Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 2
2 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 erum áíslandi eigum gífurlega mikiö vatn Viðtal við Sigurjón Rist vatnamælingamann Vatn er leiður vökvi sem að varast ber, er viðlag- ið í gamansömum söngtexta eftir dr. Sigurð Þórarinssonar. Sigutjón Rist, sá maður á ís- landi sem mest kynni hefur haft af vatni og best þekkir það í öllum sínum margbreytileika, hefur allt aðra skoðun á þessum vökva. í hans huga er vatnið ríki- dæmi mikið á íslandi og af því eigum við gífurlegt magn. Vatnið hefur hann reyndar ekki varast. Nánast má segja að Sigurjón hafi staðið í vatni úti í ám og vötnum í 40 ár. Og þeir sem muna eftir fyrstu árum eða áratugum vatna- mælinga hér á landi gleyma ekki þeirri sjón er þeir sáu þennan stæðilega mann standa tímunum saman eins og klettur upp undir hendur úti í stríðu jökulvatni Tungnaár með járnkarlinn í hendi, rétt eins og grýttur botninn væri stofugólfið heima hjá honum. Minnti helst á jötuninn í Ijóði Jons Helgasonar, sem stendur við Lómagnúp. Lét jafnvel kasta til sín harðsoðnu eggi út í ána á matmálstíma heldur en að vaða í land og tefja sig frá vatnamælingunum. Nú er Sigurjón orðinn sjötugur, vatnamælingar komnar á tölv- ur og síritandi mælar um allt land, byggt á því verki sem „handunnið" var úti í ánum. Og seinna í þessum mánuði ætla samstarfsmenn hans, erlendir og innlendir, að efna til ráðstefnu um vatn og vatnarannsóknir Sigurjóni Rist til heiðurs. Siguijón Rist við Hvamm í Skaftárdal á leið til mælinga á Skaftár- hlaupi. Siguijón Rist að mæla Þjórsá hjá Norðlingaöldu 12. desember 1973. Þrátt fyrir allt þetta vatn voru Íslendingar 200 árum á eftir Ev- rópuþjóðum að koma á skipulögðum vatnarannsóknum og mæla rennsli fallvatna, byijuðu ekki fyrr en 1947. Vatnamælingar eru því 40 ára, jafngamlar Rafmagnsveitum ríkisins. Veruleg hreyfmg hafði þó komið á málið eftir fyrri heimsstyij- öldina, þegar fossamálið svokallaða var í gangi og vatnalögin voru sam- in 1923 með glöggri skilgreiningu á því að við yrðum að snúa okkur að vatnarannsóknum, að því er Sig- uijón Rist segir í upphafi viðtals um þessi mál. En ekkert varð úr því. Það var ekki fyrr en nýsköpun- arstjórnin var tekin við á íslandi eftir lok síðari heimsstyijaldarinnar að þær komust í gang með raforku- lögunum 1946. Að það kæmi í hlut Siguijóns ' Rist að hefja og byggja upp þessar vatnarannsóknir kom eins og af sjálfu sér. Hann var búinn að vera að sulla í vatni frá bamæsku, sonur - hins mikla sundkappa Lárusar Rist, sem m.a. hafði synt yfír Skjálfanda- fljót. Siguijón var alinn upp í Torfum í Eyjafírði og fékk úngur góða sundþjálfun í Eyjafjarðará. „ Var líklega ekki bannað það þótt ég væri smápatti af því að ég var sonur Lárusar Rist. Eg var ekkert hræddur við ána. Það sem ég var hræddastur við vom gaddavírs- girðingamar, sem vom á kafí í flóðunum sem komu í ána á vorin. Það var heldur óþægilegt að snerta vírstrenginn með bem hömndinu þegar maður var að synda yfír girð- ingamar", segir Siguijón þegar á það er minnst. Og bætir við að þetta hafi líklega orðið til þess að hann hefur aldrei haft beig af vatni. En þegar kom að vatnamæling- unum hér á landi hafði Siguijón byijað nám í haffræði við Kaup- mannahafnarháskóla fyrir stríð. Er hann varð stúdent frá Menntaskól- anum á Akureyri 1938, hafði hann hug á að fara í haffræðinám til Þýskalands, en kærði sig ekki um að lenda úti í þýskum kafbáti. Hann fór svo heim í stríðsbyijun og dvaldi á Akureyri. Var þar m.a. við bílavið- gerðir, sem átti ekki síður eftir að koma sér vel fyrir hann við að bijót- ast um hálendið og yfir ámar á bílum þeirra tíma. „Ég hafði nokkurt forskot, því ég þekkti orðið vel hálendið", segir Siguijón. „Var m.a. í Ferðafélagi Akureyrar, formaður þess í eitt ár, og hafði ferðast um hálendissvæðið norðanlands. Kynntist í þessum ferðum Páli Arasyni, íjallabílstjóra og féll vel á með okkur. Það var gaman að bijótast um Ódáðahraun og inn á Vatnahjalla. Mikill áhugi var á þessum fjallaferðum á þessum tíma og tilraunum til að komast þetta á bílum. í fyrstu vorum við á gamla Ford. Þá lærði ég að keyra ámar. Að dúða bílana, pakka mót- omum þannig inn að hægt væri að aka yfír með hann í kafí. Um þetta leyti voru þeir að glíma við þetta sama í Homafírðinum, læra að aka yfír Hornaíjarðarfljótið og Markar- fljót. Við að glíma við Jökulsá á Fjöllum og ámar inn af Skagafirði. Meðan ég var heima lenti ég fljót- lega í framhaldi af bílaviðgerðunum í rafstöðvarmótorum. Jakob Gísla- son orkumlastjóri vissi að ég var orðinn kunnugur hálendisferðum og að ég var farin að fást við heimil- isvirkjanimar, svo það kom af sjálfu sér að ég veldist í vatnamælingam- ar.“ Þegar Siguijón hélt áfram nám- inu eftir stríð flutti hann sig ekki á þurrt land, heldur úr haffræðinni í vatnafræði, úr oceanologíu í hyd- rologíu. Var í námi í Noregi á árunum 1948 og 1949, en vatna- fræðin var þá orðin háþróuð í Noregi. Kerf isbundnar vatns- hæðarmælingar „1947 var hafíst handa um að koma upp kerfísbundnum vatns- hæðarmælistöðvum til að eignast rennslisraðir, þ.e.a.s. að þekkja rennsli ánna samfellt dag eftir dag og það í áravís, “ byijar Siguijón Rist útskýringar sínar.„Aðalhvat- inn var að þekkja rennslið til að hagnýta fallorkuna og hefur þeim verið fram haldið til þessa dags. Margt fleira knúði á. Nauðsyn á að þekkja stærð flóða, t.d. í sam- bandi við brúa- og vegagerð. En Vatnamælingar hafa átt afar ánægjulegt og heilladijúgt sam- starf við Vegagerð ríkisins. Þá kölluðu þurrkun lands og áveitur á þekkingu á vatnsrennslinu. Og ekki síður nýting vatnsins, bæði í ám og stöðuvötnum til veiða og til fisk- ræktar. Venjulegast er mest spurt um rennslið , hvað það sé mikið á hveijum tíma, á hvað megi treysta o.s.frv. I stöðuvötnum er dýpið áhugaverðast í sambandi við fisk og þá ekki síður sökum þess að skálar margra stöðuvatna eru mik- ilvægar til geymslu vatns fyrir virkjanir. Því hafa stöðuvötnin verið dýptarmæld." Til þess að hægt væri að gefa nausynlegar upplýsingar þurfti að koma á daglegum samfelldum mælingum. Ekki er nóg að vita hvemig áin er í dag, því varla eru menn búnir að snúa sér við þegar hún hefur breyst. Þess vegna þurfti að byija á því að koma upp neti vatnshæðarmæla við ámar og um leið að mæla rennslið á staðnum í viðkomandi á til viðmiðunar. Það var aðalstarfið í fyrstu. Síðan þurfti að lesa af kvörðunum annan hvern dag eða daglega og jafnvel oftar ef flóð voru í ánum.„ Bændur í nágrenni við árnar tóku gjarnan að sér að lesa af mælunum. Þetta vom ákaflega traustir menn. Marg- ir þeirra ræktu þetta af einstakri samviskusemi og ég vil segja göfgi í starfi. Sumir þeirra vildu ekki einu sinni taka greiðslu fyrir. Vildu leggja þetta til frá sér. Fannst það tilheyra jörðinni þeirra að þekkja ána. Þarna eignaðist ég marga góða vini,“ segir Siguijón. „ A fyrstu árunum vom við þetta yfir 70 menn. Á hálendinu var allt slíkt erfiðara viðureignar, þar til síritandi mælarnir komu. Nú eru komin góð síritandi tæki, sem ná öllum sveiflum í ánum og menn geta sjálfir komist á staðinn og tekið nauðsynleg sýni. En jafnframt fer maður á mis við mikinn fróðleik um vatnsföllin. Margir þessara manna lögðu sig í líma og vom hafsjór af fróðleik, t.d. um ísinn í ánum. Mikill fróðleikur um straum- vötnin er til frá gamalli tíð, er fólk þurfti að fara yfir árnar og þekkja vöðin. Til dæmis lögðu feijumenn- imir sig mjög eftir ísalögum. Ef við lítum á sögumar af póstunum, þá undrast fólk hve þeim gekk alltaf vel. En þeir þekktu sínar leiðir og vötnin sem þeir þurftu að fara yfir. Það sem gildir er að vita nákvæm- lega hveiju maður gengur að.“ En ár og vötn em ekki öll í byggð og hálendismælingar vom ekki árennilegar á þessum ámm. Sigur- jón segir að varla hafi verið hægt að koma þar á samfelldu kerfi fyrr en eftir 1950. Þó var nauðsynlegt að koma á mælingum, þótt ekki væri nema á einum stað á stóm svæði. Og það varð hann að gera sjálfur. Fara margar sögur, næsta þjóðsagnakenndar, af því slarki Sig- utjóns og Ebergs samstarfsmanns hans um langt árabil á hálendinu. En fátítt mun hafa verið að þeir kæmust ekki á staðinn og lykju sínu verkefni, hvemig sem veður eða færð lét. Og hvernig sem ástatt var í ánni. Siguijón er spurður hvort þetta hafi ekki oft verið erfitt og hvort aldrei hafi verið hik á honum við árnar. Hafði aldrei beig af ánum „Auðvitað þurfi ýmislegt að gera, en ég hafði aldrei beig af því á nokkurn hátt“, svarar hann. „Ollu máli skiptir að þekkja eðli vatnsins. Þessvegna hefi ég lagt áherslu á að kunna á árnar, þessar þijár teg- undir sem hér em: jökulár, dragár og lindár, sem em mjög ólíkar. Til að geta stundað mælingar og farið yfír vatnsföllin þarf almennningur að þekkja þær. Jökulárnar em kol- mórauðar, miklar að sumrinu og sveiflast eftir tímum sólarhringsins. Dragáin vex mjög hratt í rigning- um, en verður lítil í langvarandi þurrki. Lindárnar em næstum óbreyttar ár og síð. Þær em stöðug- astar vatnsfallanna. Flestar stóm ámar em blanda af þessu öllu. Þá verður maður að gera sér grein fyrir því hver hlutföllin em á hveij- um stað. Vita t.d. hver jökulþáttur- inn er. „Lindáin er það dýrmætasta sem við eigum“, bætir Siguijón við.„ Við emm ekki búin að átta okkur á því hvílíkan fjársjóð við eigum þar, og við verðum að gæta þess að menga ekki lindárnar. Svo ekki fari á íslandi eins og í Þýskalandi, þar sem farið er að síga úr sorp- haugum og öðm í lindavatnið. Lindavatnið er okkur langverðmæt- ast. Jökulvatnið er gott til virkjunar, en við eigum svo óhemju mikið magn af því í jöklunum.“ „Það sem tafði fyrir vatnamæl- ingum á íslandi í upphafi var að ísland var nær alveg vegalaust. Það er raunar erfítt að trúa því nú, að á 15 fyrstu ámnum þurfti iðulega á vetmm að fara til Krísuvíkur fyrst ef skreppa átti austur fyrir Fjall. Eða þegar farið var frá Vík í Mýr- dal austur á Mýrdalssand lá leiðin fyrst um snarbrattar brekkur Höfðabrekkuheiðar. Sínu mest er þó breytingin á hálendinu. Þar er raunvemlega um landnám að ræða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.