Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 7

Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 7
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 C 7 ils Thoroddsen sló hins vegar í gegn og er síðan í hópi þeirra leikrita sem einkenna íslenska leikhefð. Jólaleikritið Piltur og stúlka verð- ur frumsýnt á annan í jólum. Öm Ingi Gíslason gerir leikmynd en leikstjóri verður Borgar Garðars- son. Hann hefur um árabil starfað í Finnlandi, meðal annars hjá Lilla Theatem, og kemur sérstaklega frá Helsinki til að setja Pilt og stúlku á svið. Horft af brúnni í lok febrúar er áætlað að frum- sýna hið víðkunna bandaríska leikrit Horft af brúnni eftir Arthur Miller. Jakob Benediktsson íslensk- aði verkið, en það var leikið í Þjóðleikhúsinu á sjötta áratugnum. Horft af brúnni er áhrifamikið, ný- klassískt leikrit og fjallar um vandamál í fjölskyldu ítalskættaðs hafnarverkamanns í Brooklyn í Bandaríkjunum vegna komu og dvalar ólöglegra innflytjenda á heimilinu. Enda þótt leikritið sé komið nokkuð til ára sinna em ekki á því nein ellimörk. Boðskapur þess á enn fullt erindi til nútímamanna. Theodór Júlíusson mun leikstýra Horft af brúnni, en hann er nú kominn til starfa hjá Leikfélagi Akureyrar eftir ársleyfi og nám í Lundúnum. Hallmundur Kristins- son gerir leikmynd. Tevje stígiir á fjalir Samkomuhússins Rúsínan í pylsuendanum á þessu leikári er söngleikurinn Fiðlarinn á þakinu eftir Joseph Stein. Söngtext- ar em eftir Sheldon Harnick og tónlistina samdi Jerry Bock, en íslenska þýðingin er eftir Egil Bjamason, hinn afkastamikla söng- leikjaþýðanda. Fiðlarinn á þakinu er án efa einhver vinsælasti söng- leikur seinni ára og hefur verið á sviði vítt og breitt um heiminn um árabil. Nú em liðin um tuttugu ár síðan Tevje söng Ef ég væri ríkur . .. á fjölum Þjóðleikhússins og þrettán ár em síðan Húsvíkingar settu upp eftirminnilega sýningu á Fiðlaranum. Leikfélagi Akureyrar þótti því tímabært að gefa þeim ijölmörgu, sem ekki hafa notið þess að sjá Fiðlarann á þakinu, kost á að kynnast þessu vinsæla verki og hinum, sem séð hafa, tækifæri til að riíja upp góð kynni við þær eftir- minnilegu persónur sem þarna koma fram. Fiðlarinn á Þakinu verður fmm- sýndur í apríl og leikstjóri verður Stefán Baldursson. Þetta er fjöl- mennasta og viðamesta verkefni leikársins, enda kemur fram í Fiðl- aranum fjöldi leikara auk kórs, hljómsveitar og dansara. Leikhúsferðir til Akureyrar Leikfélag Akureyrar selur að- gangskort sem gilda á allar sýning- ar félagsins nema bamaleikritið. Með því að kaupa aðgangskort geta leikhúsgestir tryggt sér fyrirfram sæti á ákveðnum sýningum, en jafnframt notið þeirrar þjónustu að fá skipt á miðum ef atvikin haga því svo að þeir komast ekki á tilsett- um tíma. Flugleiðir og Ferðaskrif- stofa Reykjavíkur hafa skipulagt og auglýst ferðir hvaðanæva af landinu til Akureyrar í tengslum við sýningar Leikfélagsins og félag- ið sjálft hyggst sem áður veita íbúum nágrannabyggða þá þjón- ustu að útvega þeim gistingu ef þeir koma í leikhúsferð til Akur- eyrar. Reynsla undanfarinna ára sýnir að það færist í aukana að fólk komi í vetrarferð til Akureyrar, til dæm- is helgarferð, og noti þá tækifærið að sjá sýningar hjá eina atvinnuleik- húsinu utan höfuðborgarsvæðisins. Langmest hefur aðsóknin verið að söngleikjunum miklu, My Fair Lady, Piaf og Cabarett og einnig hefur hún verið talsvert mikil að öðrum verkum á sviði Samkomu- hússins. Miðað við hina veglegu verkefnaskrá þessa leikárs er ekki ástæða til að ætla annað en að sú aðsókn vaxi. — svpáll Þorgeir Þorgeirsson Ég á erfitt með að hugsa mérHámen sem útkjálkasál - segir Þorgeir Þorgeirsson, sem nýlokið hefur við þýðingu á nýjustu bók hans „Töfralampanum IKVÖLD skulum við fara í heimsókn til maddömu Abrahamsen og sjá töfralampann hennar, Laterna magica, var þá sagt við mann strax um morguninn og þarmeð var búið að sáldra gullnu sæði gleðinnar i sál þína. Ekki vissirðu rétt vel hvað þetta var en söngur- inn í þessum snarborulegu orðum var einhvernvegin þannig að við (ég og bróðir minn, tveim árum yngri) urðum nánast vitstola úr tilhlökkun. Það er nú einusinni svo að mesta aflið býr í tælandi orðum. Laterna magica! Laterna magica! Það var nepjuvindur þennan dag og frost í aðsigi, fölur grámi í loftinu og komið framí nóvem- ber, en samt — hvílíkur dagur! Við hentumst um götur og stræti með tunnugjarðirnar okkar, nema það hafi verið bara einfald- ir járnhringir sem við rákum á undan okkur og stýrðum þessu með prikum, og það voru sjálf lukkuhjólin sem við þarna ókum! Himneskari embættum hafa eng- ir síðan gegnt. Stjórnendur rússibana og hraðlesta, flugvéla og tunglflauga geta bara pakkað saman og farið heim. Þetta var tryllingslegt kapphlaup við sjálf- an fáránleikann undir merkjum töfraorðanna Laterna magica sem einlægt voru á hælum okkar við undirleik klingjandi gjarð- anna. Engin gandreiðarham- hleypa á leiðinni norður og niður hefur nokkurntíma reynt neinn viðlika djöfulmóð eftirvænting- arinnar." Kaflinn hér að ofan er úr „Töfra- lampanum" eftir færeyska rithöf- undinn William Heinesen, en bókin kemur út í þessari viku hjá Þýðingar- útgáfunni og Forlaginu í þýðingu Þorgeirs Þorgeirssonar. Heinesen á sér nokkuð stóran aðdáendahóp hér á landi og spurði ég Þorgeir, hvort það væri eitthvað öðru fremur í verk- um hans sem gerði hann svo vinsælan hér. „Ég held að lykillinn að vinsæld- um hans hér sé sá sami og að vinsældum hans annars staðar, sá að hann er rithöfundur af alþjóð- legri stærðargráðu," svaraði Þor- geir. Þorgeir hefur þýtt níu bækur eft- ir Heinesen, Turninn á heimsenda, Fjandinn hleypur í Gamalíel, í morg- unkulinu, Ráð við illum öndum, Kvennagullið í grútarbræðslunni, I Svörtukötlum, Það á að dansa, Glat- aðir snillingar og nú síðast Töfra- lampann. „Fyrsta bók Williams kom út árið 1921,“ segir Þorgeir. „Hún hét Arkt- iske elegier og andre digte og næstu bækur hans eru flestar ljóðabækur. Fyrsta skáldsaga hans „í morgun- kulinu" kom út 1934 og gerist á Þrymsey. Síðan kom „Nóatún“ 1938 og var hún fyrsta bókin sem var þýdd eftir hann á íslensku, árið 1947. Hann gaf „í Svörtukötlum" út 1949 og „De fortabte spill- emænd" 1950. Hún hét í upphaflegri íslenskri þýðingu „Slagur vindhörp- unnar", en í minni þýðingu „Glataðir snillingar." Þó hún hafi komið út á eftir Svörtukötlum var hún skrifuð á undan. „í Svörtukötlum“ var síðan lesin hér í útvarpi um 1950. Sú þýð- ing var þó aldrei gefin út. Ég held að hún hafi bara ekki virkað sem útvarpssaga. í henni er engin aðal- persóna og persónugalleríið er mjög stórt. Eftir þetta var litill áhugi hér á Heinesen, þar til „Slagur vind- hörpunnar" kom út árið 1956. Bókmenntaverðlaun Norðurland- aráðs fékk hann fýrir „Vonin blíð“ sem hannn skrifaði 1964. Það er að segja, hann fékk þau hálf á móti sænskum manni, Lagerkranz, sem skrifaði bók um Dante. „Vonin blíð“ hlýtur að hafa verið send inn sem dönsk bók, því Færey- ingar voru ekki famir að senda inn í þessar veðreiðar þá. Hún var sam- in á dönsku eins og aðrar bækur Williams. Færeyingar, margir, eru að liggja William á hálsi fýrir að skrifa á dönsku. Ég vil á hinn bóginn full- yrða að hefði hann kosið að skrifa á föðurmáli sinu — því móðurmál hans var danska, móðir hans var dönsk, og amma - þá ættum við engan William Heinesen í dag. Áhugi Færeyinga sjálfra á verkum Heines- ens nægði að vísu til þess að fyrsta bókin sem kom út eftir hann á fær- eysku, kom út þegar hann var 75 ára_ gamall. Á hinn bóginn held ég að einmitt þetta, að skrifa einvörðungu um Færeyjar og einvörðungu á dönsku, hafi hjálpað honum til að finna sína raunverulegu stærð. Á færeysku hefði honum aldrei liðist að skrifa eins og hann hefur skrifað um Fær- eyinga. Ekki vegna þess að málið sé vanburðugra, heldur vegna þess að þá hefði hann lokast inni með viðfangsefnið í of þröngu umhverfi, orðið að slá af kröfum til sjálf sín og listarinnar og ég á afskaplega bágt með að hugsa mér William Heinesen sem þesslags útkjálkasál." En hafa Danir ekki verið dug- legir að eigna sér hann? „Að vissu leyti held ég að Heine- sen eigi sinn mjög sérstaka sess í danskri bókmenntasögu og þeir þurfi ekkert að eigna sér hann. Fyrir nokkrum árum gaf hann Dönum öll sín handrit og gögn og ég held það hafi allt verið látið í Det Kongelige Bibliotek. Vissulega er hann danskur höf- undur að því leyti að hann skrifar á dönsku. Þessi mótsögn að vera Fær- eyingur sem skrifar á dönsku um Færeyinga finnst mér líka hafa gef- ið honum meira svigrúm til að gagnrýna stöðu Dana á eyjunum og þarmeð meiri slagkraft í frelsis- baráttu Færeyinga. Það sem ég raunverulega á við er það að hann hefur ráðið við að leysa þessar andstæður; að vera að skrifa á dönsku um Færeyjar um leið og hann hefur leyst þær and- stæður sem hann fjallar um (verkum sínum, með þeim afleiðingum að hann hefur orðið með stærstu rithöf- undum sem 20. öldin hefur þurft að umbera." Þegar þú talar iim andstæður, verður manni hugsað til persónu- sköpunar og samfélagslýsinga i bókum Heinesens. Hann skrifar oft um persónur sem eru haldnar mikilli þráhyggju eða eru hálf— geggjaðar, en maður trúir á þær sem venjulegar og heilbrigðar. Hver er galdur hans i persónu- sköpun? „Það er einkenni á persónulýsing- um Williams, eins og annarra mikilla höfunda, að hann lýsir einstakling- um, en ekki klisjum og hráefnið í þessa einstaklinga er áreiðanlega fengið úr hans nánasta umhverfi, það er að segja úr eyjunum. Hins- vegar lúta persónur hans lögmálum skáldskaparins og frásögunnar. Ég kann eiginlega ekki að orða þetta betur en hann segir sjálfur í viðtali: „Ég er ekki heimspekingur, ekki siðaboðandi, eiginlega ekki heldur efahyggjumaður og að sinu leyti ekki menntamaður heldur. Skáld- skapurinn er minn vettvangur.“ Það er athygli vert þegar ferill Williams er skoðaður, að framan af ferli sínum yrkir hann hverja ljóða- bókina á fætur annarri. í þessum ljóðabókum er hann búinn að „poet- isera" Færeyjar. Það er eins og hann sé búinn að búa til skáldskaparmynd um Færeyjar og þegar hann fer að skrifa skáldsögumar er eins og hann hleypi persónugalleríinu inn á þetta landslag. Það var Karsten Hoydal sem benti mér á þetta og ég hygg að það sé satt. Álltént hefur mér fundist alla tíð, að texta Williams þurfi maður að þýða með nostri og fyrirhöfn, eins og maður væri að þýða ljóð. Galdurinn, og kannski eitthvað af þeim djöfulskap sem þú finnur í verkum hans, er trúlega frá við- fangsefninu. Hann vinnur upp úr tiltölulega „frumstæðu" samfélagi, þar sem galdurinn er ennþá lifandi veruleiki. Þetta rann upp fyrir mér, ekki síst þegar ég fór að kynnast ofurlítið suður-amerískum særinga- realisma, sem hefur orðið frægur á síðari ámm. Það er ekki einleikið hvað William getur orðið líkur þeim höfundum í verkum sínu. Þó skrifar hann sín verk á undan þeim.“ Um hvað er hann svo að skrifa f „Töfralampanum?“ „Töfralampinn, eða Latema magica var meðal flölmargra fyrir- rennara kvikmyndavélarinnar. Þetta var sýningavél með logandi ljósi inní lokuðum kassa og varpaði kyrra- myndum af glerplötum uppá vegg gegnum sjóngler. Þó sjálfar mynd- imar væm stjarfar, mátti hreyfa þær með því að snúa vélinni. Þannig var fyrirrennari kvikmyndarinnar líka andstæða hennar. Það má ráða af frásögnum þeirra sem á Töfralampa- sýningar horfðu að það hafi verið öllu áhrifameira að sjá kyrramyndir æða um veggi, loft og gluggatjöld, heldur en nú er að sjá mynd hreyf- ast í föstum ramma. Og Töfralampinn er meiren bara titill seinustu bókar meistarans. í jessari bók em myndir hans úr fortí- ðinni kyrrari en fyrr, en hreyfast þó með nýjum og óvæntum hætti. Bygging verksins er nýstárleg og mjög í líkingu við Töfralampasýn- ingarnar forðum. Það er eins og William standi hér í miðjum nafla heimsins, sem vitaskuld heitir ennþá Þórshöfn, og sýni okkur veraldar- söguna í dulbúningi þorpslýsingar sinnar. Ég get ekki kallað þetta smá- sagnasafn. Til þess em sögumar innbyrðis of tengdar. Aukapersóna í einni sögu verður aðalpersóna í þeirri næstu og aðalpersóna í einni sögunni getur rétt bmgðið fyrir í annarri. Tengingamar í þessari bók em miklu sterkari en hefur verið í smásagnasöfnum hans. Sumar af sögunum í „Töfralampanum" hafa mér virst eins og prósaljóð og eina söguna kallar hann reyndar sjálfur „ballöðu." Hann setur hana upp og segir hana mjög sterkt í ballöðu- formi. Sá sem er fyrirfram sannfærður um að í þessari bók sé gamalmenni að endurtaka sjálfan sig, hlýtur að verða fyrir vonbrigðum, en þannig held ég að góður hluti af dönskum gagnrýnendum hafi hugsað, án þess að ég þekki þá gagnrýni nema af orðspori. En sá sem tekur þá afstöðu að gamli maðurinn sé ekki að endur- taka sig, heldur endumýja sig, getur setið í miklum fagnaði bókina á enda. Annars er það ekki í mínum verkahring að segja til um hvemig á að lesa þessa bók. Ég er bara þýðandinn. Þessar Heinesen þýðingar í hálfan annan áratug hafa í rauninni verið minn háskóli." Hvað tekur við hjá þér þegar Heinesen-þýðingum lýkur, eða hafa ekki flest verka hans verið þýdd á islensku? „Ég held að tvær smásögur séu eftir. Ja, svo em nú ljóðin. Þau em ekki ómerkasti þátturinn á rithöf- undaferli hans. Ég er orðinn dálftið þreyttur á prósaþýðingum. Þetta er mjög erfitt starf, aðallega vegna þessarar óvissu, að þó maður sitji í þúsund ár með setningu á tungu- máli sem maður þykist kunna og ætli að flytja hana yfir á sitt eigið mál, getur maður aldrei verið viss um að það sé rétt gert. Því það er nú svo að þetta verður aldrei rétt. Það er ekki til neitt samheiti á milli tungumála. Ef svo væri þá væri bara til eitt tungumál." Viðtal/Súsanna Svavarsdóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.