Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 3

Morgunblaðið - 28.08.1987, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 B 3 Fallegt bros og hlýlegt viðmót Rættvið Má Gunnarsson hjá Flugleiðum Löngum hefur legið viss töfraljómi yfir flugfreyjustarf- inu; að fljúga um loftin blá, heimshorna á milli í glœsilegum einkennisbúningi. Og ýmsar þjóðsögur hafa spunnist um þá hæfileika og útlit sem flugfreyj- ur og flugþjónar þurfi að hafa til að bera. Það lá þvi' nokkuð beint við að ræða við starfs- mannastjóra hjá stóru flugfólagi og fá hans hlið á málinu. Er nauðsynlegt að vera hár, spengilegur og tágrannur með fimm tungumál á hraðbergi til að komast í þetta eftirsótta starf? Hvernig fer hann að því aö velja rótta fóikið? Við rædd- um við Mó Gunnarsson starfs- mannastjóra hjá Flugleiðum og spurðum hann hverju þeir leit- uðu eftir hjó sínu starfsfólki. „Þetta er mjög stórt fyrirtæki, með um 1.650 manns í vinnu og á sumrin fjölgar mikið þegar ferðamannatíminn er í hámarki. Starfsliðið er líka mjög fjölbreytt; hagfræðingar, flugliðar og þern- ur, fólk í þvottahúsi og á bílaleig- um og allt þar á milli. Ég reyni alltaf að velja réttan mann í rétt starf og legg mikið upp úr við- tölum. Menntun og reynsla skiptir að sjálfsögðu miklu máli en við get- um ekki alltaf treyst þeim upplýs- ingum sem við fáum frá umsækjendum sjálfum og því reynum við viðkomandi í eigin prófum og tökum fólk síðan í við- tal í kjölfar þeirra. Við prófum bæði ritara og skrifstofufólk í því aö setja upp bréf og þýða úr ensku. Flugliðar og flugfreyjur eru síðan prófuð í tungumálum og almennri þekkingu." — Hvað skiptir mestu máli þegar fólk kemur í viðtal? „í viðtölum leita ég eftir þeim eiginleikum sem ætlast er til aö fólk hafi í viðkomandi starfi. Þar sem þetta er þjónustufyrirtæki leita ég að fólki sem mér virðist þjónustusinnað. Alúðleg og þægileg framkoma er mikið at- riði. Sömuleiðis snyrtimennska og hlýlegt, eðlilegt viðmót og fallegt bros getur oft gert gæfu- muninn. Það getur ýmisiegt komið uppá í fluginu og þá getur hlýleg framkoma hjálpað til að róa farþegana og fá þá tii að slaka á og láta þeim líða vel.“ — Hversu miklu máli skiptir útlit og klæðaburður? „Það er heildarmyndin sem er Morgunblaðið/BAR Már Gunnarsson starfsmannastjóri Flugleiða. aðaltriðið. Ef einhver kemur ósnyrtilegur í viðtal og kemur ekki fágað fram er hann ekki ráð- inn. Þó svo viðkomandi hefði öll heimsins tungumál á takteinum fengi hann ekki starfið ef hann væri ekki hlýleg manngerð sem léti fólki líða vel í návist sinni. Það er ekki verið að rýna í smáat- riði í útliti fólks ef heildarmyndin er góð og umsækjandinn sam- svarar sér vel í vexti. Gangarnir í vélunum eru þröngir og við verðum að taka tillit til þess og fólk þarf að geta borið einkennis- búninginn vel, en aðalatriðið er að fólk sé snyrtilegt og hlýlegt í framkomu." — Geta góð meðmæli ráðið úrslitum um það hver er ráðinn? „Ég lít á meðmæli en er dálítið gagnrýninn á þau. Það er mjög auövelt að fá meðmæli og mörg stærri fyrirtæki eru jafnvel með stöðluð meðmælabréf. Sumir gefa jafnvel meðmæli bara til þess að geta losnað við starfs- fólk sem þeir eru óánægðir með. Ég tala frekar við vinnuveitand- ann og spyr út í það hvað viðkomandi gerði, mætingu og annað. Þá kannski segir hann eitthvað sem hægt er að segja í síma en er ekki sett í meðmæla- bréf. En ég tek meðmælum alltaf með miklum fyrirvara og hef þau aðeins til hliðsjónar. Með tímanum lærist manni ákveðin mannþekking og maður fær tilfinningu fyrir fólki. Það kemur fyrir að fólk er kallað oftar en einu sinni í viðtal ef ég er í vafa eða fæ eftirþanka og efast um að ég sé að gera rétt. Þá velti ég vöngum og spyr nánar. Oft reyni ég að fá fólk til að opna sig með því að koma því á óvart og spyrja um eitthvað sem því finnst ekki koma málinu við. Þannig get ég séð hvernig við- komandi bregst við og jafnframt kynnst manneskjunni betur. Þeg- ar ég tel mig hafa fundið réttan aðila fylgist óg með viðkomandi til að sjá hvort ég hafi haft rétt fyrir mér. Það er ekki alltaf en oftar en hitt." Hreinlæti, stund- vísi og reglusemi Rætt við Karl Stefánsson hjá Osta- og smjörsölunni Sveinjón Ragnarsson aðstoðarhótelstjóri Hótels Hoits. Meðmælendur hreinskilnari en áður Rættvið Sveinjón Ragnarsson á Hótel Holti Hjá Osta- og smjörsölunni eru um 75 fastráðnir starfsmenn og þegar ráða þarf nýjan starfskraft kemur það yfirleitt f hlut Karls Stefánssonar skrifstofustjóra. Starfsfólk í matvælaiðnaði þarf að öllum líkindum að vera mjög snyrtilegt og hirða vel um hendur og hár þrátt fyrir að því séu af- hentir bæði hanskar og húfa. En hvaða eiginleikum öðrum skyldi vera æskilegt að búa yfir? Við báðum Karl að leiða okkur í allan sannleikann um það. „Fyrst af öllu finnst mér skipta mjög miklu máli að skilgreina starfið, íhuga hvers sé krafist af umsækjandanum og gera honum grein fyrir því. Starfs- reynsla skiptir máli og þá á ég ekki síður við húsmóðurstarfið. Aldurinn ræður ekki svo miklu en kynið fer eftir því um hvers konar starf er að ræða. Ostapökkun t.d. og ýmiss konar færibandavinna er kannski fremur kvenmannsstarf en ostaskurður og flutningur þungra kassa ef til vill fremur karlmanns- starf. Þeir sem koma til greina fara í viðtal þar sem reynt er að fiska eftir áhuga viðkomandi á starfinu. Fyrstu kynni spila mjög mikið inn i og það sem umsækjandinn segir og líka það sem hann segir ekki. Við sýnum honum einnig vinnu- staðinn svo hann viti að hverju hann gengur." — Hvað skiptir mestu máli í fari umsækjenda? „Því er ekki að neita að í fyrir- tæki sem þessu er krafist hreinlæt- is og að viðkomandi gangi hreinlega og snyrtilega til fara. Persónulega finnst mór stundvísi og reglusemi skipta máli og að umsækjandi eigi gott með að vinna með öðrum. Hér er unnið í hópum og það er mikið til bóta ef viðkom- Morgunblafiið/RAX Karl Stefánsson skrifstofustjóri hjá Osta- og smjörsölunni. andi er félagslega sinnaður. Hér er til dæmis starfræktur skákklúb- bur þó fyrirtækiö sé ekki stærra. Ég tel mjög gagnlegt að starfsfólk mismunandi deilda kynnist." — Skiptir rithöndin máli ef þú færð skriflega umsókn? „Hún skiptir kannski máli ef ég þarf að ráða mann á lager, í skrif- stofustörf eða afgreiðslustörf en hins vegar finnst mér skipta meira máli hvað kemur fram í bréfinu og hvað viðkomandi tekur fram um sjálfan sig. Mér finnst mun betra að vísað sé á einhvern sem getur gefið meðmæli í stað þess að láta þau fylgja. Þetta lærir maður með árunum, þegar maður hefur ráðið fjöldann allan af fólki. En fyrstu kynni skipta oft miklu máli.“ Sveinjón Ragnarsson aðstoð- arhótelstjóri sér um að ráða allt starfsfólk Hótel Holts. Það eru ekki allir sem hafa þá lund að geta þjónað öðrum auð- mjúklega. Starfsmenn hótela og veitingahúsa þurfa þó væntanlega aö geta tileinkað sér þá list, þar sem starfsemin byggist á því að gera viðskiptavininn ánægðan og láta honum líða vel. Þjónarnir þurfa að vera óaðfinnanlegir í alla staði og helst ósýnilegir auðvitað, og töfra fram veitingar án þess að fólk viti af. En hvað ræður vali á starfsfólki að mati Sveinjóns? „Framkoma fólks og meðmæli skipta máli. Maður tekur strax eft- ir útliti fólks og snyrtimennsku og hvernig það kemurfram. Meðmæl- endur eru einnig hreinskilnari en áður og það er til sóma. Menn segja rétt frá því hvernig viðkom- andi hefur staðið sig. Menntun og starfsreynsla hefur líka mikið að segja þar sem það á við. Hvað aldurinn snertir eru hér eldri konur sem hafa verið hjá okkur í mörg ár og standa sig með prýði. Sumt yngra fólk er hér í 1-2 daga og er siðan farið ef því líkar ekki nógu vel. Oft vantar alla virðingu gagn- vart vinnuveitandanum. Það þyrfti að taka upp kennslu í snyrti- mennsku og virðingu í skólum. Hér eru gerðar litlar breytingar, fyrir utan að ráða sumarfólk. Sama starfsfólkiö er hér í áraraðir. En ef ég þyrfti að ráða nýjan starfs- kraft myndi ég kynna mér hann, feril hans og fyrri störf. Reglusemi finnst mér skipta miklu máli. Einn- ig er tekið mark á snyrtilegu útliti enda á fólk að vera snyrtilegt i svona störfum. Annars fer ég ekki út í nein smáatriði. Maður finnur fljótt hvernig fólk er.“

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.