Morgunblaðið - 28.08.1987, Page 8

Morgunblaðið - 28.08.1987, Page 8
8 B MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 28. ÁGÚST 1987 Hundasnyrtistofa í Garðabæ Klippa alls konar hunda og snyrta f Garðabæ er starfrækt snyrtistofa fyrir hunda. Stofan heitir Stefnumót og hóf hún starfsemi sfna fyrir um tveim- ur árum síðan. Eigendur Stefnumóts eru þær Sonja Felton og Kristjana Einars- dóttiren þær lærðu hunda- klippingu í Danmörku og eiga báðar púðulhunda. Við heim- sóttum þærá stofuna þar sem þær voru önnum kafnar við að klippa, baða og bursta tvær gráar púðultfkur, en hvitur hundur beið óþolinmóður eftir að röðin kæmi að honum. Þetta erfyrsta, og hingað til eina snyrti- stofan fyrir hunda sem rekinerhérá landi. Það þarf að panta tíma hjá okkur og við vinnum yfirleitt frá níu á morgnana til tvö á daginn. Það er lokað á mánu- dögum en opið á laugardögum, og eins og á öðrum hár- greiöslustofum er örlítið dýrara að koma þá. Hingað koma hundar alls staðar af á iandinu, og notarfólk þá gjarnan þæjar- ferðina, pantartíma meðfyrir- vara og kemur með hundinn í snyrtingu. Mest eru það púðulhundar sem við klippum enda er það alveg nauðsynlegt þar sem þeir eru með einskonar ull og fara ekki úr hárum. En við fáum hingaö alls konar hunda, bæði stóra og litla, hreinræktaða og blendinga. Þegar hundarnir koma í fyrsta skipti setjum við á þá munnkörfu því við getum ekki treyst því að ókunnugir hund- ar bíti ekki. Reyndar hefur það oft komið fyrir að það hafi verið glefsað í okkur en okkur hefur aldrei orðið meint af því. Smám saman læra hundarnirað treysta okkur og maður lærir líka á þá. Þolinmæði er mjög mikilvæg í samskiptum við hunda. Hundarnir eru klipptir á sér- stökum, þartilgerðum borðum þar sem þeir eru hafðir í ól. Þegar komið er með púðul- hunda í klippingu er byrjað á því að klippa af þeim mesta lubbann og raka á þeim snopp- una og lappirnar. Síðan eru þeir baðaðir og því næst þurrk- aðir með hárblásara og þarf að kemba þeim allan tímann svo greiðslan verði góð. Þegar þeir eru orðnir þurrir er klippingin svo snyrt betur. Það eru til ýmsar klippingar fyrir púðul- hunda og er mis auðvelt að halda þeim við. Það er hægt að fá „tískuklippingu", sem ein- kennist af dúskum á fótum og „buxnaklippingu" þarsem lappirnar eru hafðar loðnar en mittið rakað, eins og hundurinn sé í buxum og vesti. „Ljóna- klippingin" þykirfínust og er mest notuö á sýningum, en það er líka erfiðast að halda henni við. Makkinn er þá hafður loð- inn en lappirnar rakaðar, svo hundurinn líkist Ijóni. í Ameríku þykir fínt að hafa skottið stutt og láta það vaxa í dúsk. Þá er klippt af skottinu þegar hvolp- arnir eru 3-4 daga gamlir. Auk þess sem við klippum og kembum hundana, klippum við á þeim klærnar og hreinsum á þeim eyrun og böðum þá. Við höfum látið Frigg framleiöa fyr- ir okkur sérstakt sjampó fyrir hunda sem efnafræðingur þeirra hefurblandað. Mikilvægt er að fara varlega þegar hundar eru baðaðir. Margir baða hunda sína heima og er rétt að benda á nauðsyn þess að nota gott sjampó og blanda það fyrst með vatni áður en það er sett á hundinn því húðin á þeim er viðkvæm og hætt við að hún þorni upp eða hlaupi í hrúður. Það er nauðsynlegt að klippa klærnar á flestum bæjarhund- um því þeir slíta þeim ekki sjálfir. Sumir láta bara baða hundinn og kannski klippa klærnar og hreinsa eyrun. Aðr- ir láta líka klippa og kemba. Stærri hundarfá sumire.k. „fjaðrir" á framlappirnar og við skottiö sem við klippum. Og svo eru það púðulhundarnir sem fá sínar klippingar. Hund- arnir eru hér yfirleitt í um einn og hálfan tíma og fá síðan bein að launum þegar þeir fara heim. Ef halda á klippingu vel snyrtri þarf hundurinn að koma á tveggja mánaöa fresti en þeir sem koma langt að láta séryfirleitt nægja að koma tvisvará ári. Við eigum báðar púðulhunda og byrjuðum á því að klippa þá. Svo þegar fólk sá þá hjá okkur fór það að koma með hunda til okkar og biðja okkur að klippa þá og það endaði með því að við ákváðum að setja upp stofu. Við reynum að hafa þetta eins snyrtilegt og hægt er og hingað hefur komið hunda- snyrtikona frá Bandaríkjunum og taldi hún stofuna fyllilega sambærilega við betri stofur þar í landi. Við höfum meir en nóg að gera enda eru margir hundaeigendur sem vilja láta hirða hundana sína og finnst þægilegt að geta komið með þá hingað í stað þess að standa íþessu sjálfir. Púðulhundareru líka heilmargir hér. Innan Hundaræktarfélagsins er starf- ræktur sérstakur „Poodle klúbbur" sem í eru 365 manns og eiga þeir allt upp í þrjá hunda hver auk þeirra sem ekki eru ífélaginu. Það þarf mikla þolinmæði til að vinna með hunda allan dag- inn og við myndum líklega ekki standa í þessu ef við hefðum ekki gaman af hundum. Oft lendum við í erfiðum hundum sem gelta og glefsa og eru óró- legir en með tímanum lærir maður að umgangast þá“. Kristjana og Sonja ðsamt tveimur viðskiptavinum. Morgunblaðið/KGA Kristjana snyrtir tærnar á hvftum púðulhundi sem lætur sór greinilega vel líka meðferðin.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.