Morgunblaðið - 29.09.1987, Síða 13
HtorflimMaMh /IÞROTTIR ÞRŒUUDAGUR 29. SEPTEMBER 1987
B 13
Velðln fór vel af Stað ! Norðurá í sumar. Hér eru Karl Ómar Jónsson, Ólafía Sveinsdóttir, Friðrik D. Stefánsson og
Ólöf Stefánsdóttir með þrjá nýrunna laxa sem Ólöf dró fyrir framan nefín á körlunum á Stokkhylsbrotinu. Sá fyrsti
þeirra var fyrsti stangarveiddi lax sumarsins að þessu sinni.
Var þetta svo aflertt
ef á heildina er Ihið?
KAPPAKSTUR / FORMULA 1
Mansell sigraði
örugglega í
spánska
kappakstrinum
Nú er veiðisumarið 1987 að
mestu liðið, að vísu er enn
veiddur sjóbirtingur fyrir austan
Fjall og einhvetjar veiðar til undan-
eldis munu enn
standa yfir. Lax-
veiðin á stöng er
búin að það var mun
lakari veiði heldur
en í fyrra, þriðjungi
minni veiði segja
okkur bráðabirgðatölur. Það voru
litlar smálaxagöngur og smála inn
sem kom var óvenjulega lélegur.
Vont árferði til stangveiða stóð yfir
í öllum landshlutum meiri hluta
sumars, þannig að þetta kann að
hljóma þannig í fijótu bragði að
sumarið hafi verið afleitt fyrir lax-
veiðimenn og vissulega eru þeir
margir sem fóru aftur og aftur og
veiddu lítið. Aðrir hafa aðra sögu
að segja, en það er víst sama sagan
á hvetju sumri. Þegar grannt er
skoðað, sérstaklega þegar svo er
gert í ljósi aðstæðna, þá er ekki
víst að þetta hafi verið svo afleitt
þrátt fyrir allt.
Hjá Veiðimáalstofnun fást þær upp-
lýsingar, að stangaveiðin hafi þrátt
fyrir allt vatnsleysið og smálaxa-
fæðina aðeins verið 9 prósentum
lakari en meðalveiði síðustu árin.
Það veiddust 60.000 laxar í það
heila á móti 90.000 löxum í fyrra.
Hins vegar var netaveiðin íjórðungi
lakari en í fyrra, en stangveiðimenn
hafa ekki áhyggjur af því, þeir
héldu sjálfir sínum hlut furðu vel
samkvæmt þessum tölum. Svo er
annað sem oft vill gleymast þegar
verið er að skrafa um það hvort
veiðin hafi verið góð, léleg eða eitt-
hvað þar á milli. Að menn mega
eiginlega ekki bera allt saman við
toppár. Og það var toppár í fyrra.
Síðasta sumar var t.d. næst besta
stangveiðisumar hér á landi frá
upphafi. Og það þrátt fyrir sömu
afleitu skilyrðin til veiða og voru í
sumar. Þá voru bæði smálaxa- og
stórlaxagöngur stórar og góðar auk
þess sem það var meira af enn eldri
laxi, 20 punda og uppúr heldur en
sést hafði í íslenskum ám í árarað-
ir. Sömu sögu er að segja í sumar.
Það var mikið af yfirþungavigtinni
og stórlaxagöngur voru yfirleitt
góðar og sums staðar meiri háttar,
eins og t.d. í flestum ám á Norður-
landi, enda var veiðin hlutfallslega
best í þeim landshluta og svo auð-
vitað á norðausturhominu þar sem
smálaxagöngur voru einnig góðar.
Á Vestur- og Suðurlandi er uppi-
staðan í veiðinni yfirleitt árslax úr
sjó. Þrátt fyrir það náðu ár eins og
Norðurá og Langá fjögurra stafa
tölum, einnig Elliðaárnar sem skip-
uðu sér á bekk með tíu bestu ánum
í sumar. Svo voru auðvitað ýmsar
ár slappar, Grímsá með þúsund löx-
um minni afla en í fyrra, 800 á
móti 1.800, Gljúfurá sem rembidst
við að ná þriggja stafa tölu og hafði
aðeins gefið 16 laxa 5. ágúst og
67 laxa undir lok ágúst. Áfltá litla
á Mýrum var að leka í 200 fiska
þegar vika var eftir af veiðitimanum
og stefndi því í lakari veiði en með-
altalið á árunum áður, en hún tók
mikinn kipp og fór að gefa 350 til
500 fiska á sumri. Haffjarðará var
í tæpum 600 fiskum á móti 1.131
í fyrra, en það var reyndar stórkost-
leg metveiði. Svona mætti síðan
halda áfram, en við skulum ekkert
minnast á Stóru Laxá í Hreppum.
En hvað með næsta sumar? Vill
einhver spá um það? Skortur á
smálaxi í sumar gefur ekki fyrir-
heit um góðan stólaxaafla næsta
sumar nema að eitthvað af árgang-
inum sé enn í umferð, en sumir
halda í þá von. Þ.e.a.s. að einhverra
hluta vegna hafi stórum hluta ár-
gangsins ekki tekist að ná göngu-
þroska tímanlega og skili sér því í
meiri mæli næsta sumar. Benda
menn á hversu smár smálaxinn
var, en það atriði eitt og sér styður
ekki kenninguna og raunar sker
tíminn einn úr um hvort svona mik-
ill hluti' þessa árgangs hafi glatast.
Hins vegar er búist við góðum smá-
laxagöngum og á sömu forsendum
i og slíkum göngum var spáð í sum-
ar, þ.e.a.s. það fór gott magn af
seiðum niður úr ánum í vor að því
er mælingar herma.
En eitthvað annað hvort tafði eða
eyðilagði árganginn sem átti að
skila sér að hluta á nýliðnu sumri
sem árslax úr sjó. Meðan menn vita
ekki nákvæmlega hvað olli því er
erfitt að spá fyrir næsta sumar og
trúlega verða fiskifræðingar tregari
til að spá nú en síðast, því margir
tóku það nærri sér að spámar fyrir
nýliðið sumar skyldu ekki ræt-
ast...
BRETINN Nigel Mansell á Will-
iams keppnisbíl heldurenn í
vonina um að verða heims-
meistari í Formula 1-kapp-
akstri eftir öruggan sigur í
spánska kappakstrinum á
sunnudaginn. Hann varð 22
sekúndum á undan Frakkanum
Alain Prost á McLaren, en
helsti keppinautur hans um tit-
ilinn, Brasilíumaðurinn Nelson
Piquet, varð fjórði. Landi Piqu-
et, Ayrton Senna, sem einnig
á möguleika á titlinum, varð í
fimmta sæti.
Piquet hefur gott forskot í stiga-
keppninni til heimsmeistaratit-
ils, en Mansell, Prost og Senna eiga
allir tölfræðilega möguleika á sigri.
„Það em þijú mót eftir og ég ætla
að vinna hvert þeirra, ég verð,“
sagði Mansell eftir sigurinn á
Jerez-brautinni á sunnudaginn. „Ég
er með blöðmr á höndum eftir
keppnina, slíkt hefur aldrei hent
mig áður. Ég ók af hörku og náði
strax góðu forskoti. Ég vona að
bíllinn haldist í lagi í næstu mótum,
hann hefur strítt mér undanfarið
og titillinn er ekki alveg horfinn
mér; þetta skal takast...“ sagði
Mansell.
Hann náði forystu eftir að hafa
ekið framúr Piquet á djarfan hátt
í síðustu beygju fyrsta hrings, og
eftir það átti enginn möguleika á
að elta hann uppi. Senna, Prost og
Piquet börðust um annað sætið.
Piquet tapaði talsverðum tíma í við-
gerðarhléi, ók grimmt eftir það, en
náði ekki ofar en í íjórða sæti og
varð þá á undan Senna, sem lenti
í vandræðum með dekkin. „Ég hef
aldrei gert jafnmörg mistök í einni
keppni, „flaug“ útaf, snarsnerist á
brautinni og hvað eina. Þetta var
bara stórgaman,“ sagði Piquet, án-
ægður með stigin, sem hann fékk
fyrir fjórða sætið. Prost náði öðm
sæti, nokkm á undan félaga sínum
hjá McLaren, Svíanum Stefan Jo-
hansson.
Nelson Piquet hefur nokkuð ömgga
forystu í heimsmeistarakeppni
Formula 1 ökumanna, en þó eiga
þrír aðrir ökumenn tölfræðilega
möguleika á sigri, sem fyrr segir.
Sextán mót gilda til stigagjafar, en
af þeim telja 11 til stigagjafar.
Piquet hefur þegar hlotið stig úr
11 mótum, getur þó enn bætt sig,
en verður þá að fella niður einhver
stig um leið. Þeir Mansell, Prost
og Senna hafa ekki fullnýtt stiga-
gjöfina. Fyrir sigur í keppni fást 9
stig, 6 fyrir annað sæti, 4 fyrir
þriðja, 3 fyrir fjórða, 2 fyrir fimmta
sæti og 1 stig fyrir sjötta sæti.
Lítum nú á stigatöfluna eins og hún
lýtur út eftir 13 mót; en röð þeirra
er sem hér segir: Brasilía, Italía,
Belgía, Mónakó, Bandaríkin,
Frakkland, Bretland, Vestur-
Þýskaland, Ungveijaland, Aust-
urríki, Ítalía, Portúgal og Spánn.
Heildar-
stig
Nelson Piquet....6 006666996943
NigelMansell.....1 900299009409
Ayerton Senna....0 60993446 2 602
Alain Prost......9 090440041096
Reuter
Nigel Mansell leiðir félaga sinn hjá Williams-liðinu eftir Jerez kappaksturs-
brautinni á sunnudaginn en hann vann keppnina ömgglega, eftir að hafa ekið
70 hringi. Stigakeppnina til heimsmeistaratitils leiðir hins vegar Piquet á und-
an Mansell, þegar þremur mótum er ólokið.
VEIÐI
Guðmundur
Guðjónsson
skrífar
Hamborg er heimsborg
- Hug og gisting - fimmfudaga og sunnudaga