Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.04.1987, Blaðsíða 10
10 B MORGUNBLAÐIÐ, VIÐSKIITI/AIVIKNULÍF FIMMTUDAGUR 30. APRÍL 1987 Alþjóða verslunarráðið Aðalfram- kvæmdastjóri GATTá hádegis- verðarfundi ARTHUR Dunkel, aðalfram- kvæmdastjóri GATT - hins almenna samkomulags um tolla og viðskipti er væntan- legur hingað til lands dagana 3.-6. maí nk. í boði Landsnefndar Alþjóða versl- unarráðsins. Með honum í för verður aðstoðarmaður hans, Arif Hussain. Dunkel mun á hádegisverðar- fundi mánudaginn 4. maí í Átthagasal Hótel Sögu ræða um nýjustu Gatt-viðræðulotuna, sem kennd er við Uruguay og nýhafin er, svo og um framtíð fijálsra viðskipta. Gatt-viðræðumar nú eru ólík- , ar fyrri slíkum að því leyti að þar verður reynt að ná sam- komulagi um viðskipti á fleiri sviðum en áður — svið sem tal- ist hafa til svokallaðra grárra svæða svo sem samninga um sjálfviljugar útflutningshömlur, landbúnaðarvörur og vefnaðar- vörur. Helsta bitbein viðræðnanna nú er þó talin verða umræðan um þjónustuviðskipti milli landa. En lönd sem byggja mikið á slíkum viðskiptum, svo sem öll helstu iðnaðarríki heims, sækja fast að Gatt-samkomulagið nái einnig til slíkra viðskipta meðan flest þróunarlöndin sem minna mega sín á því sviði óttast að verða undir í samskiptum við öflug erlend þjónustufyrirtæki og vilja þar af leiðandi halda slíkum viðskiptum fyrir utan samkomulagið. Hádegisfundurinn með Dun- kel verður öllum opinn. IÐNREKSTRARFRÆÐI — í vor útskrifast fyrsti hópur iðnrekstrarfræðingar af framleiðslu- og markaðssviði úr Tækniskóla íslands. Tækniskóli íslands Fyrstu nemendur íiðn- rekstrarfræði útskrifast Hér á eftir verður sagt frá menntun í iðnrekstrarfræði í Tækniskóla íslands. Nemendur skólans eru höfundar og síðar verður sagt nánar frá þeim tveimur námssvið- um sem boðið er upp á í iðnrekstrarfræði. Á síðustu árum hafa stjómendur fyrirtækja orðið áþreifanlega varir við að markaðurinn stýrir fram- leiðsiunni og samkeppnin verðinu. Viðfangsefnin sem stjómendur glíma við em orðin fleiri og flóknari. Tækniskóli íslands hefur brugð- ist við breyttri þörf iðnaðarins með því að hefja kennslu í iðnrekstrar- fræði. Við mótun námsins var leitað umsagnar bæði Félags ísienskra iðnrekenda og Landsambands íslenskra iðnaðarmanna og þaðan þegnar góðar ábendingar. Takmark námsins er að efla getu nemenda til að takast á við fjöl- breytt verkefni í rekstri og stjómun og í að afla nauðsynlegra upplýs- inga jafnt í íslenskum og erlendum ritum og öðmm upplýsingamiðlum. Iðnrekstrarnámið er á tveim svið- um, framleiðslusviði og markaðs- % % H í / ■ % Tölvumál í brennidepli: UNIX-framtíóarlausn? W.VjJ sviði. Auk þess geta iðnfræðingar og útvegstæknar lokið prófi í iðn- rekstrarfræði og em þá af tækni- sviði og útvegssviði. Allir nemendur í iðnrekstrarfræði lesa ákveðinn kjama sem fjallar um fjármál, rekstur, stjómun, afurða- þróun og tölvunotkun. í fjármálum er farið ofan í kjöl- inn á þeim þáttum sem máli skipta við framleiðslu. Fundinn er kostn- aður við framleiðslu á vöm á öllum stigum framleiðslu og framlegð reiknuð út. Við rekstur fyrirtækja þarf að bijóta alla þætti niður sem við koma rekstri og setja fram lausn á þeim þáttum sem miður fara til meiri hagkvæmni. Nám í stjórnun felst í því að auka þroska nemenda til ákvarðanatöku og einnig að kynna þeim ný viðhorf sem komið hafa fram í stjómun á síðari ámm. Afurðaþróun felst í því að finna þarfir markaðarins og hvernig hægt er að mæta þörfum á markaðnum með tilliti til skilgreiningar fyrir- tækisins gagnvart markaðnum. Kennsla í tölvunotkun er tvíþætt. Annar hlutinn felst í notkun tölvu- kerfa, bæði á PC einmenningstölvur og einnig á IBM s/36 fjölnotenda- tölvur. I hinum hlutanum er farið út í að greina þarfir fyrirtækja með tilliti til tölvuvæðingar. Með því móti á að vera hægt að minnka kostnað sem fyrirtæki leggja út í þegar taka á í notkun ný tölvukerfi. Nú í vor útskrifast fyrsti hópur iðnrekstrarfræðinga af framleiðslu- og markaðssviði og gerir skólinn sér vonir um að fyrirtæki sem stunda þjónustu og framleiðslu muni nota sér þekkingu og starfs- getu þeirra. Skyrslutækniféjag íslands, Verkfræðingafélag íslands og Samtök UNIX-notenda á íslandi gangast fyrir ráðstefnu um UNIX stýrikerfið í Kristalsal Hótels Loftleiða, þriðjudaginn 5.maí n.k. kl. 13.00. Dagskrá: 13' 13 13 14* 14' 15' 15 00 15 30 00 30 00 15 / 1545 ■ ■ í ■t % 16 15 16 .45 i7oo 17 30 Skráning og afhending ráðstefnugagna Ráðslefnan sett Hvað er UNIX? UNIX og einkatölvan UNIX og fjölþjóðlcgur hugbúnaður Kaffihlc Aðhæfing forrita að UNIX umhverfi UNIX og samræming tölvukerfa í fiskvinnslu UNIX - slaða og framlíð Kaffihlc Umræður og fyrirspurnir Pallborðsumræður l’átttakcndur: Einar Jóhanncsson, IBM á íslandi, Elfar horkelsson, Hughönnun, Gunnar Slcfánsson Hafrannsóknastofnun, Gylfi Ámason HP á íslandi og Kristján Jónasson RaunHÍ. Jón Ingimarsson, varaf. VFÍ Einar Kjartansson, Orkustofnun Friðrik Sigurðsson, Tölvumyndir hf Heimir Þór Sverrisson, Marel hf Öm Karlsson, íslcnsk forritaþróun hf Jón Þór Ólafsson, Marcl hf Maríus Ólafsson, RHÍ Sljórnandi Páll Jensson, form. SÍ Ráðstefnugjald er kr 1,900.-. Vinsamlegast tilkynnið þáttöku í síma 68 85 11 á vinnutíma en í síma 6B8090 utan vinnutíma. ■: ■ í ■ í ■ ■: :■ í ■ ■■ ■ í Ráðstefna Er UNIX-stýri- kerfið fram- tíðarlausn? Skýrslutæknifélag- íslands, Verkfræðing'afélag' íslands og Samtök UNIX-notenda á íslandi gangast fyrir ráð- stefnu um UNIX-stýrikerfið í Kristalsal Hótels Loftleiða, næstkomandi þriðjudag. Ráðstefnan hefst kl. 13.00. Jón Ingimarsson, varaformaður Verkfrædingafélags íslands setur ráðstefnuna. Einar Kjartansson, s ■B ■ A,/AWV//.VAW/.V.B.V.V.V.V^.V.VX Skýrslutœknifélag íslands, Verkfrœóingafélag íslands Samtök UNIX notenda 6 íslandi Orkustofnun, fjallar um UNIX og Friðrik Sigurðsson, Tölvumynd- um, flytur erindi um UNIX og einkatölvuna. Heimir Þór Sverris- son, Marel hf., er með erindi er nefnist „UNIX og íslenska“. Að loknu kaffi verða fluttir þrír fyrirlestrar. Vilhjálmur Þor- steinsson, Islenskri forritaþróun hf. fjallar um aðhæfingu forrita að UNIX og Jón Þór Ólafsson, Marel hf., um UNIX og samræm- ingu tölvukerfa í fiskvinnslu. Þá flytur Maríus Ólafsson, RHÍ, er- indi um UNIX, stöðu og framtíð. Að erindunum loknum verða leyfðar fyrirspurnir og umræður. Þá taka við pallborðsumræður sem Páll Jensson, formaður Skýrslutæknifélagsins stýrir. Þátttakendur eru: Einar Jóhann- esson, IBM á Islandi, Elfar Þorkelsson, Hughönnun, Gunnar Stefánssonj Hafrannsóknarstofn- un, Gylfi Árnason, HP á íslandi og Kristján Jónsson, Raunvísinda- stofnun Háskóla íslands.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.