði- stofur og kynntum okkur vel þeirra verk. Við ræddum við fjölda aðila og reyndum að gera okkur grein fyrir hveijir myndu helst koma til greina og áttum síðan enn frekari viðræður við þá aðila.“ Andstaða róttæklinga „Það er hins vegar rétt að minna á það hér, að þessi bygging var mjög umdeild á þessum tíma og það gætti greinilegra pólitískra viðhorfa hjá stjórn Arkitektafé- lags Islands að mínu mati, þótt svo væri látið líta út sem óánægj- an stafaði af metnaði þeirra til að einungis íslenskir fagmenn ynnu verkið. Og svo að maður tali hreint út þá hótaði stjómin, sem var að mestu skipuð róttæk- um vinstri mönnum, þeim aðilum sem að við völdum til verksins, brottrekstri úr félaginu ef þeir tækju þetta verk að sér. Það varð líka úr, að þeir arkitektar sem við höfðum valið treystu sér ekki til að taka verkið að sér. Þá lá ljóst fyrir að húsameistari ríkisins, Garðar Halldórsson og hans stofn- un, yrðu íslensku hönnuðirnir, ásamt ýmsum íslenskum verk- fræðistofum sem við höfðum ennfremur valið til verksins. Þetta var sem sagt hörð rimma og það vom miklar umræður um málið í fjölmiðlum. Þar beittu nokkrir alþýðuibandalagsmenn sér mjög gegn þessum áformum, menn eins og til dæmis Ólafur Ragnar Grímsson. Ólafur Ragnar hélt mjög þeim skoðunum sínum á lofti að byggingin væri allt of stór og íburðarmikil. í þessu sam- bandi nefndi hann gjarnan tvær fyrirmyndir, flugstöðina á De Gaulle flugvellinum í Frakklandi og flugstöðina í Helsinki. Varð- andi þessi ummæli Ólafs Ragnars vil ég benda á að þessi flugstöð sem hann var að vísa til á De Gaulle-flugvelli var aðeins lítill hluti af miklu stærri flugstöðvar- samsteypu og ekki svaraverð gagnrýni. Varðandi flugstöðina í Helsinki þá benti hann á, að um hana færu um það bil milljón farþegar á ári. Þessu svöruðum við á þann veg, að flugið á íslandi væri háð ákveðnum sérkennum. Við höfum hér tvo álagspunkta, annars vegar á morgnana og hins vegar um eftirmiðdaginn, en á þessum tímum safna íslensku flugfélögin saman þeim farþegum, sem eru að fara til Bandaríkjana frá Evr- ópu eða öfugt. Þannig verður að nýta ísland og þessa flugstöð sem miðstöð fyrir tengingu flugs milli hinna ýmsu staða í Evrópu og Bandaríkjanna. Hjá þessu verður ekki komist því miður og það er einfaldlega ekki hægt að dreifa þeirri umferð, sem leggst á þessa tvo álagspunkta yfir á allan sólar- hringinn, eins og reyndin er í flugstöðinni í Helsinki. Sú flug- stöð er bæði fyrir innanlandsflug og utanlandsflug og umferð um hana er stöðug og jöfn frá morgni til kvölds. Þessir möguleikar eru ekki fyrir hendi hér og því ekki raunhæft að gera samanburð á milli Helsinki annars vegar og Keflavíkurflugvallar hins vegar hvað þetta snertir." Helgi Ágústsson, formaður bygginganefndar flugstöðvar- innar á árunum 1979 til 1983. Fertugasta klukkustundin „Þessi sérkenni flugumferðar hér á landi gerði það að verkum að við urðum að byggja flugstöð fyrir ákveðinn hámarksfjölda. Við tókum því mið af alþjóðlegum staðli Alþjóða flugmálastofnunar- innar, sem er hin svokallaða „fertugasta klukkustund" . Þetta byggir á því að fundinn er mesti álagspunktur í flugstöðinni, síðan sá næstmesti og þannig er svo áfram talið niður í fertugastu klukkustund frá hæsta álags- punkti. Við þann fjölda er flug- stöðin okkar nú miðuð. Við höfðum unnið umferðarkannanir í samráði við bandarísku flug- málastjórnina og Alþjóða flug- málastofnunina, sem bentu eindregið til að flugumferð um ísland myndi aukast á næstu árum og áratugum. Hins vegar var það svo, að hækkun olíuverðs á tímabili og samdráttur í flugi yfir Atlantshafið, var meðal ann- ars til þess að þetta dróst saman á þessu árabili, og sú aukning varð ekki, sem hafði verið spáð. Hins vegar hefur reynsla sýnt að umferð hefur aukist aftur, eins og við trúðum reyndar alltaf. í ljósi þessarar fækkunar flugfar- þega á þessu tímabili var uppi hávær krafa andstæðinga flug- stöðvarinnar um það að hún yrði minnkuð og byggingamefndin vann að þessari minnkun, ásamt hönnuðum verksins, ekki einu sinni heldur tvisvar." Aðbúnaöur starfsfólks „Ymislegt fleira mætti nefna, sem kom til kasta bygginganefnd- ar á þessum tíma svo sem samningagerðin við Bandaríkja- menn, sem var erfið að mörgu leyti. Inni í þetta kom svo auðvit- að öll hönnunin stig af stigi og hvaða eiginleikum byggingarinn- ar við vildum koma við. Þar má meðal annars nefna að tekið var fullt tilliti til þarfa fatlaðra og ennfremur tókum við mið af strön- gustu lagakröfum á Norðurlönd- um og norrænum flugstöðvum um allan aðbúnað starfsfólks, og síðan urðu til íslensk lög og reglu- gerðir um þau efni. Það var eitt af þeim leiðarljósum sem við höfð- um, að það yrði sem allra best búið að starfsfólki í flugstöðinni því að það hefur þurft á undan- fömum áratugum að búa við nánast sagt ömurleg skilyrði. En eins og ég nefndi áðan þá var umræðan um flugstöðin á þessum tíma afskaplega ómál- efnaleg. Þótt byggingamefndin hafi útbúið byggingarlýsingu, sem að lýsti öllum aðdraganda og gerð byggingarinnar, þörfína á stærð og fyrirkomulagi, var mjög lítið um efnislegar opinberar umræður um málið og umræðan einkennd- ist af því að vera með eða á móti, og aðallega á móti á þessum tíma. Það var.talað um að byggingin væri of dýr og of íburðarmikil, en okkar meginsjónarmið var að byggingin yrði að uppfylla kröfur tímans, hún væri byggð sem and- lit íslands gagnvart umheiminum og þyrfti þar af leiðandi að vera bæði fallig og veglega úr garði gerð, og ég held að það hafi tek- ist mjög vel. Allir hönnuðir, arkitektar, verkfræðingar og byggingamefnd hafa lagt gífur- lega vinnu og metnað í að svo vel mætti takast til með þessa hönnun sem raun ber vitni.“ Texti: Sv.G. Eigi gler aó uppfylla strangar gæóakröfur þá komdutil okkar Víð framleiðum tvöfalt Thermopane gler og Thermoplus comfort filmugler, sem einangrar betur en þrefalt gler. Við útvegum frá Thermopane verksmiðjunum í Belgíu (Glaverbel), yfirleítt allar hugsanlegar útgáfur af gleri. Glerhurðir, glerklæðningar (facade), öryggisgler og hert gler. Einnig eldvarnargler (Pyrobell), sólvarnargler (Stop-sol), skrautgler, vírgler og yfirleitt allar þær glertegundir sem framleiddar eru í dag. THERMOPANE GLERHURÐIR í NÝBYGGINGU SEÐLABANKANS THERMOPANE GLERKLÆÐNINGAR í KRINGLUNNI, NÝJA HAGKAUPSHÚSINU THERMOPANE GLER í NÝJU FLUGSTÖÐVARBYGGINGUNNI inenmofiane Glerverksmiðjan Esja hf., Völuteig 3 270 Mosfellssveit, Sími 666160.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.