Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 5
MORGÚNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987 B 5 IAUSN VANDAMAL/V Gunnar Snæland iðnhönnuður Gunnar Snœland lœrði Iðn- hönnun í Manchester f Englandl. Hann segir frá náminu, starfi iðn- hönnuðar og dœmigerðum þróunarferli vöru. Að hans sögn er iðnhönnun þjálfun í þvf að leysa vandamál. „Iðnhönnuður þarf með mennt- un sinni og reynsiu að geta leyst verkefni sem varða útlit, lögun, áferð og liti ekki síður en innri gerð viðkomandi vöru. Hann þarf ekki einungis að hanna fallega vöru heldur einnig betri vöru, bæði fyrir neytandann og framleiðand- ann," segir Gunnar þegar hann er spurður um starf iðnhönnuðar. „Leiðin að þessu marki er mjög mismunandi eftir löndum. Á Norð- urlöndum er iðnhönnun angi af listaskólum en f Þýskalandi er hún nær verkfræði og arkitektúr eða iðnmenntun." Iðnhönnunamám — Hvernig var náminu háttað? „Fyrst voru kennd undirstöðuat- riði í málmsmíði, trésmíði og keramik. Eftir það mátti velja um deildir og ein þeirra var iðnhönn- un. í iönhönnunardeildinni voru nemendum fengin ýmiss konar verkefni. Minnsta verkefnið sem ég fékk var að hanna fuglabúr en það stærsta var að hanna ferðabíl. Auk þess voru sóttir fyrirlestrar í listasögu, heimspeki, þjóðfélags- fræði, rafmagnsfræði, plastefna- fræði og fleiru. Það er ekki farið mjög djúpt í hlutina heldur er lögð áhersla á að iðnhönnuður kunni góð skil á undirstöðuatriðum svo hann geti starfað með sérfræðing- um t.d. verkfræðingum og mark- aðsfræðingum. Gestaheimsóknir eru einnig stór hluti af náminu. Frægir menn koma og halda fyrirlestra og miðla af þekkingu sinni og reynslu. Einnig var unnið með ýmsum fyrirtækjum. Þau komu með vandamál og iðn- hönnunardeildin gerði tillögur að lausnum. Svona skóli er geysilega vel tækjum búinn og til þess að gagn sé af menntuninni verður hann að fylgjast vel með og koma öllum nýjungum á framfæri," segir Gunnar. Náminu lýkur með sýningu á hugmyndum og módelum nem- enda. Veitt er BA gráða í iðn- hönnun en möguleiki er á 2-3 ára sérnámi. „Rætt hefur verið um að koma á fót eins konar undirbúnings- menntun í 1-2 ár fyrir væntanlegt iðnhönnunarnám. Slík menntun væri mjög gagnleg fyrir verðandi iðnhönnuði, en ég tel það mjög mikilvægt aö menn afli sér þessar- ar menntunar erlendis og í raun efast ég um að til séu fjármunir til þess að standa undir fulikom- inni iðnhönnunardeild hérlendis. Þörfin á iðnhönnuðum er vissulega fyrir hendi, en ýmis skilyrði þyrftu að vera betri til þess að skapa þeim tryggan starfsgrundvöll. Til dæmis þurfa samskiptareglur milli hönnuðar og fyrirtækis að vera skýrar þannig að hvorugur aðilinn steli hugmyndum frá hinum. Fjár- mögnun á vöruþróun er oft dýr og sennilega mörgum meðalstórum fyrirtækjum ofviða. Hér er ekki fjár- fest í hugmyndum heldur í áþreif- anlegum hlutum. Iðnhönnuður getur verið dýr vegna þess að hann þarf mikinn tíma til þess að hugsa, gera pruf- ur, búa til módel og vinna með verksmiðjunni. Hann þarf að hanna hlut sem hægt er að framleiða, hann getur ekki bara komið með einhverja sniðuga hugmynd sem svo er óframkvæmanleg. Vörugæði skipta mestumáli Það er lagt mikið upp úr því að iðnhönnuður hafi tilfinningu fyrir formi, litum og efni en innri gæði skipta samt mestu máli. Dæmi um verðugt verkefni fyrir iðnhönnuð hér á landi væri tækjabúnaður fyr- ir fiskvinnslu. Ég er ekki að leggja dóm á þá sem framleiða slíkan tækjabúnað, iðnhönnuður er eng- inn galdramaður, heldur gæti hann hugsanlega komið að liði við að gera vöruna betri og seljanlegri. Fyrir utan tæknilegu hliðina þá spilar fagurfræðin þar inn í líka. Það skiptir máli hvort liturinn er réttur, hvort auðvelt er að lesa af mælunum, hvort viðkomandi líður vel við vinnuna og huga þarf vel að öryggismálum. Ég óttast það að vörur séu sett- ar á markað of fljótt. Meira er hugsað um að koma þeim á mark- Morgunblaðið/BAR Gunnar Snæland aðinn en að byggja þær upp. Það skortir mannskap og reynslu til þess að láta menn vinna saman að því að markaðssetja heilsteypta vöru og vera ávallt á undan keppi- nautunum. Annað sem háir iðnfyr- irtækjum er það að þau hafa sjaldnast nægileg fjárráð né tíma til þess að sinna þessum hlutum almennilega. Það þarf að skapa fólki aöstæður til þess að vinna að vörunni, fullþróa hana bæði frá hönnunarlegu sjónarmiði og mark- aðslegu. Það er undirstaðan fyrir því að hægt sé að koma af stað eðlilegri þróun í þessum efnum. Það eru ekki mörg fyrirtæki hér á landi sem geta þetta. En ef við stöndum ekki rétt að þessum málum þá drögumst við aftur úr. Undirbúningur þarf að eiga sér stað langt fram í tímann svo að við stöndum ekki uppi ráðalaus þegar markaður fyrir ákveðna vöru er orðinn mettur. Þróunar- og und- irbúningstími getur orðið mjög langur, allt að tíu til fimmtán árum. Það kemur samt í Ijós að fyrirtæki sem hafa náð forskoti á markaðn- um t.d. í bílaiðnaði hafa sinnt þessum þætti framleiðslunnar hvað mest. Vandamálið er að þetta þarfnast tíma og peninga." „William Morris sem var uppi á tímum iðnbyltingarinnar er upp- haflegur hugmyndafræðingur iðnhönnunar. Hann vildi gera fólki kleift að kaupa trausta og fallega vöru framleidda í iðnaði og bæta þar með lífsgæði almennings. Þetta er grundvallarhugsunin sem iðnhönnun byggir á. Það sama gerðu þeir Bauhaus f Þýskalandi og De Stijl í Hollandi seinna. Þeir reyndu að breyta fegurðarskyni almennings og búa til fallega, há- gæða hluti sem auövelt væri að fjöldaframleiða. Uppgangur iðn- hönnunar var síðan mikill í heims- styrjöldinni síðari. Framleiðendur flugvéla gáfu henni til dæmis mik- inn gaum vegna þess að það var mikilvægt að hver skilaði sínu hlut- verki sem best. Öll mælitæki og stjórntæki urðu að vera rétt og sætin þægileg. Því næst fóru menn einnig að nýta sér þessa reynslu á öðrum sviðum t.d. í hönnun bifreiða og heimilistækja. Þau lönd sem hafa nýtt sér iðnhönnuði hafa náð for- skoti í iðnaði vegna reynslunnar sem þau búa að. Tökum sem dæmi Þýskaland. Það er ákveðinn gæðastimpill á þýskri vöru, bæði hönnunarlega og tæknilega séð. Ef menn ætla að nýta sér iðn- hönnuö er mikilvægt að kalla hann til fljótlega svo að hann geti lagt sitt af mörkum til þess að reyna að finna bestu og ódýrustu leiðina. Hann gerir sjaldan róttækar breyt- ingar á einföldum hlutum en þó eru dæmi þess. Victor Papanek er hönnuður sem sker sig nokkuð úr. Hann fiefur unnið að verkefnum fyrir þriðja heiminn og reyrit að hanna tæki sem henta hverjum stað. Hann hannaði til að mynda útvarp sem búið var til úr niður- suðudós, kerti, kristal og smá rellu og ísskáp fyrir arabalöndin sem búinn var til úr leir. Dæmigerður þróunarferill Ef við tökum fyrir dæmigerðan þróunarferil vöru, þá skulum við segja að ég ætli að hanna hjóla- stól. Mörgum finnst það kannski ekkert spennandi, lítill hluti þjóðar- innar hefur þörf fyrir þá, en það er alltaf þörf á góðum hlutum fyrir fólk með sérþarfir. Þá verður fyrst af öllu að athuga hvaða skilyrði stóllinn þarf að uppfylla til þess að hann henti hreyfihömluðu fólki sem best. Gæti einn stóll hæft öllum eða þarf fleiri gerðir? Huga verður að öryggisútbúnaði, brems- um og stýrisbúnaði. Stóllinn þarf að vera léttbyggður en um leið sterkur. Það verður að vera auð- velt að þrífa hann og hann má ekki taka mikið pláss. Hvaða efni er þægilegast að sitja á? Stóllinn verður að líta vel út, hann gæti jafnvel verið í mismunandi litum. Hann verður að vera á réttu verði og framleiddur í ákveðnu magni. Það mætti jafnvel hugsa sér stól- inn sem hluta af stærra farartæki. Hann verður að fylgja stöðlum um stærð og öryggi og uppfylla allar ströngustu kröfur. Iðnhönnuðurinn verður að kynna sér málið frá öllum hliðum og tala við fólk sem á hlut að máli. Hann þarf að velta þessu mikið fyrir sér áður en hann gerir nokkuð. Síðan gerir hann skissur og kannar alla möguleika. Þegar búið er að ákveða í samráði við sérfræðinga hvaða leið verður far- in þá er smíðuð nákvæm eftirlíking af þeirri hugmynd og hún prófuð undir ýmsum kringumstæðum. Ef stóllinn reyndist svo góður að við færum að flytja hann út þá gæti það haft áhrif á framleiðsluað- ferðina." Það er margt sem þarf að hyggja að og iðnhönnuðir þurfa aðstöðu til þess að sinna sínu verki. Þeir gætu unnið mikið starf í íslenskum iðnaði. - IS MAT var með grasagarðinn í Laugar- dal svo hún er alin upp viö garðrækt og gróður. Þau Karl fluttust suðureftir fyrir um 30 árum síðan og byrjuðu strax á því að gróðursetja tré svo nú er þar fallegur garður með stórum trjám. Þau hafa lengi ræktað alls kyns matjurtir og á síðustu árum hefur Hlín verið að gera tilraunir með kryddjurtir og hafa þær gengið vel. Nú í sumar er hún með graslauk, vorlauk, timian (garðablóðberg), marjoram, myntu, sítrónumelissu, rose- mary, steinselju, salvíu, skessu- jurt, dill og kervil (Anthriscus cerefolium) og hefur allt komið vel upp. Þau hafa einnig reynt fleiri jurtir, sumar án árangurs en flestar hafa vaxið ótrúlega vel. Þau hafa gróðurskála úr plasti fyrir viðkvæmustu tegund- irnar en flestar þrífast vel undir berum himni. — Við spurðum Hlín hvernig best væri að nýta þessar jurtir og hvernig ætti að fara með þær? „Það er hægt að nota þær allar ferskar en svo eru þær tekn- ar upp á haustin og þurrkaðar.i Af sumum jurtum eins myntunni og timian, sem er skylt blóð- bergi, má gera fyrirtaks te en annars eru þær notaðar eins og annað krydd, klippt út í salat eða súpur og yfir fisk. Þurrkaðar í góðum ílátum geymast jurtirnar vel og er þannig hægt að nota þær allan veturinn". Af myntu má gera mjög gott te og gaf Hlín okkur myntute sem hún lagaði af laufum sem hún sótti út í garð. „Ég tek blöðin upp á haustin og hengi þau til þerris. Myntubragðið verður sterkara ef laufin eru þurrkuð þó það sé líka mjög gott að nota þau fersk. Blöðin eru svo sett í pott og suð- an látin koma upp, til að bragðið komi betur fram" sagði Hlín. Sömu aðferð má líka nota til að gera te af timian-jurtinni. Sítrónumynta (sítrónumelissa) er önnur tegund af myntu, smá- vaxnari og hefur dálítið sérkenni- legan sítrónukeim. Skessujurt (levisticum offic- inale) er mjög góð súpujurt en einnig má nota hana í karöflu- rétti. Elísabet, dóttirþeirra Hlínar og Karls gaf okkur eftirfarandi uppskrift: Kartöflubakstur Kartöflurnar eru skornar niður í þunnar sneiðar og lagðar í eld- fast mót. Rjóma og mjólk er hellt yfir og kryddað með örlitlu salti og hvítlauk. Síðan er skessujurtin klippt yfir og rifnum eða sneidd- um osti dreift yfir og bakað í ofni. Annars er skessujurtin líka góð í venjulega kjötsúpu. Skessujurt er svipuð hvönn, enda skyld henni og vex vel í görðum. Vorlaukur (spring onion) er ný jurt hér á landi. Hann er mjög smár, u;þ.b. 3 cm í þvermál, dálítið sætur á bragðið. Hann hefur eitthvað verið notaður á veitingahúsum hér sem hafa þá fiutt hann inn en Hlín hefur gert tilraun til að rækta hann í gróður- skála nú í sumar. „Hann lofar mjög góðu og hefur sprottið vel, það má bæði nota laukana sem vaxa ofan í jörðina og eins má nota grasið eins og graslauk. Þeir eiga að geta náð góðum þroska ef snemma er sáð". Elísa- bet gaf okkur eftirfarandi upp- skrift af salati þar sem hún notar vorlaukinn: Lauksalat Tómatur og vorlaukur, eða graslaukur er saxað og smá soja- sósu hellt yfir. Með þessu má líka hafa jurt sem á ensku nefn- ist „water- cress" og þau hafa ræktað en voru ekki með í sumar. Vorlauka má líka gufusjóða og hafa með mat og þykja þeir hið mesta lostæti. Sultur Karl Brand hefur dálítið fengist við að búa til alls kyns sultur m.a. leyfði hann okkur að bragða bæði myntusuitu og gráfíkjusultu með sesamfræi. „Uppistaðan í sultunni er rabarbarasulta. Hún hefur þann eiginleika að taka að sér allt bragð af því sem er bætt út í hana. Þannig er t.d. hægt að gera jarðarberjasultu, döðlu og gráfíkjusultu og myntusultu. Bragðefninu er þá bætt út í sult- una alveg í lokin og soðið með t smá stund". Hlín og Karl voru með jarðar- ber í garðinum og sýndi Hlín okkur berin em voru stór og fal- leg. Akryl-dúkur var breiddur yfir plönturnar til að verja þær fyrir fuglum. „Þessi ber eru af tegund- inni Senga sengana en hún vex best hér á landi" sagði Hltn, sem týnir berin annan hvern dag og var hún mjög ánægð með upp- skeruna. Kryddjurtirnar sem Hlín rækt- ar hefur hún mestmegnis haft til heimilisnota og fyrir fjölskylduna en Heilsuhúsið hefur líka keypt smávegis af henni til að selja enda hefur áhugi fyrir kryddjurt- um og öðrum garðávöxtum sífellt farið vaxandi. Þó stutt sumar og bjartar nætur setji ræktun nokkuð þröngar skorður vaxa ótrúlega margar jurtir bæði fljótt og vel hér á landi, a.m. k. þrifust þær vel hjá þeim Hlín og Karli og ættu þeir sem áhuga hafa á að prófa eitthvað nýtt að vera óhræddir við reyna næsta vor. Nánari upplýsingar um þær jurtir 'sem reyndar hafa verið hérlendis má m.a. finna í Matjurtabókinni sem Garðyrkjufélag íslands gaf út og einnig er hægt að fá erlend- ar bækur um nytjajurtir fyrir þá sem vilja gera tilraunir með nýjar tegundir. GHS

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.