Morgunblaðið - 03.07.1987, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.07.1987, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 3. JÚLÍ 1987 B 15 GEGN STEYPU SKEMMDUM STEiNVARI 2000 með. Boðið verður upp á nýlagað molakaffi. Ferðafélag íslands: Hagavatn og Bláfjöll í kvöld verða farnar tvær ferðir að Hagavatni. í annarri ferðinni er gengið um svæðið en i hinni er gengið með svefnpoka og mat að Hlöðuvöllum þar sem verður gist. - Síðan er farið að Geysi á sunnudeg- inum þar sem hóparnir tveir hittast. Einnig er helgarferö í Þórsmörk þar sem gist verður í Skagfjörðsskála/ Langadal. Þargeturfólkm.a.fariö í ratleik sem hefur verið skipulagður. Á laugardaginn verður ekið að Bláfellshálsi og gengið þaöan á Blá- fell. Annar hópur gengur með Hvítá að Ábóta og sá þriðji heldur áfram með bílnum að Hvítárnesi. Lagt er af stað klukkan níu á laugardags- morguninn. Á sunnudeginum klukkan tíu er gengið frá Bláfjöllum að Hlíðarvatni og kl. 13 er ferð til Herdísarvíkur og verður gengið að Hlíðarvatni. Næsta miðvikudag er svo kvöld- ferð í Búrfellsgjá. Brottför er kl. 20. Hið íslenska náttúru- fræðifélag: Grasnytjaferð Hið íslenska náttúrufræðifélag efnir nú i fyrsta sinn til grasnytjaferð- ar. Líffræðingar munu leiðbeina þátttakendum um hefðbundnar grasnytjar svo sem söl, fjallagrös og tejurtir og kannski einhverjar nýjar. Byrjað verður á að fara í Gras- garðinn í Laugardal og síðan farinn Bláfjallahringurinn og áfram suður með sjó til að leita fanga við strönd- ina. Farið verður frá BSÍ að sunnan- verðu á sunnudaginn klukkan 11 og áætlað að koma til baka milli klukkan 18 og 19. Allir eru velkomn- ir í þessa ferð. A , *SIEYPUV1Ð- GERÐAREFNI *ÍBLÖNDUNAR- EFNI í STEYPU *ÞÉTTIEFNI hefur þá einstöku eiginleika aö vera þétt gegn vatni í fljótandi ástandi, en hleypa raka í loftkenndu ástandi auöveldlega í gegnum sig, tvöfalt betur en hefðbundin plastmálning. Viljir þú verja hús þitt skemmdum skaltu mála meö STEINVARA 2000. NOTIÐ SIKA í ALLAR STEYPUVIÐGERÐIR OG GERIÐ VIÐ í EITT SKIPTl FYRIR ÖLL. VELJID ENDINGU OG ÖRYGGI VELJIÐ SIKA. Horft til Heklu frá Hólaskógi ofan við Þjórsárdal. Gönguferð verður á Heklu á laugar- daginn á vegum Útivistar. Gallerí grjót: Samsýning allra meðlima Nú stendur yfir samsýning á verk- um allra meðlima Gallerí Gjót. Sýningin er opin virka daga frá kl. 12 til 18. Gallerí 119 Veggspjöld og grafík ÍGalleri 119,viðJ.L. húsið.er sýning á veggspjöldum og grafík- verkum eftir þekkta listamenn. Opið er frá 12 til 19 virka daga og frá 12 til 16álaugardögum. Gallerí LangbrókTextfll: Listmunir sýndir að staðaldri Textílgalleríið Langbrók, Bók- hlöðustíg 2, sýnir vefnað, tauþrykk, myndverk, módelfatnað og fleiri list- muni. Opið þriðjudaga til föstudaga kl. 12-18 og laugardaga kl. 11 -14. GalleríSvartá hvítu Samsýning ungra myndlistarmanna Nú stendur yfir samsýning á verk- um nokkura ungra myndlistar- manna í gallerí Svart á hvítu. Myndlistarmennirnir eru Jóhanna K. Yngvadóttir, Magnús Kjartansson, Aöalsteinn SvanurSigfússon, Bryn- hildur Þórgeirsdóttir, Georg Guðni, Valgarður Gunnarsson, Grétar Reynisson, Kaes Visser, Gunnar Örn, Pieter Holstein, SigurðurGuð- mundsson, Jón Axel, Hulda Hákon o. fl. Sýningin stendur til 10. ágúst og er opin alla daga nema mánu- dagafrá kl. 14 til 18. Eden: ÚlfuríEden í Eden í Hveragerði stendur nú yfir sýning Úlfs Ragnarssonará vatn- slita-og ólíumálverkum. Myndirnar eru allartil sölu. Sýningunni lýkur 13. júlí. Norræna húsið: „Sól, hnrfar, skip“ Sumarsýning Norræna hússins verðuropnuð á laugardaginn klukk- an þrjú. Jón GunnarÁrnason sýnirskúlpt- úraunnaáárunum 1971-1987. Sýninguna kallarhann: „Sól, hnífar, skip". Sýningin er opin daglega milli klukkan 14-19 til 2. ágústs. ÚTIVIST Þórsmörk og dalirnir Tvær helgarferðir verða farnar á vegum Útivistar klukkan átta í kvöld. Farið verður í Þórsmörk og gist í Básum. Þá verður ferð á söguslóðir í Dölum og gist ítjöldum í Sælingsdal. Farin verður skoðunarferð kring um Klofning og gengið út í Dagverðarnes. Á laugardagsmorguninn klukkan átta er farið í dagsferð á Heklu. Gönguferðin tekur 7-8 klukkustundir. Einsdagsferð er farin í Þórsmörk klukkan átta á sunnudaginn. í Þórs- mörk verður dvalið í 3-4 klukkutíma. Til Krísuvíkur verður farið klukkan eitt á sunnudaginn. Gengið verður að Húshólma og Gömlu-Krísuvík og skoðaðar fornminjar. Lagt er af stað frá bensínsölu BSÍ. Nánari upplýsingar um þessarferðir má fá á skrifstofu Útivistar í Grófinni 1. Duus: Jass á sunnudögum Jassunnendur eiga á vísan að róa þar sem Heiti potturinn í Duus er. Þar er leikinn lifandi jazz á hverju sunnudagskvöldi kl. 9.30. Að þessu sinni er það hljómsveitin „Frá Boston". Hana skipa Skúli Sverrisson, Kjartan Valdimarsson, Pétur Grétarsson og Stefán Stefánsson. Skálholtskirkja: Semballeikur Hedwig Bilgram leikurverk fyrir sembal og orgel á tónleikum sem verða í Skálholtskirkju á laugardag- inn klukkan þrjú. Verkin eru eftir J.S. Bach, Diderik Buxtehude, J. Gott- fried Walther og Georg Böhm. Sama dag klukkan fimm leika hann og Helga Ingólfsdóttirá tvö hljóð- færi, verk eftir Nicholas Carlton, Thomas Tomkins, Johann Ludwig Krebbs ogJ.S. Bach. Á sunnudag verða seinni tónleik- ar laugardagsins endurteknir klukk- an þrjú og klukkan fimm verður messa í Skálholtskirkju. Aðgangur er ókeypis á tónleikana. FERÐALÖG Hana nú: Laugardagsgangan Vikuleg laugardagsganga frístundahópsins Hana nú í Kópa- vogi verður á morgun, laugardaginn 4. júlí. Lagt verður af stað frá Digra- nesvegi 12, klukkan 10. Kópavogs- búareru hvattirtil þátttöku í skemmtilegu og einföldu tómstund- agamni. Nóg er plássið á götum bæjarins. Öll fjölskyldan getur verið TÓNLIST HVÍTT MUSASIVIIOvJAIM SUDARVOGI 3-5 O 687700 Harri Gylfason og Ósk Vilhjálmsdóttir. HAFNARGALLERÍ Sýning Óskar og Harra í Hafnargallerí stendur yfir sýning á verkum Höskuldar Harra Gylfasonar og Óskar Vilhjálmsdóttur. Þetta erfyrsta opinbera sýning þeirra. Þau sýna grafík og málverk. Hafnargallerí er á hæðinni fyrir ofan Bókabúð Snæbjarnar. Sýningin sem er er sölu- sýning er opin á verslunartíma.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.