Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 08.12.1987, Blaðsíða 6
6 B HtorgiwMoMft /IÞROTTIR ÞRWJUDAGUR 8. DESEMBER 1987 KNATTSPYRNA / V-ÞÝSKALAND Köln hefur ekki unnið í Kaisers- lautem í átta ár - Werder Bremen hefur náð góðu forskoti í Bundesligunni Werder Bremen náði góðu for- skoti ív-þýsku Bundesligunni, með því að leggja Karlsruhe að velli, 2:0, í Karlsruhe. Frank Naubarth skoraði bœði mörk liðsins - í leik sem var afar slakur. Á sama tíma mátti Köln þola tap, 0:3, fyrir Kaiserslaut- ern og Bayern gerði jafntefli, 2:2, í Hamborg. Nú þegar knattspyrnumenn íV-Þýska- landi eru farnir í vetrafrí, er Bremen með fjögurra stiga for- skot á Köln og fimm stiga forskot á Bayern. Dortmund kom' enn einu sinni á óvart. Félagið varð að sætta sig við tap, 0:1, fyrir Mannheim á heimavelli. Mannheim vann sinn fyrsta sigur á úti- Frá velli síðan 11. mars Jóhannilnga 1986. Félagið hafði Gunnarssyni leikið 32 ]eiki á úti- völlum án sigurs. Klotz skoraði sigurmarkið, 1:0, af 17 m færi. Þetta var fimmta tap Dortmund á heimavelli í vetur. Kaiserslautem vann sigur, 3:0, yfir Köln í mjög skemmtilegum leik - þar sem hraðinn var mikill og mörg góð marktækifæri sáust. Það eru nú átta ár síðan Köln hefur unnið sigur í Kaiserslautem. Harald Kohr, Frank Hartmann og Sergio Allievi skomðu mörkin. Pierre Littbarski hjá Köln meiddist á hné og getur hann ekki farið með v-þýska landsliðinu til Argentínu og Brasilíu. 114 Bæjarar handteknir Mikil læti urðu í Hamborg þegar stuðningsmenn Bayem Munchen mættu þangað á laugardaginn. 114 Bæjarar vom handteknir eftir að ljóst var að þeir vom búnir að skemma tvo vagna í jámbrautalest- inni sem þeir komu með til Hamborgar. Lögreglan tók skemmdarvargana í sína gæslu og var farið með þá strax aftur til Munchen. 35 þús. áhorfendur sáu leik Hamb- urger og Bayem, sem endaði með jafntefli, 2:2. Klaus Augenthaler skoraði fyrst fyrir Bayern og síðan var Hans Pflugler nær búinn áð bæta marki við. Thomas von Hees- en jafnaði fyrir Hamburger SV, 1:1, og Thomas Kroth bætti við marki fyrir heimamenn. Lothar Mattháus jafnaði, 2:2, fyrir Bayem með góðu skoti af 25 m færi - eftir aukaspymu Andreas Brehme. Asgeir Sigurvinsson og félagar hans töpuðu óvænt, 0:1, fyrir spútnikliði Númberg, sem hefur unnið sex leiki í röð. Dieter Eck- stein skoraði sigurmarkið með skoti af 17 m færi á 20 mín. Leikmenn Stuttgart, sem léku of mikið upp miðjuna, náðu ekki að svara. Uwe Rahn, sem hefur verið meidd- ur, lék óvænt með Gladbach. Hann átti snilldarleik og skoraði tvö mörk þegar félagið lagði Uerdingen á útivelli. Fyrir leikinn sagði Wold Wemer, þjálfari Gladbach, að leik- menn sínir væm komnir til að hefna þess að Horst Köppel, þjálfari Uerd- ingen, var rekinn frá félaginu. Köppel er fyrrum leikmaður Glád- bách. Hann stóð við loforð sitt. Gladbach vann sigur, 4:2. Hans- Jörg Criens skoraði hin tvö mörk Gladbach. Atli Eðvaldsson lék ekki með Uerdingen. Brasilíumaðurinn Tida tryggði Le- verkusen sigur, 2:1, yfir Homburg. ■ Úrslit B/10 ■ Staðan B/10 Reuter Carsten Kober hjá Hamburger, sést hér berjast við Roland Wohlfarth hjá Bayem, um knöttinn í leik liðanna í Hamborg. KNATTSPYRNA / BELGÍA Amórlékvel og skoraði KNATTSPYRNA / SPANN Reuter Portugalskl mlðherjlnn Paolo Futre hjá Atletico Madrid og Ripodas, vamar- maður Osasuna, sjást hér í kröppum dansi. Enn einn stór- leikur Bemd Schusters Barcelona þýtur upptöfluna VESTUR-þýski miðvallarleik- maðurinn knái Bernd Schuster var maðurinn á bak við stóran sigur Barcelona, 4:1, á Real Murcia í spánsku 1. deildinni um helgina. Hann hefur náð sér mjög vel á strik að undanf- örnu. Lið Barcelona, sem byrjaði afleitlega í haust, hefur klifrað upp töfluna að undanf- örnu og er nú komið í 4. sæti. Real Madrid er enn með ör- ugga forystu, hefur fjögurra stiga forskot, eftir sigur á Lo- grones. Bemd Schuster átti þátt í þrem- ur af ijórum mörkum Barcel- ona. Það fyrsta kom eftir aðeins tvær mínútur. Hann gaf á Gary Lineker, sem sendi knöttinn aftur áleiðis til Schuster, en Þjóðverjinn þurfti ekki að hafa neinar áhyggjur því argentínski vamarmaðurinn Jose Luis Brown spymti honum i eigið mark! Francisco Carrasco bætti öðm mörku við, beintúr auka- spymu, á 19. mín. Urbano Ortega gerði þriðja markið á 57. mín. eftir góða sendingu Schuster. Lineker gerði §órða markið á 82. mín. Skor- aði þá með skalla eftir fyrirgjöf Schuster. Manolo Sanhcez gerði eina mark Murcia — potaði knettin- um framhjá landsliðsmarkverðinum Andoni Zubizarreta úr þröngri stöðu. Mexíkómaðurinn Hugo S,anchez gerði tvö mörk fyrir Real Madrid gegn Logrones og hefur því gert 13 mörk í vetur. Hann er marka- hæstur í deildinni. Annað markið gerði hann úr víti. Þriðja mark Madrid gerði Emilio Butragueno eftir frábæran einleik. Amaro Nad- al gerði mark Logrones. Portúgalinn Paolo Futre gerði eitt mark í 3:1 sigri Atletico Madrid á Osasuna, einnig Julio Salinas og Antonio Parra. ■ Úrslit/B11. ■ Staðan/B11. ARNÓR Guðjohnsen átti mjög góð- an leik gegn Racing Jet er And- erlecht vann 1:4 á útivelli. Racing Jet erfrá Brússel eins og And- erlecht þannig að það var ekki langt á útivöllinn að þessu sinni. Arnór skoraði eitt mark og lagði upp ann- að. Það gengur hins vegar allt á afturfótunum hjá Guðmundi Torfa- syni og félögum í Winterslag gengur hins vegar allt á afturfótun- um. Þeir töpuðu 0:6 í Lokeren og eru nú neðstir í deildinni, tveimur stigum á eftir næsta liði. Anderlecht byijaði mjög vel gegn Racing Jet og skoraði Nilis strax á 2. mín. RJ jafnaði á 8. mín. en rétt fyr- ir hálfleik komst Anderlect í 2:1 eftir að Arnór hafði brotist Frá Bjama upp hægri kantinn og Markússyni gefið fyrir markið þar iBelgiu sem Lindmann skallaði í markið. Á 75. mín. skor- aði Jansen þriðja mark Anderlecht og á 84. mín. skoraði Amór fjórða markið — og það var eins og öll hin, með skalla. Amór sagði eftir leikinn að sigur liðs síns hefði aldrei verið í hættu. Að And- erlecht hefði verið betra liðið allan tímann. Hann sagði einnig að andrúms- loftið innan liðsins væri orðið miklu betra en það var fyrir skömmu og menn næðu mun betur saman. Antwerpen heldur áfram sigurgöngu sinni hér í Belgíu, liðið vann Standard Liege 3:0 á heimavelli og er nú með þriggja stiga forskot á næsta lið. Nu í vikunni keypti Antwerpen leikmann, Franz Van Rooy, sem það var með í láni frá PSV Eindhoven í Hollandi. Eind- hoven vildi fá hann aftur, Rooy vildi hins vegar ekki fara og var því keyptur til Antwerpen. Verðið á Van Rooy eru 37 milljónir belgískra franka sem sam- svarar 40 milljónum íslenskra króna. Van Rooy hefur verið potturinn og pann- an í leik Antwerpen-liðsins og því engin furða að svona há upphæð hafi verið gefin fyrir hann. ■ Úrslit B/IO ■ Staðan B/10 KNATTSPYRNA / HOLLAND Kieft skoraði fjögur mörk Hollenski landsliðsmaðurinn Wim Kieft skoraði fjögur mörk fyrir Eindhoven - þegar félagið vann öruggan stórsigur, 7:0, yfir DS’ 79 í hollensku 1. deildarkeppninni. Félagið vann sinn fimmtánda sigur í röð og er með fullt hús stiga. Hans Gillhaus, Adick Koot og Ronald Koeman skoruðu hin mörk Eindhoven, sem hefur sex stiga forskot á Ajax. John Bosman tryggði Ajax sigur, 2:1, yfir Groningen - með því að skalla knöttinn í netið á síðustu mín. leiksins. Þess má geta að Eindhoven seldi Frans van Rooy til Antverpen í Belgíu á laugar- daginn. ■ Úrslit B/10 ■ Staöan B/10

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.