Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 12.04.1987, Blaðsíða 32
32 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 12. APRÍL 1987 + Þannig leit flugstöðin gamla út vígsludaginn, en síðan hefur margt breyst. Þótti hiðfegursta mannvirki við vígsluna árið 1949 VerÖur nú nýtt undir skrifstofur og gistiaðstöðu fyrir varnarliðsmenn Sveinn Björnsson forseti íslands á tali við bandariskan yfirmann. FLUGSTÖÐIN gamla, sem nú er að ljúka hlutverkí sínu, var vígð við hátíðiega athöfn árið 1949 að viðstöddum helstu fyrirmönnum þjóðarinnar. Þótti flugstöðin hið fegursta mannvirki á þeim tíma, ennfremur var hótelið í stöðinni talið eitt hið fínasta sem þá þekktist á landinu. Mönnum kann að finnast ótrúlegt að gamla flugstöðvarbyggingin hafi þótt falleg, en eins og Pétur Guðmundsson flugvallarstjóri bendir á í viðtali hér í blaðinu, hafa skúr- og viðbyggingar seinni tíma smám saman hulið sjálfa aðalbygginguna. Við opnunina var Ólafur K. Magnússon ljósmyndari Morgunblaðsins og tók þar meðfylgjandi ljósmyndir. Varnarliðið tekur nú við byggingunni til eigin nota. Friðþór Kr. Eydal fréttafulltrúi varnarliðsins sagði í viðtali við biaðamann, að byggingin yrði notuð undir skrifstofur, ennfremur verður gistiaðstaða fyrir varnarliðsmenn á efri hæðinni, en upphaflega var hótel á efri hæðinni eins og sjá má á meðfylgjandi myndum. Þá mun varnarliðið sjálft annast flugafgreiðslu varnarliðsmanna á leið inn og út úr landinu. Flugvél frá American Overseas Airlines var á Keflavíkurflugvelli vígsludaginn. í lok seinni heimsstyrjaldarinnar eða í kringum 1946 millilentu ýmis flugfélög önnur á Keflavíkurflugvelli, til dæmis Trans Canada og British Overseas Aircraft corp., BOAC, Trans World Airlines og sænskt flugfélag SILA, sem er forveri SAS. Auk þessara hafði Air France hér viðkomu. Lokafrágangur hefur verið myndaður í gömlu stöðinni eins og þeirri nýju. I ■

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.