Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 8

Morgunblaðið - 27.10.1987, Side 8
8 B 3»UrannbtnÍ>i& /ÍÞRÓTTIR ÞRŒUUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 KLETTAKLIFUR ílóð- iveröld KEPPNISANDI og metnaður eiga sterk ítök í manninum. Þörfin aö sanna sig fyrir sér og öörum eða vera betri er vei þekkt og raunar er ekki hœgt aö lasta þennan eiginleika. Keppt er í öllu á mögulegum sem ómögulegum sviðum. Daglega fœra fjölmiðlar fróttir af hinum ýmsu afrekum og metum sem sett eru. Þó aö f réttirnar séu oftast til aö koma einstakiingum einhverra íþrótta- greina f sviösljósiö þá má ekki gleyma þeirri staðreynd sem öllum œtti aö vera fyrirmynd, hversu fjölhœfur mannslfkaminn er. Eftir Snævarr Guðmundsson Klettaklifur er ein þeirra íþrótta sem lítið hefur borið á en lifað hefur og dafnað vel á hugsjóninni einni saman. Hún á sér afar langa sögu en hefur á síðasta áratug verið að btjóta sig úr viðj- um hefðarinnar með nýrri kynslóð klifr- ara, sem beint hafa sjónum sínum að nýstárlegum markmiðum. Þessi markmið.hafa fært klifur inn í nýj- an farveg — fríklifur. Klifrið fer þannig fram að klifrað er á eigin afli, án aðstoðartækja, að frátöldum öryggisútbúnaði. Þannig verður klettaklifrið hvað náttúrulegast, maðurinn gegn berginu. Með þess- ari tegund klifurs hefur klettaklifur klofnað að vissu leyti frá Qalla- mennsku, enda þarf ekki nauðsyn- lega að halda til fjalla til að finna viðfangsefni, hamra og berg má jú fínna annars staðar, líka við sjávar- mál. Fyrir vikið hafa vinsældir íþróttarinnar og getan aukist og samkeppnin hefur einnig harðnað. Fjölmiðlar hafa veitt henni meiri athygli, ekki síst eftir að farið var að keppa í greininni. Æft alK áriö Klifraramir sem keppa eru íþrótta- menn sem þjálfa sig allan ársins hring í hamraveggjum, á jgrettistök- um og í fímleikasölum. Arangurinn skilar sér í afar erfíðum klifurleið- um, fimleikum á einum eða tveimur fíngrum, sannkölluðum ballett f lóð- réttri veröld. Klettaklifurkeppr.i er samt ekki ný af nálinni. Um alliangt skeið hafa Austantjaldsþjóðir haldið keppni í hraðklifri, þar sem sá fljótasti sigr- ar. Sú keppni hefur hlotið mikla gagnrýni á Vestur-löndum enda hefur ekki þótt hæfa að keppa í íþrótt þar sem tekist er á við stærri og erfíðari keppinauta en manninn. Sovétmenn vildu þó koma keppninni inn á sjálfa Ólympíuleikana og hver veit nema að svo verði í náinni framtíð. Á þessum áratug hefur verið keppt í klettaklifri víðsvegar í Vestur- Evrópu. Það hefur þó ekki snúist um hraðklifur heldur klifurgetu og stíl. Þrátt fyrir það hafa gagnrýnis- raddimar sjaldan verið háværari. í fjallamennskunni em hefðir og sið- fræði ríkjandi og keppni af þessu tagi fellur ekki inn í. Keppni fylgir nefnilega fjölmiðlafár og fólks- mergð, aðstandendur og framleið- endur fylgja eftir með augiýsinga- herferðum. Afleiðingin er sú að íþróttin veltir háum fjárhæðum sem, eins og flestir vita, er ætlast til að skili sér aftur. Þar með er göfug íþrótt og óspillt komin inn í peningavélina og hugsjónin ekki lengur leiðarljósið. Þetta er best skýrt með orðum rithöfundarins Oscars Wilde; „Hver maður drepur það sem hann unni." Á síðustu árum hefur keppni í klettaklifri verið æ meira í sviðsljós- inu, ekki síst vegna þess hve gagnrýnd hún hefur verið. Stór keppni hefur verið haldin utanhúss sem innan, bæði í Frakklandi og Ítalíu. Samkomur þessar eru vissu- lega athyglisverðar ekki sfst fyrir þá sök að þá koma saman bestu klettaklifrarar heimsins, karlar og konur sem leiða saman hesta sína og keppa á mörkum mannlegrar getu. Það þýðir að vettvangurinn er ekki aðeins alþjóðlegur íþróttaat- burður heldur einnig viðburður þar sem sjá má klifur eins og það best getur gerst. Stœrsta keppnl árslns fór fram (Arco á Ítalíu Stærsta keppni ársins, Sport Rocc- ia-keppnin, fór fram í þorpinu Arco á Ítalíu dagana 19.—20. september síðastliðinn. Arco er við nyrðri enda Garda- vatnsins, í Trentino-héraði, mið- svæðis í ítalfu.'Þó að þorpið sé við rætur Dólómíta-fjallanna er það aðeins í um 90 metra hæð yfír sjó. Þorpið er byggt í hálfhring um- hverfís feiknahátt bjarg sem rís um 300 metra yfír það. A tindi þess trónir svo mikill sögufrægur kast- ali. í Arco er ýmislegt hægt að gera sér til dægrastyttingar, eins og að synda, sigla á seglbretti, fara í gönguferðir um sögufrægar slóðir og að sjálfsögðu að stunda kletta- klifur — jafíivel inni í miðjum bænum. Og einmitt þar, í hamra- þili Rupo di Arco-bjargsins, fór fram hluti „Rock Master“-keppn- innar sem leggja má að jöfnu við heimsmeistarakeppni. Undirbúningur keppninnar hafði staðið lengi yfir. Allt var skipulagt út í ystu æsar. Fjöldi ferðamanna, klifrara og fréttamanna í bænum jókst að miklum mun í vikunni fyr- ir keppnina. Þeirra á meðal voru margir heimsþekktir eins og til dæmis Reinhold Messner, sem klifið hefur alla tinda heimsins sem rísa yfír 800 m. Fyrirlestrar, fundir og myndasýningar voru haldnir hvert kvöld en auk þess voru keppendur mættir til þorpsins og stunduðu æfíngar á klifursvæðum umhverfís það og vakti það einnig forvitni fólks sem fylgdist með. Keppnissvæðið var þá þegar tilbúið. Andspænis hamraveggnum, þar sem prófraunimar áttu að fara fram, var stórt svæði þrískipt. Næst berginu var svæði prófdóm- ara og gæslumanna afgirt, þá afmarkað svæði fyrir fréttamenn og sjónvarpsstöðvar og loks svæði fyrir áhorfendur, bæði stæði og pallur. Á hamraveggnum, í neðri hluta Morgunblaðið/Snœvarr Stofan Qlowacs, Vestur-Þjóðvezj- inn sem sigraði örugglega í keppni karlanna, gefur aðdánda sínum eigin- handarárítun. Morgunblaðið/Snœvarr Þogar kappantf I kemst ekki lengra, eða verður á mistök, fellur hann nið- ur. En hann fellur aðeins nokkra metra, þar sem hann er festur í örygg- islinu, eins og sést á myndinni hér að ofan er Isabelle Pattisier, frá Frakkl- andi, felliu- niður. Hún varð í þriðja sæti f keppninni. Hér til vinstri er Robert Cortijo í hvildarstöðu. Slappar aðeins af í þverhníptum hamrinum. bjargsins, voru fjórar klifurleiðir markaðar á milli slitróttra lína sem teiknaðar höfðu verið á bergið. Til- gangur þeirra var sá að út fyrir þær máttu keppendur ekki seilast eftir hand- eða fótfestu. Til hliðar við þær hafði veríð komið fyrir borða sem á var markaður metrakvarði. Á honum mátti sjá hversu hátt keppendur klifu. Ekki var um að villast að prófraunimar voru ótrú- lega erfíðar og kölluðu á mikla klifurtækni. Kletturinn var að sjá sléttur og felldur og hve rgi greini- leg höld. Að auki slútti bergið fram yfír sig, allt upp í 120°' MJúklr skór og pokl moö flmloikaluilkll Keppnisreglumar voru líka skýrar og skorinortar. Krppandi klifrar einungis á þeim festum sem bergið býður. Hans leyfí'egi útbúnaður í kiifrið eru mjúicii klifurskór, poki með fímleikakalk'. í, sem gerir hend- ur stamar og kemur í veg fyrir sveitta lófa. Að auki er hann bund- inn í línu sem tryggir að fall frá berginu verður ekki of langt. Til þess er sterkum þensluboltum borað inn í bergið með 2—5 metra milli- bili sem klifrarinn tengir línuna við á leiðinni upp. Klifrarinn má þó ekki taka í þessar tryggingar og hvfla sig eða njóta stuðnings af línunni á einhvem hátt, því þá telst tilraunin ógild. Að lokum þarf að klifra með sér- stökum stfl. í fyrri keppnisleiðum (tvær leiðir fyrir karla og tvær fyr- ir konur) er keppendum ætlað að klifra „án fyrirvara", sem þýðir að þeir mega á engan hátt skoða leið- ina fyrirfram og sjá þannig út lykilhreyfíngar. Einnig var kepp- anda aðeins leyfilegt að gera eina tilraun við þá leið, þannig að þegar hann féll taldist klifín vegalengd frá hæstu náðu handfestu. Seinni leiðimar, sem voru erfíðari, máttu keppendur skoða, fylgjast með öðmm keppendum kljást við þær og einnig prufuklifra fyrir keppni. Þeim var einnig leyfílegt að reyna eins oft við þær og þeir vildu í keppninni, en sökum þess hve erfíðar þær voru reyndi aðeins lítill hluti keppenda aftur. En hversu erfitt var það? Eins og allir vita getur klifur, hvort sem er í ís eða bergi, verið miserfítt. Og þar sem lýsingarorð em oft á tíðum ekki nægjanleg þegar skýra á út hversu erfítt það sé hafa fjallamenn komið sér upp gráðukerfum sem segja til um erfiðleikana. Kvarði rís frá 1-2-3 ... og upp f 8 í gráðu- kerfí sem franskir klifrarar nota og verður notað hér. A, b og c bætast svo við á töluna upp úr 6 og greinir enn betur á milli erfið- leikanna. Gráða 1 er auðveldust og sem dæmi um hana má segja að þar séu hendur notaðar til stuðn- ings. í gráðu 3 em hand- og fótfestar orðnar af skomum skammti, og því erfiðari sem leiðim- ar verða hækkar gráðan. Þegar í gráðu 6 er komið er klifur orðið það erfítt að sérhæfíng hefst. Klifr- ari verður að hefja mikla þjálfun og undirbúning. Ofar í gráðukvarð- anum hefst samfelld þjálfun allan ársins hring, bæði andleg og líkam- leg. Þar em klettaklifurleiðir orðnar svo erfiðar viðfangs að jafnvel venjulegur fjallgöngumaður getur ekki einu sinni byijað á þeim! Þættir sem skapa gráðuna em; bratti, stærð halda og Qarlægð á milli þeirra, tækni við framkvæmd hreyfinga og framhald af þeim. Þannig geta ólíkar leiðir fengið sömu gráðu. Rúm fyrlr hálfa hjúku eins tll tvoggja flngra Á íslandi er erfíðasta klettaklifur- Ieið sem klifín hefur verið af gráðu 6c/7a. í keppninni vom leiðir 8a og 8b/c fyrir karla og 7c og 8a fyrir konur. Af gráðu 8b/c em að- eins til ijórar leiðir í öllum heiminum 3W»r8Mnbb>Íii& /ÍÞRÓTTIR ÞRIÐJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987 B 9 w Morgunblaðið/Snœvarr Guðmundsson A brattan að sækjal Eins og giögglega sést á þessari mjmd er það ekkert grín að klifra upp snarbratta kletta. Hér er það Martin Atkinson, einn keppendanna á Sport Roccia ’87 á Ítalíu, sem spreytir sig í brautinni — gengur upp snarbrattann hamarinn. Martin varð fimmti í keppninni. sem klifnar hafa verið. Handfestur em þá ekki 'stærri en það að aðeins hálf kjúka eins til tveggja fíngra rúmast fyrir þar og þá þarf að teygja sig ef til vill einn metra til að ná næstu handfestu sem er af svipaðri stærð. Og það sama gildir fyrir fætur. Og þetta er framkvæmt í slúttandi bergi, hátt fyrir ofan jörð! Að morgni laugardagsins 19. sept- ember hófst keppnin. Þá vom dómarar búnir að koma sér fyrir til hliðar við leið karla. Sú leið var 17,40 m há, slútti fram yfír sig um 120° síðustu 10 metrana, og var gráðuð 8a. Áhorfendasvæðið var þegar orðið fullt af fólki. Söiutjald var að sjálfsögðu við hliðina á því og seldi þar „klettabjór, klettasam- lokur" og ýmislegt fleira eins og við mátti búast á keppnisstað. I öðm tjaldi hafði verið komið fyrir sjónvarpstæki þar sem áhorfendur gátu séð klifrarana í nærsýn. Fyrstur keppenda var Bretinn Jerry Moffat sem var um tíma talinn besti klettaklifrari Bretlands. Hann skapaði leiðina „Revelation" sem er í dag talin ein erfíðasta leiðin í Bretlandi, gráðuð E7 6c sem myndi yfírfærast í 8a/b í franska gráðu- kvarðanum. Moffat hafði þjáðst af tennisolnboga síðustu árin en var að ná sér upp að nýju. Klifurstfll hans var góður og hraður og náði hann upp í 11,13 m áður en hann féll. Alan Watts var næstur. Watts er frá Bandaríkjunum og er í dag tal- inn einn besti klettaklifrari þarlend- is. Hann hefur verið einna iðnastur við að skapa leiðir í Smiths Rocks í Colorado, þar á meðal 8b leið. En kalkgrýtið átti hér ekki við hann og féll hann í 10,75 m. Næstu tveir keppendur náðu sömu hæð og Moffat. Það var greinilegt að þar var lykilhreyfíng sem erfítt var að eiga við. Hreyfing sem í fólst löng teygja í miklu slútti. Féllu þeir út frá berginu er þeir reyndu að ná í handfestu í mikilii fjarlægð. En fímmti keppandinn, Jaky Go- doffe sem er 31 árs Parísarbúi, varð fyrstur til að yfirstíga hana. Godoffe er sérhæfður í klifri á Grettistökumí Fountainbleu sem er rétt sunnan Parísar. Það hefur gef- ið honum ótrúlega klifurtækni sem kom honum að góðu nú. Með fögr- um stfl kleif hann fimlega upp fyrir. Þegar aðeins einn metri var eftir af leiðinni féll hann óvænt, tók langt fall, um 8 metra, áður en línan stöðvaði hann. Næstu fjórum keppendum gekk ekki eins vel og náðu hæst 11,25 m. Tiundi keppandinn, Jean Babtiste Tribout, er í dag ein skærasta stjaman í klettaklifri, og er með merkan feril að baki. Fyrir utan að hafa klifrað ótal leiða erfiðari en 8a þá er hann einna þekktastur fyrir að hafa skapað eina af Qórum 8b/c leiðum heimsins, í Smiths Rocks í Colorado. Leiðina „To bolt or not to be“, sem er um 40 metra löng, tók hann um 3 vikur að fínna út! Tribout kleif lykilhreyfínguna, en fann ekki framhaldið úr henni og féll í 12,60 metra hæð. Næstu átta klifrurum (þar á meðal voru mörg þekkt nöfn) gekk mis- vel. Einn kleif aðeins tæpa fimm metra og öðrum tókst þó að ná upp í 11,81 metra, rétt upp fyrir lykil- hreyfinguna. Stefan Qlowacs kleif alla leiö, yfirvagaö og örugglaga Keppandi númer 19, Stefan Glowacs, var eini v-þýski keppand- inn. Glowacs er aðeins 22 ára gamall en afar snjall og útsjónar- samur klifrari. Hann hefur til dæmis sigrað tvisvar í klifurkeppni. Hann sýndi svo sannarlega fram á getu sína hér og kleif áfallalaust leiðina til enda, 17,40 m, hratt, yfirvegað og örugglega. Þar með náði hann fyrsta sætinu í keppninni og var vel að því kominn. Þeim keppendum sem á eftir komu gekk ekki vel í þessari fyrri lotu keppninnar. Þar á meðal Marc LeMenestrel, einn fárra 8b/c klifr- ara heimsins. Menestrel hefur meðal annars klifrað 7c/8a leið með bundið fyrir augun, og klifíð 8a leið einsamall án öryggisútbúnaðar. Að lokinni karlakeppninni tóku stúlkumar við. Það var vitað fyrir- fram að keppnin myndi standa á milli þriggja kvenna. Frönsku stúlk- unnar Isabelle Pattissier, ítölsku stúlkunnar Luisa Jovanne og hinnar amerísku Lynn Hill. í kvennaflokki voru aðeins 8 stúlkur, en flestar mjög þekktar. Fyrri klifurleið þeirra var gráðuð 7c og var 17,80 m há. Hinar þijár fyrmefndu báru af og að loknum fyrri keppnisdegi var staðan sú að þær vom allar jafnar í fyrsta sæti og höfðu lokið við leið sína að fullu. Þar mátti því búast við harðri keppni daginn eftir og mun meiri spennu en í karlakeppn- inni. Sunnudaginn 20. september fór svo seinni hlutinn fram, sem skera mundi úr um hveijir yrðu sigurveg- arar Sport Roccia ’87. Síðari leið karla var fyrst á dag- skrá. Hún var gráðuð 8b/c og var 20,75 m á hæð. í þessa leið mátti nota flest tiltæk ráð til að klífa, þ.e.a.s. keppendur máttu fylgjast hver með öðmm, vega og meta hreyfingar og rejma eins oft og þeir gátu. Einnig höfðu þeir fengið eina tilraun hver f vikunni áður til að klifra leiðina. í þessari leið yrði þó tími einnig tekinn auk kiifínna hæðarmetra. Árangur samanborið við fyrri keppnisleiðir skar svo úr um endanlega sigurvegara. Var þetta í fyrsta skipti sem leið, klifruð með þessu formi, var notuð í keppni sem þessa. En hafa verður það hugfast að leiðir í þessari erfið- leikagráðu era sjaldan klifnar og þessi var útbúin sérstakiega fyrir keppnina. Spennandl (kvennaflókkl Leið kvenna leit einnig mjög hrika- lega út, gráðuð 8a. Það var greini- legt að nú væri keppt á mörkum mannlegrar getu. Og það reyndist rétt. Keppendumir, hver af öðram, tókust á við hinar ótrúlegustu hrejifingar. Nú skipti máli að allir þeir þættir, sem að klifri lutu, jmnu saman, líkamlegir sem andlegir. Sumir keppenda náðu aldrei 10 m markinu. Tveir komust ekki 5 metra. Einn stoppaði eftir einn þriðja leiðar, hristi höfuðið og lét sig falla frá. Fyrir áhorfanda var þetta sannkallaður ballett. Hver hreyfing var lykillinn að þeirri næstu og ekkert mátti út af bera til að keppendumir féllu frá berg- inu. Þeir keppendur sem ofar komust en 15 metra náðu þó aldrei að klára leiðina því erfíð hreyfing neðan við lokamarkið felldi þá alla, að einum undanskildum — Stefan Glowacs. Þar með var sigur hans ótvíræður. í kvennaflokki varð keppnin hörð á milli þeirra þriggja efstu. Kvenna- leiðin var 12,70 m og greinilegur lykilhluti hennar var talsvert slútt neðan við lokamarkið. Hér fór á sama veg og í karlakeppninni, sum- ar náðu varla að bjnja. Luisa Jovane var fyrst af þeim þremur til að hefja keppnina. Hún lauk við leiðina á rúmum 7 mínút- um, svo nú jókst spennan á hinar tvær. Til að sigra yrðu þær ekki aðeins að klifra leiðina heldur á betri tíma. Ljmn Hill kom strax á eftir Jovane og var fljót að lykilkaf- lanum. Minnstu munaði að hún félli, en á síðustu stundu náði hún að halda sér og rétt náði að klára leiðina. Tfmi hennar 3,21 mín. Þar með var komin mikil pressa á hina frönsku Pattissier. Pattissier er ein skærasta stjama Frakka I kletta- kiifri og einnig ein sú tekjuhæsta. Hún var mjög fljót að lokakaflanum og þegar aðeins 1,35 m var eftir missti hún óvænt handfestu, rann til og féll. Þar með varð Ljmn Hill sigurvegari í kvennaflokki. Pattisier varð að sætta sig við það þriðja. i

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.