Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 4

Morgunblaðið - 27.10.1987, Síða 4
4 B jMorgnnMnMa /ÍÞRÓTTIR ÞRŒMJDAGUR 27. OKIÓBER 1987 HANDKNATTLEIKUR / LANDSLIÐIÐ í SVISS Austur-Þjódveijar sigruðu á mótinu íslendingar í öðru sæti eftir tvo sigurleiki Island varð f öðru sæti á eftir Austur-Þýskalandi á fjögurra þjóða mótinu í handknattleiks sem lauk f Sviss á sunnudaginn. íslend- ingar unnu Svisslendigna á laugar- daginn, 19:18 og Austurríki á sunnudaginn með 27 mörkum gegn 23 en töpuðu fyrir Austur-Þjóðveij- um í fyrsta leiknum á föstudags- kvöldið, 22:24. Austur-Þjóðverjar tryggðu sér sig- ur í mótinu er þeir unnu Svisslend- inga f hörkuleik, 17:16, á sunnudaginn. Að sögn Guðjóns Guðmundssonar, liðsstjóra íslenska liðsins, voru Svisslendingar óheppn- ir að vinna ekki Austur-Þjóðveija því þeir hafi verið yfír nánast allan leikinn. Staðan í hálfleik var jöfn, 9:9. A-Þjóðveijar skoruðu síðasta markið á lokasekúndunum. „Þetta var fyrsta og fremst æfínga- mót og markmiðið var að vinna tvo leiki og það tókst," sagði Guðjón. „Úrslitin f mótinu skipta í sjálfu sér ekki máli. Aðalatriðið er að strák- arnir komi saman og leiki saman. Við sjáum það eftir þessa keppni að við eigum góða möguleika á móti þeim bestu þó svo að liðið hafí ekki komið saman sfðan f sum- ar. Við verður að undirbúa okkur vel fyrir hvert mót sem við tökum þátt í. Stefnan er að standa sig á Ólympíu- leikunum og það er jú það sem skiptir máli. Strákamir eiga erfítt verkefni fyrir höndum en þeir eru allir staðráðnir í að leggja sig alla fram. Það er liðin tíð að ekki sé reiknað með okkur í toppbarát- tunni,“ sagði Guðjón. Keystone Frá slgurlelknun> gegn Svisslendingum á laugardaginn. Það er René Barth (númer 10) sem stekkur inn í teiginn, en Þorgils CÍttar Mathiesen, fyrirliði íslenska landsliðsins, sem stöðvar hann. Aðrir á rnyndinni eru, frá vinstri: Martin Rubin, Alfreð Gfslason, Roger Keller og Gair Sveinsson. Siggi Sveins fórá kostum - er íslendingar sigruðu Austur- ríkismenn í síðasta leiknum. Islendingar unnu Austurríksmenn nokkuð auðveldlega, 27:23, í síðasta leik sínum á mótinu í Sviss á sunnudaginn. Staðan í leikhléi var 12:10 fyrir ísland. Sigurður Sveins- son átti stórleik og skoraði alls 8 mörk með langskotum. Lokastaðan Úrslit í landsleikjunum f hand- knattleik í Olten í Sviss voru þessi: Igland — A-Þýskaland....22:24 Sviss — Austurrfki......18:18 A-Þýskaland — Austurríki ....26:16 Sviss — ísland...._................18:19 Austurrfld — Island................28:27 Sviss — A-Þýskaland.....16:17 Lokastaðan: A-Þýskaland...8 8 0 0 67:54 6 fsland...........8 2 0 1 68:65 4 Sviss............8 1 0 2 52:49 2 Austurrfld.......8 0 0 8 52:71 0 íslenska liðið átti í basli með Aust- urríkismenn í fyrri hálfleik sem var nokkuð jafn. Sjálfsagt hafa íslensku strákamir vanmetið Austurríkis- mennina og það kann ekki góðri lukku að stýra. í seinni hálfleik tóku svo íslending- ar af skarið og náðu fljótlega fímm marka forskoti og héldu því út leik- inn. Sigurinn var aldrei í hættu í seinni háifleik og slökuðu íslensku strákamir á undir lokin. Sigurður Sveinsson blómstraði í þessum leik. Hann skoraði alls 8 mörk. Mörg þeirra vom stórglæsi- leg og kunnu áhorfendur vel að meta þmmuskot hans. Kristján Arason lék einnig vel. Alfreð Gísla- son, Bjami Guðmundsson og Guðmundur Hrafnkelsson hvíldu í þessum leik.' Mörk íslands: Sigurður Sveinsson 8, Kristján Arason 7, Þorgils Óttar 4, Júlíus Jónasson 3, Karl Þráinsson 3, Sigurður Gunnarsson og Páll Ólafssoii eitt mark hvor. Sterkir í vörninni Geir Sveinsson, Bjami Guðmundsson (4) og Krislján Arason reyna hér að stöðva eina svissnesku skyttuna, Alex Ebi, f leik þjóðanna á laugardagskvöldið í Aarau. Númer 10 René Berth. Góður endasprettur nægði gegn Sviss Leikur íslands og Sviss, sem fram fór á laugardaginn, var mjög jafn og spennandi allan tímann. Sviss hafði þó oftar foryst- una og leiddi í hálfleik, 11:9. En íslendingar áttu góðan endaspreftt og stóðu uppi sem sigurvegarar, skomðu 19 mörk gegn 18. Svisslendingar vom staðráðnir í því að vinna ísiendinga loks eftir sjö ár og lögðu allt f leikinn. Þeir byij- uðu vel og vom 2 - 3 mörkum yfír í fyrri hálfleik. í síðari hálfleik kom Einar Þorvarð- arson í markið fyrir Guðmund Hrafnkelsson sem stóð í markinu í fyrri hálfleik. Einar varði mjög vel í seinni hálfleik, alls 8 skot. Þessi frammistaða Einar hjálpaði fslenska liðinu til að jafna og sfðan vinná leikinn með einu marki. Leikurinn var vel spilaður af beggja hálfu. Svisslendingum hefur farið mikið fram og em nú með geysilega sterkt lið. Þeir hanga mikið á bolt- anum í sókninni og reyna að nýta þær, enda er skor þeirra mjög lágt. „Það var mikilvægt fyrir okkur að halda boltanum og gera eins fá mistök og okkur var frekast unnt. í fslenska liðinu er valinn maður f hveiju rúmi og breiddin mikil," sagði svissneski þjálfarinn, eftir leikinn. Einar Þorvarðarson og Guðmundur Guðmundsson stóðu sig best íslensku leikmannanna í þessum leik. Mttrk fslands: Þorgils óttar Mathiesen 5, Guðmundur Guðmundsson 4, Bjami Guð- mundsson 8, Alfreð Gfslason 8, Sigurðu r\________o___Tr__A »nonn 1

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.