Morgunblaðið - 03.07.1987, Side 11

Morgunblaðið - 03.07.1987, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 B 11 Framþróun í spéspegli Sekur eða saklaus Myndbönd Sæbjörn Valdimarsson FARSI The Clan of the Cave Bear ☆ 'h Leikstjóri Michael Chapman. Handrit John Sayles, byggt á samnefndri metsölubók Jean M. Auel. Tónlist Alan Silvestri. Kvik- myndatökustjóri Jan deBont. Aðalhlutverk Daryl Hannah, Jam- es Remar, Thomas G. Waites, John Doolittle. Bandarisk. PSO — The Gruber-Peters Company 1985. 99 mín. Þrátt fyrir að kvikmyndin The Clan of the Cave Bear sé byggð á víðfrægri metsölubók, sem aukin- heldur þótti dável skrifuð og vandlega unnin, breytti það engu um að myndin reyndist hin örgustu mistök þegar á hólminn kom. Að hún komi til með að njóta ein- hverra vinsælda á skjánum er ekkert ólíklegt, hann dregur úr vissum Ijótleika hennar og innan- tómum mikilleik. Hið Ijóshærða, leggjalanga og bláeyga man, Daryl Hannah, á að vera afkomandi Cromagnon- manna, sem villst hafa á veiðilend- ur frumstæðari þjóða af Neanderdals-kyni og gengur myndin útá að sýna yfirburði þess- ararforsögulegu kvenréttindakonu gagnvart hinum slabbaralegu, dökku og loðnu frummönnum. Framþróunin í hnotskurn. Þrátt fyrir að flest sé þetta nú fremur leikmannlega gert, sem reyndar er ótrúlegt miðað við hversu miklu fé var ausið í mynd- ina, þá fer ekki hinn ódýri ytri búnaður, TCOTCB, verst með hana, heldur öllu frekar glanspían sem hér eigrar um eins og fjandinn úr sauðarleggnum. Hún sómir sér vel sem fönkfrík í nærveru Red- fords og er sannkallaður skartfugl á Manhattan-eyju nútímans en er sannkölluð tímaskekkja í svona antíkmyndum, jafnvel þó Cro- magnon sé! Annað sem stingur í I CWr'LíiANrWf augu og eyru, en maður getur þó haft lúmskt gaman af — þó sú sé reyndar ekki meiningin — er bull- umsullið sem þessir ágætu forfeð- ur vorir hafa átt að tala, samkvæmt kokkabókum þeirra Hollywood- manna sem að myndinni standa. Þeir hefðu betur borið þær undir Burgess. En þó, þegar á heildina er litið, hefur myndin primítívan sjarma, ein af þessum ómissandi mistök- um sem eru svo skemmtilega forvitnileg í nekt sinni. DRAMA Murder by reason of insanity ☆ ☆’/z Leikstjóri Michael Page. Fram- leiðandi Lawrence Schiller. Aðalleikendur Candice Bergen, Jurgen Prochncw, Hector Eliz- ondo. Bandari'sk, 1986. 93 mín. Anthony Page er eftirtektar- verður sjónvarpsmyndaleikstjóri sem gert hefur prýðismyndir sem fáanlegar hafa verið hér á mynd- bandamarkaðnum. Bæði sú minnisstæða Bill, þar sem Mickey Rooney fer á kostum í hlutverki vangefins, miðaldra manns; I Nev- er Promised You A Rose Garden og svo Forbidden, þar sem Prochnow fór einnig með aðal- hlutverk. Aðalpersónurnar eru landflótta Pólverjar, (Prochnow og Candice Bergen), í Bandaríkjunum. Prochn- ow er sjálfstæður atvinnurekandi en gengur illa og verður að hætta rekstri. Á meðan gengur eiginkon- unni allt í haginn í sinni atvinnu, Prochnow til vítiskvala. Hann þolir ekki þessa óvæntu samkeppni og velgengni konu sinnar og er að lokum settur inná hæli BY REASON OF INSANITY Þegar inn er komið nær Prochn- ow undrafljótum bata og þá vaknar spurningin — er hann tilkominn vegna hefndarfýsnar eða á hann sér eðlilegar ástæður? Murder... er laglegur þriller sem rennur fyrirstöðulítið hjá. Leikstjórn Page er fagmannleg og frísk, handritið gott og leikurinn vel yfir meðallagi, meira að segja hjá Bergen! Vel lukkuð smámynd. Kvenna- karlinn Casanova STUTT MYNDARÖÐ Casanova ☆ ☆ Leikstjóri Simon Langton. Handrit George MacDonald Fras- er. Tónlist Michel Legrand. Aðalhlutverk Richard Chamber- lain, Faye Dunaway, Sylvia Krist- el, Ornella Muti, Hanna Schygulla, Patrick Ryecart. Bresk. Warner Home Video 1987. 2 x 90 mín. Chamberlain er iðinn við kolann í sjónvarpsmyndaflokkagerðinni. Nú er röðin hjá þessum síunga leikara komin að þeim kunna kvennabósa Casanova, en hér er tekið létt á sögunni og staðreynd- unum, þessi pilsajagari baðaður í ævintýralitum og skarti, öndvert við verk Fellinis. Við erum stödd i Suður-Evrópu á sautjándu öld og fylgjumst með ævintýramanninum Casanova sigra hjörtu fegurstu kvenna aldar- innar, eins og Sylviu Kristel, Dunaway, að ógleymdri Ornellu Muti. En líf hins sögufræga kvennabósa var ekki allt saman dans á rósum heldur lá leið hans um dýflissur hatursfullra ráða- manna og afbrýðissamra eigin- manna. Átakaiaust skemmtiefni, hvorki fugl né fiskur. Hinsvegar er um- búnaðurinn fallegur og vandaður, maður hverfur aftur í tímann undir parruki, kríólíni og sverðaglamri. Chamberlain stendur sig myndar- lega að vanda og Muti er meirihátt- ar. . . V^terkurog kJ hagkvæmur auglýsingamióill! Afi sér um sína GAMANMYND No Deposit — No Return ☆ V* Leikstjóri: Norman Tokar. Aðal- hlutverk: David Niven, Darren McGavin, Don Knotts, Barbara Feldon, Herchel Bernandi. Bandarísk. Walt Disney 1977. Sýningartfmi 106 mi'n. Gamli, góði David Niven var breskur herramaður fram í fingur- góma. Það geislaði af honum lífsgleðin og heimsmennskan, þættir sem björguðu margri mynd- inni uppúr lágkúru. Að auki var hann bráðflinkur gamanleikari. No Deposit — No Return er rösklega tíu ára gömul gaman- mynd sem nýkomin er út, en það eru svo sem ekki gatslitnar á hertni kápurnar af útleigu. Á þó margt gott skilið, einkum sem fjölskyldu- skemmtun á kyrrlátu kvöldi. Að þessu sinni fer Niven með hlutverk forríks afa tveggja snið- ugra krakka sem setja á svið eigið rán. Lausnarféö hyggjast krakk- arnir nota til að komast til móður sinnar í Hong Kong. En gamli refur- inn lætur ekki blekkjast en setur allt á annan endann við að leita að sínum heittelskuðu barnabörn- um! Sem fyrr segir, „bara" saklaust grín og gaman, en nauðsynlegt og prýtt þeim forsendum sem getið er að ofan. H OWEViDEO DAV D r«V«H - DABRCN McOAVtN OON KNíOTTS - B A.P-BA RA FELDOK Sumarferð Varðar 4. júlí HRINGFERÐ UM Sumarferð Landsmálafélagsins Varðar verður farin laugardaginn 4. júlí nk. Lagt verður af stað frá Sjálfstæðishúsinu Valhöll kl. 8.00. Áætlaður komutími er kl. 20.00. Að þessu sinni verður ekið um Snaefellsnes. Fyrsti áfangastaður verður við Langá. Þar mun Jónas Bjarna- son, formaður Varðar, ávarpa þátttakendur. Síðan verður ekið sem leið liggur að Búðum og þar snæddur hádegisverður. Á Búðum mun Þorsteinn Pálsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, flytja ávarp. Að loknum hádegisverði verður ekið yfir Fróðárheiði og til austurs í Grundarfjörð og í Berserkjahraun, þar sem drukk- ið verður síðdegiskaffi. Sigríður Þórðardóttir, oddviti í Grundarfirði, mun þar taka á móti ferðalöngum og flytja ávarp. Að því búnu verður ekið yfir Kerlingarskarð og sem leið liggur til Reykjavíkur. Aðalfararstjóri verður Höskuldur Jónsson, forseti Ferðafélags íslands. Þátttakendur hafi allar veitingar meðferðis. Miðaverð er aðeins kr. 1.150 fyrir fullorðna, kr. 550 fyrir börn á aldrinum 5-12 ára, frítt fyrir börn yngri en 5 ára. Miðasala fer fram í sjálfstœðishúsinu Valhöll frá kl. 8.00-18.00 daglega. Allar upplýsíngar og mlðapantanir í síma 82900 á sama tíma. Stjórn Varðar.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.