Morgunblaðið - 28.08.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 28.08.1987, Síða 4
4 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Ballett er mjög víða dáð og virt listgrein. Úli í hinum stóra heimi er samkeppnin mikil meðal dansara og margir leggja allt í sölurnar til að ná sem lengst. I greininni sem hér fer á eftir og fengin var að láni úr breska vikublaðinu Observer, er fjallað á óvæginn hátt um atvinnuballett í Bretlandi þar sem dansarar ofgera líkama og sál með þrotlausum æfingum, lélegu mataræði og lyfjaneyslu. Dæmin sem nefnd eru hér á eftir eru óhugnanleg en dagsönn. slíkt fólk er þó í miklum minni- hluta. í flestum tilfellum er ákaf- lega erfitt að samræma það að lifa fullkomlega heilbrigðu líferni og vera dansari. Sumir dansarar lenda í erfiðleik- um vegna ósamkvæmra ráðlegg- inga og of mikillar lyfjaneyslu. Eg hitti einu sinni ballettdansmær sem höfðu verið gefnar pillur til að auka oestrogen-magnið í blóð- inu í þeim tilgangi að styrkja beinin í líkamanum. Af pillugjöfinni stækk- uðu brjóst stúlkunnar og urðu ólöguleg og til að lagfæra það var henni gefið lyf sem nefnist Danaz- ol og minnkar oestrogen-magnið í blóðinu. Af lyfjagjöfinni steyptist stúlkan út í bólum en það er al- geng aukaverkun. Þá var hún látin taka inn fúkalyf sem nefnist minocycline en það getur haft þau áhrif á jafnvægisskynið að ballett- dansari missir jafnvægið í snúning- um. Það er ekkert vafamál að dansarar og danskennarar þarfn- ast nauðsynlega betri upplýsinga og ráðlegginga um þessi mál,“ segir dr. Pearson. Dr. Janet McArthur sérfræðing- ur í líkamsæfingum við St. Bart- holomew’s-spítalann í Lundúnum segir að of strangar líkamsæfingar geti ekki aðeins orðið til þess að stöðva mánaðarlegar tíðir ballett- dansmeyja heldur einnig valdið tímabundinni ófrjósemi eða þar til tíðir 15 ára gömul, nær tveimur árum seinna en venjulegt getur talist, og í beinum líkamans má þegar greina áhrif of lítils oestrog- en-magns í blóðinu. Við 24 ára aldur, en það er meðalaldur þeirra dansara sem umrædd rannsókn náði yfir, eru möguleikarnir einn á móti fjórum að hin dæmigerða ballettdansmær só komin með hryggskekkju og 60% líkur eru á því að einhver bein líkamans hafi brotnað. Niðurstöður þessarar rann- sóknar svo og fleiri rannsókna sem gerðar hafa verið, vöktu lækna og ballettdansara í Bretlandi til um- hugsunar og hafa þeir nú tekið höndum saman og stofnað samtök undir vernd Landssamtaka um dans og látbragö, til að rannsaka mál þessi ofan í kjölinn. Dr. Rich- ard Pearson sórfræðingur við tvo þekkta spítala á Englandi og for- maður samtakanna segir: „Sumt fólk hefur svo þrautseigan líkama að ekkert fær unnið á honum en Ballettdansmær sem vill ná langt þarf að vera óvenjulega grönn og má ekki vera of brjósta- mikil. Þessir eiginleikar geta þó orsakað veik- byggð bein, skakkan hrygg, ófrjó- semi og ýmis meiðsl. Einnig getur verið að ballettskólar velji stúlkur með of sveigjanleg liðamót, því að þó að þær geti gert ótrúlegustu hluti, eiga þær frekar á hættu að meiðast en aðrir dansarar. Rannsókn sem gerð var og birt- ist í breska tímaritinu „New England Journal of Medicine" leið- ir í Ijós að hin vægðarlausa megrunarárátta dansara, þyngd- artap og þrotlausar æfingar auka hættu á hryggskekkju og bein- brotum. Of miklar æfingar og megrunarkúrar tefja fyrir kyn- þroska og geta síðar meir stöðvað tíðahringinn. Afleiðing þessa er að magn kvenhormónsins oestrogen minnkar í blóðinu og veldur bein- þynningu og hryggskekkju, að því er fram kemur í rannsókninni. Dæmigerð ballettdansmær byrjar að æfa bailett við níu ára aldur. Algengt er að hún hafi fyrst dansarinn hefur dregiö úr æfingum og náð sinni eðlilegu líkamsþyngd. „Það er sorgleg staðreynd að þetta fólk sem við dáum sem full- komna ímynd líkamlegrar fegurðar skuli leiðast út í slíkan vítahring beinbrota og hryggskekkju." Ráðgefandi læknar við dans- flokka mæta oft á tíðum andstöðu stjórnenda flokkanna, sem telja þá ofvernda dansarana. Dr. Barry Grimaldi starfaði lengi sem læknir við London Festival-dansflokkinn en var rekinn fyrir um tveimur árum eftir að hafa lýst yfir óánægju sinni með líkamlega og andlega meðferð dansaranna í flokknum. „Stjórnendur ballettflokka eru tortryggnir í garð lækna því þeir halda að við séum sífeilt að reyna að hlífa dönsurunum um of. Þetta er auðvitað mikill misskilningur, okkar markmið er að sjá til þess að dansararnir sóu í góðu líkam- legu og andlegu ástandi svo að þeir geti náð góðum árangri. Dans- inn er hroöalega vanrækt starfs- grein. Aðalvandamálið eru meiösli af völdum vannæringar, sérstak- lega meðal stúlkna." Sem dæmi nefndi Grimaldi ballettdansmær við London Festival-dansflokkinn sem var komin niður í 32 kg í líkamsvigt áður en hún var send til hans í rannsókn. Dr. Rodney Grahame starfandi gigtarlæknir í Lundúnum er þeirrar skoðunar að breskir ballettskólar velji ekki úr hæfasta fólkiö í skól- ana: „Venjan er sú að danskennar- ar eru hrifnari af stúlkum sem eru mjög liðugar og geta auðveldlega gert hinar erfiðustu teygjuæfingar. Staðreyndin er hinsvegar sú að slíkir dansarar eiga miklu frekar á hættu að slasa sig en stúlkur sem eru minna liðugar. Að mínu mati ætti því alls ekki að velja of liðugar stúlkur í ballettskólana. I Sovétríkj- unum er þetta stefnan og þar eru umsækjendur ballettskólanna látnir gangast undir mjög erfitt fótaæfingapróf sem mjög liðugur dansari gæti aldrei staðist." Dido Nicholson er gott dæmi um of liðuga ballettdansmær. Ferli hennar sem dansara við hinn kon- unglega Sadlers Wells-dansflokk í Lundúnum lauk er hún var aðeins 23 ára að aldri en þá hlaut hún mjög slæm meiðsl á fæti. Hún er þeirrar skoðunar að ballettskólar ættu ekki að taka inn fólk sem er óhemju liðugt og að dansflokkar ættu ekki að ráða mjög horaða dansara til starfa. Hana grunar þó aö ráðleggingar hennar muni ekki finna mjög góðan hljómgrunn meðal forráðamanna ballettskóia og -flokka. „Maður getur endalaust töngl- ast á því að dansflokkar ættu ekki að ráða til sín of horað fólk en það er tómt mál að tala um að reyna að sannfæra stjórnendurna. Þeir eru listamenn og láta engan segja sér fyrir verkum um þaö hvern þeir eigi að ráða til starfa." - Þýtt og endursagt: BF

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.