Morgunblaðið - 12.04.1987, Síða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
C 17
Húsið
njörvað niður
í flugstöðvarbyggingrinni
voru notaðar svokallaðar
bergfestur til að færa jarð-
skjálftakrafta frá sker-
veggjum hússins niður í
berggrunninn. Með orðinu
bergfesta er átt við bygging-
arhluta, sem tekur við
togálagi og færir það niður
í eða út i berg. Notkun berg-
festa er engin nýlunda hér
á landi, þar sem oft hafa
verið notaðir bergboltar í
sama tilgangi. Það sem ger-
ir bergfesturnar í flugstöð-
inni sérstakar er hið mikla
álag sem á þær er lagt.
Hönnunarálag er allt að 335
tonnum og prófálag allt að
450 tonnum. Eftir því sem
best er vitað eru þetta
stærstu bergfestur sem sett-
ar hafa verið niður í Evrópu,
en í Bandaríkjunum er vitað
um öflugri festur á nokkrum
stöðum.
Alls voru settar niður 36 berg-
festur í undirstöður byggingarinn-
ar og þar að auki 6 tilraunafestur
til að kanna hæfni bergsins til að
taka við álagi.
Skerveggimir svonefndu em
burðarveggir hússins og þeir em
stuttir og fáir til þess að auka
svigrúm í notkun hússins, þannig
að auðveldara sé að breyta inn-
réttingum ef á þarf að halda. Þar
sem byggingin er fremur topp-
þung verða veltikraftar jarð-
skjálfta mjög stórir þegar þeir
koma niður í undirstöður sker-
veggjanna. Til að koma í veg fyrir
veltu undirstaðanna var ákveðið
að setja bergfestur í báða enda
þeirra frekar en íjölga skerveggj-
um og/eða lengja þá.
Aðferð við að setja niður berg-
festu er í meginatriðum einföld.
Bomð er hola, hún fyllt með sem-
entsefju og fyrirfram samsettri
festu stungið ofan í holuna. Eftir
að sementsefjan hefur harðnað
er festan togprófuð og síðan er
strekkt á með því álagi sem þarf
á hverjum stað. Að lokum er sett
hlíf yfir festuhausinn.
Hver festa er sett saman úr
stálvímm og eru mismunandi
margir í hverri. í flugstöðinni er
fjöldi víra í hverri festu frá 6 upp
í 30 og fer eftir álagi. Hönnunará-
lag á hveija festu er allt frá 65
tonnum upp í 335 tonn. Grynnstu
holurnar em 6,8 m að dýpt, þær
dýpstu 21,1 m. Alls fóm 95 tonn
af sementi í holurnar.
Aðalverktaki við uppsteypu
hússins var Istak hf., undirverk-
taki við bergfestur var sænska
fyrirtækið BINAB. Bergfesturnar
hannaði Almenna verkfræðistofan
í samvinnu við bandaríska verk-
fræðifyrirtækið Frioli-Blum-Yess-
elman Associates Inc.
MLIF
FEITI
Dæmigerð bergfesta til langtímanota
Steindór Guðmundsson, staðarverkfræðingur og umsjónarmaður byggingareftirlits við flugstöðina.
Tölvuvæðing er lausnin
Þegar gengið er um flug-
stöðvarbygginguna og skoðuð
þau viðfangsefni, sem ótal
vinnuflokkar iðja við, fer ekki
hjá því, að spurningar vakni
um, hvernig sé gerlegt að halda
utan um þessar framkvæmdir,
hafa eftirlit með, að allt fari
eins og ráð er fyrir gert. Þarna
eru hundruð manna að vinna á
vegum tuga verktaka og hafa
þúsundir vinnuteikninga að
fara eftir.
Til þess að fræðast um þennan
þátt framkvæmdanna var rætt við
Steindór Guðmundsson, en hann er
staðarverkfræðingur byggingar-
nefndar flugstöðvar og hefur
yfimmsjón með byggingareftirliti,
á vegum Verkfræðistofu Stanleys
Pálssonar hf.
„Okkar verkefni hér hefur verið
tvíþætt, annars vegar verkefnis-
stjórnun, hins vegar byggingareft-
irlit. Verkfræðistofa Stanleys
Pálssonar hf. hefur séð um þessi
verkefni síðan í október 1985.
Verkefnisstjórnunin hefur falist
í því, að samræma vinnu allra hönn-
uða, gera verkáætlanir fyrir
hönnunarvinnu og sjá til þess að
hönnunaráætlanir standist, bæði
hvað snertir tímasetningar og hönn-
unarkostnað. Stanley Pálsson
verkfræðingur sér um þennan
hluta, er verkefnisstjóri.
Byggingareftirlitið er svo í því
fólgið, að hafa umsjón með fram-
kvæmd þeirra 35 verksamninga,
sem byggingarnefnd flugstöðvar-
innar hefur gert við jafnmarga
aðila.“
Steindór útlistar síðan nánar
hvað felst í byggingareftirlitinu:
„Helstu verkefnin eru gæðaeftirlit,
peningaeftirlit og framkvæmd
samninga. Með gæðaeftirliti er séð
til þess, að verktakar standi við
gerð samninga hvað varðar efni og
vinnubrögð og að verkáætlanir
standist.
Með peningaeftirliti er séð til
þess að greiðslur til verktaka séu
í samræmi við gerða verksamninga
og að verðbótaútreikningar og
greiðslur fyrir viðbótarverk séu
réttar.
Allir reikningar em tölvukeyrðir,
sem flýtir verulega fyrir afgreiðslu
þeirra, einkum og sér í lagi þegar
haft er í huga, að einn verkreikning-
ur getur samanstaðið af 12.000
einingum.
Eftirlit með framkvæmd samn-
inga felst svo í því, að halda
reglulega fundi með verktökum.
Fylgst er með framvindu verka,
verkáætlanir em yfirfarnar og leyst
úr þeim vandamálum sem upp koma
á hvetjum degi.“
Þegar Steindór minnist á tölvurn-
ar verður blaðamanni litið á skrif-
borðið í hinum enda vinnustofunn-
ar, þar standa tölvur á borði og
falla ekki alveg strax að þeirri
mynd, sem maður hefur um skrif-
stofu í vinnuskúr við nýbyggingu.
„Þegar ákveðið hafði verið fyrir
rúmu ári síðan að Verkfræðistofa
Stanleys Pálssonar hf. myndi taka
þetta verkefni að sér var strax ljóst
að bregðast þurfti skjótt við til þess
að leysa svo viðamikið verkefni, því
tími til stefnu var mjög stuttur.
Eftir ítarlegar athuganir kom í ljós
að notkun gagnagrunna leysti mál-
ið. Við keyptum fjórar IBM AT- og
XT-harðdiskatölvur ásamt punkta-
prentumm og fl. Með minnisstækk-
unum verður innra minni þeirra um
1,2 megabyte. Á byggingarstöðum
eins og þessum er venjulega mjög
mikið um ryk, og álag á rafkerfi
með tilheyrandi spennufalli getur
verið mjög mikið. Við þessar að-
stæður verður bilanatíðni í tækjum
eins og tölvum mjög há. Mun meira
rekstraröryggi fæst með því, að
hafa margar smærri vélar og flytja
skrár á milli þeirra daglega."
Steindór nefnir dæmi um verk-
efni, sem ill- eða ógerlegt hefði
verið að leysa án tölvubúnaðarins.
„Það hefði nú kannski verið hægt
að leysa þessi verkefni án tölvu, en
alls ekki á svo skömmum tíma og
það hefði einnig krafist meiri mann-
afla. Við getum tekið reikninga sem
dæmi, það hefur ekki verið óal-
gengt að það taki þijár vikur að
afgreiða reikninga frá verktökum,
við höfum getað stytt þann tíma
niður í eina viku. Annað atriði er
bréfin sem við fáum, daglega ber-
ast okkur erindi frá verktökum, þau
eru öll þess eðlis, að þau þarf að
afgreiða fljótt og ekkert þeirra má
týnast. Öll erindin eru skráð í tölvu
og ýmsar upplýsingar um þau.
Síðan eru reglulega athugað hvem-
ig afgreiðsla þessara erinda stend-
ur, þá kemur strax í ljós ef eitthvað
er óafgreitt. Ætli við höfum ekki
fengið um sjö þúsund bréf fram að
þessu og að meðaltali eru fjórar
síður i hveiju. Þetta þýðir fimm
bréf á hvern starfsmann hvern
vinnudag! Mér litist ekki á að vinna
þetta án tölvu."
Þannig að tölvuvæðing er lausn-
in?
Já, sérstaklega þegar um svona
verkefni er að ræða. Þetta eru svo
mörg atriði sem þarf að hafa skrá-
sett á aðgengilegu formi, ekkert
má týnast og ekkert gleymast og
svo þurfa hlutimir að gerast hratt.
Það er mín skoðun að án tölvunotk-
unar hefði verið ógemingur að reisa
þessa byggingu á þann hátt sem
gert hefur verið, tölvan er lykillinn
að góðri og ömggri stjórnun," sagði
Steindór Guðmundsson að lokum.
TEXTI: ÞÓRHALLUR
JÓSEPSSON
FERÐATÖSKUR
ALLTAF MESTA ÚRVALIÐ