Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 4

Morgunblaðið - 04.10.1987, Qupperneq 4
4 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 í VESTURSAL Kjarvalsstaða stendur nú yfir sýning á verkum eftir Jón Axel Björnsson, Björgu Órvar og Valgarð Gunnarsson. Jon Axel sýnir hér olíumálverk og einn skúlptúr. Hann útskrifaðist úr Myndlista og handíðaskóla íslands 1979 og hefur síðan haldið fimm einkasýningar; í Ásmundarsal 1982, Salnum 1985, Mokka 1985, Gallerí Svart á hvítu 1987, Gallerí Gangnum 1987, aukþess sem hann hefur tekið þátt í samsýningum á íslandi, í Sviþjóð og í Frakklandi. Jón Axel fæddist árið 1956 í Reykjavík og þar hefur hann alið manninn alla tíð. „Ég fór ekki einu sinni í sveit þegar ég var yngri,“ segir hann, „og ég gekk bara í tvo skóla, Vogaskóla og Myndlista og handíðaskólann. Eftir Vogaskóla staldraði ég við í nokkur ár, byrjaði að læra iðn- grein sem ég kláraði ekki, því á micju því tímabili fór ég á myndlist- arnámskeið hjá Hring Jóhannessyni í Ásmundarsal, hjá Myndlistarskóla Reykjavíkur. Þannig að í sambandi við myndlistina var ekkert afger- andi ákveðið fyrr en ég var kominn yfír tvítugt, þótt vissulega hafi áður komið fram tilburðir hjá mér í þá átt. Ég hef verið að hugsa mikið um skólaferil minn, sem var mér alltaf hreinn „tortúr." Myndlista og handí- ðaskólinn var ekkert skárri, hvað það varðar. Það er þessvegna kald- hæðnislegt að vera orðinn kennari þar. Það er eiginlega ekki hægt að kenna myndlist, en mér fínnst ég vera gagnrýnandi fremur en kenn- ari. Fólk hefur orðið hissa þegar ég segi þetta, því margir koma þama inn og vilja fá að vita hvem- ig á að gera hlutina rétt. Það er að vísu minni hlutinn, en það er mér mjög erfítt að lenda í þeirri stöðu að eiga að segja til um hvað er rétt og hvað rangt. En skóli fínnst mér kannski erfíður vegna þess að ég á erfítt með að þola skipulag fram í tímann og mætinga- skylda fínnst mér hryllilegur hlutur." Fórstu í myndlist til að geta stjómað þínum tíma eða tímaleysi sjálfur? „Nei, ég held að í rauninni hafí aldrei neitt annað komið til greina. Þetta er einhver tilfínning, eitthvað sem maður fínnur að maður verður að gera. Mér fínnst ég aldrei hafa verið til í neinu öðru. Þar sem mér hefur alltaf leiðst í skóla, kom framhaldsnám ekki til greina hjá mér. Eftir Myndlista og handíðaskólann vildi ég byija að vinna einn og sjálfur, en það gekk í rauninni erfíðlega. Þetta margumtalaða „nýja mál- verk“ var eins og ljós í myrkri fyrir mig, vegna þess að myndlistin var í mjög föstum skorðum, fólk varðð að fara eftir vissum rásum. Mál- verkið var ekki til þá. Málaradeildin í Myndlista og handíðaskólanum var mjög fámenn deild. Það var mjög fámenn deild. Það var svo mikil harðlínustefna í myndlistinni. Menn máttu svo lítið. Það var mjög afmarkað svið í málverkinu fyrst í stað sem mátti nota, en það varð þróun í þessu. Ástandið núna er orðið þannig að fólk getur farið eftir sínum eigin rásum. Það er ekki einn viðtekinn sannleikur leng- ur. Þegar ég var að byija að mála, var „concept" tímabilið svokallaða. Að því sem að mér sneri, þá var málverkið bara hætt að vera list. Það var ákaflega þægileg tilfínning að vakna upp með það einn daginn að hægt var að búa til listaverk með olímálningu. Ég get vel ímyn- dað mér að margir hafí Ient í þessari aðstöðu. Það er ekkert óeðlilegt að ungir listamenn fylgi framsæknum hlutum í listsköpun, en það er óeðli- legt þegar menn þróast ekki. „Nýja málverkið" hafði mjög líka mjög afmarkað svið fyrst. Það var einhver grófur expressjónismi, ein- hver katastrófa og bombuhræðsla. Alltaf þegár breytingar verða og stagnerað form er fyrir, kallað það á andstæðu sína. „Nýja málverkið" var í andstöðu við það sem hafði verið í 10 ár og þreytan var orðin rnikíl. Fyrstu árin gerði ég eiginlega ekki neitt. Var eins og þurr penni. Það kom ekkert úr pennanum. Ég vann eitt og annað í smátímabilum og var svo að reyna að mála. Það var eiginlega málamiðlun að ég fór í málaradeildina. Ég ætlaði í skúlptúrdeild. Málaradeildin var einskonar þrasutalending. Ég hafði unnið við jám og drasl um tíma, þekkti aðferðina sem þarf við efnið og meiningin var alla tíða að fara í skúlptúr, en þegar kom að vali hjá mér eftir tvö ár í forskólanum var skúlptúrdeildin lögð niður. Ég held vegna skorts á nemendum. Svo var hún opnuð aftur árið eftir að ég útskrifaðist. Annars hefði ég átt að fara í grafíkdeild til að læra aðferðir og tækni. í málaradeild var ekkert markvisst nám þegar ég var þar. Það var aftur í grafíkdeildinni. Þar var kennsla í hlutföllum, sýrublönd- un og annað." Þú sýnir hér eitt skúlptúrverk. Hefurðu fengist við það meðfram málverkinu? „Ég hef eitthvað aðeins föndrað við þetta niðri á vinnustofu hjá Sóley Eiríksdóttur. En það var fönd- ur. Þetta er fyrsti skúlptúrinn sem ég sýni. Ég reikna með að vinna skúlptúra með málverkinu áfram og vinna eitthvað með grafík. Ég held að menn afmarki sig of mikið við ákveðna aðferð og ákveðið efni. Mér fínnst engin ástæða til þess." Myndir þú flokka myndir þínar á þessari sýningu undir „nýja mál- verkið? „Ég held að þær séu ekki þetta „nýja málverk." Þetta byijaði hins- vegar þar. Reyndar er ég búinn að fínna svar við því þegar ég er spurð- ur hvað ég sé að mála: „Sjálfan mig á röngunni." í öllu sem ég hef málað, fínnst mér ég hafa verið að fást við sama hlutinn. Ég mála til dæmis ekki landslag, landslagsins vegna, eða uppstillingu, uppstilling- arinnar vegna. Mér fínnst ég vera að mála mína stöðu í umhverfínu, eða samfélaginu, eða hvað má nú kalla það. En ég hef þó aldrei gengið fram- hjá hinum maleríska þætti. Það eru alltaf viss lögmál myndflatarins sem ég hlýði. Það fylgdi míkið þess- ari nýju málarabylgju að menn litu á þetta lögmál sem aukaatriði að miklu leiti. Kannski voru menn hræddir um að þetta eyðilegði inn- tak, eða meiningu verksins. Hjá mér er þetta þveröfugt. Ég tel þetta geta dregið fram meiningu verks- ins. Ég hugsa um myndbyggingu og ég hugsa um áferð og lit, og reyni að raða þessu saman eins og gömlu málaramir gerðu, með virð- ingu fyrir þessum hlutum." Þú segist mála stöðu þína í um- hverfínu, eða samfélaginu og myndir þínar eru flestar af karlper- sónum. Áttu við að þú sért að hugsa um stöðu karlmannsins í samfélag- inu? „Nei þetta hefur ekkert með karl- mennsku að gera, þótt maður komist aldrei undan þessu atriði, að vera karlmaður. En það er ekk- ert sérstakt sem ég vil koma á framfæri í því sambandi. Karlkynið held ég eigi ekkert bágt og kven- kynið ekki heldur. Hitt er annað mál að mannkynið í það heila getur átt bágt. Það eru semsagt tveir stórir þættir í mínu málverki, tilfínninga- hliðin — inntak, meining eða skoðun - og svo þessi tæknilegi maleríski þáttur, sem ég hugsa mikið um. Hver og ein mynd felur í sér ákveðna niðurstöðu af þessu tvennu. Hitt er svo annað mál að viðfangsefni mitt á þessari sýningu er mjög mikið það sama.“ Hvemig gengur þér að lifa af myndlistinni? „Það hef ég aldrei getað. En ég nýt dyggrar aðstoðar vina og vandamanna. Ég held það sé það sem fleytir myndlistarmönnum áfram, eða þá að þeir vinna eins og skepnur við eitthvað annað. Hér er þó alveg hægt að lifa af mynd- list, því eins og allur heimur veit, þá kaupa islendingar allra þjóða mest af myndlist. En líftími listamanns er orðinn mjög stuttur. Það á ekki bara við hér. Ég kalla þetta „ameríska við- skiptahætti." Álmenningur á orðið erfítt með að fylgja listamönnum eftir á ferli þeirra, því það má segja að listamaður sé tekinn fyrir og honum kannski haldið á lofti í 10 ár, settar upp sýningar sem seljast upp á stuttum tíma, en svo verður að svara kröfum um „eitthvað nýtt.“ Þetta hefur kannski eitthvað með breyttan hugsunarhátt að gera. Þeir sem hafa fjármagn í dag, vilja kannski kaupa málverk eftir þekktan málara, eða einhvem sem verður mikilsmetinn seinna, en í dag er erfitt að veðja á réttan hest, ef svo má segja. Þrátt fyrir þetta, held ég að enn séu til listunn- endur sem kaupa verk afþví þeim fínnast þau góð. Ég held það hljóti að vera.“ Verkin þín hér em feykilega stór og varla hægt að segja að þú sért að mála fyrir stofur á venjulegum heimilum. Er ekki neikvætt að mála svona stórar myndir, ef þú vilt selja þær? „Mér hefur alltaf gengið betur að mála stór verk. Mér hefur alltaf gengið betur að stækka upp en minnka niður. í þessu tilfelli hér

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.