Morgunblaðið - 27.10.1987, Qupperneq 11
/IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 27. OKTÓBER 1987
B 11
Morgunblaöiö/Bemharö Valsson
Domlnlque Rochotau, framheijinn kunni í liðið Toulouse, sækir að marki París SG í leik liðanna fyrr í vetur. Til hægri
er William Ayache. Toulouse gerði markalaust jafntefli við Auxerre um helgina, en PSG tapaði enn einum leiknum og
þjálfarinn var látinn fara.
KNATTSPYRNA / FRAKKLAND
ÞjáKari París SG
rekinn um helgina
MÓNAKÓ er enn á toppnum í
frönsku 1. deildinni eftir sigur,
2:1, ítoppslagnum gegn Nant-
es. En ParísarliAin voru bæði í
sviðsljósinu um helgina, PSG
rak þjálfara sinn vegna slæms
gengis og þjálfari Racing gerAi
sér lítiA fyrir og tók tvo bestu
leikmenn liAsins undanfarin út
af eftir aðeins 25 mínúturl
Frá
Bemharð
Valssyni
iFrakklandi
Það hefur fátt gengið svk. áætl-
un hjá Paris Saint Germain það
sem af er þessu keppnistímabili. í
stað þess að rétta úr kútnum og
vera í hópi þeirra
fremstu situr liðið
nú í 16. sæti deildar-
innar og hefur tapað
9 leilqum af þeim
16 sem búnir eru. Til að ráða fram
úr þessum vandræðum var stjómar-
fundur hjá félaginu á sunnudaginn
þar sem ákveðið var að þjálfarinn
Gerard Houiller, sem gerði liðið að
deildarmeisturum fyrir tveimur
árum, skildi láta eftir stöðu sína til
Erik Momiaerts, en sá hefur verið
aðstoðarmaður Houiller undanfarin
ár. Það sem lfklegast hefur fyllt
mælinn hjá forráðamönnum félags-
ins er að á laugardaginn tapaði PSG
2:0 á heimavelli gegn Metz. Leik-
menn Parísarliðsins voru sem á
nálum og eftir að Micciche hafði
skoraði 1:0 fyrir Metz á 20. mínútu
hrundi leikur liðsins endanlega til
grunna. Það var því án vandræða
sem Zenier inn'siglaði 2:0 sigur
Metz í seinni hálfleik. í toppbarát-
tunni hafði Mónakó betur gegn
Nantes, 2:1. Leikmenn Mónakó
sýndu í þessum leik að þeir geta
leikið fast þegar þess þarf með,
þeir tóku í upphafí leiks vel á móti
Nantes og náðu með því að bijóta
niður allt leikskipulag liðsins. Fyrra
mark Mónakó kom á 12. mínútu
er Hoddle sendi boltann á Sonor
sem skoraði auðveldlega. í seinni
hálfleik bætti Ferratge við öðru
marki eftir sendingu frá Amoros.
Það var skotinn Mo Johnston í liði
Nantes sem minnkaði muninn á 75.
mínútu.
Það má segja að leikur Bordeaux
og St. Etienne hafí einungis staðið
yfír í 90 sekúndur en ekki 90 mínút-
ur. Bordeaux hóf leikinn með látum
og eftir eina og hálfa mínútu skor-
aði Ferreri, besti maður liðsins,
fallegt mark. En við þessa góðu
byijun var vindurinn úr liðinu og
það sem eftir var leiksins gerðist
fátt markvert utan skemmtilegra
tilþrifa Ferreri.
Nýliðamir þrír voru heldur betur í
essinu sínu um helgina og er knatt-
spymuáhugamönnum nú orðið ljóst
að velgengni liðanna er ekki einung-
is tímabundin heppni. Niort sigraði
Marseille 1:0 og batt þar með endi
á langa sigurgöngu liðsins. Bour-
doncie skoraði fyrir Niort á 6. mín.
Montpellier, sem hefur endurheimt
fyrirliða sinn, Blanc, burstaði Nice
4:1, og Cannes fór illa með Racing
París í 3:l-sigri. Það vakti mikla
athygli að á 25. mínútu tók þjálfari
Racing, Portúgalinn Arthur Jorge,
þá Luiz Femandes og Ben Mabro-
uck útaf, en þeir hafa verið bestu
menn liðsins undanfarið. Er blaða-
menn spurðu Jorge hvers vegna
hann hefði gert þetta svaraði hann
því til að ekki væri hægt að taka
ellefu leikmenn út af og því hefði
hann einungis tekið þessa tvo.
■ Úrsllt/B16.
■ 8taAan/B16.
SPÁNN
Sex stiga
forskot Real
REAL Madrid burstaAi Valenc-
ia, 4:0, um helgina og hefur nú
sex stiga forystu f 1. deildar-
keppninni á Spóni. Real hefur
nú unniA fyrstu átta leiki sína
f deiidinni, leikur frábæra
knattspyrnu, og ekkert virAist
geta stöAvaA liAiA.
Real hefur. skorað 32 mörk í
leikjunum átta en aðeins feng-
ið 2 á sig. Uppselt var á leikinn,
90.000 manns tróðu sér inn á
Bamabeu-leikvanginn og sáu mexí-
kanska framheijann Hugo Sanchez,
vamarmanninn Manuel Sanchis og
miðvallarleikmennina Michel
Gonzales og Rafael Martin Vazques
skora sitt markið hvem. Valencia
byijaði af krafti en það stóð ekki
lengi yfír, leikmenn Real „skiptu
um gír“ og unnu ömggan sigur.
Þess má geta að þjálfari Valencia
er Alfredo di Stefano, sem á sínum
tíma var einn besti knattspymu-
maður heims — stjómaði þá einmitt
leik Real Madrid á sjötta áratugn-
um.
Á sama tíma og Real hélt áfram
sigurgöngu sinni gekk keppinaut-
um liðsins ekki eins vel. Átletico
Madrid gerði markalaust jafntefli
við Real Sociedad og þar var lands-
liðsmarkvörðurinn fyrrverandi Luis
Arconada í aðalhlutverkinu. Hann
stendur nú í marki Sociedad og
varði hvað eftir annað mjög vel frá
leikmönnum Madrid-liðsins. At-
letico Bilbao tapaði 0:1 á útivelli
gegn Real Valladolid.
Þá gerði Barcelona aðeins jafntefli
um helgina, 2:2, á heimavelli gegn
Real Mallorca. Barcelona lék raunar
mjög vel að þessu sinni en uppskar
þó aðeins eitt stig. Leikurinn þróað-
ist meira að segja þannig að það
var Barcelona sem jafnaði 2:2.
Enski landsliðsframheijinn Gary
Lineker skoraði sitt fyrsta mark
deildarmark fyrir liðið í vetur sjö
mín. fyrir hlé, en Marokkóbúinn
Feddi Hassan jafnaði í byijun síðari
hálfleiks. Miguel Nadal náði síðan
forystu fyrir Mallorca-liðið en fimm
mín. fyrir leikslok náði Gerardo að
jafna. Markið var reyndar umdeilt,
leikmenn Mallorca urðu æfír af reiði
yfír því að dómarinn skildi ekki
dæma Gerardo rangstaðan. En
markið stóð og Barcelona náði því
í eitt stig.
PORTUGAL
Portógefur
ekkert eftir
EVRÓPUMEISTARAR Portó
leika vel þessa dagana. LiAiA
hefur nú fjögurra stiga forystu
í portúgölsku 1. deildinni eftir
2:0-sigur á Maritimo um helg-
ina.
Alsírbúinn Madjer og Sousa
gerðu mörk Porto í auðveldum
sigri. Porto hefur 15 stig og síðan
koma sex lið með 11 stig, þar á
meðal Benfica, sem sigraði 1:0 í
Panafíel og virðist loks vera að ná
sér á strik. Benfica er portúgalskur
meistari, en hefur byijað illa í
haust. Það var Brasilíumaðurinn
Vanda sem gerði eina markið á 27.
mín. Penafíel var taplaust í vetur.
Sama er að segja um Sporting
Lissabon — liðið hafði heldur ekki
tapað leik og tapaði, öllum á óvart,
á heimavelli gegn Warzim. Sporting
sótti miklu meira en var samt 0:2
undir í leikhléi! Á 71. mín. náði lið-
ið svo að minnka muninn en þrátt
fyrir mikla pressu tókst því ekki
að jafna.
■ Úrsllt/B16.
■ StaAan/B15.
SVISS
Sigurður skoradi í fyrsta
leik eftir langa Ijarveru
Ómar Torfason skoraði þrennu fyrir Olten í stórsigri á Old Boys í 2. deild
Sigurður Grétarsson lék á
sunnudaginn sinn fyrsta
knattspymuleik með Luzem síðan
22. ágúst og skoraði fyrsta mark
Ieiksins er Luzem
Fráönnu lagði topplið sviss-
Bjamadóttur nesku knattspym-
/Swss unnar, Grasshopp-
ers, 2:1. Sigurður
skoraði á 6. mfnútu. Hann fékk
fyrirgjöf af hægri kanti og þramaði
boltanum í autt markið. Bæði liðin
sóttu fast frá upphafí og leikurinn
var hraður og spennandi. Luzem
skoraði annað mark' leiksins eftir
upphlaup á vinstri kanti á 34.
mínútu. Eftir það bætti Grass-
hoppers þriðja manni fremst í
sóknina og tókst loks eftir mörg
miáheppnuð tækifæri að skora
mark nokkram sekúndum fyrir
hálfleik.
Luzem átti betri leik og sigraði
sanngjamt. Þar sem Grasshoppers
tapað er Xamax nú í efsta sæti.
Tæplega 15.000 manns mættu á
völlinn í Luzem. Liðinu gekk illa í
upphafi deildarkeppninnar en hefur
staðið sig betur að undanfömu og
er nú í 8. sæti í keppninni.
Nýtt fyrl rkomulag
Svissnesku deildarkeppninni er nú
þannig háttað í fyrsta sinn að liðin
12 sem eru í 1. deildinni keppa inn-
byrðis heima og að heiman fyrir jól
um átta efstu sætin og munu þau
átta efstu keppa sfn á milli eftir
jól. Fjögur neðstu liðin munu hins
vegar keppa við efstu liðin í ann-
arri deild í tveimur átta liða riðlum
um sætin flögur í fyrstu deild. Það
er því mjög mikilvægt fyrir Luzem
að hafa komist upp í 8. sæti á
sunnudag. Enda sagði Sigurður að
liðið hefði unnið „stórsigur.“
Ómar Torfason, sem leikur með
Olten í annarri deild, átti frábæran
leik á laugardag. Hann skoraði
þrennu í seinni hálfleik gegn Old
Boys og leikurinn fór 6:2. Olten er
í 11. sæti í annarri deild. Baden,
gamla lið Guðmundar Þorbjöms-
sonar, er í 12. sæti.
SlgurAur góður af maiAslunum
Sigurður hefur átt við slæm meiðsli
á hné að stríða undanfama mán-
uði. Hann var skorinn upp í apríl
og hluti af liðþófa fjarlægður. Hann
var farinn að æfa á fullu fyrir sum-
arfrí en hnéð gaf sig í æfingabúðum
í Austurlöndum fjær í ágúst. Hann
var aftur skorinn og hnéð speglað
með tölvutækni og hefur verið að
ná sér síðan.
„Ég fann ekkert til í hnénu f leikn-
um í dag,“ sagði Sigurður eftir
leikinn á sunnudag. Hann spilaði í
65 mínútur. „Þetta lftur vel út og
ég vona að það sé komið í lag.“ I
fjölmiðlum var mikið gert úr því
að Sigurður myndi leika aftur með
liðinu og voru miklar vonir bundnar
við hann. „Það fylgir þessu auðvitað
ákveðin pressa," sagði hann. „En
ég lifi við það og reyni að gera
mitt besta.“