Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 09.10.1987, Blaðsíða 8
8 C MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 9. OKTÓBER 1987 % I hguwj ^ÉOulifandi Ljósmynd/Wenche Magnús Sohnvlng Margir hafa eflaust velt því fyrir sér hver hann er, ungi maðurinn sem kemur fram í íslensku Pepsi- auglýsingunni, þeirri fyrstu sem gerð er utan Bandaríkjanna. Hann heitir Magnús Scheving og er tuttugu og tveggja ára trósmiður, fjölbrautaskóla- nemi og þolfimikennari. Magnús er nýkominn heim frá Svíþjóð þar sem hann kenndi þolfimi í líkams- ræktarstöðvum World Class í Stokkhólmi og Gautaborg, en hann hefur kennt síðastliðin tvö ár hjá World Class í Reykjavík. „Ég er þannig gerður að ég þarf alltaf aö hafa mikið að gera. Nijna er ég að vinna sem smiður, er í Fjölbraut í Breiðholti é kvöldin, og kenni hjó World Class nokkra tíma í viku. Svo er ég með algera Ijós- myndadellu, vinn á daginn og framkalla á nóttunni. Ég er hálfgerður dellukarl, ef ég fæ einhverja hugmynd þá verð ég að fram- kvæma hana. Magnús hefur lagt stund á ýmsar íþrótta- greinar, til dæmis æfði hann hnefaleika í Englandi, og stundaði Kimewasa, áður en hann fór að kenna þolfimi. „Pabbi er íþrót- takennari, þannig að ég er alinn upp við að vera mikiö í íþróttum. Ég fór í eitt ár á skóla í Noregi þar sem ég lærði almenna íþróttafræði, og fókk 57 stig af 60 möguleg- um á lokaprófinu. Það voru um þrjú hundruð manns sem tóku prófið í Noregi, en við vorum sex sem nóðum þessum ár- angri.“ Skapaði minn eigin stíl Aðspurður um þolfimikennsluna sagði Magnús það hafa byrjað fyrir tveimur órum af hálfgerðri tilviljun. „Ég var að æfa líkams- rækt og var beðinn um aö kenna, þaö kom mór alveg aö óvörum. Þetta var alveg hfiká- legt fyrst, ég kunni að vísu allar æfingamar, en hafði ekki hugmynd um út á hvað þetta gekk. Það voru nokkrir sem löbbuðu út úr tíma hjá mér og lótu aldrei sjó sig aftur.“ — Eitthvaðhefurþórfariðframsíðan? „Vonandi, að minnsta kosti mætir fjöldi manns í tímana ennþó. Ég skapaöi minrí eigin stíl, öskra og reyni að gera tfmana skemmtilega, og fólki virðist Ifka það vel. En ég ætla ekki aö festast í þessu og verða tuttugu og fimm óra gamall þolfimikenn- ari. Næsta haust stefni ég á að fara í nám í arkitektúr í Stokkhólmi, og kenna þó eitt- hvaö með, en hætta svo kennslunni smótt og smátt. Eskimóapopp — Nú ertu nýkominn fró Svíþjóð þar sem þú varst að kenna þolfimi, hvernig kom það til? „ Þetta kom til af því aö Ulf Bentsson, eigandi World Class, sem er stærsta líkamsræktarkeðja ó Noröurlöndum, kom f heimsókn hingað til íslands. Hann sá tfma hjó mér, og bauð mér aö koma að kenna úti í framhaldi af þvf.Ég var f Svíþjóð f tvþ umir kaupa sór hús, en aðrir byggja sjáifir. Frank Juhl, silf- ur- og þúsund- þjalasmiður tilheyrir síðar- nefnda hópnum. Frank hefur ekki aðeins byggt hús sitt sjálfur, hann hefur Ifka hannað það, en hús hans er allóvenjulegt og staðsett langt norðan við heimskautsbaug, í samabænum Kautokeino, í Norður-Noregi. Saga þeirra Franks og Regínu konu hans er líka sérkennileg og ævintýri líkust. Frank er danskur málari, sem lagði land undir fót fyrir rúmum 30 árum og leitaði á slóðir norðurljós- anna og hinnar sérkenniiegu birtu handan við heimskauts- bauginn. Hann dvaldi um tíma í Bodö og víðar í Norður-Noregi, áður en hann festi rætur í Kauto- keino. Fyrstu árin sem hann bjó þar var hann þó með annan fót- inn í Kaupmannahöfn, en frá 1956 hefur hann búið óslitið í Kautokeino. Hann málaöi á sumrin en á veturna fékkst hann við eitt og annað, viðgerðir, smíðar og áður en varði fóru Samar í bænum og nágrenni hans að leita til hans með silfur- skartgripi sína til viðgerðar. Sllfursmlðurlnn Frank Juhl ásamt samískum vlnl sínum skoðar sllfursmfðlna. Frank gerði við gripina og fannst mikið til þeirra koma, en Sam- arnir þekja gjarnan búninga sína stórum silfurskartgripum. „Og svo kom Regína.“ Það birtir yfir andliti Franks Juhl, þegar hann minnist á konu sína. Það var á fjólubláu nóvember- kvöldi að Regína kom í fyrsta sinn til Kautokeino, en Frank hafði þá verið búsettur þar í nokkur ár og hálft í hvoru beöið eftir að einhvern ókunnugan bæri að garði. Regína, sem er þýskt Ijóðskáld, var líka að leita norðurljósanna. Og eins og í ævintýrunum féllu þau hvort fyr- ir öðru og hafa búið saman æ síðan og eignast tvær dætur. Löndum þeirra Franks og Regínu finnst þau líka ævintýra- leg og á sumrin fjölmenna þýskir og danskir ferðamenn og heim- sækja húsið þeirra í Kautokeino, en þar selja þau silfurmuni, sem sumir hverjir eru gerðir að fyrir- mynd gömlu samaskartgrip- anna, en aðrir eru hannaöir af Regínu, og smíðaðir af Frank og aðstoðarmönnum hans. „Hingað koma 14—16 rúturdag- lega, tvo björtustu mánuðina, flestir eru danskir eða þýskir ferðamenn, íslendinga sjáum við sjaldan á þessum slóðum, þeir fara líklega flestir suður á bóginn í fríum sínum?" Frank Séð yfír slHurverkstmðlð. '2 L-w:-*

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.