Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 04.10.1987, Blaðsíða 8
8 cr MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 SVERRIR TÓMASSON: Grein þessi var upphaflega samin fyrir þýska lesendur og birtist í Afmælisriti prófessors Otto Oberholzer, Der nahe Norden (Frankfurt am Main 1985). Hér birtist hún lítils háttar breytt. Sverrir Tómasson ViDa eða leiðsla Athugun á smásögu Halldórs Laxness, Kórvilla á VestQörðum Halldór Laxness er einn glöggskyggnasti rýnir íslenskra fombókmennta. Hann hefur ekki einungis komið á íramfæri við íslenskan almenning óáýram Ug neníugum útgáfum af höfuðritum íslenskra bókmennta að fomu heldur hefur hann oft ritað um þessar bókmenntir af meiri skilningi og skarpskyggni en margir fræði- menn. Hugmyndaheimur miðalda- bókmennta lifíð og góðu lífí í sumum verkum hans bæði skáldsögum, eins og t.d. Gerplu (1952) og í smærri verkum, t.d. Innansveitarkroniku (1970). Þessi veröld er þó fjarri ró- mantískri hetjudýrkun; list Halldórs Laxness í þessum verkum felst m.a. í því hvemig honum tekst að samsama þessa fortíð við íslenskan og evrópsk- an veruleik tíðar og nútima án þess að þrengja kost lesandans. Þessi sam- sömum kemur einna gleggst fram í smásögunni Kórvilla á Vestfjörðum sem birtist fyrst í smásagnasafninu Sjöstafakverið (1964). Kórvilla á Vestfjörðum segir frá veraldarundri rúmlega fimmtugrar konu sem situr ein hjá þremur bömum kvöldið fyrir Jónsvöku á ónafngreind- um sveitabæ á Vestfjörðum. Þegar hún hafði lesið kvöldbænimar með bömunum gekk hún niður að bæjar- læknum til að líta eftir saltfíski sem lagður hafði verið í bleyti og hún ótt- aðist að öminn hefði tekið. En á þessu bjarta og heiðríka kvöldi, þegar ekki dimmir á íslandi og hann hafði verið skafheiðríkur allan daginn „setur á með úrsvala þoku svo ekki gerir betur en sjá handaskil. Á samri stund þagn- ar hver fugl á sjó og landi. Það setti að mér hroll" (bls. 106). Þegar konan ætlar heim til bama sinna aftur, þá tapar hún áttunum og henni sýnist „lækurinn sé einhvemveginn storkn- aður og standi í stað þó hann renni" (bls. 106). Síðan tekur konan á rás og brátt hverfa henni öll kennileiti. Það ber ýmis undur fyrir augu henn- ar, hún sér: vatnsflaum falla ofan, eða réttara sagt, hann féll ekki; hann stóð uppí loftið uns hann týndist í þok- unni. Var það einhverskonar kaldur geysir? Ég er stödd á grastó sem er vaxin lýngi og mosa og virði gosið fyrir mér. Ég held mér sé óhætt að bæta við, mér var hætt að standa á sama útaf þessum umsnúníngi náttúrunnar. Pjallið var þó ekki farið að standa á höfði, eða hvað? (Bls. 109-110.) Á þessu ferðalagi fer konan að velta fyrir sér hvemig hún geti kippt tilverunni aftur í liðinn svo að hún haldi „áfram að vera í samræmi við daglega heimsku og ófullkomleika mannanna" (bls. 110). Við öll bessi tiðindi vakna í hug hennar hugsanir um upphaf alls, að guð byrji, _„þegar veröldin er á enda“ (bls. 111). I stuttu máli sagt: hún virðist hrelq'ast á milli fjarða, upp um flöll og fímindi og kemur Ioks niður í annað hérað, þar sem bíður hennar annað líf: Nú á ég heima hémamegin. Bömin mín sem ég átti fyrir tuttugu árum á bæ hinum megin við fjallið, þau eru laungu uppkomið fólk og eiga bú og böm í fjarlægum stöðum mér ókunnum. Af hverju fór ég ekki heim til þeirra aftur undireins og skrámumar á fótunum á mér voru grónar? Það hefði ég vissulega gert ef hann Valli hefði ekki komið til sögunnar, hann Guðvaleníus, þessi voðalegi stóri fábjáni sem er talinn vera með stærstu og hættu- legustu fábjánum sem uppi hafa verið á Vestfjörðum . . . „Frelsarinn hefur leitt mig í villu . .. Hann hefur valið mig til að fljúgast á við voðalegasta fábjána á Vesturlandi, hann Guðvaleníus, allan sólar- hrínginn." (Bls. 123-124.) Lesandinn fær annars lítið að vita um konuna. Honum er tjáð að hún hafí verið innanstokks hjá Jóni bónda yngra eftir að böm Jóns eldra og Guðrúnar voru farin að heiman og Jón yngri var orðinn ekkjumaður. Hún gætir bama hans, tveggjá drengja og einnar stúlku sem voru henni sem lim- ir á eigin líkama. Konan er nafnlaus og hún er eins og Peter Hallberg tek- ur réttilega fram, úr hópi þeirra sem eru fátækir í anda og eiga ekki í úti- stöðum við tilveruna og hafa sætt sig við örlög sín. (Halldór Laxness á Krossgötum. Nokkrir drættir úr þró- unarsögu hans eftir viðtöku Nóbels- verðlauna 1955, Tímarit Máls og menningar 29 (1968) bls. 67.) Konan sjálf segir söguna af villu sinni, hún er þátttakandi í atburðunum. Sé nán- ar að byggingu sögunnar gætt, fer ekki milli mála að Halldór Laxness hefur haft evrópskar leiðslubók- menntir í huga þegar hann færði frásögn konunnar í letur. Hún hefst á bæn, auðmýkingarorðum og ákalli til drottins eins og algengast var í slíkum bókmenntum. Frábrugðið er þó leiðslum að enginn er leiðsögumað- urinn: En einkennilegt var það að í allri villunni sá ég aungvan eingil og ekki heldur frelsarann; er ég þó og hef einlægt verið sanntrúuð kona. (Bls. 120.) Konan fellur ekki í dauðadá nar sál hennar reikar ekki um í annarri ver- öld. Það er þó hugurinn sem fer í ferðalag og kallar fram svipi og kynja- myndir í rammíslensku umhverfí. Sú lýsing gefur sögunni raunsætt yfír- bragð. Hins vegar eru flestar sýnir konunnar alkunn minni úr helgi- sagnaritum miðalda og má taka sem dæmi Duggals leiðslu (Visio Tnugl- ali) sem þýdd var á norrænu á ofanverðri 13. öld, að öllum líkindum. Þar er það sál hins syndum hlaðna Duggals sem sér sýnir en engill leiðir hana um myrkheima: Kómu þau í dal einn mikinn ok mjök ógrligan, myrkan ok allan huldan dauðans blindleik ... Síðan gengu þau leið sína til eins undarl- iga mikils fjalls, auðnar ok ógnar. (Duggals leiðsla, bls. 25—27.) Ef við berum þetta saman við blind- götumar í Kórvillu, þá gerir konan sér þar vonir um að efst á fjöllunum sé heiðskírt og meðan hún er að velta vöngum yfír því, þá rísa fyrir framan hana: svört klettabelti alla leið til himins. Ég er komin á bergstall þar sem við fætur mér gin hyldýpi en rís stand- berg fyrir ofan. (Bls. 112-113.) Sál Duggals sér vini og kunningja þola píslir, en konutetrinu fínnst að þijár persónur komi í átt til sín og haldist í hendur: „Eru þá ekki nema þar komin bömin mín þijú að leita mín?“ (bls. 117). Þau hverfa henni sjónum og hún heldur áfram að ráfa um ijallið þar sem hvorki er „himinn né jörð“. Sál Duggals sér hins vegar: dýr eitt ólíkt öðrum dýrum ok ógrl- igra öllum þeim er þau höfðu sét áðr; þat hafði tvó fætr ok tvó vængi með löngum hálsi; þat hafði jám- nef ok jámklær ok bles ór munnin- um ógrlingum loga ok sat á einu stöðuvatni, er allt var íss frosinn, ok * svalg allar sálur er þat mátti ná. (Duggals leiðsla, bls. 58—59.) Og konan sér grilla í herbúðir: Aungvan skal furða þó hann rekist á herbúðir og soldáta á ólíklegum stað. Þeir gánga þama um í stórum hópum. Ekki sé ég betur en þama séu líka soðkatlar sem ijúki upp- úr ... Nú sé ég ekki betur en komi á móti mér herdeild og allir með kaskeiti og byssu . .. (Bls. 118-119.) ÚR FRÆÐUM Líkindin við leiðslubókmenntir eru fólgin í þessari notkun minna og byggingu eins og áður var að vikið, en á vantar að konan þoli píslir. Þeg- ar þess væri að vænta, þá bregður Halldór Laxness á leik: konan býst við að hún fái súpu upp úr soðkötlun- um. í sögunni er engin áhersla lögð á siðaboðskap. Það verður ekki séð að konan hafi verið leidd í þessa villu sökum þess að hún hafí drýgt synd. Hún segir næsta lítið frá sambúð sinni við yngra Jón. Hann kemur að vísu til hennar að leiðslunni lokinni og vill sækja hana til bús og bama: „Við fæmm saman rúmin okkar þegar þú kemur, og ef þú vilt skal ég kalla á prestinn“ (bls. 124). í sögu Halldórs Laxness er algeng- um minnum leiðslubókmennta fléttað saman við evrópska en ekki íslenska þjóðtrú. Leiðsla konunnar verður á Jónsvöku. Á íslandi snýst ekki allt við á Jónsmessu. Menn geta að vísu hitt á óskastundina, en það eru engir óhreinir andar á sveimi, það eru eng- ar brennur til að hrekja tröll og aðrar óvættir burt. Þeir sem vilja geta laug- að sig í dögginni og læknast af sámm sínum. Á Islandi er þá engin nótt, aðeins dagur; eilíf birta. Og einmitt andstæðumar, ljós / myrkur í öllum sínum tilbrigðum em í sögunni dregn- ar fram til þess að höfða jafnt til hins ytra sviðs, raunheims konunnar, og hins innra lífs hennar, þvi sem gerist í hugskoti hennar: það sem aðrir hafa séð í stóm ljósi, það hefur himneskur visdómsbmnnur opinberað konunni í myrkri (sbr. bls. 101). Halldór Laxness hefur valið sögu sinni einkunnarorðin „Si me vis esse in tenebris". („Ef þú vilt láta mig vera í myrkmnum".) Hann getur þess ekki hvaðan hann hefur tekið þau, en pau éru sótt í víoírægt nt, De imitatione Christi sem löngum hefur verið eignað Thomas á Kempis. Hall- dór hafði orðið fyrir áhrifum frá þeirri bók í upphafí rithöfundarferils síns og í Vefaranum mikla frá Kasmír (1927) hafði hann þýtt pósta úr þeirri bók. 65. kafli Vefarans hefst á sömu einkunnarorðum og þar er einnig merkileg samsvöran við bæn konunn- ar í upphafí Kórvillu á Vestfjörðum: Þú hefur leitt mig út í myrkrið og fylt sál mína af forboðum minnar eigin glötunar til að sýna mér, að ekkert er til innan endimarka tilve- mnnar, er fái huggað mig, meðan ég afneita eigi sjálfum mér. Þú hefur leitt sál mína í mikið myrk- ur, til þess að ég missti alt traust á eigin mætti og fyndi þig. (Bls. 320.) Milli smásögunnar Kórvillu á Vestfjörðum og Vefarans mikla frá Kasmír em augljós tengsl eins og Peter Hallberg hefur dregið fram. Laxness sjálfur segir að í Vefaranum séu hugljómunarkaflar úr kaþólskum miðaldabænum. Tengsl Kórvillu á Vestfjörðum við De imitatione Christi em og ekki bundin við ein- kunnarorðin ein; þau em ítrekuð í inngangsbæn konunnar og i ákalli hennar og bæn þegar hún hyggur að öminn muni slíta hana og loks aftur í lokum sögunnar. Andstæður ljóss og myrkurs sem fram koma í tilvitn- uninni úr De imitatione Christi eru margsinnis dregnar fram í sögunni. I upphafsbæninni talar konan um „ádynjandi blindu" og almættið birtist henni með „svona lagaðri villu". Kon- an vonar að sú þoka sem lagst hefur yfir sé „dalafylla ein eða heiðmyrkur" (bls. 112) og þegar hún komist upp á fjallið þá sé „efra heiðskírt og sól- bjart" (bls. 112). Sú skoðun Hallbergs að söguna mætti kalla „trúarlega, ef numið er burt frá þv! hugtaki allt sem hefur bragð af guðfræði og rétttrún- aði“ (tilvitnuð ritgerð, bls. 67), er í mótsögn við það sem sagan snýst um; hugleiðslu sálar, trúarlega reynslu. A síðari ámm hefur bókmennta- fræðingum orðið tíðrætt um þá breytingu sem orðið hefur á stjórn- málaskoðunum Halldórs Laxness. Þeir háfa lagt áherslu á fjandskap hans við alla hugmyndafræði og hneigð til taóisma. Hallberg hefur jafnvel gengið svo langt að halda því fram að „allt sem máli skiptir í skoð- unum og lífstrú Halldórs „rúmist" í taó, þegar búið er að flysja og fleygja allri háspeki og guðfræði" (Peter Hallberg, Halldór Laxness (Reykjavík 1975), bls. 83). Það er að vísu svo að örfá efnisatriði sögu Halldórs Lax- ness, Kórvillu á Vestfjörðum, koma heim og saman við þá drætti sem menn hafa flokkað með taó í öðmm verkum hans. Eftirlitsmaðurinn í Brekkukotsannál (1957) selur t.a.m. eigur sínar til þess að geta hlýtt köll- un sinni: að hreinsa salemin í Reykjavík og má þetta vera sambæri- legt við að fljúgast á við voðalegasta fábjána á Vestfjörðum. Upphaf Brekkukotsannáls, þar sem segir svo frá bamauppeldi, að fátt sé hollara ungum bömum en að missa bæði föð- ur og móður, er ekki ósvipað því sem segir um fósturböm konunnar, böm Jóns yngra: „Fátt bindur álíka og böm sem móðir þeirra fór burt; þar sést munaðarleysið best“ (bls. 104). í Innansveitarkroniku villist Guðrún Jónsdóttir með brauðið dýra sem að endingu er gefíð hrossum. Þannig mætti lengi telja en það hjálpar okkur lítið við túlkun þessarar margslungnu sögu, KórviIIu á Vestfjörðum. I Syrpu (1975), lestrarkveri úr verkum Halldórs Laxness handa islenskum börnum og unglingum, hefur Halldór Laxness skrifað inn- gang þar sem hann fer nokkrum orðum um hvern sögukafla. Hann skýrir svo frá þvi að í Sjöstafa- kveri sé ein saga fyrir hvert æviskeið manns. Nú væri freistandi að túlka söguna Kórvillu á Vestfjörðum sem eins konar dæmisögu um manneskju sem hafnað hefði ömggu, borgara- legu lífi en tæki að feta sig eftir A—t:_i- * ■ ’____ cutni.!-! cua sisiar. im«u- tveggja fellur boðskapur De imitati- one Christi; til að geta sinnt köllun sinni er nauðsynlegt að færa starfa sínum villumyrkur sálarinnar, opna sig og kalla fram andstæðuna við myrkrið: ljósið, kærleikann: sjálfan sannleikann. í slíku felst náðin. Eins og fram kom hér að framan var sálin aldrei ein í för um myrk- heima í leiðslubókmenntunum; hún var leidd. Með henni var þá fömnaut- ur sem lét reyna á hana. Ferðafélagi konunnar heitir hins vegar auðmýkt, humilitas. Án hennar getur hvorki lista- né trúmaður lifað og helgað sig köllun sinni, náð takmarki sínu; sagt sannindin ein. Þessi litla helgisaga, Kórvilla á Vestfjörðum, býður í einfaldleik sínum upp á margvíslega túlkun. Táknmyndir hennar hafa verið lagðar út á annan veg en hér hefur verið gert, en að hætti miðaldamanna er bókstaflegur skilningur, sensus hist- oricus, hér lagður í söguna, þar sem það kemur hvergi fram i henni að önnur túlkunarleið sé opin. Sagan sýnir okkur einnig hve vafasamt er að bendla list Halldórs Laxness við eitt ákveðið hugmyndakerfí; manri- eskjan í eigin hugarstríði eða friði er kjami frásagnar hans. Þessi helgisaga er og gott dæmi um hve föstum fótum sagnalist hans stendur í evrópskri samtíma- og miðaldamenningu. Stofnun Árna Magnússonar Reykjavík Allar tilvitnanir f smásöguna eru úr 1. útg. Sjöstafakvers. Sagan er þar á bls. 99-125. Tilvitnanir í Duggals leiðslu em úr útgáfu Peters Cahill; Duggals leiðsla; Rit Stofnunar Árna Magnússonar 25 (Reykjavík 1983); stafsetning samræmd. Peter Hallberg; Halldór Lax- ness á krossgötum. Nokkrir drættir úr þróunarsögu hans eftir viðtöku nóbelsverðlauna 1955; Tímarit Máls og menningar 29 (1968). Sami höf. Halldr Laxness (Reykjavík 1975.) Halldór Laxness, Inngángsorð að Syrpu; endurprentað í Seiseijú, mikil ósköp (Reykjavík 1977). Höfundur er starfsmaður Árna■ stofnunar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.