Alþýðublaðið - 09.10.1920, Blaðsíða 4

Alþýðublaðið - 09.10.1920, Blaðsíða 4
4 ALÞYÐUBLAÐIÐ fer frá Kaupmannahöfn í byrjun nóvembermánaðar um Leith til Reykjavíkur og Vestfjarða. E.s. „Sterling-“ fer héðan vestur og norður um land á mánudagínn 11. október klukkan 2 síðdegis. Þeir fóru inn f matsöluhús, sem var opið allan daginn, og Hallur og Mike báðu um hart hveiti- brauð með osti og mjólk. Ed- ward furðaði sig á því, hve bróðir hans var leikinn í því að renna þessu niður. Meðan á máltíðinni stóð, sögðu vinirnir hvor öðrum frá því, sem á daga þeirra hafði drifið, og Mike gamli æpti af hrifningu og sló á lærið yfir hreystiverkum Halls. „Já, því lík- ur hleðslusveinn!*1 hrópaði hann, og sló svo fast á herðar Halli, að smellurinn heyrðist langar leiðir. „Er hann ekki afbragð, haf Eng- inn getur jafnast á við hleðisu- sveininn micnl" Ö'd'tngurinn hafði síðast séð Hall við fangelsisgluggan í Norð- urdalnum. Það hafði verið merk- asta augnablikið á æfi hans, þeg ar hann útbýtti miðunum með undirskrift Hails, um kolahéraðið. En þá hafði Bud Adams þrifið til hans og dregið hann inn í skúr bak við aflstöðina. Þar hafði hann hitt annan vörð, sem gætti þeirra Kauser og Kalovac, tveggja þeirra félaga, sem hjálpað höfðu til við útbreiðsluna. Mike sagði frá öllu með venju- legri kátínu. „Heyrðu mér, herra Bud, segi eg, ef það á að kasta mér á dyr, vildi eg helst ná í dótið mitt, Farðu til helvítis eftir draslinu þínu, segir hann. Og þá segi eg: Herra Bud, eg vildi helst lá innieign mína, og hann segir: Já, eg skal fá þér innieign þína og meira þól Og hann ber mig og lemur og flegir mér um koll, Því næít draslar hann mér á fæt- ur og sparkar mér úf, og þar sé eg stóra bifreið bíða, og segi: Drottinn minn, eg á að aka í bifreiðl Eg, fimmtíu og sjö ára öldungur hefi aldrei stigið fæti mínum inn í slíkt fartækil Eg hélt að eg mundi hrökkva upp af áður en slíkt kæmi fyrirl Jæja við af stað iiður dalinn, eg lít í kringum mig og á fjöllin, og yn- dæll svalur gustur leikur um skorpaa vanga mína, og eg segi: Húrra! fyrir þér, Bud, þessari bifreið skal eg aldrei gleymal Eg hefi aldrei á æfi minni skemt mér eins vel! Og hann segir; Haltu kjafti, karlfauskur I Þá kornum við út á sléttuna, við ökurn upp Svörtuhæðir, og þeir nema staðar og segja: ut úr með ykkur, þorpararl Og þarna skilja þeir okkur eftir aleina. Þið getið reynt að koma aftur, þá skulum við rétt taka í lurginn á ykkurl Því næst fara þeir, og við verðum að labba sjö tíma áður en við komum til bygða. En eg skeytti því nú ekki mikið, eg bað um eitthvað að éta, og svo fekk eg þessa vinnu við teinana. En eg vissi ekki, að þú værir laus úr fangelsinu, svo eg hugsaði með sjálfum mér, kannske eg missi nú hleðslusveininn minn og sjái hann aldrei framar." Hér þagnaði öldungurinn og Ieit blíðlega á Hall. „Eg skrifaði bréf til þeirra í Norðurdalnum, en fæ ekkert svar, og svo fer eg meðfram öllum teinunum til þess að leita að þér.“ Hvernig vék þessu viðf hugsaði Hallur. í kolahéraðinu hafði hann rekist á ógnir ógnanna — og þá hlakkaði hann ekkert til að fara þaðanl Hann mundi sakna Mike gamla Sikorfa, kossa hans og hraustlegra faðmlagal Öldungurinn varð al.veg mállaus, þegar Hailur lét tuttugu dala seðil í lófa hans. Hann sendi Kka með hottum nokkur orð til Johan Hartman, til þess hann gæti kom- ið skipulagi á slavana sem kæmu til bæjárins. Hallur sagði honum að hann þyrfti til Western City um kvöldið, en að hann skyldi ekki gleyma vini síaum og sjá svo um að hann fengi vinnu. Hann ætlani að reyna hvort hann gæti ekki útvegað honum stöðu á bújörð föður síns. Burtfarartíminn kom, og löng röð skuggaiegra vagna ra»n inn á burtfararstaðinn. Það var orðið framorðið — komið yfir lágnætti, en engu að síður var Mike gamli viðstaddur til þess að kyssa Hall og faðma einu sinni enn. „Vertu sæll, hleðslusveinnl“ hrópaði hann. „Þú kemur aftur; er ekki svo? Eg skal ekki gleyma hleðslusvein- inum mínuml" Og þegar lestin rann af stað veifaði haan húfu- pottlokinu og hljóp með lestinni til þess að sjá Hall einu sinai enn og hrópa til hans kveðjuorð. Þegar Hallur settist í vagninn flóðu augu hans í tárum. E n d i r. Tækifæriskort og IjLeillaósba'bréf, er þér sendið vinum og kunningjum, fá- ið þér fallegast og ódýrust á L a u g a v e g 4 3 B. Friðfinnur Guðjónsson. Aiþbl. er blað allrar aiþýðu! Ritstjóri og ábyrgðarmaðar: Ólafur Friöriksson. Preotsmíðjan Guteaberg.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.