Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 C 17 Svona kemur Gitta Nielsen ítölum fyrir sjónir i sjónvarpinu, og er ekki að undra að margir sitji límdir fyrir framan skjáinn. Ljósa hárið er Litað, en afganginn af sér segir Gitta vera ósvikinn. Gitta er orðin sjón- varpssljarna eir eru til sem segja að Brig- itte Nielsen sé hæfileikalaust framakvendi, sem hafi einungis notað aumingja Sylvester Stallone sem stökkpall til að koma sjálfri sér á framfæri. En Gitta hefur nú sýnt og sannað að hún plumar sig ágætlega á eigin fótum, og hún er nú í augnablikinu einhver alvinsælasta sjónvarpsstjaman á Ítalíu, þar sem hún kemur fram í þáttunum „Festival“. Það hefur auðvitað ekki orðið til að minnka áhuga manna á Gittu, að hún var eitt sinn gift einum frægasta leikara heims, en það sem einkum heillar ítali er glæsileiki hennar og fjörleg fram- koma. Gitta er köliuð „La Vikinga Stangona" á Ítalíu, sem útleggst „hin háa víkingastúlka", og talið er að 15-16 milljónir ítala - eink- um karlmenn - horfí á þættina hennar, þar sem hún talar og syngur á reiprennandi ítölsku í eggjandi klæðnaði. Gitta er sögð vera helsta tromp stærstu einka- sjónvarpsstöðvar Ítalíu, Canale 5, í samkeppninni við ríkissjónvarp- ið, RAI. Tilboðunum hefur rignt yfír Gittu í Ítalíu eftir að sjónvarps- þættimir byijuðu, og herma sögur að henni hafi verið boðið jafnvirði 50 milljóna íslenskra króna fyrir að leika í einhveijum spaghetti- kvikmyndum. En Gitta hefur gert samning um að koma fram í sjón- varpi næstu 13 mánuði, og stefnir hún að sögn að því að verða vin- sælasta stjaman á gjörvallri Ítalíu. Nokkrar umræður hafa orðið um það í óvönduðum slúðurblöð- um að undanfömu, hvort að Gitta eigi útlit sitt eingöngu móður náttúru að þakka, eða hvort feg- runarfræðingar og silikonspraut- ur hafi komið þar við sögu. Gitta hefur brugðist hin versta við þess- um rætnu rógsögum, og segist vera 100% úr holdi og blóði, en hins vegar viðurkennir hún að ljósa hárið hennar sé litað, og segist hún hafa skipt svo oft um háralit að hún muni bara alls ekki hvemig það var upphaflega. Viltu læra að mála á silki Elín Magnúsdóttir myndlistarkona heldur kvöldnámskeið í silkimálun í Hlaðvarpanum, Vesturgötu 3. Námskeið- in hefjast 20. október. Nánari upplýsingar gefnar í síma 681936 allan daginn og 19055 milli kl. 13.00 og 17.00 á daginn. -VETRARLÍNAN IMÝ SENDING - SENDUM BÆKLINGA HVERFISGÖTU 105 - SÍMI 91 -23444

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.