Morgunblaðið - 21.08.1987, Blaðsíða 8
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 21. ÁGÚST 1987
8 B
Þar sem okkur virðist margt ungt fólk vera trúlofað,
lék okkur forvitni á að vita hvernig fóik liti á trúlof-
anir í dag og hvort ekki hefði margt breyst í þeim
efnum frá fyrri tíð. Fyrir nokkrum árum bar minna
á trúlofunum. Nú bendir allt til þess að þær séu
að færast í aukana._____________________________
Trúlofuninni fylgir eða réttara sagt fylgdi ákveðin
viðhöfn vegna þess að með henni var parið búið að
ákveða að ganga í hjónaband og það yfirleitt innan
árs frá trúlofun. Auðvitað haga menn þessu á ýmsa
vegu en svo virðist sem hugtakið trúlofun sé að
ýmsu leyti teygjanlegra en það var. Sumir trúlofa
alls ekki en giftast strax. Aðrir láta það nægja að trúlof-
ast en segja það þó staðfestingu á því að einhvern tíma
verði gengið í hjónaband. Enn aðrir vilja einungis lofa hvort
öðru trú sinni, merkja það á einhvern hátt og líta á hjóna-
bandið sem óþarfa formsatriði. Svona mætti lengi telja.
Við leitum álits þriggja para á mismunandi aldri. Með hvaða hug-
arfari skyldu þau hafa trúlofað sig? Hvert er álit þeirra á trúlofunum?
Hefur margt breyst frá því sem áður var? Við spjöllum einnig við gullsmið
sem sérhæfir sig að nokkru leyti í smíði trúlofunarhringa.
erholKað
brögðum, sem viðgengizt hafa
í hundruð milljónir ára.“
Sýktu eðlurnar hjá Kluger
hafa breytt viöhorfum manna
til þess hvernig líkaminn bregzt
við sýkingu; hiti leikur eitt af
aðalhlutverkunum í ónæmisvið-
brögðum okkar.
En ekki vilja allir læknar láta
hitann hafa sinn gang. Árið
1977 vakti til dæmis James
Fruthaler, prófessor í barna-
lækningum við Tulane háskóla
í Lousiana, undrun fundar-
manna á þingi barnalækna
þegar hann lýsti því yfir að „þar
sem það skiptir litlu máli hvað
hitinn verður hár, er engin
ástæða til að mæla börnin að
staðaldri".
Fruthaler sagði nýlega að
hann hefði leitað fyrir sér í
læknabókmenntum og hvergi
fundið dæmi þess að hitinn út
af fyrir sig hefði valdið neinum
varanlegum heilaskemmdum í
mönnum. „En,“ sagði hann,
„læknareru íhaldssamir. Ég rek
barnalækningastofu í samvinnu
við fjóra aðra barnalækna og
allir fjórir samstarfsmenn mínir
mæla börnin að staðaldri".
Þótt þaö sé rétt að sjaldan
fylgi því nokkur hætta þótt hit-
inn fari upp undir eða rétt yfir
39 gráður, getur hann haft hlið-
arverkanir, jafnvel alvarlegar.
Hjartslátturinn getur aukizt um
átta til tíu slög á mínútu fyrir
hverja gráðu sem hitinn fer yfir
eðlilegan líkamshita — en það
getur reynzt hættulegt álag á
hjartasjúklinga. Það getur einn-
ig haft hættu í för með sér fyrir
menn með öndunarsjúklinga,
vegna þess að hækkaður hiti
krefst meira súrefnis.
Til forna höfðu menn skýrari
mynd af hlutverki hitans en við
höfum. Hippokrates, faðir vest-
rænnar læknisfræði, hélt því
fram fyrir nærri 2.500 árum að
orsök sjúkdóma væri jafnvæg-
isleysi í líkamsvessunum; hann
setti fram þá kenningu að með
hitanum væri reynt að eima
burtu slæma vessa og koma á
jafnvægi á ný.
í byrjun þessarar aldar var
hinsvegar ekki lengur litið svo
á að hitinn væri til góðs. Þessi
skoðanabreyting varð þegar
aspirín kom á markaöinn.
„Það er ekkert undarlegt
þótt áhyggjur samfélagsins af
hita hafi samtvinnast tilkomu
aspirínsins, fyrsta lyfsins sem
gat slegið á hitann," sagði Klu-
ger. „Lyfjafyrirtæki hófu áróð-
urinn gegn hitanum upp úr
aldamótunum og kynda enn
undir mikilli eftirspurn eftir hita-
stillandi lyfjum."
I rannsóknarstofum sínum á
háskólalóöinni í Ann Arbor,
Michigan, vinnur Kluger nú að
rannsóknum á viðbrögðum
spendýra við hita, sem er eðli-
legt framhald tilrauna hans
með eðlur. Hann komst nýlega
að því að sé reynt að halda
hitanum niðri í tilraunakanínum
með lyfjagjöfum, er hættara við
að þær deyi en kanínur þar sem
hitinn fær að hafa sinn gang.
Aðrir vísindamenn hafa sýnt
fram á að ef grísum var haldið
í háum hita stóðust þeir betur
veirusýkingu en grísir með eðli-
legan hita. Sömu sögu er að
segja um nýfædda hvolpa.
Að sjálfsögðu vitum við mun
minna um mannfólkið.
„Vísindamaður getur varla farið
að sprauta sýklum, sem gætu
reynzt banvænir, í menn,“ seg-
ir Roberts, „til þess eins að
kanna áhrif hitans."
En þótt ekki liggi fyrir miklar
upplýsingar varðandi mann-
fólkið, eru vísindamenn farnir
að gera sér nokkuö góöa grein
fyrir hvernig hitinn heldur uppi
vörnum gegn sýkingu. Öll dýr
með jafnheitt blóð eiga sér það
sameiginlega einkenni að
líkami þeirra starfar bezt við
eitthvert ákveðið hitastig. Hjá
mönnum er þetta óska-hitastig
nálægt 37 gráðum. Fari hitinn
niður fyrir 26 gráður eða upp
fyrir 42 gráður í nokkurn tíma
er það venjulega banvænt. Það
er hluti af heilanum, sem nefn-
ist hypothalamus, eða heila-
dyngjubotn, sem heldur
líkamshitanum innan þessara
marka, og stjórnar einnig ýms-
um hormónum líkamans.
Ástæðuna fyrir því að hitinn
er svona gott vopn í baráttunni
gegn sjúkdómum má aö hluta
rekja til mjög sérkenniiegs efnis
sem nefnist endogenous
pyrogen, eða EP. Ef utanað-
komandi efni berast inn blóðr-
ásina, gefa hvítu blóðkornin frá
sér EP, sem yfirtekur stjórnina
á vörnum líkamans. Það hækk-
ar hitastillinguna í heiladyngju-
botninum.
Auk þess að valda hækkun
líkamshitans, stuðlar EP að
aukinni framleiðslu T-fruma,
sem eru nauðsynlegar vörnum
ónæmiskerfisins. Aukinn
líkamshiti eflir einnig áhrif vei-
rubanans interferons. Þá
dregur úr járnmagninu í blóð-
vökvanum, bersýnilega til að
sýklar næri sig ekki á því.
Hækkun líkamshitans og
minnkun járnmagnsins, sem
hvorutveggja er stjórnað af EP,
valda því að sýklar eiga erfitt
með að dafna og fjölga sér.
EP hefur hlutverki að gegna
í fleiru en sjúkdómum. Arið
1983 komust Kluger og Joseph
Cannon, sem þá var í námi hjá
Kluger fyrir doktorspróf, að því
að við líkamsæfingar gefa hvítu
blóðkornin frá sór EP, og ef
blóði úr þeim sem æfingarnar
stunda er sprautað í rottur fá
þær smávegis hita, sem stend-
ur í rúma klukkustund. Þessi
niðurstaða þeirra Klugers og
Cannons hleypir stoðum undir
þær fullyrðingar skokkara að
þjálfunin verndi þá gegn kvefi
og sjúkdómum.
Enn eru ýmsar spurningar
sem EP svarar ekki. „Við þurf-
um að komast að því gegn
hvaða sjúkdómum hitinn er
gagnlegur, og hvenær ekki,"
segir Kluger. „Við vitum ekki
hversvegna hitinn verður meiri
í sumum sýkingum en í öðrum,
eða hversvegna sumir — til
dæmis börn — fá meiri hita en
aðrir þegar þeir smitast af
sömu sýklum. Við vitum ekki
hvað veldur því að hitinn lækkar
þegar sýkingu lýkur."
En það sem varðar flest okk-
ar mest er það hvernig við
eigum að bregðast við hitanum:
eigum við að slá á hann eða
eigum við ekki aö gera það.
Læknar sem mæla með því að
dregið só úr hitanum með lyfj-
um benda á að það bæti líðan
sjúklingsins. En þegar við vitum
núna að hitinn getur verið mjög
gagnlegur — að ef hitinn fær
ekki að hafa sinn gang, getur
sjúklingurinn orðið veikari,
smitnæmari og seinni að ná
bata — hvernig geta þá lækn-
ar, eða jafnvel foreldrar, haldið
áfram að gefa aspirín eða skyld
lyf sem slá á hitann í hvert sinn
sem líkamshiti hækkar? Ef þeir
minnast eðlanna hans Matts
Klugers, hætta þeir því ef til vill.
(Helmlld: New Vork Tlmea)
; jÉís&c