Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 6

Morgunblaðið - 04.10.1987, Síða 6
6 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 4. OKTÓBER 1987 Leikfélag Akureyrar vetrardagsm Lokaæfing, Piltur og stúlka, Horft af brúnni, Fiðlarinn á þakinu og barnaleikritið um Einar Áskel LEIKFÉLAG Akureyrar varð sjötíu ára á þessu ári og i tilefni þeirra tímamóta er verkefnaval leikársins óvenjuglæsilegt og fjölbreytt. Fyrsta sýning hausts- ins í Samkomuhúsinu var gesta- leikur Þráins Karlssonar, Er þetta einleikið. Þetta er einleikur og Þráinn flytur þar tvo einþátt- unga eftir Böðvar Guðmundsson. Leikstjóri er Þórhildur Þorleifs- dóttir og leikmynd eftir Jón Þórisson. Fyrsta frumsýning er svo í októberbyrjun og síðan koma verkin hvert af öðru allt til vors þegar leikárinu lýkur með söngleik, en það er orðin árviss hefð hjá Leikfélaginu. Leikfélag Akureyrar er eina at- vinnuleikhúsið utan höfuðborg- arsvæðisins og hefur unnið sér þann sess í menningarlífi þjóðar- innar að fjöldi fólks hvaðanæva að af landinu gerir sér ferð til Akureyrar, meðal annars til að fylgjast með leikhúslffinu þar. Raunar má segja að leikárið á Akureyri hafí að þessu sinni byijað fyrr en venjulega þar sem Leikfélag Akureyrar flutti á afmælishátíð Akureyrarbæjar í ágústlok leik- og söngverkið Afmælisveislu handa Eyrarrós. Það var sýnt tvisvar fyrir fullu húsi í íþróttaskemmunni. Fjöldi leikara, söngvara og hljóð- færaleikara kom þar fram auk karlakóranna og Blásarasveitar Tónlistarskólans. Meðal frumsýn- ingargesta var Forseti íslands, Vigdís Finnbogadóttir. Við það tækifæri var opinberaður samning- ur sem ríkisstjómin, Akureyrarbær og Leikfélagið höfðu gert með sér um að greiða fyrir starfí Leikfélags- ins og létta á skuldabyrði þess. Þessi samningur mun tryggja félag- inu öruggari rekstrargrundvöll en hingað til hefur ríkt. Farandsýning fyrir börn á Norðurlandi í byijun október verður fyrsta eiginleg frumsýning leikársins og að þessu sinni bregður svo við að bömin fá fyrsta skammtinn af leik- listinni. Barnaleikritið er Halló Einar Áskell, sænskt leikrit gert eftir þremur sagnanna um þann dreng. Sigrún Ámadóttir þýddi leik- ritið en söngtextum snaraði Þórar- inn Hjartarson. Sögumar sem til gmndvallar leikgerðinni liggja em Sveiattan Einar Áskell, Einar Áskell, Mangi og Viktor og Góða nótt, Einar Askell. Skúli Gautason leikur Einar Áskel, pabbann leikur Marinó Þorsteinsson en Amheiður Ingimundardóttir syngur og leikur auk þess vininn Viktor. Halló Einar Áskell verður sýnt í skólum og dagvistum um allt Norð- urland og að sögn Péturs Einars- sonar leikhússtjóra verður leik- flokkurinn aðallega á ferðinni utan Akureyrar í október en sýningar á Akureyri verða að mestu í nóvem- ber. Þetta mun vera í fyrsta sinn sem Leikfélag Akureyrar gerir samning við skóla og dagvistir um farandsýningar af þessu tagi. Leik- stjóri er Soffía Jakobsdóttir og leikmynd hefur Guðrún Sigríður Haraldsdóttir gert. Lokaæfing frumsýnd í október Þann 23. október er áætluð fmm- sýning á Lokaæfingu eftir Svövu Jakobsdóttur. Þjóðleikhúsið frum- sýndi þetta verk árið 1983 í Norðurlandahúsinu í Færeyjum og tók það síðan til sýninga á Litla sviðinu. Höfundurinn umritaði leik- ritið og breytti því árið 198B og Leikfélag Akureyrar sýnir það í þeirri breyttu gerð. Leikstjóri er Pétur Einarsson, leikmynd eftir Frá æfingu á „Einari Askeli" Gylfa Gíslason en leikendur em þrír, Sunna Borg, Theodór Július- son og Erla Rut Harðardóttir. Lokaæfing fjallar um hjónin Ara og Betu þegar þau prófa nýja, full- komna og glæsilega kjamorkubyrg- ið í kjallaranum, sem er undir kjallaranum í húsi þeirra. Þarna er í gamni og alvöru fjallað um vanda- málið að lifa af í stormasömum heimi. Þetta er nútímaverk sem höfðar í víðum skilningi til allra nútímamanna. Að sögn Péturs Einarssonar er þetta verk Svövu orðið afar víðför- ult. Nýverið var Lokaæfing fmm- sýnd í Kaupmannahöfn, en auk þess hefur sýningarréttur leikritsins verið seldur til Sovétríkjanna og á næstunni fer verkið einnig á fjalir í Lundúnum. Útlit er fyrir að þetta sé einungis upphafíð að langri göngu Lokaæfíngar um veröldina. Piltur og stúlka umjólin Jólaleikrit Leikfélags Akureyrar verður Piltur og stúlka, en Emil Thoroddsen samdi þessa leikgerð eftir sögu afa síns Jóns Thorodd- sen. Emil gerði jafnframt tónlistina sem flutt er í verkinu. Þetta var fyrsti söngleikur, sem saminn var á íslandi og var frumfluttur í Iðnó á annan jóladag árið 1934. Áður höfðu verið gerðar tilraunir til að færa Pilt og stúlku á svið, en þær þóttu ekki heppnast. Leikgerð Em-

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.