Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 6

Morgunblaðið - 30.04.1987, Side 6
6 B MORGUNBLAÐIÐ, VlDSKEPn/AIVlNNUlÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 T 30 til 50 bátar með tógið frá Hampiðjunni - segir Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri „ÞETTA hefur gengið mjög vel hér í Bretlandi. Við byrjuðum haustið 1983 á fjórum tógrúllum fyrir dragnótabátinn Boy Andrew. Siðan hefur þetta vaxið hægt þar til á síðasta ári. Þá varð verulegur kippur í sölunni og á þessu ári er útlit fyrir allt að 100% aukningu frá þvi siðasta. Núna eru um það bil 30 til 50 bátar með tógið frá okkur, ýmist alveg eða til reynslu og mér heyrist að mönnum líki það vel. Það eru að meðaltali 300 drag- nótabátar, sem stunda veiðar frá Skotlandi og um 10 veiðarfæra- framleiðendur, sem slást um markaðinn. Við erum því í raun með um 10% af markaðnum," sagði Guðmundur Gunnarsson, sölustjóri hjá Hampiðjunni. „Þetta er árangur af því að við komum tógunum um borð í bezta bátinn héma í Skotlandi, Boy Andrew, hjá þeim feðgum Norrie og Andrew," sagði Guðmundur. „Eg held við höfum varla getað verið heppnari með samstarfsmenn því þeir fylgjast með og skrá ná- kvæmlega allt, sem þeir gera um borð. Það er allt á hreinu varðandi rekstur bátsins. Með því er hægt að fá nákvæman fjölda toga og þannig hægt að meta gæði og end- ingu tóganna frá okkur, hvort þau eru frambærileg eða ekki. Það er tvennt, sem menn vilja, tógið verður að vera sterkt og endingargott. Verð skiptir reyndar mjög miklu máli líka. Verðskyn hjá Skotunum er mjög gott og ég held að það sé vegna þess, að þeir selja aflann á fijálsum fiskmarkaði. Þeir vita þá hvað þeir fá fyrir fiskinn og reyna svo að draga úr kostnaði við veið- arnar með „góðu“ verði, til dæmis á veiðarfærum. Við erum eitthvað dýrari en aðrir og það er fyrst og fremst vegna þess, að við berum nokkru hærri kostnað, meðal ann- ars vergna fjarlægðar . Gengið skiptir svo verulegu máli. Núna er verðið til okkar það sama og við fáum hér innan lands, en var fyrir áramótin alveg hörmulegt þegar pundið var í 57 krónum, nú er það tæpar 63 krónur. Það verður alltaf að meta verðlagninguna annars vegar út frá verði keppinautanna og þörfum okkar hins vegar. Við álítum okkur vera með góða vöru og góða þjónustu og viljum að menn borgi fyrir það. Skozki markaðurinn er að mörgu leyti erfíður. Hann er í nokkuð föst- um skorðum og lítið er um sveiflur á eftirspum. Skotamir em þó í sér- stöðu í Bretlandi. Hér er vaninn sá, að skipstjórinn á hluta í bátnum á móti útgerðinni. Þess vegna er meiri kraftur í útgerðinni hér en annars staðar í Bretlandi. Flotinn hefur mikið verið endumýjaður og þeir em opnir fyrir nýjungum, en láta heldur ekkert plata inn á sig alls konar dóti. Þeir em hins vegar alveg til í að pmfa hlutina og síðan verður að koma í ljós hvort seljend- ur veiðarfæranna standa sig í þjónustu og öðm, sem fylgir á eftir sölunni. Það er reyndar einhver mikilvægast þátturinn í markaðs- setningu. Það verður að fylgja sölunni sérlega vel eftir, vera í stöð- ugu sambandi við sjómenn og útgerðarmenn og taka strax á því, sem kann að koma upp á. Séu menn með góða vöm og hafa áhuga á mörkuðum, er ekkert erfíðara að fara hér inn en annars staðar. Það era 3 til 4 ár síðan við byijuð- um á framleiðslu dragnótatógs í einhveijum mæli fyrir markaðinn heima, en hann notaði mjög lítið af því, heldur víra í meiri mæli. Með kvótakerfínu fóm menn að leita leiða til að nýta skipin yfír sumartímann, án þess að ganga á þorskkvótann. Þá fóm nokkrir út- gerðarmenn til Skotlands til að kynna sér dragnótaveiðamar. Upp úr því kom skipstjóri frá Hjaltlandi til Þorlákshafnar og var þeim til aðstoðar þar við af koma þessum veiðum af stað. Síðan hafa veiðar í dragnót eins og hjá Skotum aukizt hér og við sjáum 10 til 15 bátum fyrir tóginu. Vegna mikillar aukn- ingar eftirspumar á nánast öllum framleiðsluvömm okkar, eigum við í erfiðleikum með að anna eftir- spum eftir dragnótatóginu eins og öðm. Þess vegna hefur afgreiðsl- utími hjá okkur lengzt, en vonandi náum við þessu upp aftur með jafn- ari framleiðslu, endurbótum á vélakosti og uppbyggingu lagera á næstunni. Útflutningsráðið hefur ákveðið að taka á einhvem hátt þátt í öllum sýningum, sem snerta framleiðslu okkar og útflutning á vömm fyrir sjávarútveg. Samstarf var mjög gott við Útflutningsmiðstöð iðnað- arins, en Útflutningsráðið er nýtt apparat og varla jafn mótað, en mér sýnist áætlun þeirra lofa góðu. Hampiðjan hefur hins vegar að mestu leyti séð um útflutning sinn sjálf og hefur verið í honum síðan 1971. Við höfum því fengið tals- verða þjálfun í markaðssetningu. Þeir, sem em minni í sniðum og að byija, hafa held ég mjög gott af því að njóta aðstoðar Útflutn- ingsráðsins. Ég held að til þessa hafí margir notið aðstoðar þess og Útflutningsmiðstöðvar iðnaðarins. Mér fínnst skipulag íslendinga á sýningum sífellt verða betra og má í því tilefni nefna sýninguna í Bella Center í Kaupmannahöfn á síðasta ári. Það var alveg til fyrirmyndar hvemig Útflutningsmiðstöðin stóð að skipulagningu þar undir stjóm Páls Gíslasonar og Finns Fróðason- ar. Upphaflega var talað um það, að hér yrðu menn saman á bás og pláss til þess hafði verið pantað. Það breyttist hins vegár allt, meðal annars vegan þess að Oddi, Plast- einangrun og Slippstöðin em í pakka með Quality Fishhandling og það finnst mér alveg sjálfsagt hjá þeim. Þeir em að selja ákveðinn pakka og standa mjög vel að því. Við höfum í sjálfu sér ekkert í það samflot að gera. Síðan er Pólstækni hér með umboðsmanni sínum og við á sama hátt. Þessi fyrirtæki em öll það langt komin, að þau geta vel staðið ein og óstudd. Margir þeirra, sem vom hér í fyrra á sam- eiginlegum bás, em ekki hér í ár. Það er líka að hluta til tilgangurinn með þátttöku í sýningum að athuga hvort menn eigi eitthvert erindi inn' á viðkomandi markaðssvæði með vömr sínar. Annar tilgangur er að ná sambandi við viðskiptavini sína. Á þremur dögum hér hittum við 30 til 50 skipstjóra, sem nota eða em að byija að nota tógið frá okk- ur og ræðum við þá um gang mála. Ef við ættum að ferðast sérstaklega til að hitta alla þessa menn, yrðum við líklega að taka á okkur að minnsta kosti tveggja vikna ferða- lag. Hampiðjan hefur aldrei selt spotta beint á sýningum, kannski frekar gefíð frá sér eitthvað af sýn- ishomunum. En með því að taka þátt í þessum sýningum, kynnist maður mörgum, sem em að fást við svipaða hluti og kynnist því, sem er að gerast í viðkomandi löndum eða heimsálfum. Jafnhliða kynna menn vöm og fyrirtæki sín. Óþekktu fyrirtæki gengur yfírleitt illa að selja vömr sínar, enda skilar þátttaka á sýningunum sér tvímælalaust margfalt aftur. Eftir þær fara menn svo að selja, eigi þeir erindi á markaðinn á annað borð,“ sagði Guðmundur Gunnars- son.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.