Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 15

Morgunblaðið - 12.04.1987, Side 15
MORGTJNBLAÐIÐ, SUNNUPAGUK 12. APRÍL 1987 ^ CKr15 mmmmt og mun fleira yfir háannatímann á sumrin, eða á sjötta hundrað manns. Flugleiðir hafa haft alla veitingasölu með höndum í gömlu byggingunni, ásamt með flugvéla- matargerð, en hafa nú byggt stórhýsi í nágrenni flugstöðvarinnar þar sem svokallað flugeldhús verður til húsa. 70% stœrrl en gamla stööln Af öðrum þjónustuaðilum nefndi Pétur Póst og síma, Landsbanka íslands, auk bílaleiga, sem þegar væri búið að bjóða út. Þá gat hann þess að gert væri ráð fyrir blaða- og bókasölu í aðalbiðsal á efri hæð, en margir kvarta yfir að þá þjón- ustu vanti í gömlu byggingunni. Nýja stöðin er um 70% stærri en sú gamla. Pétur var spurður, hvort það krefðist ekki mjög aukins um- fangs við hreinsun og þrif. Hann sagði að áfram yrði haldið því fýrir- komulagi sem væri í gömlu bygg- ingunni, þ.e. að bjóða út ræstingu. Þeir hefðu haft mjög góðan aðila í því verkefni, sem einnig hefði séð um þrif í flugvélunum og væri það hagkvæmt fyrir alla aðila. Ræsting- arverktakinn leggur allt til; starfs- fólk, tæki og efni. Pétur bætti við, að hugsað væri fyrir þrifum á stóru gluggaeiningunum með því að utan á gluggarömmum væru brautir fýr- ir hreinsi- og viðhaldsbúnaðar- vagna. - Þú segir að viðhald eigi að verða minna. Hvað með allan gróð- urinn. Koma ekki garðyrkjumenn í stað iðnaðar- og viðgerðarmanna? „Vissulega verður mikið um alls konar gróður sem þarf að hlúa mjög vel að. í þessu sambandi minnist ég þess, að þegar ég hóf störf árið 1956, voru margir roskn- ir menn, sem unnu við ræstingar í flugstöðinni. Einn þeirra vökvaði daglega blóm sem þama voru af mikilli alúð og samviskusemi. Ég vissi það ekki fýrr en löngu seinna, og hann vonandi aldrei, að allt voru þetta plastblóm. Eigum nokkuö af óráöstöfuöu svœöi Um það hvort fleiri þjónustu- greinar væru fyrirhugaðar í stöð- inni sagði Pétur, að ferðaskrifstofur hefðu sýnt áhuga á að fá aðstöðu. Hann sagði síðan: „Hvað varðar reksturinn að öðru leyti þá höfum við reynt að tileinka okkur nýjustu tækni og vísindi í flestu, ef svo má að orði komast. Við reynum að hugsa vel um bæði litla manninn og stóra manninn og allt þar á milli. Við eigum nokkuð af óráðstöf- uðu svæði sem við getum gripið til síðar, ef í ljós kemur að við höfum gleymt einhveiju eða einhveijum." - Með nýja fyrirkomulaginu í landganginum, þ.e. að flugvélamar eru tengdar beint við stöðina með hreyfanlegum landgöngubrúm, verður aðeins önnur útgönguleiðin notuð, þ.e. sú að framan. Við spurð- um Pétur, hvort það gæti ekki þýtt nokkuð lengri tíma við að ferma og afferma vélamar og því styttri dvöl viðkomufarþega í stöðinni. Hann kvaðst ekki reikna með því. Ekki væri fyrirhugað að lengja dvöl viðkomuvéla í Atlantshafsflugi Flugleiða, sem nú er um 45 mínút- ur. „Þetta krefst þess, að fólk sé kallað skipulega út í vélina, þ.e. að þeir sem sitja aftast fari fyrst og svo koll af kolli. Svo má minna á, að gangan úti á flughlaði úr gömlu flugstöðinni út í vél hefur tekið nokkum tíma, að ekki sé minnst á óþægindi og hrakninga oft á tíðum í óblíðri íslenskri veðráttu." Einfaldlega hoppaö yfir nokkur stig Pétur sagði aðspurður, að ekki væri enn búið að ákveða húsaleigu í stöðinni. Hann var þá spurður, hvort ekki væri Ijóst að hún yrði rokdýr. Hann minnti á að um 600 þúsund manns fóru um flugvöllinn á sl. ári. Þetta væri dijúg tekjulind sagði hann hjá mörgum leigendun- um sem væm því í stakk búnir til að greiða umtalsverða leigu. Hann sagði síðan: „Við emm til dæmis að kanna rækilega markaðinn í Reykjavík, hvað greitt er fyrir leigu- húsnæði þar, til að fá viðmiðun. Við getum engan veginn miðað við það sem við búum við í dag. í þessu sambandi hefur mér oft dottið í hug, þegar menn em að tala um hversu stórfengleg nýja stöðin okk- ar er, að ef við setjum þetta í samhengi við húsbyggingamunstur okkar Islendinga almennt, þá höf- um við einfaldlega hoppað yfir nokkur stig. Venjan er að byijað er í örlitlu, til dæmis kjallaraíbúð eða undir súð. Síðan er það blokkarí- búð, þá raðhús og síðan rúmgott einbýlishús. Fyrsta árið sem milli- landaflug okkar var alfarið rekið frá Keflavíkurflugvelli vom far- þegar 38.000. 24 árúm síðar, eða árið 1986, vom þeir um 600.000. Það var tími til kominn að flytja úr kotinu og komast í nútímahús- næði.“ Óska þjóöinnl tll hamlngju Aðspurður í lokin kvaðst Pétur vera stoltur og þakklátur sem vænt- anlegur húsráðandi í nýju flugstöð- inni. Hann kvaðst ennfremur mjög ánægður með nafnið Flugstöð Leifs Eiríkssonar og þeirrar skoðunar að flugvöllurinn ætti einnig að heita það. Hann sagði síðan: „Ég efast um að fólk vinni í eins mikilli sátt og miklu samlyndi nokkurs staðar á landinu og í gömlu flugstöðinni. Ég á enga ósk heitari en að svo megi einnig verða í þeirri nýju. Ég óska þjóðinni til hamingju með þetta hús og vona að ferðamönnum og öllum öðmm eigi eftir að líða þar vel um ókomin ár.“ Texti: Fríða Proppé. Ljósmyndir: Ragnar Axelsson Flugstöð Leifs Eiríkssonar skal hún heita: Minnir á að Leifur var Islendingur „ÉG er mjög hrifinn af nafninu og er að vona að það tengist flug- vellinum líka. Við eigum ekki að vera hrædd við að nota íslensk nöfn á alþjóðavettvangi. Nafnið Loftleiðir varð frægt um allan heim með íslensku nafni“, sagði Jónas Kristjánsson forstöðumað- ur Stofnunar Árna Magnússonar, er leitað var álits hans á nafni flugstöðvarinnar, þ.e. Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Jónas sagði ennfremur, að með því að nota nafn Leifs minntum við menn vestra á þá staðreynd, að Leifur var Islendingur en ekki Norð- maður. Byggingarnefnd_ flugstöðvar leitaði álits Stofnunar Árna Magnússonar, áður en nafnið var ákveðið á flug- stöðvarbygginguna, og fengu nefndarmenn sömu undirtektir og Jónas gefur í svari við spurning- unni hér að framan. Það hefur komið fram í viðtölum við marga þá, er hafa með nýju flugstöðina að gera, að áhugi hefur verið á því að tengja nafnið sjálfum flugvellin- um í Keflavík. Þótt Leifur Eiríksson heppni og saga hans sé flestum kunn, þá báðum við Jónas Krist- jánsson að hressa við kunnáttuna með því að segja okkur meginþætti sögu hans og fer frásögnin hér á eftir: Sonur Elrfks, þess er fann Grænland Leifur var sonur Eiríks hins rauða Þorvaldssonar, en Eiríkur Eigum ekki að vera hrædd við að nota íslensk nöfn á alþjóðavett- vangi, segirJónas Kristjánsson forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar fann Grænland, nam það og gaf því nafn. Eiríkur var vígamaður á Islandi, gerður sekur fjörbaugsmað- ur á Þorskafjarðarþingi, og flýði til Grænlands. Síðar var hann einn vetur á íslandi, sættist við fjand- menn sína og fluttist alfarinn til Grænlands sumarið eftir, 985 eða 986. Frá fundi Vínlands hins góða og annarra landa á austurströndu Ameríku segir mest í tveimur forn- um sögum, Eiríks sögu rauða og Grænlendingasögu, en þær hafa að líkindum verið færðar í letur um eða skömmu eftir 1200, og eru þá liðnar rúmar tvær aldir frá því að atburðirnir gerðust. Á lelð til að boða kristnl ð Grænlandi Leifur var elstur barna Eiríks, en systkini hans voru Þorvaldur, Þorsteinn og Freydís. Leifur hefur að líkindum verið fæddur á Eiríks- stöðum í Haukadal á árunum 970-80. Á barnsaldri hefur hann flust með foreldrum sínum til Græn- lands og vaxið upp í Brattahlíð. Eins og títt var um íslenska höfð- ingjasonu í þá daga sigldi hann ungur til Noregs. Samkvæmt Eiríkssögu varð hann sæhafa til Suðureyja og dvaldist þar lengi um sumarið. Gat hann þar son við konu þeirri er Þórgunna hét. Um haustið kom hann skipi sínu til Noregs. Þar var þá konungur Ólafur Tryggva- son (995-1000), sem lagði mikið kapp á að kristna Noreg og þau lönd sem þaðan höfðu byggst. Fór Leifur á fund Olafs konungs og tók við kristni og var um veturinn með konungi. Um vorið sendi kongur hann til Grænlands að boða þar kristni. Sömu erinda sendi hann til íslands Gissur hvíta og Hjalta Skeggjason og fengu þeir kristni lögtekna á Alþingi um sumarið. Gaf landlnu nafnlð Vínland Leifur lenti í hrakningum og fann að lokum lönd þau, er hann vissi áður enga von til. Voru þar hveiti- akrar sjálfsánir og vínviður vaxinn. Leifur gaf landinu nafn eftir land- kostum og kallaði Vínland. Á leið- inni fann hann menn á skipflaki (eða í skeri) og bjargaði þeim, fór Stytta Leifs Eiríksson- ar á Skóla- vörðuholti síðan heim í Brattahlíð til Eiríks föður síns. Þetta gerðist árið 1000 að tali Snorra Sturlusonar í Heims- kringlu. Brátt eftir heimkomu Leifs var gerður leiðangur til að kanna land það er hann hafði fundið. Komu menn fyrst að flötu landi og grýttu og kölluðu Helluland. Þaðan héldu þeir lengra suður og fundu annað land slétt og skógi vaxið og kölluðu Markland. Enn sigldu þeir langa stund uns þeir komu til lands þar sem voru vínber vaxin og hveiti sjálfsáið. Hellutand mun hafa verið Baffínsland, en Markland hluti af Labrador-skaganum. Minjar nor- rænna manna frá víkingaöld hafa fundist á norðurodda Nýfundna- lands. Munu þar hafa verið búðir til vetursetu, áfangastaður á leið milli Grænlands og Vínlands. Síðar fara menn frá Grænlandi til að kanna og nema land á Vínlandi en segir að þeir hafi flæmst brott vegna ófriðar við skrælingja. Jafnan síðan kallaður Leifur heppni Um síðari æviár Leifs Eiríksson- ar er ekki margt kunnugt. Hann varð mestur höfðingi á Grænlandi eftir Eirík föður sinn og bjó í Brattahlíð. Dánardægur hans er ókunnugt, en Þorkell sonur hans er talinn höfðingi í Brattahlíð um 1025, og mun Leifur þá hafa verið andaður. Áræði Leifs og skörungsskap er vel lýst í Vínlandssögunum tveim- ur, þótt frásagnir séu fáorðar. „Leifi varð gott bæði til fjár og mannvirðingar,“ segir í Grænlend- ingasögu. Og í Eiríkssögu segir þegar Leifur hefur bjargað skip- brotsmönnunum: „Sýndi hann í þessu hina mestu stórmennsku og drengskap sem mörgu öðru... og var jafnan síðan kallaður Leifur hinn heppni.“ Texti: Fríða Proppé

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.