Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 12
12 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
Jón E. BöÖvarsson framkvcemdastjóri byggingarnefndar:
Eftirlits- og öryggis-
búnaður affullkomnustu gerð
Farþegar verða þó tiltölulega lítiö varir viö aukiö eftirlit
I FLU GSTOÐ V ARB Y GGIN G
UNNI er allur tækjabúnaður af
nýjustu og fullkomnustu gerð og
um margt forvitnilegur. Allur
miðast hann við að greiða götu
þeirra sem fara um stöðina, auk
þess að tryggja öryggi flugfar-
þega og annarra með auknu
eftirliti og öryggisgæslu. Af
þessum búnaði má nefna full-
komið höfuðlyklakerfi, hús-
sljórnarkerfi, brunavarna- og
slökkvikerfi, flugupplýsinga-
kerfi, sjónvarpskerfi, símstöð,
vopnaleitartæki og hljóðkerfi.
Þá er eftirtektarvert, hversu vel
hefur tekist til við að koma öllu
því sem þessu tilheyrir fyrir og
þrátt fyrir ótalda kilómetra í
lengd vira, röra og leiðslna,
verða þeir sem leið eiga um
bygginguna lítið varir við annað
en það sem þeim er til þæginda.
Sá sem á hvað flestar vinnu-
stundir að baki við að samræma
alla þá gífurlegu vinnu sem að
baki þessu öllu liggur er Jón E.
Böðvarsson verkfræðingur og
framkvæmdasíjóri byggingar-
nefndar. Hann tók sér tíma frá
erlinum um miðja síðustu viku
til að gefa okkur smáinnsýn inn
í allt þetta sem býr að baki.
Jón sagði í upphafi, að öll sinntu
þessi kerfi þjónustuhlutverki, annað
Jón E. Böðvarsson framkvæmda-
stjóri byggingarnefndar
hvort til upplýsinga, viðbragða eða
eftirlits. Hann sagði mikilvægt, að
kerfin gætu spilað saman og eins
skarast,' til dæmis nefndi hann, að
ef sjónvarpskerfíð brygðist yrði
hljóðkerfí að geta tekið við. Við
spurðum hann fyrst um land-
göngubrýmar, en þær, auk rúllu-
stiga og lyfta, eru væntanlega það
sem fólk fínnur mest fyrir auknum
þægindum af. Landgöngubrýmar
eru flestum þekkt fyrirbæri úr flug-
stöðvum erlendis. Það sem er
nýnæmi við brýmar hér er að á
enda þeirra verða straumbreytar
þannig að flugvélar geta fengið
rafstraum beint úr flugstöðvar-
byggingunni í stað þess að setja
hefði þurft upp stóra straumbreyta
undir stöðina eða að notast við dísel-
mótora á flugvélahlaði, svo sem nú
er. Þetta er amerískt kerfi og sagði
Jón, að nú þegar hefðu flugvalla-
fræðingar í öðmm Evrópulöndum
haft samband og beðið um að fá
að koma til landsins til að skoða
þennan búnað. Væri til dæmis
væntanlegur maður frá Kastmp-
flugvelli strax eftir opnum stöðvar-
innar. Talandi um rafmagn bætti
Jón því við, að í kjallara flugstöðv-
arinnar yrði vararafstöð, þannig að
flug ætti ekki að þurfa að stöðvast
þó svo rafmagn færi af.
SvæAisbundið aðgangskorta-
kerfi
Eitt af þessum nýju kerfum er
aðgangskortakerfíð svonefnda, en
það er lyklakerfi sem gefur svæðis-
bundinn aðgang að öllum vistarver-
um flugstöðvarinnar. Kerfíð gefur
mikla möguleika og er tölvukeyrt
þannig að unnt er að breyta að-
gangslyklakerfinu og fylgjast með
notkun kortanna allan sólarhring-
inn. Þetta þýðir, að starfsmenn
geta fengið aðgang að öllum þeim
stöðum sem þeir þurfa að fara um,
ennfremur að ef kort týnist er unnt
Hluti af tæbjabúnaði, sem tíl-
heyrir stjórnstöð hússins.