Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 16

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Flugstöðin verður dyr umheimsins að Islandi sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða „AÐSTAÐAN í gömlu flug- stöðinni hefur verið algjör- lega ófullnægjandi. Hún hefur sett okkur skorður á margan hátt og komið í veg fyrir að hægt væri að veita farþegum nægiiega þjónustu. Nýja flugstöðin gjörbreytir aðbúnaði farþega og er nauð- synlegt skref til þess að auka ferðamannastrauminn til landsins. Hún verður dyr umheimsins að Islandi. Það er nauðsynlegt að sinna þeim þætti vel,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri Flugleiða þegar blaðamaður spurði hann hver áhrif Leifsstöðvar yrðu á þjónustu flugfélagsins. Flugleiðir standa nú í samninga- viðræðum við varnarmáladeild um framlengingu afgreiðslusamnings félagsins á Keflavíkurflugvelli. 011 afgreiðsla og meðhöndlun flugvéla sem um völlin fara hefur verið í höndum félagsins frá stofnun þess. Til þess að geta sinnt þessu hlut- verki hafa Flugleiðir reist byggingu til hliðar við Leifsstöð sem hýsa mun flugeldhús, fraktafgreiðslu, tækjageymslu og viðhaldsdeild. Þá hafa olíufélögin þijú tekið höndum saman við félagið um byggingu og „Það er ekkert „alvöru“ ríki sem ekki bíður upp á „alvöru" flug- stöð,“ sagði Sigurður Helgason forstjóri. RASAÐUEKKI UMRÁÐFRAM ÍVÉLAKAUPUM Þaðerekki nóg að gera góð kaup á vélum. Margir sem hyggjast töfvuvæða rekstur fyrirtækja falla í þá gryfju að kaupa bara þær vélar sem ódýrastar eru á markaðnum hverju sinni. Sem vonlegt er þegar ótal tegundir tölva eru I boði á svipuðu verði. En hérervert að staldra við. Þegar búíðerað tölvuvæða reksturínn byggist allt ásnurðulausum rekstri tækjanna. Og þaðer hérsem reynslaÖrtölvutækni kemurtil sógunnar. Viðskiptamenn okkargetasagt þérfrá traustri og oruggri þjónustu sem þeirhafanotið hjáokkur. Og þarskiptirengu hvort við seljum vélar fráheimsþekktum fram- leiðendum áborð við Hewlett Packard eða IBM eða tæki sem við smiðum og setjum saman sjálfir. Viðskiptavinurinn gleymist ekki þegar hann lokar á eftir sér. rekstur olíubirgðarstöðvar við nýju stöðina. Sigurður sagði að Flugleiðir myndu sennilega þurfa að fjölga starfsmönnum á Keflavíkurflugvelli til þess að anna þjónustu í Leifs- stöð. Þá hefði verið fjárfest í tækjum sem þarf til að draga flug- vélamar að og frá landgöngubrún- um sem farþegar nota til þess að ganga úr vélinni inní fingurinn sem liggur inn í aðalbygginguna. „Við aukum afkastagetu okkar til muna í flugeldhúsinu og fraktaf- greiðslunni. Hér er um fjárfestingu upp á 150 milljónir króna að ræða og við horfum að sjálfsögðu til þess að aukið umferð um völlin til þess að geta selt þessa þjónustu og feng- ið auknar tekjur á móti. Um þetta hef ég þegar átt viðræður við flug- vallarstjóra á Keflavíkurflugvelli og við munum ásamt varnarmáladeild huga að kynningu á nýju flugstöð- inni erlendis þegar hún hefur verið opnuð. Til þess þarf sameiginlegt og öflugt átak," sagði Sigurður og bætti við að fyrsta skrefið til kynn- ingar yrði vígsluathöfnin á þriðju- dag, en til hennar hefur verið boðið fjölda fulltrúa erlendra flugfélaga og fjölmiðla. Sigurður sagði að mörg flugfé- laga sem flygju milli vesturstrandar Bandaríkjanna og meginlands Evr- ópu millilentu á Shannon-flugvelli í írlandi. Hugsanlega mætti bjóða Keflavíkurflugvöll sem annan kost. Til þess að hann væri fýsilegur yrðu lendingargjöld að vera lág og elds- neyti ódýrt. „Okkar reynsla er sú að far- þegum líkar að millilenda í Keflavík. Hér er hagstæð fríhöfn og hægt að_ versla eftirsóttar ullarvörur. Nyja flugstöðin mun án efa auka aðdráttarafl Norður-Atlantshafs- flugleiðarinnar," sagði Sigurður. Hann taldi að þægindi og öryggi farþega yrði meira í Leifsstöð en gömlu byggingunni. Nú þyrfti ekki lengur að ganga milli flugvélar og stöðvar undir beru lofti. Það hefði alltaf verið vandamál, sérstaklega í vondum vetrarveðrum. Inni í flug- stöðinni yrði hægt að bjóða upp á meiri þjónustu. Þannig myndu Flugleiðir setja upp setustofu fýrir farþega á Saga-Class. Þetta tíðkað- ist í flestum flughöfnum. „Við teljum ekki nóg að veita farþegum okkar þjónustu um borð í vélunum. A styttri flugleiðum eyð- ir farþegi stundum lengri tíma inni í flugstöðvum en í lofti. Það þarf því að leggja rækt við þann þátt líka,“ sagði Sigurður. „í heild erum við ánægðir með hvernig til hefur tekist. Flugstöðin mun án efa auka veg okkar meðal þjóða, því það er ekkert „alvöru" ríki sem ekki bíður upp á „alvöru" flugstöð," sagði Sigurður Helgason.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.