Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 23.10.1987, Blaðsíða 1
' TIU NYIR ÞÆTTIR í SJÓNVARPINU Það er ýmiskonar ísiensk fram- leiðsla sem Sjónvarpið sýnir í þessari viku og þar á meðal hefja göngu sína þrír nýir þætt- ir, auk þess sem Stundín okkar birtist á nýjan leik með nýjum umsjónarmönnum, þeim Helgu Steffensen og Andrósi Guð- myndssyni. Á mánudagskvöld byrjar menn- ingarþátturinn Gleraugað, sem verður til skiptis í umsjón þeirra Matthíasar Viðars Sæmunds- sonar og Steinunnar Sigurðard- óttur. Það er Matthías Viðar sem annast fyrsta þáttinn. Á tali með Hemma Gunn er svo yfirskrift skemmtiþáttar í beinni útsendingu sem Hermann Gunnarsson kemur til með að stýra á frá og með næsta mið- vikudagskvöldi, kl. 20.40. Á föstudagskvöld eru það svo nemenuur framhaldsskólanna sem annast dagskrárgerð í þáttum sem verða vikulega á dagskrá undir yfirskriftinni Ann- ir og appelsínur. í fyrsta þættinum sjá nemendur Fjöl- brautarskólans við Ármúla um að kynna fyrir áhorfendum það besta sem fyrirfinnst í félagslífi skólans og fórum nemenda. Þá eru upptaldir þeir föstu þættir sem hleypt verður af stokkunum í þessari viku, en að auki má geta þess að í skuggsjá á fimmtudagskvöld verður sýnd íslenska myndin Ekki ég - kannski þú sem Tákn s.f. gerði fyrir Reykjavíkurborg skv. handriti Vigdísar Grímsdóttur og Andrésar Sigur- vinssonar, en hann leikstýrir myndinni. Unglingar og ýmisleg vandamál viðvíkjandi fíkniefn- um, fjölskyldunni, áfengi og ástarmálum eru m.a. til umfjöll- unar, en að lokinni sýningu myndarinnar stjórnar Ingimar Ingimarsson umræðum í sjón- varpssal og geta áhorfendur hringt inn í þáttinn með spurn- ingar. Af öðru nýju efni í Sjónvarpinu má nefna að á laugardag verður sýndur fyrsti teiknimyndaþátt- urinn af tíu um Kard- imommubæinn og eru handrit, teikningar og tónlist eftir Thor- björn Egner. Leikstjóri er Klemenz Jónsson og sögumað- ur Róbert Arnfinnsson, en Hulda Valtýsdóttir íslenskaði og söngtextarnir eru eftir Kristján frá Djúpalæk. Á laugardag hefur einnig göngu sína þáttaröð um matargerð frá ýmsum löndum, sem nefnist Alþjóðlega mat- reiðslubókin, en fyrsti þáttur fjallar um íslenskan hákari og er í umsjón Sigmars B. Hauks- sonar. Reyndar verður annar matargerðarþáttur á dagskrá síðar í vikunni, eða á föstudags- kvöld. Sá nefnist Matarlyst, og hefur Bryndís Jónsdóttir umsjón með honum.Þá má nefna fram- haldsmyndaflokkana, George og Mildred sem birtist á ný á mánudag, Arfur Guldenbergs sem er nýr þýskur myndaflokkur sem sýndur verður á þriðju- dagskvöldum og hefur stundum verið nefndur „hinn þýski Dall- as“. Kolkrabbinn ítalski birtist svo á ný á miðvikudögum. Sjónvarpsdagskrá bls. 2-14 Útvarspdagskrá bls. 2-14 Skemmtistaðir bls. 3 Hvað er að gerast? bls.3/B/7 Bamaefni bls.4 líóin í borginni bls.1B Framhaldsþættir bls.13 Veitingahús bls.9/11 Myndbandaumfjöllunl B Guðað á skjáinn bls.13 — 30. OKTÓBER FÖSTUDAGUR 23. OKTÓBER 1987 BLAÐ MORG UNBLAÐSINS Stjömugjöf myndbönd bls.18

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.