Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 9
jHoretrobtaMa /ÍÞRÓTTtR ÞRIÐJUDAGUR 8. DESEMBER 1987
B 9
búnaður getur kúplað út náttúru-
lögmálunum. Viðnámið á milli
dekkjanna og vegarins er það sem
heldur bílnum í réttri rás þegar
teknar eru beygjur, hvernig svo sem
þær beygjur eru. Á mölinni er þetta
viðnám einfaldlega miklu minna en
á malbiki og í lausamöl má heita,
að það hverfi. Sama er að segja
um bleytu og hálku á malbikinu.
Fjórhjólastýrið hjálpar, það dregur
úr hættunni á að maður missi vald
á bílnum, það eyðir ekki þessari
hættu.
Inn í stæði
Leiðin liggur niður í miðbæinn, í
öll þrengslin þar. Nú skal prófa
hvernig er að komast inn í þröngu
bílastæðin á svona bíl. Þá kemur í
ljós, að maður þarf að vera svolítið
á verði, afturendinn færist nefni-
lega örlítið til gagnstæðrar áttar
við stefnu framendans. Það er ekki
mikið, en verður að taka tillit tii
þess í mestú þrengslunum.
Að leggja svo löngum bíl í stæði,
sem virðist sniðið fyrir Trabant, er
e.t.v. í lagi, ef maður getur ekið
beint að því. En, málið vandast
þegar aðeins er hægt að koma þvert
að því í mjórri götu. Mazdan þessi
snýst ekki á punktinum, en hún fer
inn í stæði, sem full erfitt er fyrir
mun stærri bíl að komast í. Þarna
eru kostir fjórhjólastýrisins hvað
augljósastir. Hreint ótrúlegt hvað
hægt er að smeygja sér, það tekur
þó nokkurn tíma að átta sig á, að
maður á kost á þessu, það er ein-
hvem veginn ekki komið á teikning-
una ennþá.
Samanburður
Við Ijúkum reynsluakstrinum með
því að aka öðrum bíl, sömu gerðar,
en ekki með fjórhjólastýrinu.
Hvílíkur munur! Þama komu kostir
hins bílsins best í ljós, þegar ekið
var venjulegum bíl. Sá bíll er með
eitthvað kraftminni vél, en annars
nánast eins, að frátöldum stýris-
búnaðinum. Það tók ekki langan
tíma að átta sig á að ekki þýddi
að fara í sömu beygjuævintýri á
þeim fáki. Og er sá bíll þó að fullu
boðlegur í allan hefðbundinn akstur
og gefur ekkert eftir 4WS-bílnum
hvað Qöðmn áhrærir. Hann hefur
bara ekki fjórhjólastýri. Við prófuð-
um að krækja fyrir horn, sem var
markað af gangstéttarbrún. 4WS
smeygði sér utan um homið, endaði
nærri brúninni. Hinn setti afturhjól
upp á brúnina og endaði þó nærri
feti fjær brúninni. Beygjuradíus
4WS er heilum metra minni, en
sama bíls án fjórhjólastýris.
Bílllnn
Okkur hefur nú orðið tíðrætt um
fjórhjólastýrið og vagninn sjálfur
setið á hakanum fyrir vikið. Við
skulum fá nokkur orð um hann í
lokin. Þessi nýja árgerð af Mazda
626 hefur tokið nokkrum breyting-
um, einkum í útliti, og fjaðrabúnað-
ur hefur breyst lftillega. Þýsk áhrif
em greinanleg í línum, bílsins og
2.0Í-16 ventla
MÁL OG ÞYNGD 4-dyra 5-dyra 2-dyra Sedan Hatchback Coupe
5 g- 5 g. 5 g.
Lengd (mm) 4515 4515 4450
Breidd (mm) 1690
Hæð (mm) 1410 1375 1360
Lengd milii hjóla (mm) 2575 2575 2515
Breidd milli hjóla framan (mm) 1455 —-
Breidd milli hjóla aftan (mm) . 1465 -e-
Þyngd (kg) 1080—1210 eftir gerðum og búnaði
VÉL
Gerð 4 str./2 yfírl. knastásar
Borvídd x slaglengd (mm) 86x86
Rúmtak (cc) 1998
Þjöppuhlutfall 10.0:1
Hestöfl (DIN) (ps/rpm) 148/6000
Tog(DIN) (kg-m/rpm) 18.6/4000
Eldsneytiskerfi Bein tölvustýrð innspýting
Eldsneytistankur (1) 60
Oktanþörf 98
GÍRKASSI/DRIF Tengsli (kúpling) Skipting 5g-
Gírahlutfall 1 3.307
2 1.833
3 - 1.310
4 1.030
5 0.837
afturábak 3.166
Drifhlutfall 4.105
UNDIRVAGN
Grind Sjálfberandi
Fjöðrun — framan Sjálfstæð með gormum
Fjöðrun — aftan Sjálfstæð með gormum
STÝRI Tannstangarstýri
Beygjuhringur (m) 10.8 (Sedan/Hatchback): 10.6m
HEMLAR framan (Coupe): 9.6m (m/4 hjólastýri) Kældirdiskar
aftan Diskar
HJÓLBARÐAR 195/60HR15, 6JJxl5
BÚNAÐUR
O: Fylgir A: Aukabúnaður —: Ekki fáanlegur *: í þessum bíl
UTAN: GT
Hjólbarðar og felgur: 185/70HR14, 5>/2Xl4 álfeigur A
195/60HR15,6JJxl5 álfelgur A
195/60HR15,6JJxl5 hvítar álfelgur A*
Hjólkoppar — litlir —
— heilir O
Halogen-aðalljós O
Vatnssprautur á aðalljós A
Framrúða úr tvöföldu öryggisgleri O
Litað gler O
Hituð afurrúða með tímarofa O
Rúðuþurrkur og sprauta á afturrúðu (HB) O
3 hraða rúðuþurrkur —
Samlitir stuðarar o
Breiðir hlífðarlistar á hliðum o
Aurhlífar að framan —
og aftan o
Útispeglar stillanlegir innan frá o
Rafstýrðir útispeglar A*
Vindkljúfur að framan A
Samlit vindskeið að aftan (coupe) A
Rafknúin sóllúga: úr stáli A
úr gleri A*
O: Fylgir A: Aukabúnaður — Ekki fáanlegur *: í þessum bíl
INNAN: GT
Snúningshraðamælir O
Tölvumælaborð (LCD) A
Viðvörun v/ljósa, hurða, ræsilykils O
Upplýstur ræsir O
Inniljós með leslampa O
Tölvuklukka O
Veltistýri O
Vökvastýri o
Hraðastillir „Cruise Control" A
Rafknúðar hliðarrúður o
Rafknúnar hurðarlæsingar o
Eldsneytislúga opnanleg að innan o
Farangursgeymsla opnanleg að innan o
Hljómflutningskerfí A
Hitablástur aftur í O
Loftkæling A
Tveggja hæða geymsluhólf milli framsæta O
Aftursætisbak í tvennu lagi O
Niðurfellanlegur armpúði í aftursæti O
Öryggisbelti við öll sæti O
Tölvustýrðir höggdeyfar A
Hemlar með læsivöm (ABS) A*
sérstaklega í útliti mælaborðs. Allt
er það til bóta, hann hefur fríkkað
mikið, þótt engar róttækar breyt-
ingar hafi orðið á. Að aka bílnum
er hreinasti munaður, þægindin
fyrsta flokks og hann er hljóðlátur
og öflugur. Stjórntækin eru góð,
að frátöldum hnöppum í mæla-
borði, sem em full fjarri ökumanni,
a.m.k. ef sætið er ekki mjög framar-
iega. Miðstiiðin er hávær, mölin
smellur í aftari hjólaskáium, annars
hefur hljóðeinangmnin tekist mjög
vel. Sætin em framúrskarandi góð,
belti við þau öll og þau fremri með
stillanlega hæð yfír öxl. Fyrir stór-
vaxna er þröngt í aftursætum.
Fjöðmn er frábær, en erfitt er að
koma í veg fyrir hnykki, þegar sil-
ast er áfram í fyrsta gír með
hægfara umferðarstraumnum. Að
öllu samanlögðu kemur bíliinn með
góðan vitnisburð út úr þessari próf-
un og fjórhjólastýrið er hans
höfuðkostur. Með því hefur bíllinn
tekið stökkbreytingu í flokki með
loftfylltum hjólbörðum, vökvaheml-
um og sjálfstæðri fjöðrun. ,
Mazda fjórhjólastýrið
Fjórhjólastýrið í Mazda er byggt
á samblandi beinna mekanískra
tenginga og hátækni. Stýrisálag er
flutt um drifskaft í aftari stýrisvél-
ina og þar tekur við vökvakerfi, sem
beygir hjólunum. Tölvubúnaður
stjórnar því síðan, hve mikið aftur-
hjólin beygja og til hvorrar áttarinn-
ar, þar er það hraðinn, sem ræður.
Á litlum hraða, upp að 35 km/klst.
beygja afturhjólin í gagnstæða átt
miðað við framhjólin, á meiri hraða
beygja þau með framhjólunum og
leitast þannig við, ^ð halda aftur-
hluta bílsins stöðugum í beygjum.
Ef bilun verður í stjórnkerfinu, fara
afturhjólin sjálfkrafa í beina stöðu,
líka þegar drepið er á vél eða
straumur rofnar.
Bíll meö 2HS
Bfll mcð 2HS
Bíll racd 4fl
/3^
Skautarkr. 1.710,-
Hvítir nr. 32-41
Svartirnr. 32-45
Kangarooskuldaskór
Svart leöur. Loöfóöraöir fram i tá.
Nr. 32-39 kr. 2.298,-
Nr. 40-46 kr. 2.650,-
Adidas kuldaskór
2 litir: Hvitir og Ijósbláir.
Nr. 19-25. Kr.2.490,-
Kangaroos kuldaskór
Gráir. Leður/nylon. Loðfóöraöir fram i tá.
Nr. 34-45 kr. 2.450,-
Kangaroos kuldaskór
Dökkbláir. Loðfóöraðir fram i tá.
Nr. 25-33 kr. 1.995,-
Kangaroos kuldastígvél
Loöfóðraöir fram i tá. Vatnsheld upp á ökkla.
Nr. 25-35 kr. 1.550,-
Póstsendum samdægurs