Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, VEDSKDTI/AIVINNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 FIAT UNO stendur óumdeilanlega framar öðrum bílum í sama stærðarflokki - sannur braut- ryðjandi sem sýnir að nútíma hönnun eru lítil tak- mörk sett. Hann er lítill að utan, en stór að innan og býður upp á rými og þægindi sem nútímafólk kann að meta. Þegar tekið er tillit til útlits, aksturseiginleika, þæginda, hagkvæmni, öryggis, notagildis og síðast en ekki síst hversu mikið fæst fyrir peningana, kemur í Ijós að FIAT UNO er einfaldlega einstakur. FIAT UNO 45 :283.000 kr. FIATUN045S : 312.000 kr. FIATUN0 60S : 339.000 kr. FIATUNOTURBO: 523.000 kr. FIAT UMBOÐIÐ SKEIFUNNI 8 108 REYKJAVlK S: 91-68 88 50 mmu SÍWALI Eftir þaft verða ^S2J2£U^2H3E2!IEBBI færð á viAkomandi SIMINNER 691140- 691141 JftOY&lltlfilð&fö Sjónarhorn Mismunurá viðhorfum Bandaríkjamanna og Islendinga viðgerð samninga um viðskipti - eftir Úlf Sigurmundsson Enda þótt ýmislegt virðist vera sameiginlegt og aðgengilegt á yfir- borðinu í viðskiptasamningum og samningagerð Bandaríkjamanna og íslendinga kemur í ljós, þegar kafað er í málin, grundvallarmismunur f viðhorfum. Sérstaklega á þetta við þegar gerðir eru samningar til ein- hvers tíma. Islendingar, óreyndir á viðskipta- sviðinu hér, hafa flestir heyrt hryllingssögur, sannar eða ósannar, um svik í viðskiptum og stórútgjöld samfara málaferlum í Bandaríkjun- um. Vandamál sem koma upp við samningaborðið virðast óvenjuleg og geta því orkað á viðkomandi sem tilraun til að hlunnfara hann og þannnig skapað vonda trú á hinum samningsaðilanum. í flestum tilfell- um eru slíkar grunsemdir tilefnis- lausar, en geta skemmt fyrir samningum eða bundið endi á þá. Aðili á íslandi sem tekur frum- kvæði í samningum leggur alla jafna fram samningsuppkast sem honum finnst taka tillit til og sé aðgengilegt fyrir báða aðila. Síðan vinna aðilarnir saman að því að ganga frá öllum smáatriðum og þannig verður uppkastið að bind- andi samningi. Samningaumleitanir í Banda- ríkjunum hefjast oftast á þann hátt að sá aðilinn sem leggur fram uppk- astið hefur gert það þannig úr garði að það uppfyllir hans óskir í einu og öllu, en tekur ekki neitt tillit til sjónarmiðs viðsemjandans. Við- semjandinn tekur við uppkastinu og breytir því eins mikið og hann vill í eigin þágu, en geymir nokkrar tillögur til breytinga þar til seinna. Síðan er samningaumleitunum haldið áfram ýmist við samninga- borð eða með því að skiptast á tillögum þangað til samkomulagi er náð. Islenska aðferðin getur bæði vak- ið grunsemdir eða þótt skrýtin í Bandaríkjunum. Þar er sú grund- vallarskoðun, að hvor aðili um sig hafi best vit á sínum málum sjálf- ur. Þangað til samningur hefur komist á ber hvorum aðilanum um sig að hugsa um sig og sín mál, en alls ekki að hafa áhyggjur af mótaðilanum. íslendingar, sem taka frumkvæð- ið í samningsgerð og koma með samningsuppkast sem tekur að þeirra dómi tillit til beggja samn- ingsaðila, verða fyrir miklum Úlfur Sigurmundsson vonbrigðum, þegar uppkastið er sent til baka með breytingum, sem taka eingöngu tillit til bandaríska aðilans. Bandaríski aðilinn verður svo jafn undrandi á hinu neikvæða viðhorfi íslenska aðilans, þar sem þeir hafa einungis haldið sig að sínum venjum, sem ekkert er at- hugavert við í Bandaríkjunum. A hinn bóginn undrast íslenskur aðili samningstillögu t.d. um mjög mikið magn af vöru, þar sem hver samningsgreinin á fætur annarri tekur einungis tillit til bandaríska aðilans, en alls ekki hins íslenska. En það versta sem getur skeð er þegar íslenskir aðilar gera ráð fyrir að bandaríska samningstillag- an taki tillit til sjónarmiða beggja aðilanna og skrifa undir án þess að lesa nákvæmlega samning sem í reynd tekur aðeins tillit til banda- ríska aðilans og sitja svo uppi með bindandi samning sem gefur þeim ekkert svigrúm. Niðurstaðan af þessum vanga- veltum er því sú, að gera sér grein fyrir viðhorfsmismun í samnings- gerðinni þegar um samninga milli bandarískra og íslenskra aðila er að ræða og skrifa aldrei undir samning nema tryggt sé að allar greinar samningsins skiljist og hægt sé að sætta sig við þær. Síðar- nefnda skilyrðið hefur það í för með sér að löglærðir aðilar þurfa alltaf að líta á uppkast áður en skrifað er undir. Höfundur er viðskiptafulltrúi í New York. Fundir Arsfundur Iðnþróunarsjóðs Gestur fundarins er Sören Haargaard frá Privatbanken ÁRSFUNDUR Iðnþróunarsjóðs verður haldinn fimmtudaginn 7. maí næstkomandi á Hótel Sögu kl. 14.00. Meðal ræðumanna á fundinum verður einn af yfir- mönnum Privatbanken, Sören Haargaard, og er yfirskrift er- indisins: „Det danske venture- marked set í europæisk perspektiv". Jóhannes Nordal, stjórnarform- aður Iðnþróunarsjóðs, setur fund- inn. Iðnaðarráðherra flytur ávarp og Þorvarður Alfonsson, fram- kvæmdastjóri sjóðsins gerir grein fyrir ársreikningi og ársskýrslu 1986. Ragnar Önundarson, formað- ur framkvæmdastjórnar, flytur erindi sem nefnist: „íslenski fjár- magnsmarkaðurinn — staða og hlutverk Iðnþróunarsjóðs“. Megintilgangur Iðnþróunarsjóðs, sem stofnaður var af Norðurlöndun- um 1970, þegar ísland gerðist aðili að EFTA, er að stuðla að alhliða uppbyggingu atvinnulífsins hér á landi með fjármögnun meiriháttar ijárfestinga. Helstu lán sem Iðnþró- unarsjóður veitir eru almenn fjár- festingarlán, þróunarlán og fjárfestingarlán með áhættuþóknun sjóðsins. Iðnþróunarsjóður er fluttur í hús- næði í nýja Seðlabankahúsinu við Kalkofnsveg.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.