Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, VH&UPh/fflVINNUIÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Utanríkisviðskipti Nýja flaggskipið, 164-gerðin, verður kynnt í haust Alfa reynir að endur- heimta foma frægð stóra og kraftmikla bíla, markaði, sem hingað til hefur að mestu verið í höndunum á fyrirtækjum eins og Volvo, Daimler-Benz og BMW. Á síðustu árum hafa þessi fyrir- tæki hagnast vel vestan hafs vegna áhuga Bandaríkjamanna á evrópsk- um lúxusbifreiðum og því ekki vonum seinna, að bandarísku bfla- smiðjumar reyni að svara fyrir sig á þeim vettvangi. General Motors Corp. er nú farið að selja Allante, sportbfl, sem er settur saman í Pin- infarina-verksmiðjunum á Ítalíu, og Chrysler Corp. ætlar að setja á markaðinn bfl, sem Maserati hefur hannað. Auk þess er Chrysler að semja um kaup á Lamborghini- sportbflaverksmiðjunum í Bologna. ALFA — í gæðaeftirlitsdeild Alfa Romeo Framleiðendur Alfa Romeo, hraðskreiðra og rándýrra lúxus- bifreiða, mega nú muna sinn fífil fegurri. Einu sinni þótti enginn maður með mönnum nema hann hefði einn slíkan undir höndum og margir minnast þess þegar Dustin Hoffman geystist í sólset- ursátt á Alfa Duetto í myndinni „The Graduate". Henry Ford bar svo mikla virðingu fyrir þessum bílum, að hann tók alltaf ofan þegar hann sá þeim bregða fyrir. I janúar sl. keyptu Fiat-verk- smiðjumar, stærstu bflasmiðjur á Ítalíu, eignir Alfa og urðu í því efni hlutskarpari Ford Motor Co., sem einnig hafði sóst eftir þeim. Það, sem fyrir Fiat vakir, er að sameina Alfa og Lancia, lúxusbifreiðadeild Fiat, og ná undir sig stærri hlut af ábatasömum markaðnum fyrir EFTA í fótspor Evrópubandalags SÚ stefna Evrópubandalagsþjóð- anna, að árið 1992 verði þau öll orðin að einum innanlandsmark- aði, hefur valdið nokkrum áhyggjum í Efta, Fríverslunar- bandalagi Evrópu, hinu við- skiptabandalaginu í Norðurálfu og jafnframt helsta viðskiptaað- ila EB. Efta-þjóðimar, Austurríki, Finn- land, ísland, Noregur, Svíþjóð og Sviss, hafa af því áhyggjur, að til- koma eins innanlandsmarkaðar í EB verði til að skilja þær sjálfar eftir úti í kuldanum. Saman em þær stærsti einstaki viðskiptaaðili EB og sumar þeirra eiga miklu meiri viðskipti við EB en við hinar aðildar- þjóðimar í Efta. Á síðasta ári námu viðskiptin milli Efta og EB samtals 150 mill- jörðum dollara en milli EB og Bandaríkjanna 132 milljörðum. Svo dæmi sé tekið af einstöku Efta- landi má nefna, að næstum 75% af útflutningi Sviss fer til EB en aðeins 8% til Efta-ríkja. Viðskiptin blómstra Viðskiptin milli bandalaganna hafa blómstrað vegna þess, að eng- ir toliar hafa verið á iðnvamingi og engar takmarkanir á magni. Það hefur þýtt, að fyrirtæki í Svíþjóð og annað í Vestur-Þýskalandi standa jafnt að vígi vilji þau t.d. versla við Frakka. Á þessu yrði breyting með tilkomu eins innan- landsmarkaðar í EB. Þýska fyrir- tækið yrði þá tekið fram yfír það sænska og samkeppnisstaða Efta- ríkjanna allra myndi stórversna nema þeim tækist að semja um og laga sig að þeim reglum, sem giltu á innanlandsmarkaði Evrópubanda- lagsins. Per Kleppe, framkvæmdastjóri Efta, segir, að bandalagið vilji beita sér fyrir sams konar breytingum og EB og koma á fót jafnvel enn stærri Evrópumarkaði. Hafa þær tilraunir borið nokkum árangur þótt í smáu sé. Á ráðherrafundi, sem haldinn verður í Interlaken í maí nk., ætla Efta-ríkin t.d. að fall- ast á yfírlýsingu EB-ríkjanna um samræmdar stjómvaldsaðgerðir en það mun aftur leiða til miklu ein- faldarí tollafgreiðslu frá og með janúar á næsta ári. Þá standa yfír viðræður um að núgildandi samn- ingar EB við Sviss og Austurríki nái einnig til Norðurlandanna. í þessum efnum er framvindan samt sem áður hæg. Það er ekki aðeins, að samningaviðræður taki langan tíma, heldur koma stöðugt ný viðfangsefni til sögunnar. Efta- nícin hafa t.d áhyggjur af verslun með þjónustu og af fjármagns- hreyfíngum en um þessi mál, svo og meðferð ýmiss konar útflutn- ings- og tollskjala munu koma til með að gilda samræmd lög á innan- landsmarkaði EB-ríkjanna. „Hættan er sú,“ segir einn starfs- maður Efta með aðsetur í Briissel, „að það komi til klofnings á Evrópu- markaðnum með þeim afleiðingum, að Japanir treysti sig enn betur í sessi þar en áður." Þá skiptir það ekki minna máli fyrir Efta-ríkin, að þau óttast að verða útundan í tækniþróuninni vegna þess, að þau eiga enga aðild að rannsóknar- og vísindaáætlun- um EB-ríkjanna. Talsmenn EB segja raunar, að þessi ótti sé að mestu ástæðulaus og í desember sl. ítrekaði utanríkismálanefnd EB vilja sinn til að treysta samvinnuna við Efta og lagði áherslu á vísinda- legt samstarf við fyrirtæki og stofnanir í Efta-ríkjunum. Sá hængur er þó á, að EB vill ráða leikreglunum. „Efta vill sam- ræmt samstarf og sumir halda, að það þýði, að EB eigi að gefa eitt- hvað eftir gagnvart Efta,“ er haft eftir einum embættismanni EB, „en þegar við hættum að slást inn- byrðis munum við koma til með að ákveða samningana." Embættis- maðurinn bætti því við, að vildu Efta-ríkin hafa áhrif á stefnuna gætu þau gengið i EB. Benti hann á, að nú þegar hefði hin pólitíska umræða nokkuð sveigst í þá áttina í ýmsum löndum, einkum í Noregi og einnig í Sviss og Austurríki. Ef eitthvað er í því hæft, þá er breytingin mjög hæg. í Sviss er það opinber stefna að ganga ekki í EB og í síðustu skoðanakönnun í Nor- egi kom fram, að aðeins 18% vilja gerast aðilar að EB, 42% á móti og 42% höfðu enga skoðun. Per Kleppe, framkvæmdastjóri Efta, telur, að best sé að sigrast á erfíðleikunum með því að Efta reyni að ýta undir sömu þróun innan þess sjálfs og nú á sér stað í EB en Carlo Jagmetti, fráfarandi full- trúi Sviss hjá Efta, lét þessi viðvör- unarorð frá sér fara: „Við verðum að hafa í huga, að hér er um að ræða upphaf á þróun, sem kann að taka langan tíma. Það verður hvorki auðvelt fyrir Evrópubanda- lagið né fyrir Efta að komast að samkomulagi og standa jafnframt við sín pólitísku markmið." Með Alfa-Lancia ætla Fiat-verk- smiðjumar aftur að ná fótfestu á Bandaríkjamarkaði en þaðan urðu þær að hrökklast á síðasta áratug vegna mikillar og vaxandi sam- keppni japanskra bfla. Alfa-bflamir seljast þó enn vestra, búist er við, að þeir verði um 10.000 á þessu ári, en að því er stefnt, að á næsta áratug verði salan á Alfa-Lancia komin í 60.000 á ári. Síðastliðið ár var mjög hagstætt Fiat og fyrirtækið stendur því vel íjárhagslega. Stjómendur þess gera sér þó grein fyrir, að til standa sig í miskunnarlausri samkeppninni á Evrópumarkaðnum verður fyrir- tækið einnig að hasla sér ömggan völl í framleiðslu stóm, kraftmiklu bflanna. í upphafí þessa áratugar horfði illa fyrir Fiat en þá slapp það fyrir hom með mikilli sölu á ódýmm smábflum í Suður-Evrópu og í þró- unarríkjum eins og í Brazilíu en japanskir, bandarískir og aðrir evr- ópskir bflaframleiðendur hafa að undanfömu sótt mjög inn á þann markað. Þeir hjá Fiat vilja því losa sig við mestu pressuna með því að auka hlutdeildina í stóm bflunum. Markaðssérfræðingum líst ekki illa á áætlanir Fiat en vara þó við Bílar Peugeot-forstjóranum tíkt við Iacocca ÞAÐ tók Jacques Calvet aðeins þrjú ár að gera Peugeot-bíla- verksmiðjurnar frönsku, þessa annáluðu peningahít, að einu mesta gróðafyrirtæki í Frakk- landi og nú er hann farinn að láta sig dreyma stóra drauma um Bandaríkjamarkaðinn. Hvað Evrópumarkaðinn varðar hefur hann aðeins þetta að segja: „Við ætlum að verða númer eitt.“ Fáir efast um, að Calvet sé full alvara með þessum yfírlýsingum. „Ef Frakkar eiga sinn Lee Iacocca þá heitir hann Jacques Calvet,“ er haft eftir Jean-Yves Anglade, sérfræðingi hjá Sellier-verðbréfa- fyrirtækinu. Calvet bjargaði Peugeot með því að fækka starfs- mönnunum um 70.000 og koma með á markaðinn fjórar nýjar gerðir, sem hafa selst mjög vel. Frá 1980-84 tapaði Peugeot 1,3 milljörðum dollara en 1986 var hagnaðurinn 400 millj. og búist er við, að hann verði um 800 millj. dollara á þessu ári. Bjartsýn- ismennimir, sem fjárfestu í fyrir- tækinu á mesta niðurlæging- artíma þess, þegar hlutabréfíð kostaði 25 dollara, líta nú á sjálfa sig sem lukkunnar pamfíla enda bréfíð komið í 215 dollara. Til að halda áfram uppbygging- arstarfínu ætlar Calvet að veija 1,2 milljörðum dollara í að endur- skipuleggja samsetningarverk- smiíju Peugeot í Sochaux. Áætlunin er mjög einföld, að fram- leiðslukostnaðurinn verði sá minnsti í Evrópu. Við færiböndin verður komið fyrir 400 vélmenn- um, þeir, sem sjá fyrirtækinu fyrir aðföngum, verða tengdir því með tölvukerfí til að lækka birgða- kostnað og starfsmennimir 25.000 verða þjálfaðir upp á japanska vísu, bæði hvað varðar gæðaeftir- lit og vinnusálfræði. Með þessum aðgerðum á að minnka fram- leiðslukostnaðinn um 10%. „í þessari samkeppni evrópsku bíla- smiðjanna um það hver hafí minnstan framleiðslukostnaðinn er Peugeot komið á hælana á Fiat,“ segir John Lawson, einn af yfírmönnum Data Resources Inc. Europe í London. Nýtilkomin velgengni hefur valdið því, að Peugeot er farið að beina sjónum sínum að Banda- ríkjunum þar sem það hefur ekki haft feitan gölt að flá til þessa, aðeins með 0,1% markaðarins. Nú á þessu ári ætlar Peugeot að kynna þar meðalstóran lúxusbíl í 16.000 dollara verðflokknum og á næsta ári verður hafínn útflutn- ingur á sérstakri útgáfu af stærri lúxusbíl fyrir 24.000 dollara. Cal- vet stefnir að því að þrefalda söluna á fímm árum, upp í 50.000 bíla á ári. Calvet, sem er fyrrum banka- maður, er íhaldssamur í eðli sínu. Ástríða hans er að minnka kostn- aðinn, ekki að standa í miklum auglýsingaherferðum. Ennþá hef- ur hann ekki orðið við áskorunum samstarfsmanna sinna um að koma fram í sjónvarpsauglýsing- um til að tíunda ágæti Peugeot en í nýlegu útvarpsviðtali gagnrýndi hann frönsku stjómina harðlega fyrir að hafa ekki boðið Renault- bflaverksmiðjumar út á almennum markaði en þær eru í ríkiseigu. Sagði hann, að niðurgreidd fram- leiðsla af þessu tagi væri óeðlileg og óheiðarleg samkeppni. „Það er ekki hægt að vera með tvö stórfyr- irtæki í þessari grein ef þau eru ekki rekin á sömu forsendum,“ sagði Calvet. Calvet viðurkennir, að enn séu erfíðleikamir ekki alveg að baki hjá Peugeot. Fyrirtækið skuldar enn 5 milljarða dollara og sam- keppnin er hörð við gamalgróin Jacques Calvet fyrirtæki á borð við Ford of Europe Inc. og Volkswagen. Þar við bæt- ist, að vegna gengisfalls dollarans leggja Japanir enn meiri áherslu á Evrópumarkaðinn en fyrr. Það er því ljóst, að ætli Peugeot að komast úr fímmta sætinu í Evrópu í það fyrsta, á Calvet enn langa leið fyrir höndum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.