Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 14

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 14
14 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Pétur Guðmundssonflugvallarstjóri: Ekki ætlunin að seilast í vasa skattborgaranna - því verður leigan í hœrri kantinum REKSTRI nýju flugstöðvarinnar verður hagað á sama hátt og rekstr- inum í gömlu byggingunni. Leigusali og húsráðandi verður flugvall- arstjórinn á Keflavíkurflugvelli, en embætti hans heyrir undir utanríkisráðuneytið. Að sögn Péturs Guðmundssonar flugvallarstjóra er ætlunin að bjóða út sem flesta þætti í rekstri stöðvarinnar eða fela öðrum, en stærsti leigutakinn verður Flugleiðir. Pétur sagði ennfremur, að ljóst sé að leigan verður í hærri kantinum, enda ekki ætlunin að seilast í vasa skattborgaranna vegna flugstöðvarinnar. Við ræddum nýverið við Pétur um reksturinn og ýmislegt það sem varðar nýju stöðina, en hann hefur verið flugvallarstjóri á Keflavík- urflugvelli frá árinu 1956. Pétur ræddi fyrst nokkuð um gömlu flugstöðina. Hann kvað reynsluna af rekstrinum þar hafa verið góða lexíu, sem höfð hefði verið í huga við hönnun þeirrar nýju. Hann sagði: „Við lærðum margt af því hversu þurftarfrek gamla stöðin var í viðhaldi. Allt kapp hefur nú verið lagt á að við- hald nýju stöðvarinnar verði í lágmarki. Sem dæmi get ég nefnt Hrepphólagijótið á gólfum en það var sagað og slípað sérstaklega fyrir stöðina. Þessi gólf endast í marga mannsaldra. Þá er ólíkiegt að fólk nuddi sér mikið utan í vikur- steinsveggi, þannig að þá þurfi að þrífa mikið eða mála. Þetta eru rauðleitir veggir, sem prýða bygg- inguna víðsvegar að innan. 011 helstu snyrtiherbergi eru flísalögð í hólf og gólf. Ég tel því að viðgerð- armenn eigi ekki eftir að trufla reksturinn að neinu ráði, eins og hefur viljað brenna við í gömlu stöð- inni. Þetta á við um flesta húshluta, innanhúss sem utan, allt er gert til að þola álag, bæði af veðri og um- ferð.“ Skilaö aftur til varnarliðsins Pétur sagði, að gamla stöðin hefði upphaflega verið byggð sem flugstöð og hótel. Endingartími hússins átti að vera um 20 ár. „Þetta var upphaflega mjög fallegt hús, þó fæstir trúi því í dag, en við fórum algjörlega með arkitektúr- inn, þegar við fórum að stækka og byggja við með aukinni flugumferð. í þessu sambandi koma mér í hug orð Umba í Kristnihaldi undir Jökli, þegar hann lítur í fyrsta sinn prests- bústað Jóns prímusar. Mig minnir hann segði, „að þessi húsagerðar- list, hver kofinn út úr öðrum, var eitthvað í ætt við æxlun kóralla eða kaktuss." Ég kom fyrst í gömlu flugstöðina árið 1949 og þar va_r þá allt fágað, sleikt og strokið. A efri hæð var lúxushótel og að öllum Pétur Guðmundsson flugvallar- stjóri á skrifstofu sinni í gömlu flugstöðinni líkindum fyrstu hótelsvítur hér á landi. Húsinu verður nú skilað aftur til vamarliðsins. - Því má skjóta hér inn, að í við- tali undirritaðrar við Friðþór Eydal fréttafulltrúa varnarliðsins kom fram, að vamarliðið mun sjálft reka flugafgreiðslu fyrir sitt fólk, varn- arliðsmenn, eftir að nýja stöðin verður tekin í notkun. Auk flugaf- greiðslunnar mun varnarliðið nýta gömlu bygginguna undir skrifstofur og efri hæðinni verður breytt í gist- iaðstöðu fyrir vamarliðsmenn. Fluglelðlr langstærsti lelgutak- inn Eins og kemur fram í inngangi verður rekstri nýju flugstöðvarinnar hagað á sama hátt og í núverandi byggingu og við báðum Pétur að lýsa honum í nokkmm orðum. Hann sagði, að leigutakar yrðu nokkrir og Flugleiðir sá langstærsti. Flug- leiðir annast afgreiðslu allra flug- véla og farþega, samkvæmt sérstökum samningi við hið opin- bera. Þá verður íslenskur markaður með stóra verslun inni á tollsvæð- inu. Fríhafnarverslunin, sem er ríkisrekin, fær ennfremur ámóta svæði til umráða. Aðrir stórir leigu- takar em lögreglustjóraembættið fyrir tollgæslu, útlendingaeftirlit og öryggisgæslu. Veitingasalan, ásamt starfsmannamötuneyti, verð- ur boðin út og hafa mjög margir þegar lýst áhuga á að hneppa það hnoss. Starfsmannamötuneyti er stór liður í þessari þjónustu því fastráðið starfsfólk er í dag um 340 A&uccs / • • / / SKRIFSTOFUHUSGOGNIN URÐU FYRIR VALINU I NYJU FLUGSTOÐINA Engir lausir endar með SERÍA. í SERÍA er tekið tillit til ótal smáatriða sem skipta miklu máli, t.d. er öllum leiðslum komið fyrir í stokkum undir borðunum sem tengjast um leið og einingarnar. Möguleikarnir í uppröðún eru óteljandi. SERÍA er heildarlausn á húsgögnum fyrir skrif- stofuna og afgreiðsluna. Hillur, borð, stólar og skermveggir; allt sam- einast í SERÍA. SERÍA - lausnarorð í skipulagi skrifstofunnar! Á. GUÐMUNDSSON HF. Skemmuvegi 4 Kópavogi Sími 91-73100 Ný flugstöð - ný húsgögn. Ekkert var til sparað við mótun SERÍA, nýju íslensku línunnar í skrifstofuhúsgögnum. Nú eftir margra ára vöruþróun erum við að sjá árangur erfiðisins og byrjunin lofar svo sannarlega góðu: SERÍA var valin, úr fjölda innlendra og erlendra tilboða, í nýju flugstöðina. Sú staðreynd undirstrikar að við erum ekki einir um þá skoðun að SERÍA skrifstofuhús- gögnin standist fyllilega allan samanburð og svari kröfum tímans um stíl, notagildi og vinnu- hagræðingu. 4

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.