Morgunblaðið - 27.10.1987, Page 6
6 B
ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
FIMLEIKAR KVENNA / HEIMSMEISTARAMÓTIÐ í HOLLANDI
Reuter
SigurgleAi
Reuter
Nýbökuðum heimsmeistara í flölþraut kvenna, Aurelíu Dobre, er hér hampað af þjálfara rúmenska landsliðsins eftir að ljóst var að hún
hafði sigrað á HM í Rotterdam. Sigurgleðin leynir sér ekki í svip þeirra. Á innfelldu myndinni efst til vinstri sést Aurelia Dobre í æfingu
á jafnvægisslá sem hún hlaut einkunnina 10.00 fyrir. Á myndinni hér til hliðar má svo sjá Kristie Phillips helsta von bandaríkjamanna á HM,
en hún komst ekki í fjölþrautarúrslitin.
Rúmensku stúlkumar
unnu flokkakeppnina
Hin unga Aurelia Dobre frá Rúmeníu sigraði óvænt ífjölþraut
RÚMENSKU stúlkurnar stöðvuðu margra ára langa sigurgöngu
sovóska liösins þegar þœr unnu upp forskot sovésku stúlknanna
úr skylduœfingunum og sigruAu aA lokum meA 0.45 stiga mun.
ÞaA er mjög sterkt HA sem þœr hafa um þessar mundir, meA
hina margreyndu Ekaterinu Szabo sem fyrirliAa, Evrópumeistar-
ann Danfelu Silivas, Eugeniu Golea, Cameliu Voinea og, síAast
enn ekki sfst, nýbakaAann heimsmeistara í fjölþraut kvenna,
Aureliu Dobre.
Eg er yfir mig hamingjusöm,"
sagði Aurelia Dobre, sem verð-
ur 15 ára í næsta mánuði, þegar
hún hafði tekið við gullverðlaunun-
ggm um ásamt félögum
Jónas sínum í rúmenska
Tryggvason liðinu. Sovéski
skrifar landsliðsþjálfarinn,
Andrei Rodionenko,
kenndi reynsluleysi um þegar hann
var spurður um ástæður fyrir ósigri
sovésku stúlknanna. „Þetta er
yngsta sovéska liðið sem hefur
keppt á HM,“ sagði hann.
Au8tur-Þjóðverj ar komu svo í þriðja
sætið eins og í karlakeppninni, með
mjög jafnt lið. Það má geta þess
að 15 efstu stúlkur í liðakeppninni
komu eingöngu frá þessum 3 lönd-
um.
Fjölþraut
Keppnin í flölþraut var mjög spenn-
andi og kunnu hinir fjölmörgu
áhorfendur, sem fylltu Ahoy Arena
íþróttahöllina í Rotterdam, það vel
að meta. Aurelia Dobre, sem hafði
forystu í forkeppninni, gaf ekkert
eftir og sigraði örugglega með einni
hæstu einkunn sem hefur sést í fím-
leikum, 39.875 (10.00,9.975,9.
925,9.975). Aurelia er ekki alveg
óþekkt í fímleikaheiminum því fyrir
rúmu ári síðan deildi hún þriðja
sætinu á EM unglinga í Karlsruhe
ásamt Aleftinu Pijakhinu. Elena
Shushunova (Sovétríkjunum) varð
í öðru sæti í fjölþrautinni um helg-
ina og hlaut 10.00 fyrir gólfæfing-
ar, en eingöngu voru tvær tíur í
Qölþrautarúrslitunum. Evrópu-
meistarinn frá því í vor, Daníela
Silivas, varð svo í þriðja sæti. Hin
efnilega Svetlana Baitova (Sov-
étríkjunum) varð í 4. sæti, og landi
hennar, heimsmeistarinn síðan
1985, Oksana Omelianchik, lenti í
5. sæti. Þijár a-þýskar stúlkur
komu svo í 6. - 8. sæti og þeirra á
meðal hin reynda Martina Jentsch.
Ekaterina Szabo (Rúmeníu) sem
var í 5. sæti fyrir fjölþrautina hafn-
aði í því 14. eftir heldur slaka.
frammistöðu. Laura Munjos sem
sigraði á Reykjavík Invitational í
mars síðastliðnum, var í 18. sæti
fyrir úrslitin en ég hef ekki frétt
um lokastöðu hjá henni.
ÚrslK á áhöldum
Stúlkur frá Sovétríkjunum, Rúm-
eníu og A-Þýskalandi hirtu öll
verðlaunin fyrir einstakar æfíngar.
Silivas og Shushunova sýndu full-
komnun þegar þær deildu með sér
gullverðlaununum fyrir gólfæfíng-
ar, báðar hlutu 10.00 og höfðu
10.00 fyrir úr liðakeppninni.
Stökk
Shushunova var í góðu formi og
sýndi mikla ró þegar hún sigraði
af öryggi í úrslitum í stökki. Rúm-
ensku stúlkumar Eugenia Golea og
Aurelia Dobre komu næstar. Dobre
hafði hlotið 10.00 fyrir stökkið sitt
daginn áður en Golea hafði af henni
silfrið.
Tvfslá
Daníela Silivas og Doerte Thumml-
er (A-Þýskalandi) urðu efstar og
jafnar með 19.925 og aftur keyrði
Shushunova af stakri ró og lenti í
3. sæti. Dobre og Baitova komu svo
í fjórða sæti.
Jafnvæglsslá
Aurelia Dobre hlaut 10.00 fyrir
æfinguna sína á slánni og þar með
gullið. Shushunova er iðin við kol-
ann og tók silfrið hér þó svo að hún
hafi verið í 4. - 5. sæti fyrir úrslit-
in. Gamla kempan Szabo deildi
bronzinu með Evrópumeistara ungl-
inga síðan í fyrra, Svetlönu Bog-
inskaja.
Gótfaafingar
Eins og fyrr sagði hlutu þær Shus-
hunova og Silivas 20.00 samtals í
gólfæfíngum. Aurelia Dobre kom
svo í þriðja sæti.