Morgunblaðið - 12.04.1987, Page 26
26 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987
Nýtt, loksins verðlækkun á AT tölvum.
DIGITAL-VÖRUR HF KYNNA WENDY TURBO AT,
á svipuðu verði og ófullkomnari PC/XT tölvur.
AT tölvur eru margfalt harðvirkari en PC/XT tölvur og ráða
auk þess við verkefni og stýrikerfi sem PC/XT tölvur valda varla
eða ekki.
WENDY TURBO AT, (6/8MHz Örgjafi 80286-8)
★ 20MB Harður diskur.
★ 1.2MB Disklingadrif (formar/ies/skrifar, 360K diska).
★ 1MB minni á móðurborði.
★ Grafískt skjákort 720x328 punktar.
★ Gulur eða svart/hvítur 14" skjár (flatur) á stillanlegum fæti.
★ Tvö prentaratengi, eitt Ijósapenna tengi.
★ Seríu samskiptatengi.
★ 100 eða 84 hnappa lyklaborð að eigin vali.
★ Rauntímaklukka innbyggð á móðurborði.
★ Kaldstart hnappur, turbo hnappur, lykill/stöðuljós í framhlið.
★ Stýrikerfi MS DOS 3.1.
★ Kynningarverð kr. 89.900.- stgr. Bjóðum góð afborgunarkjör.
RÁÐ-fjárhagsbókhald kr. 15.000,-. RÁÐ-lager og sölukerfi kr. 25.000,-.
Póstsendum disklinga með sýningarútgáfu af hugbúnaðinum.
Vorum að fá sendingu af Músum fyrir IBM PC/XT/AT. Gengur bæði
fyrir Microsoft og Mouse system, staðal. Teikniforrit fylgir.
Einnig 14" svart/hvítir skjáir og 100 hnappa lyklaborð.
Skipholti 9, símar 24255 og 622455.
IBM TÖLVURÁÐSTEFNA
FYRIR RÁÐGJAFA
IBM á íslandi býður til ráðstefnu fyrir ráðgjafa í fyrirtækjarekstri og
tölvuvæðingu fyrirtækja. Ráðstefnan verður haldin á Hótel Örk,
Hveragerði, dagana 28.-29. apríl n.k.
Efni ráðstefnunnar er:
- Framtíðarstefna IBM í hugbúnaði.
- Kynning á öllum helstu tölvum IBM allt frá einvalatölvum upp í
stórtölvur.
- Samtenging IBM tölva.
- Sýning á ýmiss konar nýjum tölvubúnaði.
- Val á réttum IBM tölvubúnaði.
Þátttaka tilkynnist til Þorvalds Karlssonar, IBM, fyrir 22. apríl n.k.
Hann veitir jafnframt nánari upplýsingar.
VANEft/IRKNI í HVÍVETNA
Skaftahliö 24 105 Reykjavík • Simi 27700
Trésmiðirnir Jónas Jóhannsson til vinsri og Hólmkell Gunnarsson
til hægri voru að ganga frá neyðarútgangi.
Kom hingað
vegna launanna
HÓLMKELL Gunnarsson er
trésmiður úr Keflavík. Hann
sagðist vera búinn að vinna
í tæpa 2 mánuði í nýju flug-
stöðinni. Hann hefði áður
starfað við verklegar fram-
kvæmdir hjá varnarliðinu
áður en hann hóf störf hjá
Hagvirki.
„Eg kom hingað vegna launanna,
hér fæ ég mun betur borgað fyrir
vinnuna en hjá varnarliðinu," sagði
Hólmkell. Hann sagði að alltaf
væri gaman að kynnast einhveiju
nýju og sér fyndist ákaflega gaman
að vera einn af þátttakendunum í
þessu byggingarævintýri.
Allirleggja
sigfram
JÓNAS Jónasson, trésmiður
í Njarðvík, hefur unnið í
flugstöðinni undanfarna 2
mánuði. Hann sagðist hafa
verið hjá varnarliðinu í
verklegum framkvæmdum
áður. „Ég hætti þar aðallega
vegna launanna, en það kitl-
aði líka að taka þátt í að
kyggja þetta stórvirki,“
sagði Jónas, sem starfar hjá
Hagvirki.
Hann sagði að þetta hefði verið
sérlega skemmtilegur tími, hvergi
væri slakað á og allir legðu sig fram
um að gera sitt besta. „Ég er mjög
ánægður með það sem hér hefur
verið gert, þetta er búið að vera
skemmtileg reynsla að vinna með
þessum samhenta hópi iðnaðar-
manna sem hér eru.
Ég vonast til að fá vinnu hér þar
til þessu verkefni lýkur í júlí. Eftir
það er allt óráðið með vinnu hjá
mér, ég á þó von á að fara norður
í Eyjafjörð til að byggja sumarbú-
stað,“ sagði Jónas ennfremur.
Hólmkell sagðist vonast til að
halda vinnunni fram eftir sumri eða
þar til framkvæmdum lyki. Um at-
vinnuhorfur að þeim tíma liðnum
yrði tíminn að skera úr. Hann von-
aðist samt til að Aðalverktakar
fengju ný byggingarverkefni sem
kölluðu á aukið vinnuafl.
Skemmti-
leg
reynsla
JENS Jensson, dúklagningamað-
ur, er úr Reykjavík og ekur á
milli á hverjum degi. Hann sagð-
ist vera búinn að vinna við
flugstöðina meira og minna síðan
framkvæmdir hófust. Fyrst hefði
verið um útivinnu að ræða við
að þétta þakið og fleira í þeim
dúr, en eingöngu inni upp á
siðkastið.
Hann sagði að mikið álag hefði
verið á mönnum undanfama daga
þeir hefðu helst þurft að vera degin-
um á undan, svo mikið lægi á að
hraða framkvæmdum. Jens sagðist
vinna í ákvæðisvinnu og hætti oft-
ast um kvöldmatarleytið, enda væru
menn þá búnir að fá nóg.