Alþýðublaðið - 09.10.1920, Blaðsíða 2

Alþýðublaðið - 09.10.1920, Blaðsíða 2
2 ALÞVÐUBXABIÐ Glaxo skapar hraust og bráðþroska börn. GLAXO ér eingöngu nærlng- arefni hreinnar mjölkur, bætt með rjóma og mjólkur-sykrl og er því fullkomin barna- fæða, þegar biönduð hefir verið með sjóðandi vatnl eingöngu. Börnin fá ekki aðeins það sem þau þurfa, til þess að verða hraust og sterk og ánægð, þau eru elnn- ig trygð gegn allskonar sjúk- dómum, er komið geta af neyziu venjulegrar mjölkur. Kostamjólkin skapar bráðþroska börn. Umboðsmenn á íslandi: Þórður Sveinsson & Go., Reykjavík. Eigendur Glaxo: Joseph N.than & Co. Ltd., Londoa & Ncw Zealand. Aígreidísla blaðsins er í Alþýðuhúsinu við Ingólfsstræti og^Hverfisgötu. Sími 088- Auglýsingum sé skilað þangað eða i Gutenberg í siðasta lagi ki. 10 árdegis, þann dag, sem þær eiga að koma i biaðið. Áskriftargjald ein lzr. á mánuði. Auglýsingaverð kr. 1,50 era. eindálkuð. Útsölumenn beðnir að gera skil til afgreiðslunnar, að minsta kosti ársfjórðungslega. Blaðið Verkamaðurinn á Akur- eyri skýrir svo frá: „Það er ekki orðið sjaldgæft að menn drekki sig ölfaða í áfengis- blöndu úr Iyfjabúðinni hér á Ak- ureyri. Oftar en einu sinni hefir það sannast fyrir rétti, að áfengið sem neytt var hefir verið þaðan, sambland af spíritus og glysseríni eða einhverju öðru efni, sem hægt var að telja læknislyf við vissum sjúkdómum. Þessi lyf, sem rétt- ast væri að kalla einu nafni drykkjumannaiyf, hafa verið seld án lyfseðils, hverjum sem hafa vildi, og án þess að miðað væri við venjulega læknisskamta. Svo gengdarlaus hefir hún verið, þesbi áfengissala lyfjabúðarinnar, að nú fyrir skemstu voru einum Norð* manni seld&r fimm hálfflöskur í einu af áfengi, sem lyfjabúðin kallar brjóstsaft. Vitanlega vantar allar sannanir fyrir þvf, að þessi brjóstsaft sé að nokkru leyti til- búin sem læknislyf, þar sem hún er seld án lyfseðils, og einum manni er seld tvítugfóld fyrirferð við það, sem læknar eru vanir að taka til handa einum sjúklingi, en hitt cr víst, að brjóstsaftia er áfeng, Þrfr Norðmenn verða svo ölvaðir, af þessum hálfflöskum, sem nefndar hafa verið, að þá verður alla að setja í járn og yfir- heyra, vcgna óspekta sem þeir valda. Fyrir réttinum bera þeir allir, að þeir hafi orðið ölvaðir af þrjó -tsaftinni og engu öðru, og hafi einn þeirra, Ingveld Isaksen, 20 ára að aldri, keypt allar flösk- urnar á kr. 7,30 hverja flösku Ingveld þessi ber það fyrir rétt inum, að hann hafi keypt brjóst saftina eftir tilvísun háseta af gufuskipinu .Rolf*, sem hafi sagt að brjóstsaftin væri áfeng. Bæjarfógetinn hér mun hafa skipað svo fyrir, að lyfjabúðin hætti þessari stórskamtasölu á brjóstsaftinni, en þá er að sjá hvort ekki verður farið að selja eitthvað acnað, sem er álíka út- gengilegt og brjóstsaftin Vanille dropar í þriggjapelaflöskum kváðu vera mjög útgengileg vara. Bróð- ir lyfsaians hér, Stefán Thoraren- sen lyfsali í Reyhjavík, hefir sent hingað norður tvo kassa með va- nilledropum, sinn til hvors þeirra bræðranna Björns Grímssonar kaup- manns á Akureyri og Gríms Gríms- sonar kaupmanns í Ólafsfirði. í öðrum kassanum eru 10 þriggja- pelaflöskur af vanilledropum, en í hinum eru S fl. af sama vökv.a. Lögreglan hér hefir handsamað kassana. Björn var þá búinn að taka á móti sínum kassa og sagði hann eina fiöskuna brotna sem í kassanum átti að vera, en heyrst hefir að eitthvað muni hafa lekið niður í kollinn á nábúa Björns um leið og flaskan brotnaði. Kunnugir menn segja þessa vaniiledropa frá herra Thorarensen líkasta Coníaki og umbúðirnar þriggjapelaflöskur b-nda til þess að ekki eigi að nota þá á sama hátt og venjulega krydddropa, sem ætíð eru seldif í 5 og io gramma giösum, enda engar líkur tii að jafnsmáar verzl- anir sem þeirra bræðra gætu selt meira yfir árið en sem svaraði einni flöskunni ef nota ætti þessa vanilledropa á venjulegan hátt Stjórnarráðið fyrirskipaði í vetur. að lyfjabúðirnar skyldu gera grein fyrir þeim vínanda (spiritus), sem þær fengju frá útiöndum. í þeim tilgangi áttu þær að halda samao þeim lyfseðlum sem læknarnir gæfn út á áféngi, og senda Hagstofunni* Ekkert hefir enn heyrst um árang- urjnn af þessari fyrirskipun, nem* á ísafirði, þar kvað Kerúlf læknir hafa gefið út lyfseðla árið igl9 fyrir áfengi er svaraði tuttugutunö* um af brennivíni. Fróðlegt verðuf að sjá skýrslu um áfengisútlát þeirra Thorarenssona. Búast við að hún veiði eitthvað á þessa leið: Lyfjabúðin á Akureyri selt á árinu 5° þús. hálfflöskur ^ brjóstsaft. Það eru ekki nema $

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.