Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 20

Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 20
20 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 Á lokastigi framkvæmda við innréttingar. Farangursvogum komið fyrir. Frá undirritun verksamnings um innréttingar. Jóhann Bergþórsson forstjóri Hagvirkis og Sverrir Haukur Gunnlaugsson skrifa undir. Aðalsteinn Hallgrímsson verkefnisstjóri Hagvirkis við flugstöðvar- framk væmdirnar Magnús Stephensen og Þórólfur Óskarsson skoða eina vinnuteikning- una. Að baki þeirra hangir hluti þeirra um það bil fjögur þúsund teikninga, sem unnið hefur verið eftir við innréttingarnar. BLAÐAMAÐUR Morgun- blaðsins ræddi við Aðalstein Hallgrímsson um þátt Hag- virkis hf. í byggingarfram- kvæmdum. Aðalsteinn er verkefnisstjóri fyrirtækisins við flugstöðina og Hagvirki hf. hefur séð um bróðurpart þeirra framkvæmda, sem eru á vegum íslendinga. — Aðalsteinn var spurður um vinnutímann. „Vinnutíminn hefur verið skikk- ~ anlegur, hætt klukkan sex á kvöldin og frí um helgar. En þetta verk hefur nú reyndar vaxið í höndunum 'a okkur, ætli það sé ekki í dag nálægt 110% af því sem aðalsamn- ingurinn var um.“ Upphaflega áætluðum við, að vera hér með 160 manns, en með þessum viðbótarverkefnum og svo Flugleiðahúsinu og Olíustöðinni hefur fjölgað í hópnum og nú erum við með 450 manns hér ef allt er talið. Það eru t.d. allt upp í 90 smiðir að störfum inni í húsinu og 60 rafvirkjar." ' — Það vakna spumingar um, hvemig þetta hafi verið hægt allt saman á einu og hálfu ári. „Við gemm þetta nú ekki allt sjálfir,“ segir Aðalsteinn, „Hér er heill sægur af undirverktökum og öðmm okkur ótengdum. Svo er mikið af þessu gert annars staðar og þarf aðeins að koma því fyrir.“ — Hvers vegna tók Hagvirki hf. alla þessa viðbótarvinnu? „Það er fyrst og fremst af hag- ræðingarástæðum. Margir aðilar að vinna hér, hver undir sinni stjóm, hefðu kallað yfír okkur hættu á árekstmm og jafnvel glundroða. Sumt af þessum verkum er að mestu fólgið í stjómun og samræm- ingu, undirverktakar vinna verkið, við skipuleggjum það.“ — Er ekki býsna snúið verkefni að koma öllum verkþáttum heim og saman? „Jú, þetta er flókið verk, ætli við höftim ekki fengið um 4.000 teikn- ingar til að vinna eftir. Við verðum að skipuleggja mjög vel alla niður- röðun verkefna og áætla verktím- ann nákvæmlega. Það þýðir til dæmis ekkert að ætla að flýta eða seinka einhverju verkinu, þetta er allt svo háð hverju öðm, þess vegna verða allir að vinna vel saman og skipuleggja. Það á jafnt við um alla sem hér vinna, ekki bara okkur.“ — Hafa engin stórvandamál komið upp, breytingar o.þ.h.? „Vandamálin em stór, hafa verið stór og þau hafa verið leyst.“ Talið berst nú að öryggismálum. „Við emm hér í næsta nágrenni við besta slökkviiiðið í heimi og þaðan koma reglulega menn til að fylgjast með framkvæmdunum, þeir hafa gefíð okkur góð ráð og við höfum farið eftir þeim. Það er til mikillar fyrirmyndar hvemig þeir hafa stað- ið að málum, ef sá krókur fínnst í húsinu, sem þeim hefur sést yfír, þá er hann smár. Almennt má segja um öryggiskerfi hér, að þau em hin fullkomnustu, en eins og gefur að skilja má ekki upplýsa í smáat- riðum hvemig þau vinna." Aðalsteinn er spurður um verk- hraðann, hvað sé unnið með því að keyra áfram af svo miklum krafti. „Það er dýrt að liggja með pen- inga í framkvæmdum sem ekki nýtast. Ef til dæmis hefði verið byrjað nokkmm mánuðum fyrr á þessu verki hefði þurft að borga nokkur hundmð milljónir króna þeim tíma fyrr. Ekki hefði þá verið hægt að nota þá fjármuni í annað á meðan, hvað em vextir háir af hundrað milljónum króna þeim tíma fyrr. Ekki hefði þá verið hægt að nota þá fjármuni í annað á meðan, hvað em vextir háir af hundrað milljónum í mánuð? Hraðinn sparar stórfé, það kostar skipulagningu en við emm líka þeim vanda vaxnir, annars hefði þetta ekki verið hægt.“ — Hvað er framundan að loknu svo umfangsmiklu verki? „Hagvirki er ungt og hresst fyrir- tæki,“ segir Aðalsteinn. „Við höfum mörg verkefni og þótt þetta sé stórt munum við ekki leggjast í aðgerða- leysi þegar því er lokið. Við búum yfir mikilli framkvæmdagetu og höfum orðið reynslu af stómm verk- um, eins og þessu og svo hinum fyrri, t.d. veginum fyrir Ólafsvíkur- enni og virkjanaframkvæmdum. Kraftar okkar munu nú dreifast á fleiri verk og smærri í bili, en við emm ávallt viðbúnir, t.d. til að leggja bundið slitlag á hringveginn á mettíma!" TEXTI: ÞÓRHALLUR JÓSEPSSON

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.