Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 6
~T
6 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
Hendurnargegna
lykilhlutverki í samskiptum
okkar við annað fólk. Við
heiisumst og kveðjumst
með handabandi og oft eru
samningar innsiglaðir með
því að takast í hendur.
Margir nota hendurnar
óspart tíl að tjó sig þegar
þeir tala og segja frá og
þar fyrir utan koma ómeð-
vitaðar handahreyfingar
oft upp um hugsanir okk-
ar. En það eru ekki bara
hreyfingar handanna sem
koma upp um okkur. Það
má nefnilega geta sér til
um ýmislegt f fari fólks
með því að skoða betur á
því hendurnar.
Mörgum þykja illa nagaöar negl-
ur beinlínis fráhrindandi og Ijótar
og flestir eru Ifklega sammála um
að þaö geti varla talist til prýði að
naga neglurnar upp í kviku. Fólk
nagar gjarnan á sér neglurnar þeg-
ar það verður taugaóstyrkt eða
spennt og liggur beint við að álykta
sem svo aö maður meö nagaðar
neglur sé ekki mjög sterkur á taug-
um eða öruggur með sjáifan sig.
Þannig geta neglurnar haft nei-
kvæð áhrif t.d. þegar viðkomandi
hyggst sækja um vinnu. Illa hirtar
hendur með óhreinum og ósnyrt-
um nöglum má svo túlka sem vott
um hirðuleysi og skort á almennu
hreinlæti og snyrtimennsku. Þann-
ig hljóta vel snyrtar hendur með
hreinum, jöfnum og ónöguðum
nöglum að vera bestu meðmælin,
bæði í starfi og öðrum mannlegum
samskiptum.
Eins og gengur og gerist með
aðra líkamsparta er fók skapað
með mismunandi langar, mjóar,
sterkar eða þunnar neglur. Sumir
geta auðveldlega látið sér vaxa
langar sterkar neglur á meðan
aðrir eiga í mesta basli við að láta
þær ná fram á fingurgómana.
Sumar konur hafa gaman af því
að lakka á sér neglurnar í öllum
regnbogans litum og gefa sér góð-
an tíma til að snyrta þær og sverfa.
Aðrir gefa þessháttar föndri lítinn
gaum og hugsa etv. sem svo að
handsnyrting sé tildur og hégómi
og hendurnar séu til þess eins að
vinna meö þeim. En það eru ein-
mitt þeir sem vinna með höndun-
um sem helst ættu að gefa sér
tíma til að halda þeim heilbrigðum
og snyrtilegum. Ekki hvað síst fók
í matvælaiðnaöi og þeir sem fást
við fíngerða vinnu. Og þeim sem
vinna óþrifaleg störf sem reyna
mikið á hendur og neglur veitir
ekki síður af því að hugsa vel um
þær og þurfa ekki hvað síst á sterk-
um og heilbrigðum nöglum að
halda. Þannig eru það ekki aðeins
„konur með neglur" sem þurfa að
snyrta á sér hendurnar heldur eru
vel hirtar hendur og fallegar, heil-
brigðar neglur jafn mikilvægar fyrir
alla, konur sem karla, verkamenn
og skrifstofufólk.
En hvernig á að hirða hendurn-
ar? Hvað getur fólk gert til að fá
Til að fá góða lögun á neglurnar
þarf að svarfa þær með nagla-
þjöl.
fallegar neglur og hvernig er hægt
að hætta að naga? Til þess að
fræðast nánar um það og annað
sem viðkemur nöglum og handsn-
Naglaböndin aru snyrt með
naglabandaskærum. Ekki má
þó klippa naglaböndln sjálf
heldur eru elnungis lausir hend-
ar klipptir burt.
yrtingu leituöum vio til Ragnhildar
Hjaltadóttur snyrtifræðings hjá
Salon VEH og báðum hana að
segja okkur frá því í hverju handsn-
Vel snyrt hönd er alltaf til prýði.
yrting væri fólgin og hvað væri
best að gera til að fá heilbrigaðar
og fallegar neglur.
GHS
er hollt að
Að hafa hlta, eða að hafa
ekki hfta, það er spumingin.
Þótt læknar hafi um margra ára
skeið ráðlagt sjúklingum sfnum
að taka aspirfn eða svipuð lyf
tll að lækka Ifkamshltann, eru
vfsindamenn nú komnlr á þá
skoðun að smávegls hiti geti
verið sjúkllngnum til góðs.
eftlr Edwin
Klesterjr.
I þessum útdrætti úr grein,
sem birtist nýlega í tímaritinu
„Science 84“ útskýrir höfund-
urinn, Edwin Kiester jr., það
hvers vegna vísindamenn telja
nú að hækkaður líkamshiti geti
torveldað sýklum að lifa og
fjölga sér. Með þetta í huga
segir Kiester: „Sá sem kemur
í veg fyrir að líkamshitinn fái
að hækka eðlilega getur orðið
veikari, smitnæmari og seinni
til bata en sá sem leyfir hitanum
að hafa sinn gang."
Timburgirðingin gæti hafa
verið sandkassi í leikskóla sem
ungbörnin höfðu verið að leika
sór í. Lágir veggirnir umluktu
öldóttan sandinn. Á stöku stað
stóðu steinar upp úr og rákir
voru í sandinum eins og barna-
fingur heföu teiknað þær. Á að
líta líktist það enganveginn
neinu vísindalegu rannsóknar-
tæki, hvað þá tæki sem ætti
að umbylta hefðbundinni kenn-
ingu varðandi veikindi í
mönnum.
En svo gat að líta röðina af
útrauðu lömpunum, sem sendu
geisla sína niöur í sandinn í
miöjum sandkassanum. Það
kviknaði og slokknaði á lömp-
unum á víxl, og hver þeirra
hitaði upp sinn hluta af yfir-
borði sandsins. Þar niðri hjúfr-
uðu tvær iguana-eðlur sig hvor
upp að hinni til að halda á sér
hita, og brúnleit bök þeirra féllu
vel inn í sandbylgjurnar.
Þetta var árið 1975, og það
var Matthew J. Kluger, þá 28
ára, sem vann að líffræðirann-
sóknum, er smíðað hafði
sandkassann í húsakynnum
læknadeildar Michiganháskóla.
Kluger, sem var dýrafræöingur
að mennt, hafði verið að lesa
vísindagrein þegar áhugi hans