Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 04.12.1987, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 4. DESEMBER 1987 B 11 JOLADAGSKRAIN Dagskrá Stöðvar 2 yfir jól og áramót ar nú fullmótuó. Hún verður kynnt á Stöð 2 nœstkomandi sunnudagskvöld kl. 20.30, en hár er stlklað á stóru yfir það efnl sem Stöðin býður á um hátfðamar. Jólastemmningin á Stöö 2 hefst, að sögn Björns Björnsson- ar, föstudaginn 18. desember með beinni útsendingu frá tón- leikum í Langholtskirkju. Á tón- leikunum verða flutt jólalög, en flytjendur eru kór Langholtskirkju ásamt einsöngvurum og hljóð- færaleikurum. Innlent efni Einþáttungurinn „Sá yðar sem syndlaus er" eftir Valgeir Skag- fjörð, er fyrsta dramatíska verkið sem Stöð 2 laetur gera. Höfundur og Christopher Plummer og „Back to the Future" eða „Aftur til framtíðarinnar" , gamanmynd framleidd af Steven Spielberg með Michael J. Fox í aðalhlut- verki. Bíómyndin „Going in Style" verður einnig sýnd á jóladag. Meðal þeirra mynda sem sýnd- ar verða á annan dag jóla eru tvær myndir með Shirley Temple. Þær heita „Laumufarþeginn", (Stowaway) og „Glatt á hjalla", (Stand up and cheer). Þá verður einnig sýnd myndin „Paris Tex- as“, en hún hlaut gullpálmann í Kolbrún Svelnsdóttlr og Quðjón Arngrímsson kynna Hátí- Aardagskrána á sunnudag. er einnig leikstjóri, en Margrét Ákadóttir, leikkona fer með eina hlutverkið í leiknum. Leikmynd og búninga gerði Guðrún Erla Geirsdóttir, en Gylfi Garðarsson samdi tónlistina. Dagskrárgerð annaðist Þorgeir Gunnarsson. „Sá yðar sem syndlaus er" verður á dagskrá sunnudaginn 27. des- ember. „Jólabörn" nefnist barnaþáttur sem Stöð 2 lét gera í tilefni jól- anna. Efni þáttarins er á þá leið að afi býður ömmu til sín á jólun- um og þau fara saman í ferðalag aftur í tímann í leit að hátíðleik jólanna. Á ferð sinni lenda þau í ýmsum ævintýrum og hitta marg- ar kynjaverur. „Jólabörn" verður frumsýnd á jóladag. Handrit gerðu Guðrún Þórðardóttir, sem einnig er leikstjóri, Saga Jóns- dóttir, Guðmundur Ólafsson og Maríanna Friðjónsdóttir. Leikarar eru Örn Árnason, Saga Jóns- dóttir, Guðmundur Olafsson, Margrét Ólafsdótti og Eyþór Árnason. Tónlistina samdi Jón Ólafsson. Lokaþáttur „Heilsubælisins í Gervahverfi" verður sýndur á gamlárskvöld, en eftir miðnætti verður sýndur þátturinn „Hana- stél", með gríni frá liðnu ári. Á þrettándanum, 6. janúar, verður sýnd mynd gerð af Hilm- ari Oddssyni og nefnist hún „Nú er hún Snorrabúð stekkur". Myndin er um Þingvelli og tillögur um framtíðarskipulag þjóðgarðs- ins. Bíómyndlr yflr hátíóarnar Það er af mörgu að taka í vali á bíómyndum á Stöð 2 yfir jól og áramót. Þrjár útgáfur af jólaævin- týri Charles Dickens verða sýndar, tvær leiknar myndir og ein teiknimynd. Á jóladag verða sýndar mynd- irnar „Tónaflóð" (The Sound of Music) með þeim Julie Andrews Cannes fyrir nokkrum árum. Sam Shepard skrifaði handritið, en leikstjóri er Wim Wenders. Harry Dean Stanton og Natstassja Kinski eru meðal leikara. Gaman- mynd fyrir alla fjölskylduna, „Smokey Mountain Christmas", með söngkonuna Dolly Parton í aðallhlutverki er einnig á dagskrá 26. desember. Á milli jóla og nýárs verða m.a. sýndar myndirnar „Body Heat" með William Hurt og Kat- heleen Turner, James Bond myndin „Octopussy" „Christmas Coleman Miracle" með Kurt Russel og „Blazing Saddles" eftir leikstjórann Mel Brooks. Tvær gamanmyndir verða sýndar á nýársnótt og eru það „Bachelor Party" og „National Lampoon's Vacation". Aðrar myndir í hátíðardag- skranni eru „Romancing the Stone" með Michael Douglas og Kathleen Turner og „St. Elmos Fire" með Rob Lowe. Mynd Wo- ody Allens „A Misummer Night’s Sex Comedy" með honum og Miu Farrow í aðalhlutverkum verður sýnd 2. janúar. James Bond myndin „For Your Eyes Only'' með Roger Moore verður síðan á dagskrá á þrettándanum. Framhaldsþættir Fastir framhaldsþættir verða á sínum stað í hátíöardagskránni og nokkrir nýjir bætast við. Ný þáttaröð úr framhaldmynda- flokknum „Lagakrókar", (L.A. Laws) hefst fyrir jól og einnig þáttur sem ekki hefur áður verið sýndur á Stöð 2 og nefnist „Hoo- perman". Nokkrir styttri framhaldsþættir, eða „míníseríur", verða sýndir á Stöð 2 um jólin. Goði Sveinsson, dagskrárstjóri sagði að sá háttur yrði hafður á að sýna hvern þátt á nokkrum dögum svo áhorfend- ur þurfi ekki að bíða eftir framhaldi í heila viku. Þættirnir eru „Nutcracker" og „Chiefs" frá Bandaríkjunum, ástralska myndin „Sword of Honour" og „Out On a Limb", byggð á samnefndri bók Shirley MacLaine, en þar leikur MacLaine sjálfa sig. Þættirnir sem sýndir verða úr myndaflokkunum „Klassapiur", „Hasarleikur" og „Geimálfurinn" eru allt sérstakir jólaþættir. Tónlist Tónlistinn fær sinn skerf á Stöð 2 um jólin og 27. desember verð- ur sýndur Gala konsert úr Royal Albert Hall. Söngkonan Kiri Te Kanawa ásamt söngvurunum Jer- emy Irons og Warren Mithcell og Lundúnarsinfóníunni koma fram á þessum tónleikum. Flutt verða verk eftir Mozart, Bizet, Verdi og Puccini og lög úr söngleiknum „My Fair Lady". „Leðurblakan", ópera eftir Strauss verður sýnd 2. janúar, en stjórnandi er Placido Dom- ingo. Á nýársdag verða sýndir tónleikar Alheimssinfóníunnar, en í henni eru fulltrúar frá 60 lönd- um. Guðný Guðmundsdóttir fiðluleikar er fulltrúi íslands. í íslenska listanum 26. desem- ber verða eingöngu flutt íslensk jólalög sem komu út fyrir þessi jól. Erlendi annáll listans verður sýndur á gamlárskvöld, en inn- lendi annállinn 3. janúar. Á gamlárskvöld verða Prince Trust tónleikarnir 4. desember sýndir, en kynnir á þeim er leik- konan Jane Saymour. Elton John, Bee Gees og Pointers Sisters eru meðal þeirra sem koma fram. Tónlistarþáttur með söngkonunni Diana Ross verður á dagskrá 3. janúar, en gestir þáttarins eru þeir Michael Jackson og Larry Hagman. Hlýleg giöf / ryrir í.ðyu.- Kronu] Álafoss værðarvoðir í fjölbreyttum litum. Ódýr og skemmtileg gjöf. Verð frá krónum 1.270,- /llafossbúðin Vesturgötu 2, Reykjavík S 13404 ULLARFATNAÐUR, GJAFAVÖRUR, GARN % ELFA SKAPAREKKAR OG HILLUR — nýta plássið og koma á röð og reglu Ótrúlega sniðug lausn á plássleysi. Á heimilinu, á vinnustöðum og í bílskúrum.Eigin smekkur ræður útliti en notkunarmöguleikar eru óteljandi. RR BYGGINGAVÖKUR HE Suðurlandsbraut 4, Simi 33331 • • •• ORKIN/SIA JB ÓSA/SÍA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.