Morgunblaðið - 04.10.1987, Side 2
2 C
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987
BO CARPELAN fæddist árið 1926 og er eitt virtasta og ágætasta
ljóðskáld á Norðurlöndum á okkar dögum. Fyrsta ljóðabók hans,
Som en dunkel v&rme kom út 1946, þegar Carpelan var aðeins
tvítugur að aldri. Strax á eftir fylgdu bækurnar, Du mörka överlevande
og Variationer. Þessar fyrstu bækur eru alvarlegar, næstum hátíðlegar
og oft mettaðar táknum sem voru mjög í tísku í sænskri ljóðagerð um
þessar mundir.
Arið 1952 kom út ljóðasafn hans, Mínus sju, og þar kvað við annan tón.
í bókinni eru prósaljóð, stundum dálítið gáskafull, en leitast umfram
allt við að Ijá snögg og óvænt áhrif skyndilegs atviks. Sama viðleitni
einkennir einnig næstu tvær bækur, Objektför ord og Landskapets
förvandlingar. Den svala dagen kom út árið 1960 og73 digter árið 1966.
Þar gengur hann einna lengst í bókum sínum í sparsemi á orð. A því
verður breyting með Gárden (1969), sem hefur að geyma ljóðræna
upprifjun æskuminninga úr fátæklegri leiguíbúð í bakhúsi við
malbiksport í Helsinki. Á áttunda áratugnum sendi Carpelan frá sér
tvær ljóðabækur, K&llan, árið 1973 og Ide mörka rummen, i de Ijusa,
1976, en fyrir þá bók hlaut Bo Carpelan bókmenntaverðlaun
Norðurlandaráðs 1977. Nýjasta bók hans er Dagen vánderog kom hún
út árið 1983.
En hver var staða ljóskálda í Finnlandi, þegar Bo Carpelan var að yrkja
sín fyrstu ljóð, í lok seinni heimsstyijaldar?
„Það var árið 1946,“ svarar Carpelan.
„Strax eftir stríðið var geysilega mikill áhugi
á bókmenntum í Finnlandi, því þá var ekki
hægt að fá neitt af neinu tagi og þá komu
bækur í staðinn fyrir svo marga hluti.
Eg hafði alltaf lesið mikið sjálfur, verið
mikið á bókasöfnum, en ekki skrifað mikið
sjálfur og ekki af alvöru. Kannski nokkur
kvæði sem voru afar slæm. Ég varð stúdent
1944 og þegar ég bytjaði í háskóla, kom ég
inn í hóp fólks þar sem voru, meðal annars,
leikarar og rithöfundar.
Þegar stríðinu lauk, fóru að berast bækur
frá öðrum löndum. Þama fannst mér opnast
ný veröld og þama fannst mér það vera eins
og sjálfsagður hlutur að ég færi að skrifa. Á
þessum árum var lítið um það að karlmenn
byijuðu sem ljóðskáld, vegna þess að þeir
vom svo uppteknir af stríðinu. Eiginlega settu
konur svip sinn á bókmenntimar okkar milli
1940 og 1950. Næsta áratug á eftir, 1950
til 1960 komu aftur á móti fram margir karl-
höfundar.
Það var mér svo mikið fagnaðarefni að
losna úr skóla, þar sem ég var undir ströng-
um aga, átti að skrifa svona og svona, nota
vissar beygingar á sagnir og allt þar fram
éftir götunum. Ég varð loks fijáls. Þetta var
líka góður tími til að koma fram, því í Svíþjóð
höfðu módemistamir mtt brautina og reynd-
ar var það svo að 5. áratugurinn var mjög
fijór hjá okkur. Sjálfur varð ég fyrir meiri
áhrifum af erlendri ljóðagerð ein þeirri sem
var í Finnlandi og Sviþjóð, til dæmis frá
Frakklandi, Þýskalandi og Bandaríkjunum.
Þetta var meðal annars vegna þess að mód-
emisminn kom mjög snemma fram í Finn-
landssænskum bókmenntum, uppúr 1920
með þeim Edith Södergran, Gunnar Björling,
Elmer Diktonius og Rabbe Enckel.
Því skipti það miklu máli fyrir mig að feta
ekki í þeirra fótspor, heldur finna mér áhrif
utan frá. Það tók mig því langan tíma að
fínna mína eigin rödd. Það gerðist ekki fyrr
en með bókinni „Den svala dagen," sem kom
út 1960 og er 6. bókin mín.“
Hefurðu eingöngu fengist við ljóða-
gerð?
„Nei, ég hef skrifað skáldsögur, bama—
og unglingabókmenntir, eina sakamálasögu,
leikrit, útvarpsþætti og, ja eiginlega allt
mögulegt. En fyrst og fremst er ég ljóðskáld."
En hefur staða ljóðskálda í Finnlandi
breyst á þeim fjörutíu árum sem þú hefur
verið að yrkja?
„Það em vissulega miklu fleiri sem yrkja
núna og það koma út fleiri ljóðabækur, en
upplögin hafa ekki stækkað og það er orðið
erfitt að fá bækur sínar útgefnar í Svíþjóð.
Þó hef ég fengið allar mínar bækur útgefnar
þar.
Hinsvegar er staða skáldsins allt önnur og
miklu betri nú, en var þá, því finnska ríkið
hefur komið á mjög eftirtektarverðu launa-
kerfi fyrir listamenn. Það er miklu betra
samstarf milli skálda í Finnlandi sem annars-
vegar yrkja á sænsku og hinsvegar á finnsku.
í Finnlandi er mikil þýðingarstarfsemi á milli
þessara tveggja mála í landinu. Það er fagn-
aðarefni og gleðilegt, því fyrir okkur sem
erum Finnlandssænskir, stendur fínnsk ljóða-
gerð miklu nær okkur en sænsk, því þótt
tungumálið sé sænska er menningarumhverf-
ið fínnskt.
Staða Finnlandssænsku er sú, að þetta er
hluti af sænsku, en framburðurinn er á viss-
an hátt öðruvísi og orðaforðinn er á vissan
hátt öðruvísi líka, það er að segja, orða-
forðinn hefur varðveist betur. Við höfum tekið
inn færri tökuorð en Svíar úr ensku. Okkar
tökuorð koma helst úr fínnsku. Svíum fínnst
okkar tungumál fomeskjulegt. Ég er ekki
viss um að þeir hafí rétt fyrir sér. Aftur á
móti er það augljóst að Finnlandssænskan
er ekki komin eins nálægt sinni upplausn og
ríkissænskan, sem er Svíasænskan. Kannski
er það vegna þess að í mállegu tilliti emm
við minnihlutahópur sem af þeim sökum hugs-
ar meira um tungumál sitt.
En auðvitað tekur Finnlandssænskan líka
breytingum og verður fyrir áhrifum frá nútí-
malegum fyrirbærum. Finnlandssænsk ljóða-
gerð hefur líka breyst, því áður fyrr hafði
hún rætur sínar í náttúrunni sjálfri. Náttúru-
ljóð, þar sem náttúran er notuð í táknrænni
merkingu, eins og þið gerið hér á íslandi."
Máfur
(Den svala dagen)
Landslag kann að breytast,
tunglið breytist í blóð á svörtum himni
og iaufín á tijánum verða brons.
Það eru augu þín sem þjást,
deyja og endurfæðast í þeirrigjá
sem skilur veröldina þína frá veröidinni.
Þú fieygir þéryfír hana í örvæntingu.
Kannskirifíiarlandsiagþittfrá auga þínu
þegar þú fellur
og þú ert þú og ekkert nema
máfur á svörtum himni
með hljóm dauðans.
„Upp úr 1960 breytist þetta. Þá er farið
að bera meira á þjóðfélagslegri og pólitískri
Ijóðagerð, einkum á vinstra væng stjóm-
málanna. Þá var talað svona heldur í háðskum
tón um okkur sem vomm kallaðir „sumarbú-
staðaskáldin." Síðan hefur þetta breyst aftur,
þegar menn fóm að verða sér æ meira með-
vitaðir um mengun og náttúmeyðingu. Þá
var hætt að kalla okkur „sumarbústaða-
skáld.“ Nú er ljóðagerðin aftur farin að
nálgast þá náttúm sem maðurinn heldur að
hann sé að glata.
Einu sinni tók ég mig til og hringdi í þenn-
an mann sem tók upp á því að kalla mig
„sumarbúsataðaskáld," afþví mig langaði að
spyija hann hvað hann meinti eiginlega með
þvf að nota þetta orð í svona niðurlægjandi
merkingu. En ég náði ekki sambandi við
hann. Hann var ekki heima. Hann var í sum-
arbústaðnum sínum."
Þú talar um ólíka þróun í Finnlands-
sænsku og Svíasænsku, en er mikill munur
á ljóðagerðinni sjálfri?
„Svíar hlaupa miklu meira á eftir öllum
mögulegum og ómögulegum tískustefnum,
en gert er í bókmenntum Finna. Svíar tala
mikið um hvað er „inni“ og hvað er „úti.“
Nú er aftur í Finnlandi ríkjandi ljóðagerð á
borð við T.S. Elliott, það er ljóðagerð sem
er torskilin, notar flókið myndmál og reynir
á sjálfa tunguna.
Fyrir nokkrum árum var þetta færdæmt.
Þá áttu menn að skrifa eins einfalt og unnt
var. En við tökum minni breytingum. Það
er nú líka svo að sá sem er alvöru skáld fer
eftir sinni eigin rödd.k en hleypur ekki á eft-
ir hverskyns hégóma. Ég vísa til orða Gunnars
Björling sem sagði eitthvað á þá leið: „Maður
verður að framfylgja sinni eigin stefnu. Allt
annað gerir líf manns og viðleitni að mark-
Þögult gras
(Den svala dagen)
Hjartaðsamsvararekki takmörk-
unum sínum
Ijóðið ekki veruleikanum,
veruleikinn ekki draumi Guðs.
Hvers konar samtal er það sem
breytir þér
án þess að þú breytist sjálfur?
Leitaðu ekki í þöglu grasinu,
leitaðu að þöglu grasinu.
„Þá var ég tiltölulega ánægður. Ekki full-
komlega. Maður verður aldrei fullskapað
skáld. Okkar saga er svo ólík ykkar, því styij-
öldin var svoddan skelfíng. En svo var þetta
spuming um tungumál. Þegar búið var að
samþykkja fyrstu bókina mína til útgáfu í
Helsinki, þá hætti ég á að senda sama hand-
rit til Bonniers í Stokkhólmi og þeir sögðu
já takk.“ Það skipti okkur sænskumálandi
Finna máli að fá bækur okkar jafnframt
gefnar út í Svíþjóð, því í Finnlandi eru
300.000 sænskumælandi, en í Svíþjóð níu
milljónir. Og tungumálið er verkfæri skálds-
ins. Maður má þó aldrei láta tungumálið
tæla sig, heldur verður maður sjálfur að tæla
tungumálið."
Njörður P. Njarðvík og Bo Carpelan
leysu.“ Þetta ber að skilja í ljósi þess að þeir
sem ruddu brautina fyrir okkur með módern-
ismanum, þurftu að þola háð og spott
annarra, en fá ekki nú að heyra það lof sem
á þá er borið.
Það voru ekki margir sem elskuðu Edith
Södergran meðan hún lifði, en nú kemur í
ljós að hún virðist hafa átt marga vini.“
Hver hefur sagt
(73 digter)
Hver hefur sagt
að þögnin vitni
um hið ósagða?
Fjarstödd orð
eru fjarverandi.
Tala því
í samræmi við það
sem þú getur ekki sagt.
Ekkert
er iátið ósagt
nema fyrir klaufaskap
eða visku.
En svo við snúum okkur að þinni ljóða-
gerð, þá eru ljóð þin mjög ólík i gegnum
tíðina og þá helst í meðferð málsins. Á
fyrri hluta ferils þíns eru sterkar lýsing-
ar, siðan kemur sparsemi á orð og seinna
breytist þetta aftur. Hvað er það sem
ræður þessum breytingum hjá þér?
„í byijun 7. áratugarins tók ég upp þá
stefnu að hreinsa ljóðin sem mest. Nota sem
allra fæst orð, nema burt allan „óþarfa.“
Þessi stefna gekk lengst í ljóðabók minni „73
digter," sem kom út árið 1966. Þá fannst
mér þessi aðferð verða að einskonar blind-
götu. Ef ég hefði haldið þessu áfram hefði
ég blátt áfram orðið að þagna.
Enda kom á daginn, þegar ég fór að fást
við æskuminningar mínar í bókinni „Gáden,“
sem kom út 1969, að það yrkisefni krafðist
þess að fá að verða að ofurlitlum frásögnum.
Svo það var í rauninni yrkisefnið sem gerði
sínar kröfur til aðferðarinnar. Svo fór ég að
spara orðin aftur.
Aðalatriðið er að hafa traustan eigin grun-
dvöll. Þegar maður, sem skáld, hefur eignast
hann, þá er hægt að horfa til fleiri en einnar
áttar án þess að tapa sjálfum sér. Þessi grun-
dvöllur verður alltaf fyrir hendi, þótt ein-
hveijar breytingar verði á verkum manns.
Ég tel mig hafa lært að reyna að skrifa
skýrt. í því felst ekki endilega að málið þurfi
að vera einfalt eða hafí einungis eina merk-
ingu, en viðleitni til skýrleika skiptir mig
miklu máli."
Þú talar um að efnið ve(ji sér form.
Er ekki hægt að sveigja efnið að forminu
sem þú velur?
„Það er kannski hugsanlegt að til sé yrkis-
efni sem krefjist sonnettu, en ef yrkisefnið
er þvingað inn í form, þá gerist eitthvað í
sjálfu yrkisefninu. Það breytist, skrumskæ-
list, eða jafnvel sundrast. Öll ljóðagerð á sér
form. Það er hugsunarvilla að tala um að
nútímaljóðagerð sé í fijálsu formi. Ljóð sem
ekki bera í sér einhvetjs konar hrynjandi,
einhvers konar hljómlistareðli, er blátt áfram
ekkert ljóð. í nútímaljóði er yrkisefnið hluti
af forminu og formið hluti af yrkisefninu.
Þetta tvennt er eitt og verður ekki að skilið.
Ef formið verður bara eins og ytra skraut,
þá deyr ljóðið. Kannski undirstrikar maður
aldrei nógu mikið að maður ætti fremur að
tala um hrynjandi, heldur en form.“
Þú sagðir áðan að ljóðskáldið þyrfti að
tæla tungumálið. Ertu að segja að tungu-
mál ljóðsins lúti ekki sömu lögmálum og
hið talaða mál og eigi sér sjálfstæða til-
veru innan tungumálsins?
„Hljóðfæraleikarinn verður að hafa vald á
því hljóðfæri sem hann leikur á, smiðurinn
verður að kunna að handleika hefil sinn og
skáldið verður að kunna að meðhöndla tungu-
málið.
Þegar ég var með mína fyrstu ljóðabók
fannst mér það stórkostlegt að orðin skyldu
streyma til manns. Ég var eins og ölvaður
af orðastreyminu. En í raun og veru vissi ég
ekki alltaf hvað það var sem ég var að skrifa.
Þegar ég skoða þá bók nú, skil ég ekkert í
henni. Mér fínnst skipta mestu máli núna að
mynd ljóðsins tali sínu máli og ég reyni að
forðast notkun íburðarmikilla eða stórlátra
tákna. Ég sækist eftir að skrifa ljóð sem eru
áþreifanieg, konkret, svo að það tali til hinna
fínn skilningarvita okkar og helst þess sjötta
líka.