Morgunblaðið - 12.04.1987, Qupperneq 21
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
C 21
Áhugi erfyrir auknu
vöruvali í komuverslun
Fríhafnarinnar
- sagði GuÖmundur Karl Jónsson
forstjóri Fríhafnarinnar
FRÍHÖFNIN í Leifsstöð verð-
ur mun stærri og fjölbreyttari
en í gömlu flugsstöðinni. Ur-
val áfengis, sælgætis og
tóbaks eykst lítið en meira
verður um gjafavörur, ilm-
vötn og rafmagnsvörur. Þá
verður aukið úrval af fátnaði
og tískuvarningi. Að sögn
Guðmundar Karis Jónssonar
forsljóra Fríhafnarinnar er
búist við að umsvif fyrirtækis-
ins aukist nokkuð á þessu ári,
ekki síst vegna betri aðstöðu.
Hann gerir ráð fyrir 650-700
milljóna króna veltu, en hún
nam á siðasta ári 560 milljón-
um króna.
„Það er tvímælalaust að aðlað-
andi umhverfí hvetur viðskiptin,"
sagði Guðmundur. „Við höfum nú
þá stöðu að vera ein ódýrasta
fríhöfn í Evrópu, en nýleg könnun
leiddi í ljós að okkar vörur voru 15%
ódýrari en í Kaupmannahöfn þang-
að sem fimmtungur allra farþega
frá Keflavíkurflugvelli flýgur. Við
munum óefað halda þessu lága
verðlagi, þótt rekstrarkostnaður
verði sennilega meiri í nýju flugs-
stöðinni,“ sagði Guðmundur.
Hann sagði að nýleg tollalækkun
á úrum og myndavélum myndi
sennilega minnka sölu á þessum
vörum í fríhöfninni. Stöðugt væri
fýlgst með því magni sem seldist
af hverri vörutegund og yrði þá
úrva! af vinsælli vörum aukið í stað-
inn.
Fyrst um sinn verður svonefnd
„komuverslun", þar sem farþegar
geta verslað tollfrjálst áfengi, bjór,
ilmvötn og sælgæti við komuna til
landsins, í bráðabirgðahúsnæði á
efri hæð fiugstöðvarinnar. Til þess
að bregðast við þessu tímabundna
ástandi er búið að ákveða að við-
skiptavinir fái bjórkassa afhenta í
farangursafgreiðslunni, svo að þeir
þurfi ekki að bera þá með sér niður
á neðri hæðina.
Komuverslunin er raunar sú eina
sinnar tegundar í Vestur-Evrópu,
því víðast þekkist ekki að fríhöfn
sé við komu til landsins. Guðmund-
ur sagði að verslunin á neðri
hæðinni yrði opnuð í lok júní.
„Það er áhugi fyrir því að auka
vöruval í komuversluninni. Við tök-
um eftir því að fólk kemur með
mikið af litlum rafmagnstækjum til
landsins, sem það hefur rogast með
langa leið í pokum. Þessi viðskipti
þætti okkur eðlilegt að færðust inn
í landið . en til þess að það megi
Guðmundur Karl Jónsson for-
stjóri gerir ráð fyrir veltuaukn-
ingu Fríhafnarinnar á þessu ári,
ekki síst vegna aukinna umsvifa
i Leifsstöð.
verða þarf reglugerðarbreytingu, “
sagði Guðmundur.
„Eg tel að flugstöðin verði mjög
aðlaðandi bygging þegar hún verð-
ur komin í fullan rekstur. Það
verður hrein bylting í aðstöðu
starfsfólks, sem hefur búið við væg-
ast sagt kröpp kjör í gömlu bygg-
ingunni enda voru aðrar kröfur
gerðar þegar hún reis,“ sagði Guð-
mundur. Hann sagði að unnið væri
af fullum krafti við uppsetningu
Fríhafnarinnar. Innréttingar væru
komnar á sinn stað og vörur yrðu
fluttar í hana nú um helgina. Á
miðvikudagsmorgun eiga fyrstu
farþegarnir að ganga á land í Leifs-
stöð og á þá allt að vera komið á
sinn stað.
Staðurfyrir hvern hlut og
hvér hlutur á sínum stað
HANDHÆGAR OG MEÐFÆRILEGAR
PLASTSKÚFFUR FYRIR
LAGERINN, BÍLSKÚRINN, GEYMSLUNA,
SKRIFSTOFUNA OGALLA HINA STAÐINA.
IF.OnUSMHMAN
HÁTEIGSVEGI7,105 R.S. 21220
ISTAK
ÍSTAK hefur í nær tvo áratugi, frá stofnun árið 1970, verið í fararbroddi við
hvers konar mannvirkjagerð. Nýlega gerðum við flugstöðina í Keflavík tilbúna
undir innréttingar.
Við kappkostum að veita viðskiptamönnum örugga þjónustu.
Óskum landsmönnum öllum til hamingju með nýju fJugstöðina.
verkfræðingar, verktakar
Skúlatúni 4, 105 Reykjavík, sími 622700, Telex 2010 ISTAK IS, Telefax 622724.