Tíminn - 10.10.1965, Blaðsíða 5

Tíminn - 10.10.1965, Blaðsíða 5
TIMINN SUNNUDAGUR 10. október 1965 Útgefandi: FRAMSOKNARFLOKKURINN Framkvæmdastjóri: Kristján Benediktsson Ritstjórar: Þórarinn Þórarinsson (áb). Andrés Kristjánsson. Jón Helgason og Lndriði G Þorsteinsson Fulltrúi ritstjórnar: Tómas Karlsson Aug. lýsingastj.: Steingrimur Gíslason. Ritstj.skrifstofur 1 Eddu- húsinu, símar 18300—18305 Skrifstofur, Bankastræti 7. Af- greiðslusími 12323. Augiýsingaslmi 19523 Aðrar skrifstofur, sími 18300. Áskriftargjald kr. 90.00 á mán. tnnanlands. — f lausasölu kr. 5.00 eint. — Prentsmiðjan EDDA h.f. Á réttlætisveginum M rgunblaðið telur sig mikið fyrirmyndarblað, ekki sí . _m allan fréttaflutning og réttlæti gagnvart þjóðfé- lag^borgurunum í þeim efnum. Þó hefur háttsemi þess vakið töluverða undrun manna á undanförnum missirum og heilabrot um réttlætisveg þessa g^ða blaðs. Eins og öllum er kunnugt hafa á þessum missirum komið upp ýmisleg fjármálahneyksli, jafnvel svo, að meira hefur kveðið að þessu en oft áður, svo sem fjárdráttur, stór. smygl, ávísanafals og sitthvað fleira. Hafa þar oftast átt í hlut ýmsir einstaklingar, einkafyrirtæki eða hlutafé- lög gróðamanna. Það hefur vakið sérstaka athygli, hve hógværlega og mildilega Morgunblaðið segir fréttir af þessum viðburð- um. Það eyðir sjaldnast rúmi á forsíðu til þeirra, og stóra fyrirsagnaletrinu er ekki slitið úr hófi fram. Blað- ið lætur sér oftast nægja smáklausur. sem lítið ber á á innsíðum, eða þá, að það sleppir fréttunum alveg. Komi það hins vegar fyrir, að eitthvert misferli ein- staklinga innan samvinnufélaganna eigi sér stað, spara þeir sig hvergi á Morgunblaðinu. Þá eru þeir ekki nískir á forsíðuna né heldur stóra letr’fl og telja ekki eftir sér að skrifa langar fréttir og útmála spillinguna. Þessum fréttum er svo fylgt eftir með löngum og mörg- um greinum, þar sem misferlið er helzt skrifað á reikning allrar samvinnuhreyfingarinnar í landinu og stundum alls Framsóknarflokksins líka_ og dregnar af ályktanir um gildi þessara félagsstamtaka. Hins vegar sleppir Morgunblaðið því alveg að draga nokkrar slíkar álykt' anir um flokka eða samtök þau, sem brotamenn einka- gróðans eru í. Það er einhvern veginn allt annað í aug- um þeirra, sem skrifa Morgunblaðið. Nú mun það vera flestra manna álit, að misferlishneigð einstaklinga fari ekki teljandi eftir því, í hvaða flokki eða stjórnmálasamtökum þeir eru, en þetta er nú samt sannfæring Morgunblaðsins, og sá réttlætisvegur, sem það fetar eftir, þó að hann sé órannsakanlegur eins og fleira. Ritstjórar Morgunblaðsins virðast þó stundum finna á sér, að þessi hárfína réttlætisþjónusta liggi mönnum ekki alveg í augum uppi og þess vegna erú með jöfnu millibili skrifaðar í blaðið útlistanir a því, hve Morgun, blaðið sé gott, heiðarlegt og réttsýnt fréttablað, sem / segi frá öllum hlutum rétt og nákvæmlega og án þess að halla á nokkurn mann, flokk eða stefnu. Og til sam- anburðar er það útmálað, hve önnur blöð séu óheiðar- leg og ástundi miklar fréttafalsanir. Og þakklætis- og sjálfshrifningartónninn í þessum skrifum minnir mjög á gamla og alkunna sögu úr hinni helgu bók. Þennan réttlætisveg hefur Morgunblaðið fetað dyggi- lega í mðrg og löng ár, en það getur þó ekki farið fram hjá landsfólkinu, að blaðinu er alltaf að fara fram. Það sést gerla á fréttum Morgunblaðsins — eða fréttaleysi — af misferlismálum þeim hinum mörgu og stóru. sem undanfarnar vikur og mánuði hafa rekið hvert annað. Morgunblaðið hefur alveg látið hjá líða að spyrja um gang þeirra mála, eða reka á eftir þeim, og vantar mikið á, að þeim sé sýnd eins mikil alúð og umhyggja og sum- um málum öðrum, sem á döfinni hafa verið, hvað þá að þau séu notuð sem texti til þess að leggja hæfilega út af í stjórnmálabaráttunni. Heízta skýringin. sem örlar á í Morgunblaðinu, er sú, að ýmsir einstaklingar hafi ekki nógu sterk bein til þess að þola hina góðu daga ,,viðreisnarinnar“. Walfer Lippmann ritar um alþjóðamál: Al þ jdðag jaidey riskerf ið og ríku og fátæku þjóðirnar Frá fundi bankamanna og peningamálasérfræðinga í Washington Bankamennirnir og peninga- málasérfræðingarnir, sem sátu fundinn í Washington um dag- inn, aðhöfðust ekki mikið að því er séð varð þá. Samt getur farið svo, að fundurinn verði talinn sögulega mikilvægur þeg ar litið verður til hans langt að í tímanum. Kemur þar til, að í skýrslu Alþjóðabankans og ávarpi forseta hans, George Woods, var vikið að máli, sem er mjög áríðandi fyrir heims- friðinn, eða vandræðunum í samskiptum milli ríkra og fá- tækra þjóða á jörðinni. En að þessu máli hefur ekki verið vikið opinberlega áður á sama hátt. Þetta var ekki auglýst um- ræðuefni fundarins. Almennt sagt var athyglinni beint að því, á hvern hátt mætti nálgast samkomulag um endurbætur á alþjóðagjaldeyriskerfinu. Ef til kæmi yrði þarna fyrst og fremst um samkomulag að ræða milli Bandaríkjamanna og Breta annars vegar og forstöðu manna banka á meginlandi Evrópu hins vegar. Ekki þok- aðist neitt að marki í átt til slíks samkomulags og af þeirri ástæðu virtist hinn alþjóðlegi fundur fremur óskemmtilegur og lítilvægur. EN VTB gátum sagt okkur sjálfir, með hliðsjón af feng- inni reynslu, að ekki var nein gild ástæða til að vænta mik- illa umbóta í gjaldeyrismálun- im. Spurningin, sem borin var fram við bankamenninga, hljóð aði eitthvað á þá leið, hvort orðið gæti samkomulag um eitthvað „virkt og fullnægj- andi“ í staðinn fyrir dollara- afgreiðsluhallann, núna þegar hinu „langa greiðsluhallatíma- bili Bandaríkjanna er lokið,“ eins og Johnson forseti sagði. Bankamennirnir sáu ekki fyr ir neinu „í staðinn“. Ástæðan var eflaust sú, að ekki eru nein yfirvofandi vandræði vegna skorts á alþjóðlegum gjaldeyri, og auk þess er óleyst hags- muna-árekstraefni milli hinna auðugu þjóða, svo sem um, hver eigi að hafa yfirumsjón með myndun nýrra varasjóða og vald yfir þeim. Og síðast en ekki sízt voru evrópsku bankastjórarnir engan veginn sannfærðir um, að Bandaríkin taki í raun og veru fyrir fram- hald á geiðsluhalla sínum. Fram komu ýmis nytsöm tæknileg og framkvæmdaleg atr iði, sem athuga þyrfti nán- ar, en ekkert var ákvað- ið, þar sem bankamennirnir voru beðnir að finna fræðilega lausn, — sem ef til vill þurfti ekki að grípa til um langt skeið, — á vanda, sem aðeins var gert ráð fyrir að upp kæmi, þar sem greiðsluhallatímabil- inu er ekki enn að fullu lokið HITT viðfangsefni fundar- ins, sem hefur verið stórlega vanrækt. var að sýna rílris mmiuifprjjm Lyndon B. Johnson stjórnum og þjóðum heimsins fram á hinn alvarlega og hættu lega mun á þróuðum þjóðum á norðurhveli jarðar og van- þróuðu þjóðunum annars stað ar í heiminum. í hinni snilll- arlegu skýrslu Alþjóðabankans um málið er hugtakið „þróuðu löndin" — sem búa við mark- aðs-efnahagskerfi og ekki lúta kommúnistum, — látið ná yfir Bandaríkin og Kanada í Norð- ur-Ameríku, Japan í Asíu og iðnaðarlöndin í Vestur-Evrópu. „.Vanþróuðu löndin“ nefnist öll Asía, að Japan undanteknu ásamt Kína og Sovétríkjunum, öll Afríka nema Suður-Afríka, öll Suður-Evrópa. Þegar Rúss- land og Kína eru frátalin, búa í þessum löndum 7 tíundu hlutar mannkynsins. Allar eiga þessar þjóðir í erf iðleikum, þó að í mismunandi mæli sé. Allar líkur benda til, að vanþróuðu þjóðanna bíði Ömurleg framtíð, nema því að- eins að mikil breyting verði á hugsunarhætti og stefnu þróuðu þjóðanna. Meðan vanmáttur og ókyrrð ríkir i vanþróuðu löndunum keppa storveldin um áhrif og völd hjá þeim. Þó að margt sé ólfkt með vgnþróuðu þjóðunum búa þær flestar, — nema þar, sem mikl ar námur eða olía er í jörðu, — við þann sameiginlega vanda, að þær geta ekki aflað með útflutningi sínum þeirra fjármuna, sem þær þurfa á að halda til eflingar þróuninni. Þróuðu þjóðimar kaupa um það bil þrjá fjórðu af útflutn- ingsvörum vanþróuðu þjóð- anna. Síðan Kóreustríðinu lauk hef ur framvindan í höfuðdráttum orðið á þann veg, að fáum áram undanskildum, að full- unnar vörur hafa hækkað í verði, en verð hráefna farið lækkandi. Svo hagar til hjá flest um ef ekki öllum vanþróuðu þjóðunum, að greiðslan fyrir útflutninginn heldur ekki í við fólksfjölgunina. Með öðr- um orðum verða hinar ríku þjóðir ríkari og hinar fátæku fátækari. Mismunur þjóðanna verður með tímanum meginvandi mannkynsins og í nálægð þessa mismuna og í sambandi við hann verður að síðustu að leysa vandann um stríð eða frið í heiminum. BUGUR verður ekki unninn á mismuninum með því að predika eða hvetja vanþróuðu þjóðirnar til þess að hefja sig upp með því að toga í eigin skóþvengi. Þær geta það ekki og munu ekki gera, nema þær verði fyrir hinni hörðu raun einhvers konar Stalín-einræðis. Hins vegar eru alls ekki góðar horfur á að takast megi að umvenda verzlunarkjörunum með styrkjum á vefnaðarvöru eða samþykktum um verðfest- ingu. Eina lausnin er að auðugu þjóðirnar eftirláti fátæku þjóð- unum þann erlenda gjaldeyri, sem þær hafa þörf fyrir og geta nýtt til þess að geta orðið sjálf um sér nægar. Gert er ráð fyr ir, að þetta nemi 4 eða 5 mill- jörðum dollara meira á ári en þeir fá nú í sinn hlut. Þegar á það er litið, að þjóð- arframleiðsla þróuðu þjóðanna — að undanteknum Sovétríkj- unum — óx um 1100 millj- arða dollara árið 1964, sést að þessi aukna aðstoð er ekki annað en smámunir einir. Betra væri auðvitað að þessu væri safnað og það afhent sam- eiginlega, en ekki frá einu ríki, eins og Bandaríkjunum til dæmis. I þessu starfi ættu Sovét ríkin að taka þátt, eins og Johnson forseti hefur stungið upp á. Geti auðugu þjóðirnar ekki fengið sig til þessara óhjá- kvæmilegu aðgerðar ættu þær að hætta að látast hafa áhuga á veraldlegum friði meðal mannanna.

x

Tíminn

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Tíminn
https://timarit.is/publication/50

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.