Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 10

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 10
10 c MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 „Nýtt andlit íslands gagnvart umheiminum“ - segir Sverrir Haukur Gunnlaugsson, formaöur byggingarnefndar SVERRIR Haukur Gunn- laugsson tók við starfi deildarstjóra varnarmála- deildar utanríkisráðuneytis- ins árið 1983, sem 1. apríl 1985 breyttist í skrifstofu- stjóra varnarmálaskrif- sfbfu, í samræmi við útvíkkað starfsvið hennar. I ágúst 1983 tók hann við for- mennsku í byggingarnefnd flugstöðvarinnar. Segja má að kaflaskipti hafi orðið í byggingarsögunni þetta ár, þá var undirbúningi og hönnunþætti byggingarinn- ar lokið og byggingarfram- kvæmdir hófust, en fyrsta skóflustungan var tekin 7. október 1983. Sverrir Haukur sagði í samtali við Morgunblaðið að þegar hann tók við starfi formanns byggingar- nefndar hefði nýlega verið búið að ganga frá samningi milli Banda- ríkjastjómar og íslensku ríkis- stjómarinnar um hvernig staðið yrði að framkvæmdinni. „Óánægjuraddir, sem höfðu verið nokkuð háværar árin á undan, voru að mestu þagnaðar þegar sjálfar framkvæmdimar hófust. Það hafði verið mikið rætt um hvað byggingin væri stór, en satt best að segja tel ég, svona eftir á, að hún hefði mátt vera stærri, þó að gert sé ráð fyrir að hægt sé að lengja bygginguna til norð- urs með svipuðum hætti og skip eru lengd. Fyrsta verk byggingamefndar undir minni forsjá var að ráða framkvæmdastjóra fyrir verkinu og var Jón E. Böðvarsson, verk- fræðingur ráðinn í það starf, en hann var þá deildarstjóri hjá Fjár- laga- og hagsýslustofnun. Því næst var hafist handa við útboð á jarðvinnu, það er að segja vinnu við grunn byggingarinnar og undirbúning undir bílastæði. Þessari útboðsvinnu lukum við á tæpum mánuði, tilboð vom opnuð um miðjan september og búið var að ganga frá verksamningi við Hagvirki h.f. í lok september." Fimm framkvæmdaþsottir „Til að gera langa sögu stutta má segja að hver framkvæmda- þátturinn hafi síðan tekið við af öðrum, en byggingunni má skipta í fimm meginþætti: í fyrsta lagi jarðvinnsluþáttinn, sem_ Hagvirki h.f. hafði umsjón með. í öðru lagi uppsteypuþáttinn, sem ístak h.f. annaðist. Þar inn í kemur reyndar burðarvirkið eða stálgrindin, sem er mjög veigamikill þáttur í uppi- stöðu byggingarinnar, en burðar- virkið kom erlendis frá. I þriðja lagi má nefna að- og fráveituþátt- inn, það er vinna við skolp- og vatnslagnir og bráðabirgða hita- veitulögn, og það var Hagvirki sem annaðist þann þátt. Hagvirki ann- aðist einnig fjórða byggingarþátt- inn sem voru innréttingar, og þar höfðu þeir tugi undirverktaka. Inn- réttingaþátturinn er langstærsti þátturinn í allri framkvæmdinni og inn í hann koma loftræstikerfi, brunavamarkerfi, pípulagnir, flest allar viðarinnréttingar, gólf og flísalögn. Sem fimmta þátt má nefna öll sérkerfi hússins svo sem flugupplýsingakerfí, hljóðkerfi, hússtjórnarkerfi og öryggiskerfi sem snýr að vopnaleit og þess háttar. Húsgögnin eru svo einn lið- urinn í þessu og lóðaframkvæmdir annar, en Byggingarfélagið h.f. hefur annast þær. Þá eru land- göngubrýmar einnig sér þáttur út af fyrir sig. Ekki má heldur gleyma þeim umfangsmiklu framkvæmdum sem íslenskir aðalverktakar hafa innt af hendi vegna byggingu flug- hlaðs, akstursbrauta flugvéla og tengivegar. Þetta er framkvæmd sem hófst á síðastliðnu vori og Islenskum aðalverktökum tókst að ljúka á mettíma. Og það verður haldið áfram við ýmsa þætti þess- ara framkvæmda. Meðal annars verður byggt á næsta og þar næsta sumri sérstakt flughlað fyrir vöru- flutningavélar, sem skapar grun- dvöll fyrir byggingu vörugeymsla og það er ekki útilokað að þetta verði til að ýta meira undir þá þróun að flytja ferskan fisk á er- lenda markaði með flugi. Það hefur skort tilfinnanlega aðstöðu á flug- vellinum til þessa, en vonandi Geir Hallgrímsson, þáverandi utanríkisráðherra, tekur fyrstu skóflustunguna að nýju flugstöðvarbyggingunni 7. október 1983. Sverrir Haukur Gunnlaugsson, skrifstofustjóri varnarmálaskrifstofu utanrikisráðuneytisins og formaður byggingarnefndar flugstöðvarinnar frá 1983 verður sú aðstaða komin innan nokkurra ára.“ Náin samvinna við hönnuði „Starf byggingamefndar á þessu framkvæmdatímabili var fyrst og fremst að hafa umsjón með verkinu í samvinnu við hönn- uði og verktaka og sú samvinna var allt tímabilið með miklum ágætum. Okkar starf fólst meðal annars í því að yfirfara með hönn- uðum allar teikningar að bygging- unni. Byggingin hafði verið hönnuð á árunum 1979 til 1981 og það þurfti að endurskoða vissa þætti í hönnuninni. Þá þurfti ekki síður að fara ofan í saumana á aðstöðu fyrir starfsfólk og til þess að gera sér rækilega grein fyrir þeim þörf- um var efnt til mjög ýtarlegrar notendakönnunar meðal þeirra sem störfuðu í gömlu byggingunni og farið var í gegnum starfsemi- slýsingu hvers aðila fyrir sig. Þessi könnun leiddi til að ýmsar breyt- ingar voru gerðar, sem miðuðu að því að einfalda og greiða fyrir hverri rekstrareiningu fyrir sig. Annað meginstarf byggingar- nefndar, fyrir utan það að hafa náið samráð við hönnuði bygging- arinnar á þeirri útfærslu sem þeir unnu að, var að hafa umsjón með og ganga frá öllum hinum fjöl- breytilegu útboðum um fram-

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.