Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 11.10.1987, Blaðsíða 16
16 C MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 11. OKTÓBER 1987 fclk í fréttum Whitney skipað að slá sér upp Nýstár- leg megrunar- aðferð Hér er góð frétt fyrir þá sem bryðja blómkál og setja sjálfum sér stólpípu upp á hvem dag, en gengur samt illa að ná af sér aukakílóunum. Bandaríkjamaðurinn Steve Silva hafði reynt allttil að megra sig, en án árangurs, þegar hann fékk hugljómun í Parísarferð árið 1979. Hann hóf að hlaupa upp og niður tröppumar í Eiffel-tuminum, og hefur vægast sagt náð ótrúlegum árangri á þessum átta árum sem hann hefur haldið þessum sið. Steve var 215 kíló að þyngd þegar hann skakklappaðist upp á topp í fyrsta sinn, en hann hefur misst 135 kíló þama í þrepunum, og er nú einn helsti íþróttamaður heims í stigahlaupi. Hann reyndi um daginn að setja nýtt heimsmet í lóðréttu míluhlaupi, og var 2 klukkustundir, 2 mínútur, og 54 sekúndur að hlaupa sjö og hálfum sinnum upp og niður Eiffel-tuminn, sem er aðeins eina mínútu frá tummetinu sem landi Steves, Dale Neils, á. Þess má geta að Eiffel-tuminn er 300 metra hár, og í honum eru 1.792 þrep, og er megrunaraðferð þessi því alls ekki fyrir lofthrætt fólk. Stigamaðurinn Steve Silva hefur misst 135 kíló einhversstaðar í Eiffel-turninum. wm Reuter Reagan huggar sjúka n ■ i ún Angelica litla Weaver, sem þjáist af arfgengum sjúkdómi sem hamlar starfsemi lungna og meltingarfæra, átti sér þá ósk heit- asta að hitta Ronald Reagan, Bandaríkjafor- seta, en bjóst ekki við að henni yrði nokkum tíma að ósk sinni. Sámtök nokkur, sem láta svona sjúkdóma til sín taka, heyrðu af þessarri ósk Angelicu, og komu henni áleiðis til forseta- skrifstofunnar. 0g viti menn, Reagan fann sér tíma frá ábyrgðarstörfum til að heilsa upp á Angelicu, og var þessi mynd tekin við það tækifæri. Þó að mað- ursé ríkari og frægari en flestir aðrir, er ekki þar með sagt að eng- inn vilji ráðsk- ast með mann. Þetta fékk Whitney Ho- uston að reyna um dag- inn, þegar talsmenn út- gáfufyrirtæk- is hennar báðu hana vinsam- legast að verða sér úti um karlkyns félagsskap sem fyrst, til að stefna sölu fötum hennar ekki í voða. Þeir héldu því fram að einlífí söngstjömunnar ýtti undir slúðursögur um að hún hefði engan áhuga á hinu kyninu, og að þær sögur gætu aftur varpað skugga á kyntáknsímynd hennar og spillt fyrir sölu á plötum henn- Whitney Houston lætur engan stjórna sínu einkalífi. ar. Ekki vildu umboðsmenn- imir ganga svo langt að skipa Whitney að hefja sam- búð með einhveijum karlmanni, en þeir lögðu hart að henni að láta sjá sig í karlmann- legum félags- skapí kvöldmat á einhveijum ft-ægum veit- ingastað. Þeir töldu sig geta tryggt henni ekki dónalegri fylgisveina en Eddie Murphy og Robert de Niro, en Whitney lét sér ekki segj- ast, og tilkynnti útgáfufyrirtæk- inu að hún gæti séð um sig sjálf hér eftir sem hingað til, og að hún tæki öll afskipti af einkamálum sínum óstinnt upp. Tom Cruise hjálpar öðrum að er engin ástæða til að kúra kvenmannslaus í kulda og trekki þó að maður líti ekki út eins og Tom Cruise, eða svo segir Tony nokkur Scott, sem leikstýrði honum í myndinni „Top Gun“. Tony segir að það hafí verið ákaflega erfítt að stugga burt kvenfólki sem safnaðist kringum leikarann - sem þá var ógiftur - en að lokum hafí hann séð að hann gæti haft gagn af kven- hylli kappans. „Ég hékk í kringum Tom, og þar kom að því að ein- hveijar gáfust upp við að reyna að afvegaleiða hann, og þá sneru þær sér oft að næsta manni“ segir Tony, og gefur í skyn að hann hafi verið viljugt fórnarlamb. Það stendur annars til að Tom Tom Cruise er ægilega sætur, og leikstjóri hans segir það hafa hjálpað sér í kvennamálum sínum. Cruise fari að leika í nýrri mynd, sem á að heita „Rainman", og mót- leikari hans þar er enginn annar en Dustin Hoffman. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær tökur á mynd- inni hefjast, eða hver á að leikstýra henni, en sá getur farið að hugsa sér gott til glóðarinnar ef hann er þannig innrættur, og ef það er eitt- hvað að marka galgopalegt talið í Tony Scott. COSPER I OÍo'bq CQSPER Það þarf að skipta um olíu, vél og hjólbarða.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.