Tíminn - 07.10.1965, Blaðsíða 3

Tíminn - 07.10.1965, Blaðsíða 3
FIMMTUDAGUR 7. október 1965 TIMINN 3 Ný íslandsbók á þýzku Líklega hafa Þjóðverjar ver- ið einna iðnastir við það er- lendra manna að setja saman bækur um ísland. Þær eru orðn ar æðimargar talsins íslands- bækurnar, sem gefnar hafa ver- ið út í Þýzkalandi á þessari öld, og hafa höfundar allmarg- ir skoðað landið fyrst og fremst í ljósi fræðigreinar sinn- ar, og ber þar nokkuð á jarð- fnæOingum, forafræðingum, land fræðingum og norrænufræðing nm, auk venjulegra ferðalanga, sem hingað hafa lagt leið sína og látið sínar ferðasögur á þrykk ganga eins og fara ger- ir. Nú er nýútkomin fslands- bók efttr einn úr hópi fræði- mannanna fyrmefndu, fom- fræðingurinn dr. Haye W. Han- sen, sem og gerir mikið af því að teikna og mála, svo sem bótín ber vitni, en hún nefn- ist „Island von der Wikinger- zeit bis zur Gegenwart" all- væn bók að vöxtum með fjölda tetkninga eftir höfundinn og nokkrar litljósmyndasíður í bókarlok. í npphafskafla fjallar höfund ur um jarðfræði landsins, þá er landfræðikafli, síðan stiklað á stóm í sögu landsins frá fyrstu rituðum heimildum Beda prests og allar götur að lýð- veldisstofnuninni. Þá koma kaflar um rúnir, bókmenntir, tungu, jurta- og dýralíf, at- vinnuvegi, íslenzka þjóðhætti, höfuðborgina, og loks löng skýrsla um heimildarrit, sem skipta hundruðum. Ekki fer milli mála, að bezt og rækilegust skil gerir höfund- ur efninu í köflunum um forn- fræði og þjóðhætti, þær greinir, eru og skyldar sérmenntun hans, enda hefur hann á mörg- um ferðum sínum víðsvegar um landið kynnt sér þessi efni betur en margir erlendir menn, sem samið hafa bækur um ísland. Nokkuð ber á því, að höfundur hefur ekki borið handrit sitt nægilega undir ís- lenzka menn eða þá sem betur vita til að leiðrétta misskiln- ing eða villur, sem ekki eru þó svo stórvægilegar, en kemur þó spánskt fyrir, þegar hann t. d. fullyrðir, í kaflanum um kaupstaði, að ísafjörður standi við samnefnda fjörð, því fjörðurinn ísafjörður er á öðr- um stað við ísafjarðardjúp, en ísafjarðarkaupstaður stendur við Skutulfjörð, svo dæmi sé nefnt, og einhverrar óná- kvæmni gætir um rithátt ís- lenzkra nafna. Annars er mik- ill fróðleikur saman kominn í bókinni, sem getur komið einn ig íslenzkum lesendum að góðu gagni sem uppsláttarrits, þótt margs sé þar að sakna. Og ekki leynir sér hlýhugur höfundar til lands og þjóðar, sem dokt- orinn hefur gert sér margar ferðir hingað til að kynnast og einnig á liðnum árum kynnt ísland í heimalandi sínu með fyrirlestrum og sýningum mynda sinna frá íslandi. Útgefandi bókarinnar, Ed- ward T. Cate í Frankfurt am Main, hefur gert hana snyrti- lega úr garði. Hún er nú kom- in í bókabúðir í Reykjavík og er ónvejuódýr, miðað við stærð og myndakost, verð tæpar 160 krónur í góðu bandi. G.B. Höfundur bókarinnar, dr. Haye W. Hansen Edward T. Cate í Frankfurt am Main. h.) oq útgefandinn, Aiyktanir á 16. landsþingi ’venféLsambands íslands Eins og frá hefur verið skýrt í blöðum og útvarpi var 16. lands- þing Kvenfélagasambands ís- lands haldið í Reykjavík dagana 25.—28. ág. sl. og fara hér á eftir ályktanir þingsins, en stjórn K.í. skipa nú þessar konur: Frú Helga Magnúsdóttir, Blika- stöðum formaður, frú Ólöf Bene- diktsdóttir, Sporðagrunni 12, R- vík, frú Sigríður Thorlacius, Ból- staðarhlíð 16, R.vík. 1. Áfengismál og tóbaksneyzla: A. 16. landsþing Kvenfélagasam bands fslands haldið dagana 25.— 28. ág. 1965, þakkar opinberum aðilum, félagasamtökum og öðr- um, sem unnið hafa að því að bæta skemmtanalífið svo að ungt fólk venjist á að skemmta sér á heilbrigðan hátt án áfengis. Telur þingið, að reynsla sú, sem fengizt hefur á fjölmennustu samkomum þessa sumars sanni, að þegar hafi orðið góður árangur af því starfi og hvetur kvenfélög landsins til að stuðla að því eftir mætti framveg- is sem hingað til að áfengisnautn hverfi úr opinberu skemmtana- lífi. B. Þingið telur að auka þurfi veruléga bindindisfræðslu, bæði í skólum og í ríkisútvarpinu. Leggja ber áherzlu á að fræða þjóðina um skaðsemi áfengis, tóbaks og annarra nautnalyfja, og fá lækna eða aðra sérfróða menn til þess að flytja slíka fræðsluþætti. C. Þingið þakkar fjármálaráð- herra sérstaklega fyrir að loka áfengisverzluninni fyrirvaralaust fyrir 17. júní, og heitir fullum stuðningi við allar þær ráðstafan- ir, sem miða að því að draga úr áfengisbölinu. D. 16. landsþing K.í. skorar á hæstvirta ríkisstjórn að láta til- lögu þá, sem vísað var til ríkis- stjórnarinnar um að banna tóbaks auglýsingar koma til framkvæmda Einnig skorar landsþingið á Al- þingi að samþykkja lög að for- dæmi Bandaríkjamanna um aðvör- un til neytenda vindlinga um skaðsemi reykinga. 2. Barnavernd: A. 16. landsþing K. í. skorar hér með á hið háa Alþingi að sam- þykkja engin þau lög né reglu- gerðir, er banni sumarvinnu ungl- inga, eða leggi þar á óþarfa höml- ur, án þess, að áður fari fram gaumgæfileg athugun á því, hvort hæfileg vinna unglinga sé ekki fremur holl og þroskandi heldur en hið gagnstæða. Telur Kvenfé- lagasamband íslands nauðsynlegt, að skipuð verði nefnd lækna, upp- eldisfræðinga og skólahjúkrunar- kvenna, svo að leitað sé beztu fáanlegra upplýs. og málið rann- sakað til hlítar. í þessu sambandi má benda á, að dæmi eru til þess, að íslenzkir læknar, verkfræðingar og fleiri, sem búsettir eru erlend- is, þar sem slík unglingavinna er bönnuð, senda börn sín til íslands á sumrin, þar sem vinnan er þeim leyfileg, því að þeir telja hana unglingunum miklu heppilegri en iðjuleysi. B. 16. landsþing K. I. beinir þeirri áskorun til Alþingis að bæta við 12. gr. 111 kafla lagafrum- varpsins um barnaverndarráð ákvæði um, að ein kona að minnsta kosti sé skipuð í ráðið. C. 16. landsþing K. í. haldið í Reykjavík 2S.—28. ág 1965 bein- ir þeirri áskorun til heilbrigðis- yfirvalda landsins að taka upp skipulagt eftirlit með heilbrigði og þroska ungbarna í sveitum E. 16. landsþing K- í. haldið í Reykjavík 25.—28. ág. 1965 skor- ar á heilbrigðisyfirvöld landsins að skipuleggja umferðatannlækn- ingar vegna barna og unglinga í héruðum sem ekki hafa búsetta starfandi tannlækna 3. Aðstoð við aldrað fólk. 16. landsþing K.. skorar á rík- isstjórn, sveita- og bæjarstjórnir. að veita nauðsynlegt fé til bess: 1. að reisa og búa sem uezt dvalarheimi'.; fyrir aldrað fólk, þar sem þeirra er þórf. 2. að byggja og leigja vægu verði íbúðir, sem henta öldr- uðu fólki. 3 að skipuleggja heimilisaðsfoð og hjúkrun aldraðs fólks, sem dveljast vill í heimahúsum. 4. Iljúkrunarskóli slands: 16. landsþing K.. fagnar því, að hafizt hefur verið handa um að fullgera byggingu Hjúkrunarskóla íslands. Vegna knýjandi nauðsynj ar beinir landsþingið þeirri ásKcr- un til yfirvalda ríkis og bæja að styðja alla viðleitni, sem stuðlar að því, að nægilega margir fáist til hjúkrunarstarfa, svo að áfram- haldandi framfarir í heilbrigðis- málum verði mögulegar. 5. Fræðslu- og menntamál: A. 16. landsþing K. í. beinir þeirri áskorun til heimila, skóla og kirkju að taka upp sem allia nánasta samvinnu við uppeldi barna og unglinga. B. Þingið lítur svo á, að vegna stórfelldra breytinga á atvinn a- og lífsháttum þjóðarinnar sé ítarleg ! endurskoðun á allri skólaiöggjöf jlandsins óhjákvæmileg á næstu ár- um. Vill þingið í því sambandi ; leggja áherzlu á það, að skóiakerf- ið sé byggt á því, að ekki sé minni áherzla lögð á uppeldi nem- endanna og heilbrigt siðgæði en fræðslu og þekkingu í hinum ymsu námsgreinum. Enda þótt það verði alltaf heimilið, sem leggur hinn fyrsta og sennilega þýðingarmesta grundvöll að lífshamingju bains- ins með uppeldi fyrstu áranna, þá verða áhrif skólanna og uppeldi þeirra sífellt meiri og meirí þátt- ur í Iífi barnsins og ungiiigsins eftir þvi sem skólavistin icngist. Alhliða áhrif skólanna á sálar íf barns og unglings verða því ohja- kvæmileg og þeir verða að fá að- stöðu til þess að leysa sf hendi starf sitt á þessum grutidveiJi. Ennfremur óskar þingið aftii. -ið sumarleyfi skólanna verði ektí stytt um margar vikur, fyrr en það hefur verið vandlega athug- að af færustu mönnum. hvirt hinn gamli íslenzki siður. að ung- mennin taki þátt í itvnnu'ífi Framhald á bls. 11 Á VÍÐAVANGI Tilboð? Þessi merldlega klausa stóð í ri'tstjórnargrein í Morgunblað- inu s. I. þriðjudag þar sem enn einu sinni er verið að fárast yf- ir því, að nokkur samstaða skuli vera milli Framsóknarflokksins og samvinnuhreyfingarinnar í landinu um sameiginleg hug sjónamál: „En auðvitaS getur samvinnu hreyfingin á íslandi ekki sinnt ámátlegu væli Framsóknar- flokksins, sem ekki er lengur í neinni aðstöðu til þess að gæta hagsmuna hennar. Hann var í þeirri aðstöðu í þrjá ára- tugi en er það ekki lengur og þess vegna gera forstöðumenn Sambandsins sér Ijóst, að það er ekki lengur samrýmanlegt hagsmunum samvinnuhreyfing arinnar að tengjast Framsóknar flokknum.“ Þama blasir við rétt mynd af pólitísku siðgæði íhaldsins, enda heitir klausan ,-hags- munagæzla.“ Þeir sem þetta skrifa, era sínum hnútum kunn ugir. Þeir telja sig vita, hvernig pólitískt fylgi er fengið. ÞaS ræður aðeins ,,hagsmunagæzla“. Aðrar ástæður til stuðnings við stjórnmálaflokk eru þcssum mönnum óskiljanlegar. Þess vegna er þeim það alveg óskilj anlegt að margir samvinnu- menn skuli styðja Framsóknar flokkinn, þegar hann er ekki lengur í stjórn til þess að gæta ,,hagsmuna“ þeirra og kaúpfé- laganna. Þá er auðvitað eðli- legast að þeir snúist til íhalds ins ,sem er í stjórn og getur gætt hagsmuna þeirra. Þetta er hugsjónasiðfræði íhaldsins berstrípuð og samvinnumenn eiga vist að taka þetta sem til boð Sjálfstæðismanna um að taka við ,,hagsmunagæzlunni“. Gjafir eru yður gefnar, sam- vinnumenn. Aumlegt yflrklór. Sjaldan hefur sézt aumlegra yfirklór en það, þegar Morgun blaðið er að reyna að rétt- læta þá ósvinnu í forystugrein í gær. að formaður Almenna bókafélagsins, sjálfur forsætis ráðherra landsins, skuli hafa neytt aðstöðu sinnar til þess að láta þetta bókmenntafélag gefa út pólitískar þingræður eftir sig í einu mesfa deilumáli síðari ára. f ræðum, sem eru m. a. eldhúsdagsræður á þingi og ræður á Varðarfundum, er ó- spart vegið að pólitískum and- stæðingum, oft með ókræsileg um dylgjum og jafnvel get- sökum. Þetta er svo einstakt pólitískt siðleysi. að jafnvel kommúnistar hafa ekki komizt með tæmar þar, sem Bjarai hef ur hælana því að aldrei hefur Mál og menning þó gefið út þingræður Einars eða Brynjólfs né ræður Þeirra í Sósíalistafé- laginu í félagsbók handa félög um í Máli og menningu, þrátt fyrir margt brot í þessum efn um. Sneypa Morgunbiaðsins er og augljós og kemur greinilega fram í því, hve fátækleg yfir- bótin verður. Hún er svona: „Útgáfustarfsemin mótast af ýmsum sjónarmiðum en auð- vitað Ieggja forráðamenn fyrir tækisins áherzlu á að gefa út þær bækur sem erindi eiga á markað. án tillits til þess, hvort stjórnmálamenn eiga í hlut eða ekki“.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.