Tíminn - 07.10.1965, Blaðsíða 6

Tíminn - 07.10.1965, Blaðsíða 6
6 TÍMINN FIWMTUDAGUR 7. október 1965 Bsrasm IGÞ-Reykjavík, miðvikudag. í gær var blaðamönnum boð- ið að skoða nýjan bíl frá Ford- verksmiðjunum í Bandaríkj- unum, sem fengið hefur nafn- ið Bronco. Hér er um að ræða einskonar sambland af fólks- bifreið og jeppa með drifi á öllum hjólum, og er fram- leiðsla bílsins miðuð við það, að bæjarbúar og aðrir geti í þessnm bíl fengið þægilegan og snotlan vagn til allra daglegra notæ og duglegan fjaUabíl, þeg ar sá gállinn er á f jölskyldunni. Það var fyrirtækið Kr. Kristjánsson, h.f., sem kynníi þennan nýja Fordbfl fvrir blaðamönnum, og jafnframt var ekið upp á Úlfarsfell til að sýna hvað vagninn getur, sem er út af fyrir sig ekkert smáræði, því hann fór beint á fjaUið og upp, án þess að hafa af mikið erfiði. Friðrik Kristjánsson, fram- kvæmdastjóri Kr. Kristjánsson- ar, h.f., lýsti bílnum fyrir blaða mönnum. Sagði hann að við smíði þessa nýja Fordbfls hefði einkum femt verið haft í huga, betri eiginleikar við hraðan akstur á þjóðvegum og hrað- brautum, möguleikar á að kom ast npp brattari brekkur, meiri þægindi, þannig að bifreiðin líkist meir venjtflegri fólks- bifreið og minni beygjuhnng- ur. Þetta er í fyrsta sinn, sem Ford-verksmiðjumar hefja framleiðslu fyrir hinn almenna markað á bfl með drif á öll- Jeppinn á Úlfarsfeili. NYR FJALLA- OG FJOL- SKYLDUBÍLL FRÁ FORD um hjólum, eða í þeim flokki, sem almennt er nefndur jeppa flokkur. Fæstum mun það kunnugt, að Ford hefur mikla reyftSÍu. ittvÁi- tækja, en í siðustu heimsstyrj- öld framleiddu Ford-verksmiðj urnar yfir þrjú hundmð þús- und slíka bíla fyrir ameríska herinn og á árunum sem síðan em liðin hefur framleiðslan haldið áfram fyrir herinn. Einnig framleiða verksmiðjurn ar piinni . gerðir vörubíla með drifi á öllum hjólum. í Bandaríkjunum em yfir 300 bílaklúbbar með um tíu þúsund meðlimi, sem eingöngu hafa áhuga fýrir bílum með drifi á öllum hjólum. Fulltrú- ar frá Ford sneru sér m.a. til þessara aðila og spurðust fyrir um, hvernig þeir vildu hafa slíka bíla útbúna, umfram þær gerðir, sem þá voru fáanleg- ar. Það fernt, sem menn ósk- uðu sér helzt, var haft í huga við smíði bílsins, og hefur þess verið getið hér að framan. Vélin í BRONCO er 105 hest afla 6 strokka benzínvél (170 CID), sem eyðir aðeins 12—i3 lítmm á hverja 100 ekna kíló- metra. -’él þessi hefur verið notuð í fjölda ára í ýmsar gerð ir amerískra Ford fólksbíla og minni vörubíla. Smávægilegar breytingar hafa verið gerðar á henni fyrir BRONCO í því augnamiði að tryggjá jafna benzíngjöf og smurningu vélarinnar í akstri við erfiðustu sk..yrði. Gírkassinn er þriggja gíra, alsamhæfður með skiptingu í stýri, þannig að aukið rými fæst fyrir farþega. Alsamhæf- ing gírkassans er mikið atriði í slíkum bílum þar sem við erf- iðar aðstæður getur allt oltið á því að hægt sé að skipta milli hraðastiga án tafa, sem verða þegar ,.tvíkúpla“ þarf eða jafn vel stöðva bílinn þegar skipta þarf í fyrsta hraðastig. Milligírkassi er að sjálfsögðu í bíl þessum fyrir hátt og lágt drif og er notkun milligírkass- ans stjórnað með aðeins einni stöng, er færð er aftur og fram í þessari röð: „Fjórhjóladrif hátt“ — „Tvíhjóladrif hátt“ — „Hlutlaus" og „Fjórhjóla- drif lágt.“ mmmtman Mjög þýðingarmikfl nýjtmg í milligírkassa BRONCO er að ekki þarf að stöðva bflinn eða „kúpla sundur* þegar valið er hátt-, tví- eða fjórhjóladrif. í bröttum brekkum og erfið- um aðstæðum hefur ætíð verið einn ókostur við alla torfæru- bíla fram til þessa, en það er að þeir hafa viljað hrökkva úr lágdrifum þegar mest. á reyn- ir. Milligírkássinn í BRONCO hefur innbyggðan sérstakan lás sem fyrirbyggir að slflrt geti gerzt. Þrátt fyrir kunna eigin- leika fjórhjóladrifinna bfla í vegleysum kemur oft fyrir að þeir festist, vegna þess að ef þeir lenda í slíkri aðstöðu, að ekki sé fastur jarðvegur fyrir annað framhjól og annað aft- urhjól á sama tíma, þá spóla þeir svo sem venjulegir bflar. Til að fyrirbyggja slíkt er hægt að fá læst mismunadrif á bæði fram- og afturhjpl BRONCO. Það sem setur FORD BRONCO í annan flokk bfla en þær tegundir sem í daglegu tali tflheyra svonefndum Jeppa flokki, er hversu miklu 3ikari fólksbfl hann er í öllu útliti, byggingu og þægindum. Ef hann tfl dæmis er útbúinn með einhverju af fáanlegum auka- hlutum svo sem krómuð- um stuðurum, krómuðum hjól- hlemmm, krómuðum aftur- Ijósa-umgjörðum, flautuhring, sérbólstruðum stólum (Bucket- Seats) og öðru slíku verður lítill munur á honum í fljótu bragði og venjulegum station- bfl. Eitt er það enn, sem skil- ur BRONCO frá venjulegum torfærubílum, en það er fjöðr- unin að framan, sem er með gormum svo sem venja er á fólksbílum og gerir allan akst- ur mýkri og líkari fólksbfl. Jafnframt eykur þetta mögu- leika á, að taka krappari beygj ur og þar með minni beygju- hring. Þegar bílnum er ekið í bæj- um, á hraðbrautum og þjóð- vegum má rjúfa samband á framdrifi með driflokum, er þá aðeins afturdrifið virkt og eyk- ur það mjög benzínsparnað ásamt því að gejra bílinn skemmtilegri í stýri og öllum akstri. Bronkóinn verður til sýnis hjá Kr. Kristjánssyni um helg ar og á kvöldin. Meiningin ei að senda bílinn út um land í sýningarferð, strax og umboð ið sér sér fært að koma því við Verð bílsins er 188.000.oo kró' ur. MWMOT.flu.imi«:anW»c- F u J Fara í söngför um Norðurland GB-Reykjavík, þriðjudag. Óperusöngvaramir Sigurveig Hjaltestéd og Guðmundur Guð- jónsson ætla að efna til hljóm- leika á nokkrum stöðum norðan- lands um næstu helgi og fram eftir næstu viku, og er þetta fyrsta hljómleikaferðin, sem þau sjálf gera út um landið, en þau hafa áður sungið á fjölmörgum skemmtunum og héraðsmót- um víðsvegar um land. Syngja þau bæði einsöngva og tvísöngva, ís- lenzk og erlend lög með undirleik Skúla Halldórssonar, tónskálds. Fyrst verður farið til Akureyr- ar og haldin söngskemmtun þar n.k. laugardagskvöld í Samkomu- húsinu. Á sunnudag verða tvenn- ir tónleikar, þeir fyrri á Húsavík kl. 4 síðdegis og í Skjólbrekku í Mývatnssveit um kvöldið kl. 9. Á mánudagskvöld kl. 9 verður næsta skemmtun á Dalvík, en á þriðjudagskvöld kl. 9 í félagsheim ilinu Tjarnarborg á Ólafs- firði. Loks verða tónleikar í fél- agsheimilinu Bifröst á Sau„„r- króki miðvikudaginn 13. október. Á efnisskrá verða fyrst lög eft- ir Sigurð Þórðars.on, Pál Isólfs- son, Sigvalda Kaldalóns. Eyþór Stefánsson, Jóhann Ó. Haraldsson, Stefán Ág. Kristjánsson, Sigfús Guðmundur Halldórsson og Skúla Halldórsson. Eftir hlé verða svo fluttar óperuaríur eftir Bizet, Puccini og Verdi, og óperettulög eftir Jo- Sigurveig Hugsanlegt er að tónleikar verði fleiri, ef óskir koma um það frá héraðskólum eða tónlist- arfélögum og munu þá söngvar- Skúii arnir reyna að fella það inn í ferðaáætlunina eða jafnvel gera sérstaka ferð, ef því verður við komið.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.