Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 2
2 B
ÞRWJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
KNATTSPYRNA / EVROPUKEPPNI LANDSLIÐA
Morgunblaðið/Skapti Hallgrimsson
Hópurinn ssm fór héðan að heiman á laugardaginn áleiðis til Sovétríkjanna. Frá vinstri: Siguijón Sigurðsson, lækn-
ir, Friðrik Friðriksson, Þorsteinn Þorsteinsson, Ólafur Þórðarson, Guðmundur Steinsson, Þorvaldur Örlygsson, Guðni
Bergsson, Halldór Áskelsson, Rúnar Kristinsson, Þór Símon Ragnarsson og Gylfi Þórðarson. Myndin var tekið í Laug-
ardalnum áður en ekið var til Keflavikur.
Uppselt á leikinn
Gífurlega mikill áhugi er á leik
Sovétmanna og íslendinga í
Evrópukeppninni í knattspymu,
sem hefst her í Simferopol kl. 19.00
(kl. 16.00 að
Steinþór ísienskum tíma) á
Guöbjartsson morgun, miðviku-
skrifarfrá dag. Færri komast
Sovétríkjunum aðenvilja, þvíþegar
er uppselt, en Lokokmotiv völlurinn,
þar sem leikurinn fer fram, tekur
26.000 áhorfendur.
Sovétmenn hafa leikið tvo landsleiki
í Simferopol. Árið 1985 unnu þeir
Búlgara 3:0 og fyrir ári máttu
Norðmenn þola 4:0 tap í Evrópu-
keppninni. Jafntefli á morgun
tryggir heimamönnum efsta sætið
f riðlinum, en þeir sættu sig illa við
jafntefli gegn íslendingum í fyrra
og ætla sér ekkert annað en sigur
nú. Hluti liðsins hefur verið í æf-
ingabúðum 17 km. fyrir utan
borgina síðan á föstudag, en
óvenjulega mikil þoka var í Moskvu
í síðustu viku, sem gerði það að
verkum að fíugsamgöngur lágu
niðri og komust því ekki allir so-
vésku leikmennimir í tæka tíð.
Sovétmenn em efstir í þriðja riðli
Evrópukeppninnar með 11 stig.
Þeir unnu Norðmenn 4:0 og 1:0,
gerðu 1:1 jafntefli við Frakka og
Austur-Þjóðveija, og unnu bæði
einnig bæði liðin 2:0. Eftir 1:1 jafn-
tefli gegn íslendingum í fyrrahaust
hafa Sovétmenn aðeins tapað einum
vináttuleik, 3:1 gegn Svíum.
Sovétmenn sigruðu í fyrstu Evrópu-
keppninni árið 1960, en töpuðu í
úrslitum 1964 og 1972. Þeir hafa
á að skipa einu besta landsliði heims
og hafa fullan hug á að endurtaka
leikinn frá 1960. Að sögn forráða-
manna sovéska íþróttasambands-
ins, vildu 100.000 manns fá miða
á leikinn á morgun, en miðamir
26.000 sem vom til sölu fóra á fímm
klukkustundum. Leikurinn verður
sýndur í beinni útsendingu hjá so-
véska sjónvarpinu.
Áhugamenn
íslenska landsliðið hefur staðið sig
mjög vel í Evrópukeppninni að
þessu sinni. Liðið byijaði glæsilega,
gerði markalaust jafntefli við Evr-
ópumeistara Frakka og 1:1 jafntefli
við Sovétmenn, en tvö töp gegn
Austur-Þjóðveijum fylgdu í kjölfar-
ið, 2:0 og 6:0. Þeim var svarað með
tveimur sigmm gegn Norðmönnum
í haust, 2:1 og 1:0, og nú er það
síðasti leikurinn. Eins og fram hef-
ur komið em margir af bestu
knattspymumönnum íslands fjarri
góðu gamni. Aðeins sex atvinnu-
menn em í hópnum en tíu leikmann-
anna leika með islenskum liðum.
Liðið er því í lítilli leikæfingu og
samæfíng hefur verið af skomum
skammti.
Sem fyrr segir fer leikurinn fram
í Simferopol. Hér er venjulega um
10-15 gráðu hiti á celcius á þessum
árstíma en nú er mun kaldara. í
gær fór hitinn upp í 6 gráður og í
nótt niður í mínus 10 gráður. Það
var þvf frekar kalt á æfíngu liðsins
f gær og ekki bætti úr skák að lítið
sem ekkert heitt vatn var á hótelinu
og því nær sami kuldinn inni sem
úti.
Þeir geta ekki tekið
okkur alvarlega
- segir Atli Eðvaldsson landsliðsfyrirliði
Þetta er brandari. Meirihluti
okkar hefur varla leikið sfðan
íslandsmótinu lauk f byrjun septem-
ber og nú emm við hingað komnir
til að leika gegn
Steinþór Sovétmönnum á
Guðþjartsson þeirra heimavelli og
skrifarfrá ég heyri að það sé
Sovétríkjunum uppge,t & ,eikinn, Ég
skil ekki þennan áhuga, því hjá
þeim hlýtur leikurinn að vera forms-
atriði og þeir geta ekki tekið okkur
alvarlega," sagði Atli Eðvaldsson,
fyrirliði íslenska landsliðsins, við
Morgunblaðið eftir æfínguna í gær.
Atli sagði að ekki væri hægt að
bera þessi lið saman. „Sovétmenn
em með eitt af Qórum eða fímm
bestu landsliðum heims, en við emm
að miklu leyti með áhugamannalið.
Þeir hafa æft og leikið mikið saman
en fyrir okkar átta leiki í Evrópu-
keppninni höfum við verið sextán
daga saman, tvo daga fyrir hvem
leik. Þetta er hlægilegt og ég held
að leiknum megi líkja við heims-
styijöld þar sem við emm skot-
markið. Þeir koma með látum,
aðalatriðið er að lifa þetta af,“ sagði
Atli.
Atli vildi samt ekki útiloka krafta-
verk. „Við vitum að allt getur gerst
í fótbolta. Þetta er ömgglega erfíð-
asti leikur íslands frá upphafi, en
sem fyrr verðum við að halda haus.
Ég viðurkenni hins vegar að ef við
komum vel frá þessum leik hlæ ég
þar til ég verð kominn úr landi og
jafíivel lengur," sagði fyrirliðinn.
OLYMPIUNEFND
VISA styrkir Olympíuliðið
ÁRIÐ1988 er Ólympíuár og
mesta íþróttahátíð sögunnar
verður haldln í Calgary f Kan-
anda og í Seoul f Suður-
Kóreu. VISA ísland mun á
næstunni dreifa áskorun til
allra korthafa sinna og hvetja
til stuðnings f verki með þvf
að borga Iftilræði á mánuði
til Ólympfunefndar fslands.
essi stuðnigur VISA/ísland
er mikilvægur fyrir Ólympíu-
nefnd íslands sem standa þarf
kostnað af ferðum og uppihaldi
keppenda á ólympíuleika. Allt
söfnuarfé rennur óskert til ólypíu-
liðsins.
VISA Intemational er styrktarað-
ili að Ólympíuleikunum og mun
VISA-kortið verða opinbert
greiðslukort leikanna. VISA ís-
land og nokkrar stærstu sport-
vömverslanir landsins hafa tekið
höndum saman um að efla ólypiu-
liðið til dáða með því að veita
sameiginlega af þeim kaupum í
þeim verlunum með VISA-kort,
allt að 1 prósent af viðskiptum
fram að ólympíuleikum.
Þeir korthafar VISA sem veita
mánaðrlegt framlag til Ólympíu-
liðsins fá Ólympfubarmmerki
sent. Þeir geta líka dottið í lukku-
pottinn, því að dregið verður úr
nöfnum/kortnúmemm stuðnings-
aðila annað slagið um ýmsan
glaðning. Þar á meðal um ferð
fyrir tvo á Ólympíuleikana f Seoul.
KNATTSPYRNA
Tryggvi í Val
Jón Gunnar Bergs einnig til félagsins
TRYGGVI Gunnarsson, sem
leikið hefur með KA á Akur- áf'" j
eyri sföastliðin þrjú ár, hefur ■ ,
ákveðið að ganga til liðs við
íslandsmeistara Vals og gekk
á laugardaginn frá fólaga-
skiptum sfnum.
\
Tryggvi, sem er aðeins 22 ára
að aldri, skoraði mikið af
mörkum fyrir lið ÍR í neðri deild-
unum á sínum tíma. í fyrra
skoraði hann 28 mörk fyrir KA í
2. deildinni, en í sumar, er hann
lék í fyrsta skipti i 1. deild, skor-
aði Tryggvi 4 mörk í 17 deildar-
leilcjum.
í samtali við Morgunblaðið sagði
Tryggvi sig hafa langað að breyta
til. „Eg vildi komast til Reykjavík-
ur aftur." En skildi það hafa skipt
máli hvaða félag hann valdi að
Hörður Helgason, sem þjálfaði
KA í sumar, hefur verið ráðinn
til Vals? „Já, það skipti máli. Ég
tel Hörð mjög góðan þjálfara. En
ég vil taka fram að Hörður ræddi
ekki við mig að fyrra bragði. Ég
hringdi f hann og sagðist hafa
áhuga á að skipta," sagði Tryggvi.
Þess má geta að Tryggvi verður
ekki að stfga sín fyrstu spor með
Val næsta sumar, hann lék með
félaginu í 6. flokki á sínum tíma,
MorgunWaðifi/Skapti
Tryggvl Gunnarsson, ásamt
Eggerti Magnússyni, formanni
knattspymudeildar Vals, eftir að
hafa skrifað undir félagaskiptin á
laugardaginn.
áður en hann fór f ÍR!
Þá hefur Jón Gunnar Bergs
ákveðið að snúa aftur til Vals
eftir nokkura ára fjarvem. Jón
Gunnar lék síðastliðin tvö keppn-
istímabil með Selfyssingum ogþar
áður var hann hjá Breiðabliki í
Kópavogi. Jón Gunnar lék á sínum
tíma 15 leiki í 1. deild með Val.
Steinþór
Guðbjartsson
skrifarfrá
Sovétrikjunum
■ GUÐMUNDUR Steinsson
var í viðbragðsstöðu alla sfðustu
viku sem 17. maður landsliðshóps-
ins. Þegar liðið hélt til London á
laugardag var ekki
vitað hvort Amór
Guðjohnsen væri
heill og fór Guð-
mundur því með út
án þess að vita hvort hann færi
áfram til Sovétríkjanna eða aftur
heim. Hann var samt sallarólegur,
en um kvöldið varð ljóst að Amór
færi hvergi vegna meiðsla og Guð-
mundur er því f Simferopol.
■ KEITH D’Arcy hefur skipu-
lagt margar ferðir fyrir KSÍ og sá
um ferðina til Sovétríkjanna. Hann
tók á móti hópnum í London og
sagðist oft hafa lent í vandræðum,
en aldrei fyrr hefði gengið eins erf-
iðlega að ganga frá öllum málum.
Allt fram á síðustu stundu átti lið-
ið, í óþökk KSÍ, að fara frá
Simferopol til Moskvu með viðkomu
í Kharkov, strax eftir leik í leigu-
flugi, sem tekur fjóra klukkutíma.
Þessu tókst að breyta á laugardag-
inn, og var hópurinn kominn inn í
beint áætlunarflug sem tekur tvo
tíma. í gær var hins vegar sagt að
hópurinn færi ekki með áætlun,
heldur í leiguflugi, og em menn
allt annað en sáttir við það. Von-
andi tekst Gylfa Þórðarsyni og
Þór Sfmon Ragnarssyni, stjómar-
mönnum KSÍ og fararstjómm, að
breyta þessu aftur og fá sitt fram,
en ef það tekst ekki, kemur hópur-
inn svefnlaus til London.
■ SÆVAR Jónsson fer til ís-
lands eftir landsleikinn. Sem
kunnugt er hafði franska 1. deildar-
liðið Niort áhuga á að fá Sævar
til liðs við sig og var hann því í
Belgíu alla síðustu viku. Ekkert
varð úr samningum og sagðist
Sævar ætla að hugsa næsta leik
vandlega heima, en KA vill fá hann
sem þiálfara og leikmann.
■ ÖMAR Torfason og Bjarni
Sigurðsson vom ekki á æfíngunni
í gær. Þeir komust ekki með hópn-
um til Moskvu vegna leikja með
Guðmundur Stalnsson vissi ekki
fyrr en hann var kominn til London
hvort hann færi til Sovétríkjanna eða
ekkil
félagsliðum sínum, en lentu í Sim-
feropol seint í gærkvöldi ásamt
Steini Halldórssyni, stjómar-
manni KSÍ. Þeir áttu að koma í
beinu flugi um sjöleytið en áætlun-
inni var breytt, taka þurfti upp
farþega á leiðinni, og seinkaði ferð
þeirra um fjóra klukkutíma fyrir
vikið.
■ LÁRUS Guðmundsson lék
loks með Kaiserslautem um helgina
er liðið vann Blau Weiss Berlin í
bikarkeppninni og átti afleitan dag,
að eigin sögn, eins og reyndar allt
liðið. Lárus hefur lítið fengið að
leika með liðinu og ekki em líkur
á að það breytist á næstunni. Bæði
vegna þess að hann lék ekki vel
þegar hann fékk tækifærið og eins
vegna landsleiksins á morgun. Lár-
us missir úr æfíngar alla þessa viku
og á jafnvel á hættu að detta út
úr hópnum fyrir nsæta leik.
■ SAGT er að mikill rígur sé á
milli Akureyrarfélaganna Þórs og
KA en sá rfgur er ekki til staðar á
milli landsliðsmanna félaganna.
HaUdór Áskelsson og Þorvaldur
Örlygsson em saman á herbergi á
Hotel Moskva hér í Simferopol og
fer vel á með þeim, eins og vera
ber þjá leikmönnum í sama liði.