Morgunblaðið - 28.08.1987, Blaðsíða 2
2 B
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987
Eftir hverju fara
starfsmannastjórar og
vinnuveitendur þegar þeir ráða
fólk í vinnu? Hverju taka þeir
helst eftir? Hvað vegur
þyngst? Útlitið, framkoman
eða meðmælin?
Við höfðum samband við tvær
ráðningarskrifstofur og
spurðum hvort algengt væri
að vinnuveitendur settu upp
ákveðnar kröfur eða óskir
varðandi starfsfólk. Oddrún
Kristjánsdóttir hjá Liðsauka
sagði að það kæmi fyrir öðru
hvoru og ekki væri óalgengt
að settar væru fram óskir um
aldurog kyn. Hjá mörgum
fyrirtækjum væru starfsmenn
á ákveðnu aldursbili og því
fyndist þeim æskilegt að ráða
manneskju á svipuðu reki.
Einnig sagði hún að vissir
fordómar ríktu varðandi konur
með ung börn en karlmenn
væru aftur á móti ekki spurðir
að því. „Að sjálfsögðu skiptir
snyrtimennska einnig máli,“
sagði Oddrún þegar við
spurðum hana hvort hún teldi
svo vera. „Það liggur í hlutarins
eðli að snyrtilegur maður hefur
meiri möguleika." Sjaldgæft er
að beðið sé um fólk með
glæsilegt útlit eða vaxtarlag
að sögn Oddrúnar, en hins
vegar væri eðlilegt að
snyrtilegt fólk með góða
framkomu væri ráðið í sölu-
eða móttökustörf. „Sumirvilja
fjölskyldumenn í vinnu, telja
þá sennilega áreiðanlegri.
Annars reynum við einungis
að samræma kröfur beggja
aðila svo þeir megi vel við una,
en endanleg ákvörðun er svo
tekin af þeim.“
Þórir Þorvarðarson hjá
Hagvangi var sammála
Oddrúnu um það að oft væri
leitað að fólki á ákveðnu
aldursbili en kynið færi
stundum eftir því um hvers
konar störf væri að ræða.
„Þegar við tökum niður beiðni
um starfsmann," sagði Þórir,
„förum við á staðinn og
könnum aðstæður í fyrirtækinu
og fáum sem gleggstar
upplýsingar um hvers konar
manneskju er verið að leita að.
Því betri mynd sem við fáum
því auðveldara er fyrir okkur
aðfinna réttan starfsmann."
Þórir sagði að óneitanlega
hefðiframkoma, klæðaburður
og snyrtimennska áhrif en
einnig hefðu fyrstu kynni mikið
að segja. Þegar hann var
spurður að því hvort skrift
hefði áhrif sagði hann að
snyrtileg og vel útfyllt umsókn
hefði eflaust áhrif en ekki beint
skriftin sjálf.
Við tókum starfsmannastjóra
fjögurra fyrirtækja tali og
báðum þá að segja okkur hvað
þeirálitu skipta mestu máli við
ráðningu starfsfólks.
Örugg framkoma og
persónulegur metnaður
Rætt við Ólaf Haraldsson hjá SPRON
Bankastörf nutu í eina tíð
mikils álits og enn bera flestir
talsverða virðingu fyrir gjald-
kerum og öðrum þeim sem
handfjatia peninga og verðbréf.
En hverju skyldu stjórnendur
bankanna helst sækjast eftir
þegar starfsfólk er róðið? Hvað
skyldi vega þyngst? Menntun
og reynsla koma væntanlega
fyrst, en hvað um útlit, fram-
komu eða meðmæii? Við
ræddum við Ólaf Haraldsson
framkvæmdastjóra rekstrar-
sviðs hjá Sparisjóði Reykjavfkur
og nágrennis og spurðum eftir
hverju hann leitaði helst hjá til-
vonandi bankamanni?
„Aðalatriðið er fyrst og fremst
hvernig fólk kemur fyrir, hvort
það er lokað eða hefur óþvingaða
framkomu. Framkoman skiptir
miklu máli í þjónustustörfum.
Fólk þarf að geta horft í augun
á viðskiptavininum og sömuleiðis
skiptir máli að ávarpa hann með
nafni. Ég leita að duglegum ein-
staklingum með þjónustulund
sem hafa metnað fyrir sjálfan sig
og áhuga á að byggja sig upp í
starfi en eru ekki bara að leita
að þægilegum stað til að vera á
frá níu til fjögur og fá kaup fyrir.
Helst þarf starfsmaðurinn að
hafa það mikinn áhuga aö hann
sé eins og gangandi auglýsing
fyrir fyrirtækið."
— En hvað með útlit og
klæðaburð, hefur það eitthvað
að segja?
„Klæðnaður hefur vissulega
alltaf einhver áhrif og segir
stundum dálítið um manneskj-
una. En hann skiptir ekki sköpum
og ég leita alls ekki eftir neinu
sérstöku í útliti eða klæðaburði,
þaö verður aö taka tillit til að-
stæðna í þeim efnum. En auövit-
að tekur maður eftir því hvort
fólk er snyrtilegt og vel til haft
eða í skítagallanum."
— Geta meömæli ráðið úrslit-
um?
„Ég legg lítið upp úr skriflegum
meðmælum því þau segja sjald-
an mikið um viðkomandi starfs-
mann. Ég reyni heldur að tala
við fólk og þá helst þann sem
hefur stjórnað og unnið með við-
komandi starfsmanni. Ég hef þá
t.d. spurt hvort þeir myndu ráða
viðkomandi aftur og verður þá
stundum fátt um svör. Mæting
o.þ.h. er líka mikilvægt atriði.
Þegar fólk kemur í viðtal skipt-
ir máli að það geti litið upp en
sitji ekki niðurlútt og segi bara
já og nei. Ég spyr hvers vegna
það vilji vinna hjá okkur og vil
að það geti unnið sjálfstætt en
sitji ekki auðum höndum þegar
lítið er að gera í afgreiðslu. Það
er líka mikilvægt að fólk í þjón-
ustustarfi eins og bankaaf-
greiðslu hafi örugga framkomu
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Ólafur Haraldsson sór um starfsmannahald hjá SPRON.
og sé jafnframt þægilegt og gott
í samskiptum."
— Þurfa gjaldkerar að hafa
eitthvað sérstakt til að bera um-
fram aðra bankamenn?
„Það er dálítið öðruvísi pressa
á gjaldkerana og þeir þurfa að
vera yfirvegaðir og jafngeðja. Oft
myndast langar biðraðir þegar
mikið er að gera og þá er mikiö
álag á þá. Þeir verða aö hafa
öryggi og vissa festu en mega
samt ekki gleyma viöskiptavinin-
um. Nú eftir að bankarnir hafa
tölvuvæðst hefur álagið á gjald-
kerana aukist og hann þarf helst
að hafa góða þjálfun á tölvu og
má ekki vera sveiflukenndur í
lund. Margir viðskiptavinir halda
tryggð við sama gjaldkerann og
við leggjum fyrst og fremst
áherslu á að þjónustan sé góð.
Það getur reyndar oltið á ýmsu
hvað ræður úrslitum um það
hver er ráðinn og hver ekki. Það
getur þess vegna farið eftir því
hvernig ég er stemmdur þann
daginn. Það er nokkuð árstíða-
bundið hvað margir koma og
sækja um vinnu, en mest er álag-
ið í apríl og maí þegar sumarfólk-
ið kemur og skólum lýkur en svo
kemur li'ka önnur sveifla í sept-
ember og þá oft fólk sem hefur
gefist upp eða hætt i háskólan-
um. Við setjum yfirleitt sem
skilyrði að fólk sé með stúdents-
próf en það kemur fyrir að
undantekningar eru gerðar ef
meðmæli eru mjög góð.“